Alþýðublaðið - 31.07.1951, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.07.1951, Blaðsíða 6
6 ÁLÞÝÐUBLABIÐ ÞriSjiulagur 31. julí 1951. urásöluia Óttast að Rússar og leppríkin haetti ai- veg síldarkaupum í Vestur-Evrópu. .................*» ■■■ BREZKIR SÍLDARÚTFLYTJENDUR kvarta nú yfir því, að borfur á sölu saltsíldar fari síversnandi. Tímaritið Fishing * Bul'.etin bendir á það, að í flestum löndum Evrópu hafi verið góður markaður fyrir saltsíld fyrir síðustu heimsstyrjöld. Fyrir 1914 var hægt að selja s.-yfir eina milljón tunnur af saltsíld í Rússlandi, Þá voru að oíijafnaði seldar 30 þúsund tunn- oítir í Tallin, 80 þúsund í Riga, ú.60 þúsund í Libau, 250 þúsund : 4 Röningsberg, 250 þúsund í '•Oanzig, 250 þúsund í Settin og u200 þúsund í Hamborg. rirtí Tvær heimsstyrjaldir hafa rgjörbreytt landamærum Ev- rópu og lokað síldarmarliaði í ýmsum löndum, svo nú telja Bretar það erfiðleikum bund- sfð að selja 150,00 tunnur er- “lendis. Árið 1937 var saltsíldarmagn ið alls 3,129,051 tunnur, og yékiptist þannig á milla landa: Þýzkaland 1,059,102 tunnur, Skotland 406,004 tunnur, Eng Tand 485,568 tunnur, íslands 210,684 tunnur, Noregur 243, 443 tunnur og Holland 723, '250 tunnur. Blaðið telur markaðshorfurn ar slæmar þar eð Rússar hafa nú gleypt baltnesku löndin, Eisland, Letland og Latviu og lokað einnig markaðinum í Pól landi, Rúmeníu, og Tékkósló- vakíu. Eini raunverulegi frjálsi markaðurinn er í Vest- ur-Þýzkalandi, en þar er hörð samkeppni um sölu síldarinnar á milli, Hollendinga, Norð- manna, Svía, Þjóðverja. íslendinga og Menntaskólalóðin svart flag um hásumarið UM ÞESSAR MUNDIR er Menntaskólalóðin við Lækjar götu svart flag. Hefur verið rist ofan af öllu túninu og þökurnar fluttar í burtu, en ekki bólar enn á öðrum fram kvæmdum, þótt telja megi að klæða eigi túnið gróðri á ný. Þykir mörgum vegfarend- um, sem valinn hafi ver ó- heppilegasti tíminn til þessara framkvæmda, því ónei tanlega er það ekki fögur sjón að sjá þarna svart flag um hásumarið. Eins og kunnugt er hefur bærinn verið fullur af útlcnd- um ferðamönnum að undan- förnu, og hafa sumir haft orð á því, að þeir þættu það und- arleg vinnubrögð, að velja há sumarið til þessara fram- kvæmda, einmitt þegar allir blettir eiga að vera fullgrónir og í sínu fegursta skrúði. Fiskaílinn fyrsíu fimm mánuði ársins varð 146707 lestir í MAIMÁNIIÐI nam heildarfiskafli íá'endinga 38 249 smá- lestum; en frá áramótum til maíloka nam aí'inn 146 707 smálest- Hin. Er það um 6 þúsund smálestum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Af heildarafla ársins eru 25 ,$25 smálest.ir eiginafli fiski- skipa íluttur út af þeim og u 825 smálestir hafa verið set.íar r,í útflutningsskip. Ráðstöfun afl ;r,at>s að öðru leyti er sem hér segir: Fiskur til frystingar 53 746 lestir, fiskur í herzlu 5 784 Jestir, fiskur í niðursuðu 125 lestir, fiskur til neyzlu innau lands (Rvík) 1417 lestir, fiskur ,,til söldunar 41 299 lestir, síld ,itil beitufrystingar 64 lestir, ij^íld í verksmiðjur 106 lestir og annar fiskur í verksmiðjur 17 516 lestir. í/n Magn hinna einstöku físki- tegunda er sem Skarkoli Þykkvalúra Langlúra Stórkjafta Sandkoli Lúða Skata Þorkur Ýsa Langa Steinbítur Karfi Ufsj Keila Síld Ósundurliðað hér segir: 684 191 12 27 12 715 74 100 004 8 972 1 837 3 268 8 329 4 044 872 170 17 516 .‘--’r'WiTO Framhaldssagan 20- H elgo Moray Saga frá Suður-Afríku Hana hryllti við, þegar hún sá þá steypa sér niður í gljúfrið. Með þakklátum huga leit hún þangað, sem þau Aggie og sveinninn sváfu væran á beði, sem þeim hafði verið búinn innst í vagninum. Og Sean var einn þeirra, sem nú stigu aftur á bak hestum sínum og héldu af stað með- fram vagnalestinni. Ég er tek- in a ðvenjast veif’egum hlut- um, hugsaði Katie með sér; mér bregður ekki lengur við slys og dauða, en lof sé guði ^ fyrir það, að ekkert slys hef- , ur hent okkur enn sem komið er. Og hún minntist barnsins, sem oltið hafði út úr vagni, farið undir hjólin og marist til bana; litlu telpunnar, sem hafði Igtist af völdum eiturflugu- bits, unglingsins, sem hafði í gáska stokkið spölkorn frá varð eldinum og orðið hungruðum hlébarða að bráð. Já, það var margt voveiflegt, sem hún hafði séð gerast á þessum sjö mánuðum . . . hitasótt hafði orðið íó'ki að bana, voðaskot ■úr byssu, sem handleikin var gálauslega; spjót, sem Kaffi hafði skotið að leiðangursmönn um úr launsátri, slöngubit. . og samferðafólkið hafði vart gef- ið sér tóm til að sakna þeirra, er féilu úr hópnum, og feðinni varð að halda áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Blakki ekillinn hvatti uxana, sem drógu vagn hennar, og vagninn ska’l til og skókst á lausagrjótinu. Leiðangurinn varð að ná yfir fjallgarðinn áður en dimma tók af nótt, hvað sem það kostaði. Tíu dögum síðar þraut fjalla- skörðin og endalaus víðátta há- sléttunnar blasti- við sjónum. Rykský þyrlaðist upp undan fótum uxanna, hestanna og bú- peningsins; hinir síðskeggjuðu Búar riðu fram og aftur með vagnalestinni og létu hin miV.lu hattbörð sín slúta niður fyrir augu til varnar gegn sólskin- inu. Þeir báru byssurnar í herðafeta, sátu keikir í söðli og studdu fótunum fast í ístöð- in. Það var eins og hestar þeirra væru gæddir hinni trylltu orku umhverfisins; þekn ir um bak og bóga með flaks- andi föxin og æðisglampa í aug um, titrandi granir og sveittir, héldu þeir sprettinum allan daginn. Og hjörðin; þúsundir sauðfjár, nautgripa og geita, þrammaði áfram og svipusmell irnir, hjólaskellirnir og hróp og hvatningarköll forustumann anna glumdu við myrkranna á milli. En þegar inn á háslétuna kom, tóku dagarnir að verða hver öðrum líkir og ferðin til- beytingalaus, Að síðustu mundi Kotie ekki lengur dagana og há sléttan hafði g'atað öllum sín- um töfrum, að hemii þótti. Jafn vel þótt hún gæti ekki að sér gert, að setja þessa endalausu víðáttu í samband við minning arnar um Pál van Riebeck. Á stundum varð henni það að efast um, að hún væri þarna á ferð, og enn ótrúlegra þótti henni það, að hann mundi einn ig vera þar einhversstaðar á reiki. Og samt vað það ekki í efa dregið, að hann væri stadd ur einhvers staðar á þessari ó- mælisvíðáttu; riði í fararbroddi sveitar sinr.ar, sennilega norð- ur á bóginn. Þeim höfðu nefnilega borizt fregnir af för hans, er leiðang uinn fór um Oange, „Páll van Riebeck er rétt á undan ykk- ur“, var þeim sagt þar. „Hann er á ferð með sveit Búa, fer hægt yfir og stefnir noður að Oliphantsfljótinu, en þar hyggst hann sameina sveit sína liði Pretoríusar og búa sig undir orrustu við hersveitir Breta.“ Og það var ekki langt síðan, að henni hafði brugðið svo, að henni veittist örðugt að leyna því, er hún sá nafn Páls skorið í börk maraulaírés, er óx við götuslóðann. „Skyldi fundurn okkar bera saman'?“ spurði hún sjálfa sig hvað eftir annað. Sennilega ekki. Leiðangurinn mundi hafa fundið sér aðsetur- stað , áður en kom að Oliphants fljóti. En . . . færi nú samt svo ólíklega að fundum þeirra bæri saman? Mundi hann ekki verða næsta undrandi, er hann mætti henni á þessum slóðum, henni, sem hann haí'ði dæmt óhæfa til að þoia lífskjör þau, sem land hans hafði að bjóða? Skyldi hann harma það, að hann hafði hlaupizt á brott frá henni? Hvað um það, hugsaði hún; hvers vegna er ég að hugleiða þetta? Það er tilbreytingaleys- ið, sem veldur því, að ég fer að rifja upp minningarnar . . . Henni varð litið á Kurt Hout, bróðurson foringja leið- angursins, sem nú kom ríðandi til hennar. Hann var að sjá næstum því eins sterkbvggður og Páll. Með sjálfri sér fannst henni þó, að í einu myndu þeir revnast ólíkir: Kurt myndi nota krafta sína eins og naut; Páll aftur á móti eins og maður. Kurt var daufgerður. Hann vav ekki til þess faTinn að losa ferðafélaga sína við leiðindin. En hér úti í auðninni komu eig- inleikar hans að góðu gagni. Það var hann, sem annaðist um búpeninginn, og honum var það að þakka, að leiðangurs- fólkið fékk stöku sinnum ferskt kjöt. I „Halló, Katie! Leggur þú þig aldrei um efirmiðdaginn eins og hitt fólk’ð?“ j Það var einhver áfergju- glampi í augum hans, sem í senn giaddi hana og olli henni ’eiðindum. ! „Stundum. En í dag er ég ekki í skapi til þess að geta sofið.“ „Hvers vegna kemurðu ekki á veiðar með mér?“ Hann gat ekki dulið ákafann í röddinni. Katie tók eftir þvd, að hálsæðar hans þrútnuðu. Skyrtan hans var flakandi og fráhneppt niður fyrir kafloðið brjóstið, og það stríkkaði 'á mollskinSbuxunum utan um digur lærin. Hann var vissulega óheflaður svoli; en hvílíkt ævin týri væri að sjá dýrslegum kröftum hans teflt fram sér til varnar á hættustund! Hvers vegna ekki að fara með honum á veiðar? Ekki veitti af að gera sér eitthvað til dægrastytting- ar. ( „Já; Ég vil gjarnan koma með þér. En kveiífólkið hérna fæst lítið við slíkt. Heldurðu að ég ætti að koma? Og ég, sem hef svo litla reynslu af veiðum af því tagi, sem þú stundar“. i Hann þrosti. Varirnar herpt- ust svo saman, að munnurinn minti á ör. | „Með mér hefur þú ekkert að óttast, Kaie.“ „Gefðu mér vatn, Katie..“ 'kallaði Sean, sem nú reið fram á þau. „Mér finnst hálsinn á mér ful'ur af sandi.“ ; Hann kinkaði kolli til Kurt og færði þunga bysuna .yfir á hina öxlina. 1 Meðan Katie hellti í bolla handa Sean, heyrði hún að Kurt sagði; „Jæja, Sean. Nú geturðu bráðum hætt að hafa áhyggjur af búpeningnum. Þegar við komum á stað, þar sem vð getum hvílt hann, hætta sárn að ýfast upp, og þá getum við hreinsað víurnar vel út úr þeim.“ Þarna kom það, hugsað Katie. Hugur Kurts snerist að- eins um tvennt: Kvenfólk og búpening. Síðan hann slóst í förina við landamærin hafði hann a’ltaf verið að fara með Júlíu, þjónustustúlku Maríu, inn í skóginn. i „IJe'durðu að við 'getum bráðum farið að halda kvrru fyrir?“ sagði Sean um leið og hann bambaði vatnið. J „Við erum komin yfir Vaaí“ sagði Kurt íbygginn, „bráðum munum við finna gott iand crg setjast að. Hvenær cigum við að koma, Katie?“. „Já, Sean, við ættum að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.