Alþýðublaðið - 19.07.1951, Qupperneq 4
ALlífÐBBJMÐIfii
Fimmíudagur 19. júií 1951.
■hafi látið þau liggja í þagnar-1 bætur og framfarir. Þá kom
Útgeíandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastj óri: Emilía Möller
Ritstjórnarsími: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Hei i pólilískri nlð-
urlægingu
. FORELDRAR verðgæzl-
unnar, sem afturhaldsstjórn-
in hefur nú aflífað, voru Her-
mann Jónasson og Rannveig
Þorsteinsdóttir. Tdminn lagði
mikla áherziu á það við síð-
ustu kosningar að skerpa
þyrfti verðlagseftirlitið og boð
aði, að Framsóknarflokkurinn
vildi í því efni ganga feti
lengra en aðrir stjórnmála-
flokkar landsins. Rannveig
kvaðst ætla að ganga milli bols
og höfuðs á allri fjárplógsstarf
semi, ef Reykvíkingar tryggðu
henni þingmennsku. Slík voru
lofórð Framsóknarf'okksins
fyrir kosningar, og honum
tókst að blekkja ótrúlega
marga til fylgis við sig. Rann-
veig náði kosningu í Reykja-
vík og Framsóknarflokkurinn
efldist að áhrifum, enda þótt
það stafaði fyrst og fremst af
óréttlátri kjördæmaskipun. En
hverjar eru svo efndirnar?
Fjárplógsstarfsemin hef-
ur aldrei verið meiri, svarti
markaðurinn hefur verið lög-
festur sem tekjustofn útvegs-
ins, dýrtíðin hér á landi er
heimsmet, gengislækkunin hef
ur valdið efnahagsiegu öng-
þveiti, og nú hefur verð-
gæzlan, afkvæmi Hermanns
og Rannveigar, verið aflífuð
af ríkisstjórn afturhaldsins, en
í henni á Framsóknarflokkur-
inn þrjá ráðherra af sex og
einn af þeim er Hermann Jón-
asson!
Alþýðublaðið lýsti í gær
nokkrum orðum gleði íhalds-
ins yfir afnámi verðlagseftir-
litsins og gat þess, að vafa-
laust myndu ráðherrar Fram-
sóknarf’ okksins skipa Tíman-
rtrn að taka undir lofsöng
Morgunblaðsins og Vísis um
þá ráðstöfun. Þess varð líka
skammt að bíða, að þetta kæmi
á daginn. Tíminn gerir afnám
verðlagseftirlitsins að umræðu
efni í forustugrein sinni í gær
og telur hana sjálfsagða og
réttmæta! Hann tyggur upp
það, sem íhaldsblöðin hafa
reynt að færa fram þessu ó-
hapfuverki til réttlætingar ,en
gerir sér síðan lítið fyrir og
bætir því við, að þessi ráðstöf-
un sé í anda erlendra jafnað-
armanna og hljóti því að vera
góð og b’.essuð!
*
Tíminn segir, að verðlags-
eftirlitið sé nú orðið óþarft,
þar eð vöruinnflutningurinn
til landsins hafi verið stór-
aukinn undanfarna mánuði.
Hann telur, að verðlagseftir-
lit sé því aðeins nauðsynlegt,
að vöruskortur sé í landinu.
Þetta er fljótfærnileg ályktun
og satt að segja ótrúlegt, að
skriffinnar Tímans taki mark
á henni sjálfir, þó að þeir grípi
bptta hálmstrá í rökþrotum sín
um. Vöruskorti var ekki fyrir
að fara hér á landi, þegar heild
salamálin svokölluðu komu til
sögunnar, en Tíminn kunni dá
gpð skil á þeim á þeim áium,
er Framsóknarflokkurinn var
í stjórnarandstöðu, þó að hann
gildi eftir að Steingrímur, Her
mann og Eysteinn lögðust í
flatsængina hjá Ólafió Bjarna
og Birni. Nú er verið að gefa
heildsölunum lausar hendur
við að taka upp sömu iðju, án
þess að þeir verði sóttir til
saka. Afbrot á sviði verðlagn-
ingar verða hér eftir lögleg á
íslandi. Og Framsóknarflokk-
urinn ber sömu ábyrgð á því
og íhaldið.
Sú staðhæfing Tímans, að
samkeppni milli kaupmanna
og kaupfélaga skapi aðhald um
verzlunarálagninguna, blekkir
auðvitað engan. Heildsalamál
in hér á árunum sýna bezt, að
almenningi er lítil stoð í því
aðhaldi. Auk þess verður að
segja þá sorgarsögu, að sum
kEupfélögJn voru því miður
síður en svo saklaus af verð-
lagsbrotum, og vöruverð er
yfirleitt hið sama hjá kaupfé-
lögum og kaupmönnum. Sann
leikurinn er sá, að á styrjald-
arárunum og síðan hefur átt
sér stað slík spilling i íslenzkri
verzlun, að ekki verður hjá
því komizt að hafa opinbert
eftirlit með álagningu og verð
lagi, ef tryggja á hagsmuni al-
mennings. En ríkistjórn aftur-
haldsins vill ekki tryggja
hagsmuni almennings. Þess
vegna afnemur hún verðlags-
eftirlitið. Og Hermann Jónas-
son er nú aðili að því, að af-
kvæmi hans og Rannveigar
Þorsteinsdóttur sé aflífað.
Framsóknarflokkurinn er svo
ofurse’dur íhaldinu, að hann
aðhefzt þveröfugt við það,
sem hann boðaði og lofaði í síð
ustu kosningum. Forustumenn
hans fá sennilega eitthvað í
aðra hönd. En afleiðing fyrir
fólkið í landinu er aukin kjara
rýrnun og meiri fátækt.
*
Tíminn heldur því fram, að
nýsköpunarstjórnin og stjórn
Stefáns Jóh. Stefánssonar hafi
ekki verið vinstri stjórnir og
má helzt á honum skilja, að
núverandi stjórn verðskuldi
fremur það heiti. En hvað
segja staðreyndirnar? Ríkis-
stjórnirnar, sem Tíminn for-
dæmir, tryggðu þjóðinni hags
endurnýjun atvinnulífsins við
sjó og í sveit til sögunnar. Þá
hlaut þjóðin hagsbætur á borð
við launalögin og aimanna-
tryggingarnar. Þá fékk aftur-
haldið í landinu fáum kröf-
um framgengt, þó að Sjálf-
stæðisflokkurinn sæti í stjórn.
En nú blasir við öngþveiti og
óstjórn, hvert sem litið er.
Gengislækkunin hefur valdið
þjóðinni þyngri búsifjum en
hún hefur haft af að segja um
marga áratugi. Ríkisstjórnin
hefur sett heimsmet í dýrtíð.
Svarti markaðurinn hefur ver
ið lögfestur tekjustofn af ríkis
stjórninni og stuðningsliði
hennar á alþingi. Vinnumiðl-
un hefur verið lögð niður í
landinu. Verðlagseftirlitið hef
ur verið afnumið. Afleiðing alls
þessa er svo í fáum orðum
sagt sú, að afkomuskilyrði al-
mennings hafa aldrei verið
lakari síðan á kreppuárunum
fyrir stríð.
Það er því vægast sagt furðu
legt, að Tíminn skuli áræða að
gera samanburð á núverandi
ríkisstjórn og þeim ríkisstjórn
um, sem hér hafa farið með
völd undanfarin ár. En þetta
sýnir betur en nokkuð amjrð,
hversu Framsóknarflokkurinn
er ofurse’dur íhaldinu. Hann
stjórnar og starfar eftir upp-
skrift þess, og Tíminn er lát-
inn taka undir lofsöng íhalds-
blaðanna um óhæfuverk aft-
urhaldsstjórnarinnar. Nú
gengur ekki hnífurinn milli
hans og Vísis og Morgunblaðs-
ins. Sannarlega er það met í
pólitískri niðurlægingu.
Sviplegt slys
í Grenivík
ÞAÐ SVIPLEGA SLYS
varð í Grenivík á laugardag-
inn, að fjögurra ára telpa varð
undir snúningsvél og beið
bana. Lit’a stúlkan hét Líney
og var dóttir Árna B. Árnason
ar læknis og konu hans.
Um vinnuskóla Reykjavíkur
inn svarar bréfi frá „
- Forstöðumaður-
Móður“
AF TILEFNI BREFS frá
,,Móður“, sem ég birti fyrir
fáum dögum, hef ég fengiS
bréf frá E. Malmquist, for-
stöðumanni garðavinnuskólans
og gerir hann þar að umtalsefni
það sem ,.Möðir“ gagrnrýndi í
bréfi sinu. I Ijós ksmur. að það
er rétt, að efnt var til flug-
ferðalag? til .Vestmannaeyja og
að sumarfrí eiga að byrja inn-
an skamms. Hvorutveggia virð-
ist alger óþarfi. og fellstég-ekki
á sjónarmið forstöðumannsins
hvað þetta sneríir. Bréfið er svo
hljcðandi:
„ÚT AF SKRIFUM varðandi
Vinnuskóla Reykjavíkur, vil ég
biðia yður. að gera svo vel og
birta eftirfarandi athugaseliidir
til „Móður“. Ég vil nota tæki-
færið og taka fram. að það er
miög æskilegt að heyra álit og
óskir foreldranna i þessu efni
sem öðru, er varða tiilögur og
framkvæmdir er eiga nð stuðla
að betri og fjölbreyttari uþp-
■eldisáhrifum æskunnar til að
undirbúa hana sem bezt undír
hinar margþáttuð.u lausnir er
þíður hennar í lífinu, hvoit he!d
ur er i blíðu eða stríðu. Það
kostar aftur á móti miklavinnú,
og oft .-ekki ,auð®sh að koma
því við, að ná því samstarfi við
fc-riáðamenn unglinganna sem
æskilegt væri. Þið getur.þv.í oft
gætt nokkurs mis.sknpings á
milli þessara tveggm aðilja, þ, e.
a. s. heimilanna og kennaranna,
hvort sem um er að ræða verk-
legt eða bóklegt nám.
VINNUSKÓLI REYKJAVÍK-
UR, eða unglingavinnan, er a!-
gerlega ný af nálinni í þyíformi
sem hún hófst í vor, og ég vií
Skrýtin saga verðbólgunnar”
**4P%jHhir**r* J** ^*^^
MORGUNBLAÐIÐ tók sér í
gær fyrir hendur að skrifa
„sögu verðbólgunnar“ hér á
landi síðan á stríðsárunum;
og er niðurstaða hennar í
íhaldsblaðinu sú, að engum
flokki og engri stjórn verði
annarri fremur kennt um
vöxt verðbólgunnar. Það er
skiljanlegt, að Morgunblaðið
vilji læða slíkri skoðun inn
í hugskot almennings; því að
óneitanlega hefur flokkur
þess verið einkar laginn á
það, að magna verðbólguna
og hækka vísitölu fram-
færslukostnaðarins, þó að
Morgunblaðið reyni í „sogu“
sinni að breiða yfir þann
sannleika, sumpart með hálf-
um, en sumpart með heilum
lygum.
„SÚ STAÐREYND stendur ó-
högguð", segir Morgunblaðið
í þessari „sögu verðbólgunn-
ar“, „að árin 1939—1942, þeg
ar Framsókn hafði stjórnar-
forustu, komst vísitalan upp
í 183 stig. Á árunum 1942—
1944, þegar utanþingsstjórn-
in fór með völd, hækkaði hún
síðan upp í 273 stig ... Sum-
arið 1942, þegar minnihluta-
stjórn sjálfstæðismanna fór
með völd til bráðabirgða,
hækkaði hún að vísu nokkuð
. . .“, segir blaðið, en ekki er
þess getið, hve mikið það
hafi verið. Aldrei hefur þó
vfsitala framfærslukostnaðár-
ins tekið neitt svipað stökk
hér á landi upp á við á ör-
stuttum tíma sem þá.
SANNLEIKURINN er sá, að
í þeim orðum, sem þegar
hafa verið til færð úr „sögu
. verðbólgunnar“ í Morgun-
blaðinu í gær, er það eitt
satt, að vísitalan var komin
í 183 stig, þegar Framsókn-
arflokkurinn lét af stjórnar-
forustu 1942. En þá tók við
sem kunnugt er hrein flokks-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og
sat fram undir árslok 1942;
og á því hálfa ári steig vísi-
ta’an úr 183 stigum upp i
hvorki meira né minna en
272 stig! En í kringum þenn-
an sannleika reynir Morgun-
blaðið að fara með því að
minnast ekki á, hvað vísital-
an hafi verið orðin há, þegar
stjórn Sjálfstæðisflokksins
fór frá í árslok 1942, en segja
í staðinn, að hún hafi hækk-
að upp í 273 stig „á árunum
1942—1944, þegar utanþings-
stjórnin fór með völd“, og
láta þess aðeins getið um leið
sem smáatriðis, að „sumar-
ið 1942, þegar minnihluta-
stjórn sjálfstæðismlnna fór
með völd til bráðabirgða,
hækkaði hún að vísu nokk-
uð . . .“(!)
ÞAÐ ER RÉTT hjá Morgun-
blaðinu, að vísita’an hækk-
aði á árunum 1942—1944 úr
183 stigum upp í 273 stig; en
hitt er bláköld lygi, að þessi
hækkun hafi orðið í tíð utan
þingsstjórnarinnar. Þegar
hún tók við í árslok 1942, var
vísitálan komin upp í 272
stig, — hafði með öðrum órð-
um hækkað um hvorki meira
né minna en 89 stig á tæp-
lega hálfu ári, sem Sjálfstæð
isflokkurinn fór einn með
vold sumarið og haustið 1942.
Vísitöluhækkunin, sem varð
í tæplega tveggja ára stjórn-
ártíð utanþingsstjórnarinnar,
napi því ekki nema 1 stigi
af 90, sem vísitalan hækkaði
á árunum 1942—1944; öll hin
hækkunin varð í hálfs árs
Framhald á 7. síðu.
undirstrika, að j?að er leirast
við, að læra af reyuslunni og
gera vinnuna eins '.ifræ.vr og
unnt er, samtímis því sem ungl-
ingunum er gefinn kostur á stutt
um fræðsluferðalögum með
svipuðu formi og tíðkast í ná-
grannalöndum okkar, til þess að
vekja skilning og áhuga þeirra
■er eiga að byggia landið og
yrkja upp atvinriuvegina eii
ekki rányrkja eins cg verið hef-
ur því miður me’va og minna
gert af forfeðrum nkkar, allt
fram á síðustu tíma, bæði tíl
lands og sjávar.
EN ÞAÐ ER VANÐI að gera
svo öílum líki, ng sjonarmið
foreldranna eru æði misjöfn sem
■eðlilegt er. Móðir talar um stutt
an vinnutíma, sem er 6 klst. á
dag. Venjulegur vinuuiími full-
orðinna er aftur á móti 3 klst.
og þar í innifalið 30 mín. kafii-
hlé. Það virðist því ekki óeð’i-
legt að hæfilegt væri að láta
lítt þroskaða unglinga vinna 6
klst. á dag og reynslgn sýnir, að
fyrir mörgum þeir"a er það
nógu langur tími, -ef þau cíga
að halda vinnugieðinni, en það
er nauðsynlegt að þeim leiðist
ekki við starfið. Þá er ekki úr
vegi að aðstaða heimiJisins sé
þess eðlis, að hægt sé að láta
unglingana vinna önnur störf
utan Vinnuskólans og jafnvel í
sumum tilfellum kemur það sér
mjög vel fyrir heimilin.
UM SUMARLEYFIN er það
að segja, að það var ákveðið
v^ður én vinnan hófst, að gefa
nokkurt frí um mitt sumarið, en.
það verður frá 1.. égúst*. eða 9
virkir dagar, en margir áf for-
eldrunum óska eftir því að taka
börn sín með út úr bænum ein-
hvern tíma af sumrinu, eða leyfa
þeim að heimsækja ættingja og
vini, ut á landsbyggðinni, sem
hlýtur að teljast eðlilegt, gagn-
legt og auka þá fjölbreytni í
uppéldinu, sem v(ð erurn að
leitást eftir.
HVAÐ VIÐVÍKUR verkstjórn
Vinnuskólans, að sUmarieyfi sé
gefið þeirra vegna, er aJgjör
misskilningur. í skólagörðum
Reykjavíkur er ekkert sumar-
leyfi gefið, nema foreldrar óski
sérstaklega eftir að fá börnin
laus 7—14 daga, þá er það leyft
um hásumarið.
UM FERÐALAG ti! Vest-
mannaeyja, sem var stpfnað til
samkvæmt ósk og vilja lang-
flestra unglinganna, Var leitast
við að haga þvi þanriig að sem
ódýrast yrði. Við leiðsögn í Vest
mannaeyjum nutu ungtingarnir
hins gagnfróða skóiastjpra Þor-
siteins Víglundsso'nar, auk þess
sern öll fyrirgreiðsla þar frá
ffeiri aðiljum var bæði gpð og
án kotnaðar. Verkstjórarnir
voru einnig með í þesspri för og
um vinnutap unglingarvna ætti
■skki að vera að ræða, þar sem
ferðin var um helgt. Að hver
unglingur hafi þurft hálfsmán-
aðarkaup til fararinnar er einnig
misskilningur því viðvíkjandi,
því ég efast ekki um að hún
vilLfara með rétt mál“.
Hanries á hornínu.