Alþýðublaðið - 17.12.1950, Síða 6
(I
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Sunnudagfur 17. desember 1950
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fróttastjóri: Benedikt Gröndal; þing-
fréttaritari: Helgi Sæmundsson; auglýs-
ingastjóri: Emilía Möller. Ritstjómar-
simar: 4901 og 4902. Auglýsingasími
4906. AfgreiSslusími 4900. Aösetur: Al-
þýðuhúsið.
Alþýðuprent—rúðjan h.f.
Togaraúfgerð á veg-
ATVINNUÁSTANDIÐ í
kaupstöðunum og kauptúnun-
um úti á landi er nú orðið með
þeim hætti, að helzt minnir á
tíma kreppunnar og atvinnu-
leysisins fyrir síðari heims-
styrjöldina. Þetta er öllum
landsmönnum Ijóst, nema rík-
isstjórninni og stuöningsliði
hennar á alþingi. Jafnvel
Morgunblaðið hefur neyðzt til
að viðurkenna þetta mikla og
þjóðhættulega vandamál, enda
þótt það léti sér nægja í því
sambandi hálfan sannleik. En
ríkisstjórnin og stuðningslið
hennar á alþingi Iætur sér ekki
detta í hug að hefjast handa.
Þetta mál þolir enga bið,
nema tilgangurinn sé sá að
kal’a böl atvinnuleysis og
skorts yfir þjóðina. Þess vegna
hafa þingmenn Alþýðuflokks-
ins í efri deild, Hannibal Valdi-
marsson og Haraldur Guð-
mundsson, flutt frumvarp um
togaraútgerð ríkisins til at-
vinnujöfnunar. Meginefni
þess er það, að ríkið geri sjálft
út eigi færri en fjóra þeirra
togara, sem það á nú í smíðum
í Bretlandi, og aðalmarkmið
þessarar togaraútgerðar ríkis-
ins verði einmitt það að jafna
atvinnu í kaupstöðum og kaup-
túnum landsins á þann hátt,
að togararnir leggi einkum afla
sinn á land þar, sem atvinnu-
leysi gerir vart við sig og mest
er þörf aukinnar atvinnu á
hverjum tíma.
*
Enn er ekkert vitað um það,
hvaða viðtökur þetta frumvarp
muni fá hjá ríkisstjórninni og
stuðningsflokkum hennar. En
fyrri afstaða ríkisstjórnarinn-
ar og afturhaldsflokkanna til
atvinnuástandsins í kaupstöð-
unum og kauptúnunum úti á
landi spáir auðvitað engu
góðu. Hitt liggur í augum uppi,
að frumvarp þetta eigi fylgi að
fagna meðal íbúa kaupstað-
anna og kauptúnanna. Hér er
um að ræða raunhæfa og mark-
vísa tilraun í þá átt að bægja
vofu atvinnuleysisins frá dyr-
um þjóðarinnar Auðvitað mun
þessi tilraun ’kosta fé. En at-
vinnuleysið kemur til með að
reynast miklum mun kostnað-
arsamara, ef allt verður látið
reka á reiðanum eins og nú á
sér stað. Fólkið í kaupstöðum
og kauptúnum landsins verður
að gera afturhaldsfokkunum
Ijóst, að þag uni því ekki, að
þeir láti vandamál þess lönd og
leið. Það þarf að ýta svo ræki-
lega við ríkisstjórn þeirra, að
hún rumski.
Málgögn ríkisstjórnarinnar
halda því fram, að Albýðu-
flokkurinn leggi ekki á nein
ráð; hann láti sér nægja að
berjast gegn ríkisstjórninni og
reyni ekki einu sinni að benda
á leiðir út úr ógöngunum. En
verkin tala sínu máþ og vitna
gegn þessum þvættingi aftur-
haldsblaðanna. Frumvarpið
um hina fyrirhuguðu togara-
utgerð ríkisins til atvinnujöfn-
unar er ein vísbending Alþýðu-
flokksins af mörgum. En hver
eru ráð ríkisstjórnarinnar;
hvaoa leiðir bendir hún á?
Hún veit engin ráð og þekkir
engar leiðir. Hún þyngir álög-
urnar á þjóðina og ber á móti
því, að erfiðleikarnir, sem eru
að sliga atvinnulíf og afkomu
landsmanna, séu fyrir hendi.
Hún er svo sinnulaus og úr-
ræðalaus, eð ábyrgðarleysi
hennar verður ekki me5 orð-
um lýst. Ráðherrarnir, sem
bera á móti því á alþingi, að
atvinnuleysi og skortur sé á
næsta leiti, ættu að dæmast til
þess að kynna sér efnahag og
lífskjör alþýðuheimiler.na á
Vestfjörðum, þar sem nú er
harðast í ári. Þeim myndi á-
reiðan’ega ekki þykja hlut-
skipti þeirra fýsilegt. Og þó
er þetta aðeins byrjunin.
Hættan á því, að atvinnuleysi
og skortur fari sem eldur í
sinu um allt land, er svo mikil
og voveifleg, að bjargráðin þo’a
enga bið. Alþýðuflokukrinn
hefur bent á, hvað sé hægt að
gera og hvað þurfi að gera.
Nú er komið að þætti ríkis-
stjórnarinnar og stuðningsliðs
hennar á alþingi.
í frumvarpi Hannibals Valdi-
marssonar og Haraldar Guð-
mundssonar um hina fyrirhug-
uðu togaraútgerð ríkisins er
svo fyrir mælt, að stjórn þessa
útgerðarfyrirtækis skuii falin
stjórn síldarverksmiðja ríkis-
ins, enda beri að stuðla að því
með rekstri togaranna, eftir
því sem við verður komið, að
síldarverksmiðjur ríkisins fái
hráefni til vinnslu og vinnslu-
tími þeirra geti þannig náð
yfir lengri tíma ársins en hing-
að til hefur verið. Þetta fyrir-
komulag á stjórn togaraút-
gerðar ríkisins virðist sjálfsagt.
í stjórn síldarverksmiðja ríkis-
ins sitja á hverjum tíma
reyndir útgerðarmenn, þaul-
kunnugir hvers konar stór-
rekstri, fiskveiðum, hagnýt-
ingu sjávarafurða og markaðs-
málum. Auk þess er vafalaust,
að samhæfing togaraútgerðar
og verksmiðjureksturs undir
einni stjórn megi verða til
þess að bæta rekstrarafkomu
verksmiðjanna. Það leikur því
ekki á tveim tungum, að vel
muni séð fyrir framkvæmd
málsins, ef frumvarpið nær
fram að ganga.
íbúar kaupstaðanna og kaup-
túnanna úti um .land ættu að
fylgjast ræki’ega með af-
greiðslu þessa máls; sem skipt-
ir þá svo miklu. Sveitarfélögin
og verkalýðsfélögin þurfa að
berjast einhuga fyrir fram-
gangi þess. Öllum aðilum, sem
gera sér grein fyrir böli at-
vinnuleysisins og' afleiðinga
þess. ber að fvlkia liði og leggj-
ast á eitt um að tryggja þessu
máli sigur. Þá kvnni svo að
fara, að afturhaldið og ríkis-
stjórn þess þyrði ekkj annað en
verða við kröfu fólksins, af
ótta við fordæmingu og fylgis-
hrun að öðrum kosti.
LANDSSAMBAND ÍS-
LENZKRA ÚTVEGSMANNA
hefur fyrir iöngu skorað á
þing og stjórn að gera nauð-
synlegar ráðstafanir til þess,
að skapa vélbátaflotanum starfs
grundvöll á vetrarvertíðinni;
annars verði ekki hægt að
senda skipin á veiðar. Og undir
þetta hefur verið tekið víðs
vegar að af landinu, meðal
annars af bæjarstjórn ísa-
fjarðar, þar sem íhaldsmenn
eru í meirihluta með aðstoð
eins kommúnista.
En ekki hefur meira komið
út af þessari áskorun vélbáta-
útvegsins til þings og stjórnar
en það, að Vísir verður að játa
í ritstjórnargrein í gær, að
„hvergi hafi' verið frá - því
greint opinberlega, að hinn
langþráði og nauðsynlegi
starfsgrundvöllur hafi komið í
leitirnar”! Verði því að ætla,
að ríkisstjórnin hafi enn ekki
’ofað neinu, sem útvegsmenn
telji sig geta við unað.
Engu að síður hefur íhalds-
meirihlutinn í bæjarstjórn ísa-
fjarðar nú skorað á Samvinnu-
• félag ísfirðinga að hefja veiðar
j meg bátum sínum! Það félag á
' með öðrum orðum að senda
bátana út, þótt viðurkennt sé,
| að ríkisstjórnin hafi enn ekk-
ert gert til þess, að skapa vél-
bátaútveginum skilyrði til þess,
að hægt sé að gera skipin út!
I I I
VIÐ AÐRA UMRÆÐU fjárlaganna bar Alþýðuflokkurinn
fram breytingartillögu um vantalda vísitöluuppbót. í!!:"s Þetta
var fordæmt sem ábvrgðarlevsi og yfirboð og kolfellt. *** Við
þriðju umræðu bar fjármálaráðherra fram nýja breytingartil-
lögu: Vantalin verðlagsuppbót, 5 000 000. Hún var samþykkt
með miklum meirihluta.
HALLDÓR KILJAN LAXNESS er sagður hafa fengið
40—50 000 krónur frá Þióðleikhúsinu fyrir íslandsklukk-
una, auk þess, sem hann fékk hjá Helgafelli fyrir útgáfu-
réttinn.
Innlendur kostnaður við SOGSVIRKJUNINA er áætlaður
67 milljónir. *** Af þessu fara í tolla og skatta tæplega 20 millj-
ónir, en í vinnulaun og akstur 30 milljónir. *** Ríkið mun því
taka stórlán til að geta greitt sjálfu sér 20 milljónir í skatta!
SJÚKRASAMLAGSGJÖLD hafa hækkað um 30—60%,
en nú ætlar stjórnin að fyrirskipa samlögunum að greiða færri
lyf en áður. *** Stefnan er alls staðar sú sama: Meiri álögur,
minna fyrir bær.
KLEMENZ TRYGGVASON hagfræðingur verður
vafalítið skÍDaður hagstofustjóri um áramótin, þegar Þor-^
steinn Þorsteinsson lætur af störfum.
FREYR áætlar, að 120 000 hænur hafi verið í landinu 1949.
.*** Meðalhæna vernir 7 kg. af eggium og ætti framleiðslan þvi
að hafa verið 840 smálestir. ***.Þetta er að verðgildi til fram-
leiðenda 13,27 milljónir króna, og enn meira til neytenda.
JÓHANN Þ. JÓSEFSSON er ekki beint ánægður þessa dag-
ana, eins og fram kom í ræðu í efri deild í vikunni. ?;** Honum
þykja Sjálfstæðismenn veita Eysteini meiri og betri stuðning í
embætti fjármálaráðherra, en þeir áður veittu honum sjálfum.
IIARALDUR ÁSGEIRSSON verkfræðingur segir í
viðtali við tímarit, að 45% af sementsmagni til bygginga sé
sóað til einskis hér á landi vegna vankunnáttu í meðferð
steypuefnis.
Ríkisstjórnin lét setja á fjárlög 500 000 krónur til „kostn-
aðar vegna ófriðarhættu“.
Þegar ÞÓRBERGUR ÞÓRÐA.RSON og Jónas Árnason voru’
á friðarþinginu í Varsjá, kvaddi Þórbergur sér hljóðs og flutti
mikla ræðu á esþeranto. * * *•' Enginn túlkúr þingsins skildi málið
og þingfulltrúar ekki heldur, eh ménn höfðu gaman af þessari
óvenjulegu ræðu. ***;Þetta sannar, að menn hafa gaman af Þór-
bergi, hvort sem þeir skilja hann eða ekki.
' ÞINGVEIZLA var að -HóteL Borg í gærkvöldi, heldur
fáménn, eða aðeins um 60.manns, þar sem 52 þingmönn-
um er boðið með-konum ■..*** Matseðillinn var: grænmet-
issúpa, lax í mayonnaise, kalt hangikjöt og búðingur. ***
Þrjú glös voru við hvern disk.
Væri ekki skammar nær fyrir
íhaldsrolurnar í bæjarstjórn
ísafjarðar að snúa sér til Ólafs
Thors og spyrja hann, hvenær
ríkisstjórnin ætli að gera
skyldu sína gagnvart vélbáta-
útveginum, svo ag hægt sé að
senda skipin út á veiðar?
Um tvennt ólíkt að rœða
EINS OG VENJULEGA lætur
Morgunblaðið Tímann nú hafa
mest fyrir því, að verja hin
síðustu og verstu verk ríkis-
stjórnarinnar, — hinar nýju,
tíu milljóna álögur á almenn
ing og svikin um nýja dýrtíð-
aruppbót á kaupgjaldið í júlí
næsta sumar. Morgunblaðio
hefur vit á því að þegja um
þessar „jólagiafir“ ríkisstiórn
arinnar; en það hefur Tíminn
hins vegar ekki. Hann hamast
eins og naut í moldarflagi viö
það að verja ríkisstjórnina og
reyna að gera dyggð úr ósóma
hennar.
EN AÐÞRENGDUR er Tíminn
orðinn við þessa iðju. Það geta
menn séð á því, að hann er nú
farinn að afsaka ríkisstjórn-
ina með því að líkja
ráðstöfunum hennar við
þær dýartíðíirráðstafamr,
sem stjórn Stefáns Jó-
hanns gerði á sínum tíma og
brezka jafnaðarmannastjórn-
in hefur staðið að fram á
þennan dag í landi sínu. En
sem kunnugt er, átti stjórn
Stefáns Jóhanns ekkert upp á
pallborðið hjá Tímanum með
an hún var við völd; og því
síður hefur Tíminn nokkru
sinni áður unnað Stefáni Jó-
hanni þess sannmælis, að hann
hafi beitt sér fyrir svipaðri
stefnu í dýrtíðarmálunum hér
og brezka iafnaðarmanna-
stjórnin á Englandi.
EN ÞETTA KEMUR ekki t:l af
góðu. Tíminn er í nauðum
staddur og verður eitthvað aö
segja núverandi ríkisstjórn
til varnar. Og það, sem hann
segir, er þetta: Já, ríkisstjórn
in hefur orðið að leggia nýj-
ar álöguy á almenning; en það
varð stjórn Stefáns Jóhanns
líka að gera, af sömu ástæð-
um. Og ríkisstjórnin hefur á-
kveðið að skera niður dýrtíð-
aruppbótina á kaupgjaldið; en
það gerði stjórn Stefáns Jó-
hanns líka, er hún batt dýrtíð
aruppbótina vio vísitölu 300,
og það hefur jafnaðarmanna-
stjórnin á Englandi líka gert
með því, að leyfa ek'd nein-
ar kauphækkanir.
ÞETTA ER NÚ GOTT og bless-
að. Aðeins lá:zt Tímanum að
geta þess, að með dýrtíðará-
lögunum, sem stjórn Stefáns
Jóhanns varð að grípa til, var
dýrtíðinni haldið í skefjum í
samfleytt þrjú ár; en núver-
andi stjórn hefur sleppt dýr-
tíðinni algerlega lausri með
gengislækkunninni og leggur
þó nýja og nýja dýrtíðarskatt.a
á almenning! Og eins láist Tím
anum alveg að geta þess, að
takmörkuú dýrtíðaruppbótar
innar á kaup við vísitVu 300,
sem stjórn Stefáns Jóhanns,
ákvað fyrir þremur árum, og
jafnaðarmannastjórnin héfur
beitt sér fyrir, voru hvort-
tveggja þýðingarmikill þátt-
ur í árangursríkri baráttu fvr
ir því, að halda dýrtíðinni í
skefjum. En núverandi ríkis
stjórn hér magnar dýrtíðina
vitandi vits dag frá degi, svo
sem engin dæmi eru til áður,
en svíkur svo verkalýðinn og
launastéttirnar um lofaða
dýrtíðaruppbót á kaupið!
NEI, ÞAÐ ER þýðingarlaust fyr
ir Tímann að ætla sér að verja
álögur og svik ríkissstjórnar-
innar með því að vitna í dýr-
tíðarráðstafanir Stefáns Jó-
hanns og brezku jafnaðar-
mannastjórnarinnar. Þær dýr-
tíðarráðstafanir áttu og eiga
ekkert skylt við ábyrgðar-
lausa dýrtíðar- og verð-
bólgupólitík núverandi rík-
isstjórnar hér á landi
né við ósvífna brigðmælgi
hennar við verkalýð og launa
stéttir landsins. Þar er um
tvennt ólíkt að ræða.
Iþróftanémskeið
HARALDUR SIGURÐSSON
íþróttakennari kenndi á s.l.
sumri hjá Ungmennasambandi
Eyjafjarðar eftirfarandi í-
þróttagreinar, og var þátttaka
sem héy segir:
Frjálsar íþróttir, þátttakend-
ur 95. Handknattleikur, þátt-
takendur 30. Knáttspyrna, þátt
takendur 176. Sund, þátttak-
endur 95.
Axel Andrésson hefur ný-
lega lokið knattspyrnunám-
skeiði í bændaskólanum Hól-
um, Hjaltadal. Þátttakendur
v.oru alls 54.
Kjartan Bergmann hefur
nýlega lokið glímimámskeiði.á
bændaskólanum Hvanneyri.
Þátttakendur voru alls 35.