Alþýðublaðið - 05.07.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.07.1951, Blaðsíða 1
 Veðurútlit: Hægviðri, léíískýjað. * * Ferustugrein: 1 Lítillátir ,,sigurvegarar“. * * 1 1 XXXII. árgangur. Fimmtudagur 5. júlí 1951 149. tbl. í kosningunum i r I nnudagðnn! hafa fallizt á að AlbyðuffoSckurinn hlaut flesta 1 menn kjörna. hiaut fiesta þing. hsfja viðfæ&jf í Kaesong f)á ÚESLIT þingkosninganna í Finnlandi voru kunn í gær. Áll.s kusu-69 prósent þeirra, sem á kjörskrá voru. Alþýðuflokkur- inn hlaut flest þingsæti og er nú stærsti flokkurinn í Finn- landi, en fólksdemókratar eða kommúnistar unnu nokkuð á í kosningunum. Alþýðuflokkur- inn hlaut 53 þingsæti, en hafði áður 54. Bændaflokkurinn er næstur að þingsætafjölda og hlaut 52 þingsæti, en hafði 56. Kommúnistar hlutu 45 sæti, en höfðu áður 38. íhaldsmenn fengu 27 sæti, en höfðu áður 33. Sænski flokkurinn bætti við sig flestum sætum og fékk 15 'þing- menn kjörna, en hafði áður 5. Kommúnistar heimta að kom ast í stjórnarsamsteypu og krefjast þess að Finnar taki upp nánari samvinnu við Rússa. YFIRHERSHÖFÐINGJAR Norður-Kóreurrranna og Kínverja hafa nú fallizt á þá uppástungu Ridg- ways, að undirbúningsviðræður hefjist í Kaesong á sunnudaginn, þó að formleguf viðræður um vopnahlé bvrji þar ekki fyrr en á þriðjudag. Munu fulltrúar hershöf ðingjanna því koma saman í Kaesong á sunnu- döginn. Margir ætla að vopnaviðskiptum í Kóreu muni þá einnig ljúka í trausti þess að saimningar takist um vopnahlé. Borgin Kaesong, þar sem við ræðurnar eiga að fara fram, er um 45 km. vestur af Seoul, en um 8 km. sunnan við 38. breidd arbaug og hefur lítið verið bar- izt á því svæði síðustu mánuð- ina. Það er í raun og veru vest- an við vígstöðvarnar og einskis manns land í þeim bardögum, sem háðir hafa verið undanfar- ið. Iransljórn í fjárþrcng; biður um innanríkislán Mossadegh forsætisráðherra ávarpaði þjóðina og skoraði á hana til aðstoðar. VEGNA HINNA ALVARLEGU fjárhagsörðugleika, sem skapazt liafa í íran vegna olíudeilunnar og stöðvunar á sölu olíunnar er Iranstjórn nú komin í alvarlega fjárþröng og ávarp- aði forsætisráðherrann, Mohammed Mossadegh, þjóðina í út- varpi í gærkvöldi og skýrði frá því, að stjórnin sæi sér ekki annað fært en að taka innanríkislán hið bráðasta til þess að greiða úr vandræðunum. Vegna erfiðleika þjóðarinnar verður lánið vaxtalaust um ófyrirsjáanlegan tíma. Skoraði Mossadegh á alla íranbúa að Zeggja stjórninni lið. Flutningar frá olíuvinnslu- stöðvunum í Abadan hafa al- gerlega stöðvast, og eru olíu- geymarnir a.ð fyllast. Ef eng- in breyting verður á málunum mun olíuvinnslan stöðvast eft- ir 10 daga, þar sem ekki er hægt að flytja olíuna burtu. Engar endanlegar ákvarðan- ir hafa verið teknar um brott- flutniríg hinna 2800 brezku starfsmanna og skylduliðs þeirra frá íran. Morrison ut- anríkisráðherra Breta sendi starfsliðinu við olíustöðvarnar orðsendingu, þar sem hann bað starfsliðið að bíða rólegt þar til séð yrði fyrir lok deilunn- ar og kvað hann íranstjórn ef til vill myndi breyta afstöðu sinni, er hún sæi fram á í hvert óefni væri komið fyrir henni yegna óréttmætrar afstöðu hennar. í dag er búizt við úrskurði a’þjóðadómstólsins í Haag við víkjandi lögbannskröfu Breta á hendur Iranstjórn vegna samningsrofs íranstjrónar. í fréttatilkynningu 8. hersins var skýrt frá því, að lítið hafi verið um bardaga á vígstöðvun um í gær. Voru það helzt fram- varðasveitir, sem við áttust á svæðinu milli Pyongyang og Kumhwa og austast á vígstöðv-' unum. Þar þarna þó ekki um neina meiri háttar bardaga að ræða, enda svo langt á milli framvarðasveitanna, er við átt- ust, að þær sáu ekki hver til annarrar, en skiptust hins veg- ar á langskotum. Tékkar dæma Bandaríkjamann í 10 ára fangelsi TÉKKNESKUR dómstóll hef ur dæmt ameríska blaðamann- inn William Otis, fréttastjóra Associated Press fréttastofunn- ar í Tékkóslóvakíu, til 10 ára fangelsisvistar. Otis var sakað- ur um njósnir og undirróðurs- starfsemi gegn tékkneskum stjórnarvöldum. Óstaðfestar fréttir frá Prag hermdu, að Otis kunni að fá hegningartíma sinn styttan um fimm ár vegna góðr ar hegðunar. Blaðamönnum frá löndunm vestan járntjaldsins var ekki leyfður aðgangur að réttarhöldunum, en tveim mönnum úr sendiráði Breta í Prag var leyft að vera viðstödd um. Harry S. Truman. ávarp Trumans Bandaríkjafor seía lii alira, sem freisi unna -------■»----- Ávarpið var birt í gaer, á 175 ára afmæli sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. í TILEFNI AF ÞVÍ a'ð bundrað og sjötíu og fimm ár voru í gær liðin frá stofnun fuKveldis Bandaríkianna sendi forseti Bandaríkjanna, Harry S. Truman, frá sér „ávarp til allra sem frelsi unna“. Árdegis í gær afhenti Morris N. Hughes, sendi- fulltrúi Bandaríkjanna á íslandi, forseta íslands, Sveini Björns- syni, eintak af ávarpi þessu. Fór afhendingin fram í skrifstofu forseta í alþingishúsinu. Ávarp Trumans forseta hljóð ar þannig: „í dag eru eitt hundrað sjö- tíu og fimm ár liðin frá því að þjóðþingið lýsti Bandaríki Am. eríku frjáls og fullvalda. Einn mesti forseti Bandaríkj anna komst svo að orði, að hinni ungu þjóð væri „frelsið í blóð borið og hún helguð þeirri hugsjón, að allir menn eru fæddir jafnir“. í dag helga Bandaríkin sig að nýju þeim hugsjónum, er sköp- uðu grundvöllinn að lýðveldis- stofnun vorri. Vér helgum oss að nýju trú vorri og trausti á þeim réttindum, sem guð hefur gefið öllum mönnum. Þessi réttindi hafa verið gerð kunn á ýmsum tímum, á ólík- um tungum og á margan hátt. Oss voru þau kunngjörð í sjálf- Verkfðll á kaupskipunum 13. F ARMANNAS AMNING- AR Sjómannafélags Reykja- víkur gengu úr gildi nú um mánaðamótin, og í gær boð- aði félagið verkfall á kaup- skipunum frá miðnætti að faranótt 13. júlí. Samningaumleitanir eru liafnar fyrir nokkru, en hafa engan árangur borið til þessa. Var deilunni vísað til sáttasemjara, og hefur hann haldið tvo fundi með deilu- aðilum; þann fyrri á mánu- dag og hinn síðari í gær. Ekk ert samkomulag varð á fund um þessum, en á morgun kl. 2 er enn boðaður samninga- fundur. Komi til vinnustöðvunar á kaupskipunum 13. júlí, stöðvast öll skip þessara fé- laga jafnótt og þau koma í heimahöfn: Eimskipafélags íslands, Skipaútgerðar ríkis- ins, Eimskipafélags Reykja- víkur, Skipafélagsins Foldin og Jökla h.f. eða sem sagt öll kaupskip Islendinga, önnur en skip Samhands íslenzkra samvinnufélaga, sem skráð eru utan Reykjavíkur. stæðisyfirlýsingu vorri árið 1776. á þennan hátt: „Það er álit vort, að það sé auðsætt og ótvírætt, að allir menn séu fæddir jafnir, að skapari þeirra hafi veitt þeim ákveðin, óskoruð réttindi, en þar á meðal eru lífið, frelsið og leitin að lífshamingju.“ Saga vor ber því vitni, að vér höfum ávallt barizt fyrir því, að íbúar lands vors megi njóta þessara réttinda í ríkustum mæli. Oss hefur orðið og mun verða mikið ágengt í þessu efni. Aukin velmegun þjóðarinnar og aukið efnahags. og félagsleg öryggi hennar er bezta sönnun þeirra framfara, sem orðið hafa. Vér álítum að allir menn, hvar sem er í heiminum, eigi kröfu til þessara sömu réttinda. í sumum hlutum heims býr fólk við skort, öryggisleysi og ótta. í öðrum hlutum heims er réttindum einstaklingsins ógn- að með nýrri og grimmilegri stefnu kúgunar og ófrelsis. Vér finnum til samúðar og bræðra- lags með öllum mönnum, hvar sem þeir kunna að vera, sem berjast gegn þeim öflum, er hindra framgang frelsisins. Vér heitum því að vinna með þeim að því að uppræta eymd og kúg un úr heiminum. Eigi leitumst vér við að þröngva öðrum til þess að taka Framhald á 7 síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.