Alþýðublaðið - 31.07.1951, Síða 1
Veðurútlits
Norðaustan kaldi, víða létt-
skýjað.
Ferustuárein: 1
= Trúin á áhriíamátt lyginnar.
XXXII. árgangur.
Þriðjudagur 31. júlí 1951.
171. tbl.
Úrslitin í tugþrautareinvíginu:
ri
Myndin sýnir tugþrautarkappana koma að marki í 100 metra hlaupinu á sunnudagskvöldið.
Örn er fyrstur á 10,8, en Heinrich annar á 11,0.
ir r
deilu m markalinu millé herianna?
Orn vann sex greinar og setíi nýíí
islandsmet í 110 rn. grindahlaupinu
--------•-------
Heinrich hlaui alls 7476 siig, en Örn 7453
--------♦-------
TUGÞRAUTAREINVÍGINU í gærkvöldi lauk
þannig, iað' Ignace Heinric'h sigraði Öm Clausen með
aðeins 23 stiga mun. Frakkinn hlaut 7476 stig, c.n Örn
7453, sem er nýtt og glæsiCiegt Norðurlandamet. Fyrra
metið, sem Finninn Akkil'les Jarvinen setti 1932, var
7378 sltig.
.
Það var háti'ðleg stund, er úrslit keppninnar voru vituð.
Örn gekk upp áhorfendastúkuna til foreldra sinna, en svip*
stundu síðar stóðu kapparnir á verðlaunapallinum. Þegar Örn
rétti Heinrich höndina og óskaði honum til hamingju með sig-
urinn, gaf Frakkinn tilfinningunum lausan tauminn, féll um
háls keppinauti sínum og kyssti hann.
Truman fær lifandi;
fíl að gjöf
KONUNGURINN í Cam-;
bodja í Indó-Kína hefur á-*
kveðið að færa TrumanU
Bandaríkjaforseta lifandi fíl:
að gjöf. Segir í fregn frá;
Singapore í gær, að fíllinnj
sé kominn þangað og verði:
sendur með flutningaskipi:
þaðan.
Islendingar uniui
í Gjövik 2:0
ÍSLENZKA LANDSLIÐIÐ,
lék í Gjögvik í Noregi á sunnu-
dagskvö'.dið við úrvalslið Upp-
landa og sigraði með 2 mörk-
um gegn engu.
Liðið mun hafa að mestu
leyti verið óbreytt frá því í
Þrándheimi. Þó lék Ríkharður
Jónsson ekki með þennan leik.
Næsti og síðasti leikur ís-
lendinga í Noregi verður við B-
lands'.ið, og fer sá leikur fram
á Bislet-leikvanginum í Oslo
síðar í þessari viku.
-----------♦-----------
FREGN frá Aþenu í gær-
kveldi hermir, að Páll konungur
hafi í gær rofið þing og boðaci
kosningar á Grikklandi 9. sept-
ember.
SAMNINGANEFNDIR sameinuðu þjóðanna og kommún-
ista héldu þriggja klukkustunda fund í Kaesong í gærmorgun
án þess að nokkur árangur yrði af. Fór allur fundurinn í
deilur um það, livar markalína skuli dregin milli herjanna,
ef um vopnahlé verður samið, og kröfðust kommúnistar enn
sem fyrr, að hún yrði við 38. breiddarbaug; en futltrúar sam-
einu'ðu þjóðanna stóðu fast á því, að hún yrði þar, sem víg-
stöðvarnar eru nú.
Fundinum var frestað í gær
án þess að nokkuð hefði miðað
í átt til samkomulags um betta,
og þykir nú aftur óvænlega
horfa um vopnahlé, ef fulltrúar
kommúnista halda fast við
kröfur sínar í þessu efni.
Á það er bent, að vígstöðv-
arnar séu nú víðast töluvert
fyrir norðan 38. breiddarbaug-
inn, sums staðar um 50 km. fvr-
ir norðan hann, og vilji komm-
únistar nú fá það land afhent,
bardagalaust. Fulltrúar samein
uðu þjóðanna telja það fráleitt,
og það því heldur. sem 38.
breiddarbaugurinn sé óheppi-
leg markalína: þar séu engin
náttúrleg landamæri, hvorki
vötn né fjöll.
Örn C’ausen vann sex grein-
ar tugþrautarinnar og setti
nýtt íslandsmet í 110 metra
grindahlaupi í gærkvöldi. Hafði
hann foru^tuna í keppninni,
unz spjótkastinu lauk. Þá hafði
Frakkinn loks tekið forustuna
með 45 stiga mun. Örn vann
1500 metra hlaupið, sem var
síðasta greinin, en ekki með
nægum yfirburðum til að sigra.
Heinxich hafði reynzt ofjarl
hfens í þesisaíri /ftyistæðu og
skemmtilegu keppni. En ís-
lenzka og franska metið voru
bæði farin veg allrar verald-
ar, og Norðurlandametið í
aiwrf»lii n.ldPt ijJ
BARIZT AFRAM A
AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM
Barizt var á austurvígstöðv-
unum í gær eins og undanfarna
daga og tóku hersveitir samein-
uðu þjóðanna hernaðarlega mik
ilvæg hæðadrög þar með á-
hlaupi.
Fulltrúar beggja aðila í Kae-
song eru sagðir ásáttir um það,
að vopnaviðskiptum skuli ekki
lokið fyrr en samningar um
vopnahlé hafa verið undirntað-
ir.
Margar stórar síldartorfur
sáust í gær úfi af Isafirði
------<*.-----
Reknetabátar hafa fengið þar góða
veiði undanfarna daga.
þessari erfiðustu grein frjá'sra
íþrótta orðið íslenzkt afrek.
Úrslitin í tugþrautareinvíg-
inu á sunnudag og í gærkvöld
urðu þessi:
Ignace Heinrich
100 m hlaup
Langstökk
Kúluvarp
Hástökk
400 m hlaup
110 m grind
Kringlukast
Stangarstökk
Spjótkast
1500 m hlaup
Örn Clausen
100 m hlaup
Langstökk
Kúluvarp
Hástökk
400 m hlaup
110 m grind
Kringlukast
Stangarstökk
Spjótkast
1500 m hlaup
Árangur Stig.
11,0 843
7,00
12,72
1,85
50,7
16,0
44,13
3,60
51,12
4:45,4
804
688
846
834
776
838
733
608
506
Árangur Stig.
10,8 902
7,12
13,42
1,80
50,5
14,7
40,84
3,20
45,44
4:42,2
836
757
786
845
982
736
575
506
528
UNDANFARNA SOLARHRINGA hafa reknetabátar feng-
ið góða síldveiði við mynni ísafjarðar og í gærmorgun sá vél-
báturinn Morgunstjarnan fjölmargar stórar torfur í Djúpál um
Mela og Eldingar. Virðist hér vera um nýja síldargöngu að
ræða, en fá skip önnur en reknetabátarnir, sem veriö hafa
þarna undanfarna daga, eru enn komnir á þessar slóðir.
Samkvæmt símali er Hanni-
bal Valdimarsson, alþingismað-
ur átti við Alþýðubiaðið í gær-
dag, hafa reknetabátar frá Isa-
firði, Bolungarvík og fleiri stöð
um vestra fengið góða síldar-
veiði síðustu -daga. Á sunnu-
daginn kom Morgunstjarnan t.
d. til ísafjarðar með 70 tunnur
og fékk aftur aðfaranótt mánu
dagsins 100 unnur. Ennfremur
kom Ver með dágóða veiði í
gær og margir aðrir bátar haf-a
fengið góða veiði. Ennfremur
hafa norsk skip fengið allmik-
inn afla út af ísafjarðardjúpi.
Sögðu skipverjar á Morgun-.
stjörnunni að þeir hefðu séð
margar stórar síldartorfur í
Djúpál um Mela og Eldingar, og
virðjst hér tvímælalaust vera
um nýja síldargöngu að ræða.
Mestallur síldarflotinn held-
ur sig enn fyrir Norðurlandi,
enda munu fáir enn hafa frétt
um síldina Við ísafjörð. Þó
munu að minnsta kosti ísafjarð
arbátar hafa verið látnir vita
um þessa síld, en í gærmorgun
Framh. á 7. síðu.
Þriðji keppandinn í tugþraut
inni var Kjainesingurinn Tóm
as Lárusson. Hann hlaut 5505
stig, sem er fimmti bezti árang
ur íslendjngs í þessari grein.
Er Tómas mjög efnilegur tug-
þrautarmaður, og gat hann sér
almennar vinsældir í keppn-
inni.
---------4---------
Kosningar til þings
í ísrael í gær
KÓSNINGAR til þings fóru
fram í ísrael í gær og átti að
kjósa samtals 120 þingmenn.
Sextán flokkar höfðu menn í
kjöri og er verkamannaflokkur-
inn undir stjórn David Ben Gu-
rion stærstur þeirra. Hann hef-
ur verið forustuflokkur í stjórn
landsins, en fjórir aðrir flokkar
hafa einnig staðið að henni. .