Alþýðublaðið - 30.12.1950, Qupperneq 7
JLaugardagui- 30. des. 1950
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Félagslif
JOLATRESSKEMMTUN
Glímufélagsins Ármann verð-
ur haldin í Sjálfstæðishúsinu
fimmtudaginn 4. jan. n.k. kl.
4 síðdegis.
Kvikmyndasýning.
Syngjandi jólasveinar.
Jólasvc'inahappdrætti.
Jóla-skemmtifundur
hefst kl. 9 að aflokinni jóla-
trésskemmtuninni.
Skemmtiatriði. — Dans.
Aðgöngumiðar að báðum
skemmtununum verða seldir í
skrifstofu Ármanns í íþrótta-
húsinu (sími 3356) 2. og 3.
janúar kl. 8—10 síðdegis. -—
Munið að sækja miðana strax
vegna mikillar aðsóknar.
Stjórnin.
Ármenningar. — Skíðamenn.
Skíðaferðir um áramótin
verða á laugardag kl. 2 og kl.
6. — Farið verður frá
íþróttahúsinu við Lindargötu.
Farmiðar í Hellas. Mikill
snjór í Jósefsdal og Bláfjöll-
um. Mætið öll stundvíslega.
Stjórnin.
5 k í ð a m e n n .
Slcíðamenn í Hveradali á
gamlársdag og nýársdag kl.
10 frá Ferðaskrifstofunni.
K.R.,
Ferðaskrifstofan,
Skíðaféíagið.
„SkjaldbreiS"
til Snæfellsneshafna, Gils-
fjarðar og Flateyjar hinn 4.
janúar. Tekið á móti flutningi
og farseðlar seldir á þriðju-
dag. -
r
„Armann"
fer til Vestmannaeyja hinn 4.
jan. Tekið á móti flutningi
df g’ega.
Vaxandi efnahagsað
stoð Bandaríkjanna
við iúgósiavíu
TRUMAN undirritaði í gær
lög urn 38 milljón do’lara efna-
hagsaðstoð Bandaríkjanna við
Júgóslavíu. Áður hafa Banda-
ríkin veitt Júgóslövum 30 mill
jóna dollara lán til matvæla-
kaupa vegna uppskerubrests í
landi þeirra síðastliðið sumar og
er efnahagsstoð Bandaríkjanna
við þá því orðin 68 milljónir
dollara.
Viðskiptamálaráðherra Júgó
slavíu lét vel yfir þessari að-
stoð, í ræðu, sem hann flutti í
gær, og taldi, að með henni
hefði verið ráðíð fram úr efna-
hagslegum erfiðleikum lands
síns.
iólasjónleikurinn..
Framh. af 3. síðu.
d. Bryndís Pétursdóttir lék
Dsn. og var leikur hennar að
ýmsu leyti smekklegur, en ti!-
^erðarsönsl lýtti -xniög málfæri
hennar. Gestur Pálsson leikur
Jón póst. og er ieikur hans góð-
ur, og hið sama má segja um
bau Reffínu Þórðardótíur sem
fru Fielding, Margreti Ólafs-
dóttur sem dóttur hennar, May
Fielding, og Baldvin Halldórs-
son, sem leikur ókunna mann-
inn. Jóhann Pálsson leikur
sendimann, — sendil, eins og
veniulega er sagt, og er það lít-
ið hlutverk.'
Loks kemur Indriði Waage
fram fyrir tjöldin á undan
hverjum þætti og segir söguna
í stórum dráttum, klæddur
Dickensgervi, samkvæmt því,
sem venja er í brezkum lönd-
'un. þegar leikrit þetta er sýnt.
Var framsögn hans látlaus og
smekkleg.
Lárus InPÓlfs=on gerði leik-
tiöld og teiknaði búninga, og
var hvort tveggja mej ágætum.
-Jóu Helga=on blaðamaður
þýddi leikritið.
Loftur Guðmund.sson.
---------__________
Nýáfihððskapur Lie
Framh. af 1 síðu.
tega, sem menn haldi tryggð
við sáttmálá þeirra og séu
reiðubúnir til að færa nauðsyn
legar fórnir fyrir hann. j
r exxi von,
jieir séu bágir
lil heilsunnar!
TOGLIATTI, leiðtogi ítalskra
kommúnista, hefur verið lagð-
ur í sjúkrahús í Sorrento vegna
heilablóðfalls. Thorez, leiðtogi
franskra kommúnista, liefur
verið fluttur flugleiðis austur
til Moskvu vegna heilablóð-
falls. Þýzlci kommúnistaforing-
inn Pieck kvað heldur ekki
vera góður ti! lieilsunnar.
Er mjög um það rætt úti í
Evrópu, að þetta heilsuleysi
kommúnistaleiðtoganna utan
Rússlands sé naumast einleik-
ið.
Gengur sú saga í evlendum
blöðum, að farþegi í hraðlest-
inni, sem er í förum milli Mí’-
anó og Feneyja, hafi sagt í til-
efni þessa við samferðarfólk
sitt:
— Ég segi bara fyrir mig!
Ef ég ætti að samræma kenn-
ir.gar Karls Marx athæfi vald
hafanna í Kréml, þá þykist ég
vita, að ég myndi líka bilast í
kollinum!
!0 iogarar komnir á
UM TUTTUGU TOGÁRAR
eru nú komnir á ísfiskveiðar, og
mun þeim fara fjölgandi upp
úr áramótunum. Fyrstu fjóra
dagana í janúar munu fimm ís
lenzkir togarar selja í Bret-
iandi, það eru Fylkv, 1. janúar,
Bjarnarev, 2. janúar og Jón
forseti 3. janúar og eru þessir
togarar nú allir á leiðinni út.
Hvalfell átti að leggja af stað í
gær og Elliðaey mun fara um
helgiha.
Aðrir togarar eru nú á veið-
um, og munu að minnsta kosti
10 togarar selia í Bretlandi
fvrstu tvær vikurnar í janú-
ar.
Auglýsið í
Albvðublaðint?
fer frá Kaupmannahöfn 3.
janúar til Færeyja og Reykja-
víkur.
Flutningur óskast tilkynnt-
ur skrifstofu Sameinaða í
Kaupmannahöfn sem fyrst. j
Fiá Reykjavík 11. janúar
til Færeyja og Kaupmanna- i
hafnar. Farþegar sæki far-1
seðla 5. janúar. Tilkynningar
um flutning komi sem fyrst.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen.
Erlendur Pjetursson.
101
Alþýðublaðið
Saitað folaldakjöt vel verkað og ódýrt selj •
um vér í heilum, hálfum og kvart-tunnum.
Samband ísl. samvinnuiélaga.
Auglýsið í Alþýðublaðinu!
gsysing
24.1950 frá Sköm m tunarstjóra.
Samkvæmt heimild í 3. gr. reglug'erðar frá 23. sept.
1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu
og afhendingu vara, hefur verið ákVeðið að úthluta skuli
nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. janúar. 1951.
Nefnist hann „Fyrsti skömmtunarseðill 1951", prent-
aður á hvítann appír, í svörtum og rauðum lit, og gild-
ir- hann samkvæmt því sem hér segir:
Reitirnir: Sykur 1—10. 1951. (báðir meðtaldir) gildi fyr
ir 500 grömm af sykri hver reitur. Reitir þessir
T gilda til og með 31. marz 1951, þó þannig, að í
janúar mánuði 1051, er óheimilt að afgreiða
sykur út á aðra af þessum nýju sykurreitum
en þá, sem bera númerin 1, 2 og 3.
Reitirnir: Smjörlíki 1—5, 1951. (báðir meðtaldir) gildi
fyrir 500 grömmum af smjörlíki hver reitur.
Reitir- þessir gilda til og með 31. marz 1951.
„Fyrsti skömmtunarseðill 1951“, afhendist aðeins
gegn því, að úthlutunarstjórum sé samtímis skilað stofni
af „Fjórða skömmtunarseðli 1950“, með áletruðu nafni
og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og
form hans se"ir til um.
Fólki t skal bent á, að „skammtur 18“, (fjólublár
litur) af „Fjórða skömmtunarseðli 1950“, heldur gildi
sínu fyrir 250 ;römmum af smjöri til febrúarloka 1951.
Enn fremur skal fólki bent á, að geyma vandlega
„Skammt 20, 21 og 22“ af „Fjórða skömmtunarseðli
1950“, svo og „Skammta 1—5“, af þessum „Fyrsta
skömmtunarseðli 1951“, ef til þess kæmi, að þeim yrði
geíiö cjildi síðar.
Reykjavík 30. desember 1950.
Skömmtunarstjóri.
Af gefnu tilefni skal á það bent, að liámarks-
verð á akstri fólksbifreiða er hið sama þá
helgidaga ársins er bifreiðastöðvar eru lok-
aðar, svo sem á nýjársdag, sem aðra helgi-
daga.
Verðgæzlustjórinn.
BÆJARSKRiFSTOFURHAR
Austurstræti 16, verða ekki opnar til af-
greiðslu þriðjudaginn 2. janúar næstk.
BORGARSTJÓRINN.
rO ^és “»^/0
ávallt fyrirliggjandi.
Frysíihúsið Herðubreið, sími 2678.
ostar írá Sauðárkróki. Akureyri og