Alþýðublaðið - 28.12.1950, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 28.12.1950, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmíudagur 28. des. 1950. F. U. J. F. U. J. Félag ungra jafnaðarmanna heldur jólafagnað annað kvöld, föstud. kl. 20,30 í Ingólfs café. Til skemmtunar verður: 1. Ávarp: Kristinn Gunnarsson, formaður F.U.J. 2. Upplestur: Loftur Guðmundsson, blaðamaður. 3. Útvarp F. U. J. 4. Haukur -Morthens syngur. 5. Dans. Félagar fjölmennið og takið mið ykkur gesti. Þess er vænzt að félagar úr F. Ú. J.-félögum utan af landi, sem staddir eru í bænum, sæki fagnaðinn. Skemmtinefndín. HUGLEIÐINGAR Á BAIv JÓLUM. Áfcngisvarnarnefnd hafði mikinn viðbúnað fyrir jólin. Var það fyrir hennar tilstilli, að maður gat ekki litið svo í blað frá desemberbyrjun til jóla, að ekki rækist maður þar á orðið „brennivín11; ekki heid- ur hlustað svo á útvarp á sama tímabili, að þulurinn iæki það ekki sér í munn, og það hvað eft ir annað. Þess utan gekkst nefnd in fyrir gluggasýningu á brenni vínsflösku, svo að þcir, sem kynnu að hafa í huga að gerast nemendur í listinni, þekktú um búðirnar. Árangurinn af allri þessari hugvekjustarfsemi nefnd arinnar varð hinn glæsilegasti; hugur manna vaknaði svo ræki lega, að flestir voru búnir að drekka nægju sína og sinnar pyngju löngu fyrir jól; varð met sókn að kjallaranum fyrri hluta desember en svo að segja hver maður ódrukkin um hátíðirnar. •— Létu sér nægja að eta fylli sína af hangikjöti, sem nefndin hafði verið svo huglsöm að aug lýsa ásamt áfenginu, — upp á þjóðlegheitin. Strætisvagni var hnuplað á Lækjartorgi á annan dag jóla, og fannst ekki lengi vel, enda var í fyrstu aðeins leitað á því svæði, sem fagmenn töldu hugs- anlegt að aka mætti slíku farar tæki, án þess að það klikkaði. Það var ekki fyrr en sá radius hafði verið margfaldaður með fjórum, sumir segja fjórum komma fimm, að strætisvagninn fannst, — og óbilaður að sögn. Mun nú liggja næst fyrir að fela þar til hæfum sérfræðing- um að athuga, hvort hnuplarar þessir búi yfir yfirnáttúrlegri orku, og þá einnig að sjálfsögðu með litliti til þess, hvort þeir geti „srnitað" venjulega strætis- vagnabílstjóra af henni . . . En furðulega sterk sjálfskvala löngun hlýtur það að vera, sem fær menn til þsss að aka í stræt- isvagni upp á Kjalarnes, — og það á sjálfan jóladaginn. Þessi jól eru að sögn lögreglu- og brunaliða þau hógværustu, sem þeir muna um langt skeið, voru og bæði þessi lið atvinnu- lítil um hátíðirnar. Benda mætti þessum aðilum á það, að ef +il vill hælast þeir helzt til fljótt um, — því að ,,enn er 15. marz ekki kominn“, — enn er gamla árskvöld ekki liðið, og hver veit nema einhverjir athafna- samir unglingar hafi þá hrist af sér jólaslenið , . . Og svo eru það mennirnir, sem nú eru önnum kafnir við að telja og' reikna út ágóöann af jólunum . . . Dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást í skrifstofu Sjómannadagsráðs, Eddu- húsinu, sími 80788, M. 11—12 og 16—17, Bóka- búð Helgafells í Aðalstr. og Laugavegi 100 — og 1 Hafnarfirði hjá Valdi- mar Long. ___________ Úra-viðgerðir. Fljót og góð afgreiðsla. GUÐL. GÍSLASON, Laugavegi 63, sími 81218. Frank Yerby ------ HEITAR ÁSTRÍDUR Skömmu síðar sá hún hvnr Victor þeysti framhjá, — í norð urátt. Hún gat ekki að sér gert að brosa. Hann mundi ríða að minnsta kosti hundrað mílna leið, áður en hann kæmist á snoðir um, að hann hefði reilcn að dæmið skakkt. Síðan hélt, hún áfram för sinni til borgar- innar. Hvarf Giles Sanderson liðs- foringja hafði enn ekki vakið neina athygli. Það kom harla oft fyrir, að Norðurríkjaher- menn, sem dvöldu í New Orleans, hyrfu um stundarsak ir; jafnvel nokkra daga, og eng inn gerði sér rellu þeirra végna, h'vort heldur sem um liðsfor- ingja eða óbreytta hermenn var að ræða. Þeir skiluðu sér, þeg ar þeim þótti. tími til kominn, og voru þá teknir til augnanna, órakaðir og illa til re'ika, en vín lyktin gaf til kynna hvar ver- ið hefði dvalarstaður þeirra. Sjálfir sögðu þeir sem fæst af ferðum sínúm; voru yfirleitt heldur fátalaðir og gerðu ekki svo mikið sem mögla, þegar þeir voru látnir standa tvær vökur í einni lotu á verði, til refsing- ar fyrir fjarveru sína. Það mátti því gera ráð fyrir því, að nokkrir dagar liðu, áður en menn færu að gera veður út af hvarfi Giles Sanderson. Ekki braut Denisa heilann neitt um þetta mál, er hún reið inn í borgina. Enn hafði henni ekki komið það til hugar, að bræður hennar kynnu að vera i bráðri hættu staddir vegna morðsins. Hugsanir hennar sner ust allar um eitt og hið sama, þegar hún reið um steinlögð strætin . . um Laird Fournois og hann einan. Hún rifjaði upp fyrir sér andlitsdrætti hans, augnatillit hans, bros hans. . . . Svo þungt var hún hugsandi, að hún veiíti enga athygli, að skuggalegur náungi, sem stóð við bjórstofudyr, horfði fast á hana, þegar hún reið framhjá, — gaf síðan öðrum náunga merki um að koma og átti við hann hljóðskraf nokkra stund. Hún varð þess heldur ekki vör, að þeir stigu þegar á bak hest- um sínum og veittu henni eftir för í hæfilegri fjarlægð. Hún varð þess aðeins vör, að hún var að lotum komin af þreytu og tók að svipast um eftir stað, þar sem hún gæti látið fyrir- berast um nóttina. Hugsun henn ar var köld og skörp, enn sem fyrr, þrátt fyrir þreytuna, og hún komst skjótt að þeirri nið- urstöðu, að ekki mundi þorandi fyrir sig að biðja fólk húsa- skjóls. Þrátt fyrir karlmanns- fötin, mundi enginn, sem sæi hana í nálægð eða heyrði hana tala, efast um að þar færi stúlk; en ekki piltur, og þá var taflið vitanlega tapað. Og hana skorti kjarlt og hug til þess að ieita á náðir systur sinnar og manns Vissi, að þau hlytu að spyrja hennar eins þreýtt og hún var. margs, og það myndi rifja upp fyrir henni þá sögu, sem hún kaus helzt að gleyma. Henni varð litið til himins. Stjörnurnar tindruðu. það var hlýtt í veðri og blærinn varm- ur. Ekki mundi henni verða meint af að láta fyrirberast undir berum himni um nótt- ina hugsaði hún með sér og beindi hestinum inn á af- skekkta—götu eða öllu heldur stíg, er iá milli stórra vöru- geymsluhúsa, skammt frá fljót inu. Þar steig hún af baki, virti fyrir sér háa hlaða af baðmullar sekkjum og svipað- ist um eftir þægilegu náttbóli, þar sem þeir, er um stíginn kynnu að íara. kæmu ekki auga á hana. í sama bili heyrði hún hófátak, skreið í fy^gsni. á bak við sekkjahlaða, en sá samstundis, að slík varúð kom henni að litlu haldi þar sem reiðskjóti hennar stóg við stíg- inn. Henni til ósegjanlegs hug- arléttis kom það þó ekki að sök, þar eð riddari þessi þeysti fram hjá, án þess að gera svo mikið sem Iíta við hesti henn- ar. Enda þótt Denísa Lascals væri bæði snarráð og úrræða- góð, þegar hún komst í vanda, skorti hana oft fyrirhyggju. Og ef henni hefði veriQ gef- inn sá hæfileiki að draga lær- dóma af því, sem fyrir hana bar, mundi hún eflaust hafa látið þennan atburð sér að kenningu verða. En ekki tókst henni það. Þess í stað and- varpaði hún feginsamlega, þegar hún sá, að riddarinn lét sig engu skipta þótt mannlaus reiðskjótl stæði þarna vig stig- inn, bjó síðan um sig í sekkja- hlaðanum sem bezt hún gat, og hugsaði ekkert út í það, að fátt vekur venjulega jafnóskipta athygli manns og óhugnanleg- an grun en það, að sjá mann- lausan hest standa með beizli og öllum reiðtygjum á af- skekktum stað, og þag á næt- urþeli. Henni varð ekki heldur að hugleiða, að það mátti furðulegt kallast, að nokkur karlmaður skyldi láta sem hann veitti slíkú enga athygli. Nokkrum andartökum eftir að hún lagðist fyrir, var hún fall- in í fastan svefn. Ungt fólk, sem leggst til svefris, að fram komig af lík- amlegri og andlegri áreynslu, sefur fast og án drauma. Þess vegna var það óþörf varúð, sem ekillinn, er ók rúmgóðum, lokuðum vagni inn á stiginn, sýndi, þegar hann hægði ferð- iria og lét hestana lötra fót fyrir fót að sekkjah’aðinum. Densía mundi ekki haf-i rumsk að þótt riddaraliðssveit hefði þeyst þar fra.m hjá með horna- blæstri og herópum. Þegar ek- illinn hafði numið staðar, steig Hugh Duncan niður úr vagn- inum, nam skamma hríð stað- ar hjá hestinum, sem har her- söðul, greinilega merktan með herdeildareinkenni og raðtölu: síðan kleif hann upp í sekkja- hlaðann. Andartaki síðar stóð hann við náttból Denísu og horfði lengi á hana, hljóður og hugsi. Lokkaflóð hennar hafði brot- izt undan hattinum, er hún hafði tekið að láni frá bróður sínum. Og nú skaut því upp í huga hans, að ræna hana kossi, þar sem hún svaf. Hann ‘laut ao henni og snart munn henn- ar meg vörum sínum. Denísa vaknaði þegar og reis upp vjð dogg. Eitt andartak starði hún á hann, og svipur hennar lýsti slíkri fyrirlitn- ingu og viðbjóði, að helzt virt- ist sem hún nötraði af ókennd- um hrolli. ,,Þú . . .“ mælti hún, myrkri, næstum því ókvenlegri rödd, og þetta eina orð snart Hugh Duncan eins og snöggt svipu- högg, svo að hann fölnaði við. Hann tók þann kostinn að bregða á glettni, laut henni, bposti ertnislega og lét sem hann hefði hvorki séð né skilið viðbragð hennar. „Hver annar kom þér til hugar að það gæti verið?“ spurði hann með ýktri blíðu. ,,Hvað vilt þú?“ spurði hún kuldalega. „Er þér ekki óþörf spurnin?“ svaraði hann. ,,Þú ættir að minnsta kosti að geta farið nærri um það“. Hún reisti höfuðið og tók að hlæja, en hlátur hennar vgr þrunginn beiskju og kulda. Hugh horfði rólegur á hana, lofaði henni að hlæja, en brá hendinni, þegar hlátur henn- ar sefaðist, inn undir yfirhöf i ' sína og dró fram málmþynnu litla, sem hann sýndi henni. „Kannast þú við skjöldinn þann arna?“ spurði hann eins og ekkert hefði í skorizt. Denísa náfölnaði og greip andann á lofti. Tunglsljósið féll á skjöldinn, svo að hún gat greinilega séð stafina, sem á ; hann voru leitraðir: G. L. S., Giles Laurence Sanderson. Augu hennar döggvuðust heit- um tárum. „Eflaust væri það okkur báðum bezt“, mælti Hugh enn. ,.að vig ræddum mál okkar í kyrrþey, þar sem við þyrftum . ekki að qttast að óviðkomandi kæmu okkur að óvörum . . .“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.