Alþýðublaðið - 30.12.1950, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 30. dcs. 1950
' AÐSENT BRÉF.
Filtpus
Bessason
hreppstjóri:
. Ritstjóri sæll.
Samkvæmt gamalli þjóðar-
venju óska ég þér og þínum
; §óðs og farsæls árs og þakka
þér fyrir hið liðna. Sömuleiðis
þakka ég þér vel fyrir bækurn-
ar, er þú sendir mér; ég hef lit-
ið í þær. en ekki lesið þær enn,
og get því ekkert að marki um
þagr sagt. Vil þó aðeins minnast
lauslega á eina þeirra, ferða-
sögu fjósakonunnar. Það hygg
ég vera indvegisbók og höf-
und hennar dirfsku- og dugn-
aðarkonu; hsfði gjarna kosið
að skreppa með henni dálítinn
spotta lit í veröldina meðan ég
var og hét, og þegar veröldin
var enn ekki orðin útaf eins vit-
laus og hún er nú. Hvort tveggja-
er útilokað; ég lifi aldrei aftur
blómaskeið ævi minnar og ver-
öldin læknast ekki af sinni
brjálsemi, heldur eykst vitfirr-
ing hennar með hverjum degi.
En hvað um það; ég bið að
heilsa fjósakonunni, og fari svo
að hún snúi leið sinni aftux’ I
fjósið, þá ætti ekki að saka þótt
hún aðgætti, hvort ég hefði þörf
fyrir starfskrafta hennar. Er ég
» ekkert að skruma af nautgrip-
um mínum, þótt ég geti þess,
svona rétt til gamans, að mér er
ekki grunlaust um, að eldri
kýrnar skilji fleiri tungur en
þá, sem ég hef tekið mér í
munn við flórmoksturinn, þar
eð ég hef haft bæði danskan
fjósamann og þýzka mjalta-
konu, og tel ég því allsehdis ó-
víst, að þær settu upp nokkurn
heimaalningssvip, þótt ég
kynnti fjósakonuna fyrir þemi
sem ferðalang á heimsmæli-
kvarða.
En sleppum nú öllu gamni,
enda þótt þess sé full þörf á
þessum alvörutímum. Margt ei
það, sem gerist í heiminum,
maður minn. Þó tekur nú út yf-
ir allan þjófabálk, þegar þjóf-
arnir gerast svo óforskammað-
ir, að ræna sjálfan Bretajöfur
grjóti sínu. Satt að segja hugði
ég í fyrstu, er ég heyrði frétt-
irn'ar af þeim ótrúlega atburði,
að þarna hefði verið um gim-
sein að ræða, eða eitthvað þess
háttar, en skömmu siðar er
maður svo fræddur á því, að
þarna hafi verið um venjulegan
hnullung að ræða, að vísu ekki
„amlóða“, heldur ,,hálfsterkan“,
og liggur þá næst að halda, að
hann hafi verið notaður sem
eins konar prófsteinn á kraíta
og karlmennsku konunga Breta,
þannig, að þeir hafi orðið að
sýna og sanna, að þeir gætu lyft
honum upp í hásætið, áður en
þeir öðluðust sjálfir rétt til að
tróna í því virðulega sæti. Get-
ur það að vísu ekki talizt merki
leg prófraun jöfrum heimsveld-
is eins og konungum Stóra-
Bretlands, og hefði verið sæmra
að láta þá reyna krafta sína á
,,fullsterkum“, og var þó ekki
meiri raun en svo, að rnarg-
ur íslenzkur útróðramaðurinn
hefði þess vegna getað orðið
konungur Breta og það með
heiðri og sóma.
En nú er „hálfsterkur" þessi
horfinn, og hvarf hans virðist
ætla að setja allt brezka heims-
veldið á annan endann, og hafa
Bretar þó löngum fengið orð
fyrir að kippa sér ekki upp við
voveiflega hluti. Fæ ég þó ekki
annað séð en það megi vera
konungi nokkur huggun, að
líkur virðast benda til þess, að
þjófarnir hafi ekki verið meiri
menn en það, að þeir hafi orðið
að vera tveir um að bera st.ein-
inn. Og eitthvað hlýtur þar
undir að búa, er Bretar gera
svo mikla leit að grjóti þessu,
þar eð það gefur auga leið, að
auðvelt sé að finna viðlíka
þungan stein einhvers staðar í
löndum Breta, jafnvel þótt á
þau hafi saxazt að undanförnu.
Ég var að hugsa tim þetta í
gærkveldi, þegar ég var háttað-
ur. Rak mig þá minni til þess,
að margir gátu lyft ótrúlega
þungum steinum, ef þeir höfðu
reynt við þá oít áður og kunnu
á þeim tökin, jafnvel þótt þeir
réðu ekkert við minni steina,
er þeir reyndu við í fyrsta sinn.
Það skyldi þó aldrei vera, að
blessuð brezka prinsessan væri
búin að æfa sig að undanförnu á
þessum steini, kynni á honum
tökin? Sé svo, er það skiljan-
legt, að konungsfjölskyldan
vilji endurheimta steininn. .. .
Læt ég svo útrætt um þetta
mál. Það liggur einn steinn við
túngarðinn hjá mér, sem er
sennilega svipaður að þyngd og
sá, sem hvarf Bretakóngi. Mér
er að vísu ekki útbært mitt
grjót, — en han.n getur semsagt
talað við mig, ef honum sýnist
svo.
Virðingarfyllst.
Filipus Bessason
hreppstjóri.
ÚfbreiÖið
AlþýðublaðlSI
Frank Yerby
Hann horfði á hana, virti hana
gaumgæfilega fyrir sér, at-
hugaði hvernig fötin féllu að
ííkama hennar, eins og hann
vildi meta hana, vaxtarlínur
hennar og form, en augnaráð
hans var kalt. Á borðinu stóð
skál full af jarðarberjum. De- j
nísa svipaðist um eftir rjóma,
en sá hann hvergi. Hugh dró 1
vínflösku upp úr kælinum,1
dró úr henni tappann og ’
skenkti sér bikar barmafullan. I
Hanii bar bikarinn að vörum i
sér og saup drjúgan teyg, '
renndi víninu samt ekki niður,
heldur skolaði munninn innan ,
og spýtti því síðan út úr sér í
lítið ker, sem stóð nálægt diski
hans. Að því búnu tók hann
að eta jarðarberin.
„Þú ætttir að reyna að borða
jarðarberin á þennan hátt“,
mælti hann við Denísu. „Þau
verða mun Ijúffengari á bragð
ið“.
„Nei“, svaraði Denísa. „Mig
langar í rjóma með jarðar-1
berjunum, ef þú hefðir ekkert
á móti því, að ég fengi hann“. j
„Eins og þér sýnist“, tuldr- j
aði hann. Það var skrambi j
sniðugt bragð hjá mér að kaupa
alla þessa fallegu kjóla handa
henni, hugsaði hann með sér.
Þá er ég illa svikinn, ef or-
ustan er ekki þegar því sem
næst unnin . . .
Þjónn kom inn með þykkan
rjóma og bar Denísu hann
með berjunum. Hún athugaði
Hugh Duncan í laumi. Hann
er fríður, hugsaði hún, —•
mun fríðari en Laird. Já, hann |
er jafnvel fríðari en Giles.
Sanderson var, unglingurinn, j
sem minnti mest á hetju úr
norrænum fornsögum. En hvað
er það þá í raun og veru, sem
veldur því, að hann er svo
einkennilega ógeðfelldur?
Hugh gaf þjóninum bend-
ingu um að hafa sig á brott.
Denísa leit beint í augu
hans.
„Er þetta þinn eiginn þú-
staður?“ spurði hún.
„Nei“, svaraði Hugh Dunc-
an og brosti við. „Ég á marga
bústaði“.
Og hann sagði ekki annað en
það sem satt var. Hann átti
tuttugu hús í New Orleans;
hafði keypt þau öll fyrir mútu
fé, og lét umboðsmenn annast
þau kaup, eins og öll önnur
störf, er hann hafði með hönd-
um. Og þess utan hafði hann
keypt húsin við mjög vægu
verði, þar eð eigendur þeirra
gátu ekki haldið þeim sökum
skattaokursins, og þótti honum
meira til kaupanna korna fyr-
ir bragðið.
„Og ástmey í hverjum bú-
stað?“ spurði Denísa stutt í
Spuna.
Hugh hló hátt.
„Það er sameiginlegt ein-
kenni með öllum af Lascals-
ættinni“, mælti hann, „að
þeir eru hreinskilnir, bæði í
spurn og svari“. Síðan leit
hann fast á hana. „Nei, fram
aÁ þessum degi hef ég ekki
kýnnzt neinni stúlku, annarri
en.þér, sem ég tel verða þess
að búa í húsi mínu“.
Denísa virti hann fyrir sér.
og . þóttist sjá, að hann segði
satt.
„Ber mér að skilja þetta
sem bónorð?“ spurði hún.
Og enn hló hann.
„Það muoar minnstu“, svar-
aði hann, „að svo sé. Það er
aðeins þetta, að fyrir rás at-
burðanna hefur hin athyglis-
verða persónugerð þín orðið
öðrum helzt til athyglisverð,
og það svo mjög, að slíkt ger-
ir hjónaband okkar með öllu
óhugsanlegt. Þar að auki held
óg, að ég mundi kunna illa við
stöðuga fjötra. En við gæturn
efnt til vináttu með okkur . . .
mjög einlægrar vináttu, sem
gæti veitt okkur báðum mikla
ánægju“.
„Slíkri málaleitan svara ég
skilyrðislaust neitandi, engu
síður en bónorði, í venjuleg-
um skilningi þess orðs“, svar-
aði Denísa kuldalega.
Hugh horfði brosandi á hana,
en dró svarið við sig, á meðan
þjónninn bar aðalrétíinn á
borð, steiktan fugl, sem Den-
ísa bar ekki kennsl á.
„Gullfasani", mælti Hugh
Duncan og bauð henni af steik
inni. „Ég er viss um, að þér
þykir það Ijúffengur réttur.
En, — meðal annarra orða, -
hefur þú nokkru sinni " séð
mann hengdan?“
„Nei‘, svaraði Denísa stutt
í spuna.
„Sú aftaka er mjög skjót-
virk og hreinleg. Það er að
segja, ef böðullinn er starfí
sínu vaxinn. Sá dauðadæmdi
hálsbrotnar í snörunni, — það
kveður við brestur, einna á-
þekkastur því, er feyskin grein
brestur . . .“
„Hvers vegna ert þú að
fræða mig um þetta?“ spurði
hún.
„En sé böðullinn hins vegar
ekki starfi sínu vaxinn“, hélt
Hugh áfram, ,,og máðurinn
þlátt áfram kyrkist í snörunni,
getur það tekið alllangan tíma.
Að minnsta kosti átta eða tíu
mínútur. Maðurinn kafnar, og
nndlit hans verður rautt og
þrútið, og það er svo einkenni-
legt, að það er sem andlitið
verði því rauðara og þrútnara,
r.em maðurinn er hörundsljós-
ari í verunni“.
Denísa starði á hann.
„Því skaut upp í huga mín-
:im, að yngri bróðir þinn er
furðu hörundsbjaríur“, tuldr-
aði Hugh Duncan.
Denísa spratt á fætur, og það
var sem augu h’ennar brýnnu.
,,Um hvað ertu eiginlega að
dylgja?“ spurði hún.
„Og ekkert sérstakt“, mælti
Hugh og brosti við. „Ekkert,
rem þú ekki þegar veizt.
Gkammt frá býlinu á Lascals-
ville er lík nokkurt grafið í
jörðu. Ef ég hugsaði mig vel
um, er ekki ómögulegt, að ég
gæti fundið gröfina, eða vísað
á hana. En til þess kemur
aldrei, — eða hvað heldur þú
um það, vina mín?“
Densía laut höfði og tárin
tóku að streyma af hvörmum
hennar. „Nei“, mælti hún eft-
ir stundarþögn. „Til þess kem-
ur ekki“.
„Þetta datt mér líka í hug“,
varð Hugh Duncan að orði.
,,Má ég bjóða þér vín, gamalt
og gott vín, gert í Frakklandi,
alllöngu fyrir styrjöldina“.
Hún kinkaði kolli til sam-
þykkis. Um leið varð henni
iitið á fatið, sem gullfasaninn
lá á. Forskurðarhnífurinn var
bæði langur og beittur. Hún
rétti út hendina.
En Hugh Duncan tók að
hlæja.
„Þú mátt aldrei falla fyrir
þeirri freístingu að grípa til
svo ruddalegra ráða, vina mín“,
mælti hann. „Maður nær aldrei
tilgangi sínum á þann hátt. í
litlum stálkassa, sem hvorki er
geymdur í þessu húsi, eða á
neinum þeim stað, sem þér er
kunnugt um, liggur svolítill
landsuppdráttur; ásamt nokkr
um upplýsingum, skjalfestum.
Og ég hef búið svo um hnút-
ana, að ef ég fell frá, það er
að segja ef ég verð myrtur,
eða hverf, eða hlýt þann dauð-
daga, sem ekki getur talizt
eðlilegur, verður kassi þessi
opnaður af mönnum, sem ég
trcysti til að ann&st eftirmál-
in, og um leið verður þetta
litla leyndarmái ykkar syst-
kinanna á almennings vitorði“.
Hann brosti til hennar.
„Bragðaðu á víninu“, mælti
hann blíðlega. „Það er gætt
þeim eiginleika, að það dregur
úr harmi og áhyggjurn".
'Aldrei hefur slík kona verið
til í þessu fylki, hugsaði hann,
eem jafnast á við þennan ynd-
tsléga gimstein. Hver veit,
nema við gætum þegar allt
kemur til alls, flutzt á brott
héðan, og setzt að í fiarlægri
borg. Þar gæti ég gengið að
eiga hana.