Alþýðublaðið - 21.12.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.12.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtjidagar 21. des. 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing- fréttaritari: Helgi Sæmundsson: auglýs- ingastjóri: Emilía MÖller. Ritstjórnar- eímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. Afgjei'ð^lusími 4900. Aðsetur: Al- þýðubúsið. AlþýðuprenWiiðjan h.f. Pólitísk stiga- ménnska HEIÐARLEGT FÓLK stend- ur jandrandi andspænis þeirri staðreynd, að ríkisstjórnin og meirihluti alþingis hefur nú fellt úr gildi það ákvæði gengis- laganna, að dýrtíðaruppbót á kaup skuli reiknuð út á ný-í júlí næsta sumar, á grundvel’.i þá gildandi vísitölu. Og það spyr, hvort stjórnmálamenn borgaraflokkanna hér á landi séu raunverulega þeirrar skoð- unar, ao þeir geti með köldu blóði svikið þannig þau loforð, sem þeir hafa gefið frammi fyrir allri þjóðinni og meira að segja látið festa í lög? Ef svo er, þá eru þeir áreiðanlega ein- jr um slíka stjórnmálasiðfræði. Annað eins blygðunar’eysi og svikin um dýrtíðaruppbótina á kaupið í júlí næsta sumar er alveg óhugsanlegt í nokkru ná- Jægu landi. '!< En því miður er það ekki einsdæmi hér á landi. Þetta er í annað sinn á aðeins nokkrum jnánuðum, sem núverandi rík- isstjórn gerir sig bera að slík- um svilcum við verkalýð og launastéttir landsins á einmitt þeim ákvæðum gengislækkun- arlaganna, sem sætta áttu all- an almenning við gengislækk- un krónunnar og gera honum unnt að rísa undir þeirri dýr- tíð, sem fyrirsjáanleg var af völdum hennar. Fyrri svikin Voru faiin í hinni dæmalausu fölsun vísitölunnar, í júlí síð- ast liðið sumar, þegar hafa átti af verkalýðnum og launastétt- unum verulegan hluta þeirrar dýrtíðaruppbótar á kaupið, sem þeim bar á síðara helm- ingi þessa árs, samkvæmt ský- lausum ákvæðum gengislækk- unarlaganna. Að vísu varð ríkisstjórnin þá að gefast upp Við þessa þokkalegu tilraun af þvj, að verkalýðssamtökin tóku til sinna ráða. En söm var gerð hennar fyrir því; og þá þegar blandaðist engum heiðarlegum manni hugur um, að í núver- andi ríkisstjóm eru pólitískir Stigamenn að verki. j ^ Það er og nú komið á dag- inn, að þeir hafa síður en svo breytt um hugarfar, þó að þeir yrðu að hætta við fölsun vísi- tölunnar og láta undan síga fyrir réttlátri reiði fólksins síðast liðig sumar. Það, sem ekki tókst þá, á bersýnilega að takast nú með þeirri breytingu á gengislækkunarlögunum, sem pamþykkt var af stjórnarflokk- unum á alþingi í fyrradag. Að- eins er nú ekki lengur um það eitt að ræða, að hafa nokkurn hluta lofaðrar og lögboðinnar dýrtíðaruppbótar af verka- lýðnum og launastéttunum í hálft ár, eins og ætlunin var ineð vísitöluíölsuninni í júlí síðast liðið sumar; nú á að svíkja launafólkið um a 11 a frekari dýrtíðaruppbót síðari hluta komandi árs, hvað svo sem vísitala framfærslukostn- aðarins kann að hækka. Og Hugmysidasamkeppni ' um fegrun og úflif Tjarnarlnnar Bæjarráð hefur ákveðið að efna til hugmyndasam- keppni um fegrun og útlit Tjarnarinnar í Reykja- vík. Útboðsskilmála og uppdrætti má fá í skrif- stofu hæj arverkfræðings gegn kr. 50,00 skilatrygg- ingu eftir kl. 3 e. h. föstudaginn 22. des. 1950. BORGARSTJÓRI. Hafið slefnumóf við Rafskinnu- gluggann bessi svik við það eru framin, bó að það sé öllum vitanlegt, að dýrtíðin heldur áfram að vaxa hröðum skrefum og er begar orðin miklu þungbærari fyrir allan almenning, en nokk- urn óraði fyrir þegar ohappa- spor gengislækkunarinnar var stigið. Hinir fínu herrar í ráðherra stólunum halda nú sjálfsagt, að hér með sé þessu máli lokið. En það halda líka allir stiga- menn, þegar þeim hefur heppnazt eitthvert ódæðið. Stundum kemur það þó fyrir, að slíkur verknaður hafi nokk- ur eftirmál; og vel mætti svo fara, að enn væri ósagt síð- asta orðið um það launarán, sem stjórnarflokkarnir sam- þykktu á alþingi í fyrradag. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- sambandið létu og ekki undir höfuð leggjast að vara ríkis- stjórnina við, áður en hún steig þetta nýja óhappaspor. Það getur farið svo, að það verði lítill vinnufriður í land- ínu á næsta ári, ef dýrtíðin heldur áfram að vaxa og lof- aðri dýrtíðaruppbót á kaupið verður haldið fyrir hinu vinn- andi fólki. Blaðamannafélag íslands efnir til áramótafagnaðar í Tjarnarcafé á gamlárskvöld fyr ir félagsmenn, gesti þeirra og velunnara félagsins. Aðgöngu- ‘ Engin spil og ekki keríi. — Rafmagnskertin, sem bila. — Engar varaperur. — Okrið á jólagren- inu. — Andarungar á Lækjartorgi. ÁÐUR HEF ÉG vakið athygli á því, að nú, í fyrsta skipti síð- an löngu fyrir aldamót, fást eng in spil fyrir jólin. Til viðbótar er það nú komið í Ijós, að ekki fást kerti, lítil kerti, fyrir þessi jóí. Að vísu munu nokkrir stokkar hafa komið í verzlan- irnar, en þeir voru svo fáir að aðeins fáir nutu. ÞAÐ HEFUR MJÖG færzt í vöxt undanfarin ár, að menn hafi keypt rafmagnskerti og sett þau á jólatrén, og hafa þessi kerti verið flutt inn frá ýmsum löndum. En sá galli er á, að kert in vilja bila og ef eitt kerti bil- ar þá logar ekki_ á neinu í „ser- íunni“. Hins vegar hafa raf- magnsverzlanirnar ekki getað flutt inn aukakerti eða perur, svo að nú eiga fjölda margir „seríur", sem þeir ekki geta not að. Er þetta mjög slæmt. NÚ ER ÞAÐ orðinn fastur vani að skreyta borgina fyvir jólin-. Vinir okkar erlendis senda risastór jólatré og bærinn kaup ir önnur, og öll eru þau sett upp á helztu stöðum í bærum. Auk þess hefur Fegrunarfélag- ið nú sett upp fagra jólapotta á ýmsum gatnamótum og var það vel gert, en til viðbótar eru svo jólatré og jólagreni á verzl- unarhúsum. Allt verður þetta til þess að setja jólasvip á bæ- inn. FÓLK KVARTAR mjög und- an okri á jólatrjám og jólagreni. Hámarksv-erð hefur .verið sett á miðar fást á ritstjórnum blað- anna og í fréttastofu útvarpsins þessar vörur, en verðlagseftir- litið mun á undanförnum árum lítið eftirlit hafa haft með söl- unni. Nú kemur í ljós að það á sér stað okur með grenið og er því nauðsynlegt að gefa þess- ari verzlun auga. EFTIR ÞVÍ, sem mér hefur verið sagt á að selja grepið efí- ir vigt. Seljendurnir hafa ekki nláiar vogir á sölustað, en binda hins vegar grenið í knippi og kemur svo í ljós að knippið er miklu léttara en verðið segir til um. Almenningur verður að vera vel á v-erði í þessu. sem öðru. Verðgæzluef'irlitið getur ekki náð tilgangi sínum nema með aðstoð almennings enda ætti honum einmitt að v-sra það ljúft að veita slíka aðstoð. SAGAN UM ANDAHJÓN- IN, sem leituðu sér að bústað í Reykjavík og bjuggu sér hreið- ur að húsabaki við Lindargöíu er alveg ágæt. Skemmtilegust er þó sagan af því þegar mamm an fór með alla ungana sína í nýjan bústað, af Lindargötunni, niður Hverfisgötu, um Lækj- argötu og niður á Tjörn. Það var ævintýralegt ferðalag, og ekki hættulaust fyrir smáfugl- ana, sem sáu margt nýstárlegt og voru fullir af forvitni. Það var enginn hægðarleikur að passa Tugga, sem alltaf vildi skoða allt af eigin. raun. ÞETTA ER BRÁÐSKEMMTI LEG BARNABÓK, málið og myndirnar þannig að öll lítil börn. skilja þegar lesið er fyrir þau. Og jafnvel án þess, því að myndirnar einar út af fyrir sig er sjálfstæð saga. | Mesti baráttumaSur vfrjálsrar verzlunar”! \ s Skipaáfgerð ríkisins „Skjaldbreið” EINAR OLGEIRSSON er nú orðinn svo skeleggur baráttu- maður „frjálsrar verzlunar“, að þingskörungar íhaldsins mega skammast sín gagnvart heildsölunum og stórútgerðar mönnum í samkeppninni við hann. Síðasta framlag Einars til landsmáianna fyrir jóla- leyfi alþingis var að fíytja til lögu um, að tekinn skyldi upp sá háttur á ný að veita ýmsum aðilum „frjálsan gjaldevri“ í stórum stíl með því að gefa útflutning á öl'íum fiski báta- flotans frjálsan og innflutning svo til frjálsan fyrir útflytj- endur fiskjarins. AFLEIÐING ÞESSA yrði sú, að verð á fjölmörgum nauð- synjum myndi stórhækka í verði eins ■ og reynslan af „frjálsa gjaldeyrinum“ hefur all.taf • leitt í ljós. En komm- únistum liggur það i léttu rúmi. Almenningur mun hins vegar telja* að rikisstjórnin og meirihluti hennar á al- þingi hafi þegar bundið hon- um nógu þunga bagga, þótt ekki verði við aukið að ráði ur mun að' vonum spyrjí hvað því valdi, að Einar OI- ■ geirsson og flokkur hans berst nú fyrir því, sam þjónar heild salanna; og stórú tgerðarmann anna hafa til þessa verið ein- ir um að'heimta. ÞEIRRI' SPURNINGU er auð- velt að svara. Baráttan fyrir „frjálsum gjaldeyri“ er alltaf af sömu rótum runnin. Hún er sprottin af gróðafíkn þeirra aðila, sem fengju bætta að- stöðu til auðsöfnunar, ef þess ir verzlunarhættir væru upp teknir. Hitt er annað mál, að þessir herrar' segja fólkinu í landinu aldrei sannleikann, heldur reyna þvert á móti að telja því trú um, að beir beri hagsmuni þess fyrir brjósti, þegar þeir berjast fyrir „frjáls um gjaldeyri“. Einar Olgeirs- son er einnig í því efni undir sömu sök seldur og heildsal- arnir og stórútgerðarmennirn ir; og Þjóðviljinn reynir að telja kjósendum hans trú um, að Vísir og Morgunblaðið segi í rauninni satt og rétt', þegar þessi málgögn íhaldsins eru að burðast við að reka er , Einars Olgeirssönar. Og marg indi þeirra aðila, sem vilja ó- trauðir auka verzlunarspill- inguna! LEYNDADÓMURINN við þessa baráttu Einars Olgeirs- sonar er sá, að hann veit, að verzlunarfyrirtæki kommún- ista fengju aðstöðu til að raka saman gróða á viðskiptum við Rússland og leppríki þess, ef kröfu hans um „frjálsan gjald eyri“’ yrði sinnt. Þess vegna gengur hann nú á alþingi feti lengra en fulltrúar heildsal- anna og stórútgerðarmann- anna í baráttunni fyrir „frjáls um gjaldeyri". Þessir verzlun arhættir myndu að sjálfsögðu leiða til þess, að heildsalarnir. og stórútgerðarmennirnir hrepptu „feitar kýr“ í hallær inu, en hagur almennings þrengjast sem svaraði hinum aukna gróða þeirra. En komm únistum liggur slíkt í léttu rúmi. Ef „frjáls gjaldeyrir' verður vatn á myllu flokks þeirra. þá stendur ekki á Ein ari Olgreissyni að tileinka sér hugsjónir heildsalanna og stór útgerðarmannanna. til Húnaflóahafna hinn 27. þ. m. Tekið á móti flutningi til hafna milli Ingólfsfjarðar og Skagastrandar í dag og á morg- un. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. Hekla vestur um land til Akureyrar hinn 28. þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna á morgun og laugardag. Farseðl- ar seldir á miðvikudag. Herðubreið austur til Fáskrúðsfjarðar hinn 28. þ. m. Tekið á móti flutningi til hafna milli Hornafjarðar og Faskrúðsfjarðar á laugardag. Farseðlar seldir á miðvikudag. „Esja” austur um land til Siglufjarðar hinn 29. þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna milli Reyðarfjarðar og Húsa- víkur á morgun og laugardag. Farseðlar seldir á fimmtudag. r „Armann” til Vestmannaeyja hinn 28. þ. m. Vörumóttaka daglega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.