Alþýðublaðið - 01.08.1951, Síða 7
Miðvikudagur 1. ágúst 1951.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
'V'V'./"
F é I a g s I f f .
irfugiar!
Ferðir um helgina: 1. Göngu
ferð um Brúarskörð. Ekið að
Úthlíð í Biskupstungum. —
Gengið upp að Strokk á láug
ardag og gist þar uppi í
Skörðunum. — Næsta dag
gengið um Rótasand á Hlöðu
velli. Þar verður farangurinn
skilinn eftir á meðan gengið
er á Hlöðufell (1188 m.). Síð
an gengið vestur að rótum
Skjaldbreiðar og gist þar.
Síðasta daginn gengið yfir
hátind Skjaldbreiðar (1.060
m.) og um Eyfirðingaveg oy
Goðaskarð á Hofmannaflöt.
2. Iiringferð um Þingvalla-
vatn á reiðhjólum. — TJppl.
í VR, Vonarstr. 4, í kvold kl.
8.30—10.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ráðgerir að fara tvær
skemmtiferðir yfir
næstu helgi (frídag verzlun-
armanna), og verður lagt af
stað í báðar ferðirnar á laug
ardaginn kl. 2 frá Austur-
velli. Önnur ferðin er:
Um Snæfellsnes og út í Breiða
fjarSareyjar. Ekið til Stykk-
ishólms og gist þar næstu
nótt. Á sunnudaginn farið út
í Klakkseyjar, Hrappsey,
Brokey og víðar um eyjarn-
ar. Gengið á Helgafell um
kvöldið. Á mánudag ekið í
Kolgrafarfjörð og Grundar-
fjörð eða suður að Búðum
og Arnarstapa og heim um
kvöldið. 2Vz dags ferð. Hin
ferðin er:
Til Hvítárvatns, Kerlingar-
fjalla og Hveravalla. Ekið
austur með viðkomu hjá
Gullfossi og gist í sæluhús-
unum í Hvítárnesi, Kerling-
arfjöllum og Hveravöllum.
Skoðað hverasvæiðið í Kerl-
ingarfjöllum. og gengi.ð á
fjöllin. Frá Hveravöllum
gengið í Þjófadali og á Rauð
koll eða Þjófafell og þá ef til
vill á Strýtur. Gengið á Blá
fell í bakaleið ef bj.art er.
Gist til skiptis í sæluhúsun-
um. 2’í> dags ferð. Farmiðar
séu teknir í síðasta lag.i fyrir
kl. 12 á föstudag.
I - N. N I N G A R O R Ð" s
nýkomnir.
Fýrirliggjandi skothurða-
bindivír og bindilykkjur.
ALMENNNA
r BYGGINGARFÉLAGIÐ
Borgartúni 7. sími 7490
,,Þar sem góðir menn far.a,
eru guös veg,ir.“
GUÐLAUG JÓNSDÓTTjR,
fyrrverandi Ijósmóðir, andaðist
að heimiþ dóttur sinnar að
Arnaríelli, Arnarstapa 23. júlí
s. 1. og vantaði þá tvo mánuði
á að vera 91 árs gömul.
Hún var fædd að Fjósum í
Dyrhólahreppi í Mýrdal í Vest-
ur-Skaptafellssýslu 24. septem-
ber 1860.
Ung fluttist hún að Mikiholti
í Miklholtshreppi í Snæfells-
nessýslu, eða árið 1882, og var
þar í 4 ár og fluttist svo að
Ingjaldshóli í Neshreppi ytri í
sömu sýslu árið 1886, sem ráðs-
kona hjá Tómasi hreppstjóra
og Narfa, syni hans, er varð
unnusti hennar, en hún missti
svo rétt fyrir brúðkaup þeirra,
Ljósmóðurfræði lærði hún
hjá Hirt,i lækni Jónssyni í
Stykkishólmi 1887, fyrir Nes-
hrepp ytri og var þar starfandi
ljósmóðir í 3 ár. Að Borgarholti
í Miklholtshreppi fluttist hún
1890 og starfaði þar sem Ijós-
móðir í 2 ár. Þaðan fluttist hún
að Arnartungu í Staðarsveit og
bjó þar í 10 ár með manni sín-
um, Pétri Jónssynj frá Borgar-
ho’.ti, er hún giftist 1893. Þaðan
fluttust þau hjónin að Dal í
Miklholtshreppi og bjuggu þar
í 4 ár.
Allan þann tíma starfaði
hún sem ljósmóðir í 3 hrepp-
um: Miklhoitshreppi, Staðar-
sveit og Eyjahreppi, enda þótt
hún væri ekki ráðin nema í
þann hrepp, sem hún bjó í, og
tæki laun aðeins þar.
Vorið 1907 fluttust þau hjón-
in að Ingjaldshóli og bjuggu
þar í 23 ár. Al’an þennan tíma
tók Guðlaug á móti börnum
sem ljósmóðir, bæði í Nes-
hreppi og innri hluta Breiðu-
víkurhrepps, í forföllum ljós-
móður, og- hjá vinum sínum frá
fyrri árum sínum á íngjalds-
hóli, og þeir voru margir. Síð-
asta barninu tók hún á móti, er
hún var 73 ára görnul.
Mann sinn missti Guðlaug
1931. Þau hjónin eignuðust 7
börn, og komust 6 þeirra til
fullorðinsára, og eru nú 5 á lífi
og 3 fóstursynir.
Síðan Guðlaug missti mann
sinn hefur hún að mestu dval-
izt hjá börnum sínum, og nú
lengst hjá dóttur sinni, Guð-
laugu á Arnarfelli á Arnar-
stapa. Hún var rúmföst og,
blind síðustu árin, en hélt ó-
skertum sálarkröftum fram á
síðustu stundir og fylgdist með
öllu sem ung væri, enda komu
a’úr gestir inn til hennar og
töluðu við hana, sem var bæði
þeim og henni mikil gleði.
Guðlaug var fríð kona, svip-
urinn hreinn og glaður; hún
bar aldurinn vel fram að átt-
ræðu, en eftir það fóru líkamsr
kraftar að bila, enda kunni hún
aldrei að hlífa sér, á meðan
þrek entist. •
Sem ljósmóðir var hún dug-
Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur
hluttekningu og vinarþel við andlát og útför
ÖNNU SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Króki.
Vandamenn.
til Vestmannaeyjá í dag. Tek
ið á móti flutningi alla. virka'
daga.
Guðlaug Jónsdóttir.
leg og lánsöm með afbrigðum:
vissu allir, að henni var óhætt
að treysta; enda varð aldrei að
neinni sængurkonu, er hún var
hjá.
Á hennar fyrstu Ijósmóður-
tíð var ekki auðnáð í lækni í
veikindum; en það vissu allir,
að ef náðist í hana, þá gekk
alit vel. Það fylgdi henni svo
mikill andlegur kraftur, að
þjáningar gleymdust við að sjá
hana.
Heimili þeirra Guðlaugar og
Péturs var • gestrisið að góðum
íslenzkum sveitasið, og var þá
húsmóðirin vanalega „hrókur
alls fagnaðar“. Ég var 3 ár á
heimili hennar og þekkti hana
vel, og betri tengdamóður og
ömmu.get ég ekki hugsað mér.
Það var eitt, sem mér fannst
einkenna hana frá öðru fólki,
og það var, að engum mislíkaði
eða sárnaði, þótt hún vandaði
um eða segði meiningu sína.
Það vjssu allir, að hún var allt
af jafn góð.
Á níræðisafmæli hennar 24.
sept. s. 1. var henni' sýndur
margs konar sómi og vinsemd
að verðleikum. Börn, frændur
og vinir söfnuðust í kring um
hana; henni voru flutt kvæði
og erindi um störf hennar. —-
Hún brosti í sólskin.i minning-
anna, tók í hendur öllum vin-
unum og talaði eitthvað við
alla; því sálin var sterk, þótt
líkaminn gæti ekki hreyft sig.
Sem áður var sagt, á hún 5
mannvænleg börn á lífi, 20
barnabörn og 20 barna-barna-
börn; með öðrum orðurn 45 af-
komendur á lífi.
Nú hafa jarðneskar leifar
hennar verið fluttar að Ingjalds
hóli, staðnum sem hún unni
mest. Þar hvíl unnustinn, eigin
maðurinn og sonurinn, er hún
missti 31 árs gamlan — Nú
er sem ég sjái hana brosa yfir
bæði sorgum og gleði jarðlífs-
ins; því nú ,,fær andinn hafizt
hátt í himinljóma“.
Ingvedur Á. Sigmundsdóttir.
Siglfirðingar
umru Framara
ANNAR FLOKKUR Úr
knattspyrnufélaginu Fram í
Reykjavík keppti tvo leiki á
Siglufirði um helgina við II.
flokk ú.r Knattspyrnufélagi
Siglufjarðar, og unnu Siglfirð-
ingar báða leikina.
Fyrri leikurinn fór fram á
laugardag, og unnu Siglfirð-
ingar þá með 4 mörkum gegn 2.
Á súnnudaginn fór síðari leik-
urinn fram og unnu Siglfirð-
ingar þá einnig með 2-rnörkum
gegn 1.
Seljum leirmuni á verkstæðinu á miðviku- og
fimmtudögum frá kl. 2—6.
Önnur sortering selst ódýrt.
Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar,
Sjónarhól — Sogamýri.
Frá Félagi votta Jehóva 1
hefur Alþýðublaðinu borizt
eftirfarandi athugasemd sem
svar við grein Ólafs Ólafs-
sonar kristniboða.
Herra ritstjóri!
VÉR HÖFUM LESIÐ með
óumræðilegri ánægju smágrein
þá, sem birtist í blaði yðar í
dag varðandi votta Jehóva og
bíblíufélagið „Varðturninn“.
Vér leitumst ávallt við að koma
á framfæri eftirgrenslan og
rannsókn á boðunar. og prédik
unarstarfi voru og kenningum
þeim, er vér flytjum. Því er
oft og tíðum þannig varið, að
tómlæti og sinnuleysi á meðal
fólksins veldur því, -að það verð
ur fórnarlamb rangs áróðurs
og óspnninda. Vér treystum
því, að hin mjog svo frjálslynda
og frelsisunnandi íslenzkaþjóð
muni með ánægju heyra báðar
hliðar á þessu máli og muni
ekki í fljótfærni kornast að nið
urstöðu fyrr en hún hefur heyrt
báða aðilja. Það er yon, að
þegar upplýsingar eru birtar
um fé’agsskap vorn og starf-
semi, þá séu allar fullyrðing-
ar byggðar á staðreyndum, og
állt, sem andstæðingi vorum
liggur á hjarta, verði gert heyr
inkunnugt. Vér höfum engu að
leyna. Starfsemi vor þolir full-
komna rannsókn, og vér erum
glaðir, að einhver maður hefur
að lokum ákveðið að vekja at-
hygli fólksins á þessu málefni.
Andstaða slík sem kemur fram
í ritgerðinni í blaði yðar, er
algeng í öllum löndum. Margir
eru þeir, sem tala illa um oss.
Að sjálfsögðu ber ekki að
harma þvílíka mótstöðu sökum
þess, að trúarbragðaleiðtogar
og aðrir töluðu illa um höfund
kristninnar og postula hans.
Eitt er það, sem vér treyst-
um, að andstæðingur vor geri.
Og það er, að hann ræði um
boðskap þann, sem vottar Je-
hóva flytja nú til dags og kenn
ingar þær, er vér boðum og
eru birtar í bókinni „Guð skal
reynast sannorður“. Einnig að
hann taki ekki þann kostinn,
að hlaða rógburði á og tala
illa um framliða menn, eins
og margir gera, sökum þess að
þeir, seni gengnir eru til graf-
ar, geta ekki svarað slíkum róg
burði sjálfir, þótt vér getum
talað fyrir munn þeirra.
Til þess að almenningur sjálf
ur komist í skilning um mál-
efni það, er ..hér ’urn ræðir,
vildum vér allra vinsamlegast
hvetja lesendur þá, er hafa í
fórum sínum bíblíukennslubók
ina „Guð skal reynast sann-
orour“ að lesa og rannsaka
hana Þannig mun hann verða
fær um að komast að niður-
stöðu. Því a ðþegar á allt er
litið, þá munu allir þeir, er
játa Krist, vera sammála post-
ulanum Páli, að „Guð skal reyn
ast sannorður, þótt sérhver
maður reyndist lygari“.
Með þölík fyrir birtinguna.
Reykjavík, 28. júlí 1951.
Oliver A. Macdonald
fulltrúi bíblíufélagsins „Varð-
turninn“
unum fjórfaldasl
FLUTNINGAR með flugvél-
um Flugfélags íslands hafa
aukizt all verulega á fyrstu sex
mánuðum þessa árs, miðað við
sama tíma í fyrra. Fluttir voru
nú 10 326 farþegar eða um 26%
fleiri en s. 1. ár. í innanlands-
flugi voru farþegarnir 8 490,
en 1 836 ferðuðust á milli
landa.
Vöruflutningar með „Föx-
unum“ hafa næstum því fjór-
faldazt það sem af er þessu ári,
borið saman við sama tíma í
fyrra. Á fyrra árshelmingi
þessa árs fluttu þeir alls
254 770 kg af ýmiss konar varn-
ingi, þar af 222 705 kg inrtan-
lands og 32 065 kg á milli
landa. Vöruflutningar fara nú
varandi ár frá ári, og er allt
útlit fyrir að þeir verði mun
meiri á þessu ári en nokkru
sinni fyrr.
Póstflutnngar hafa rösklega
tvöfaldazt frá áramótum til
júníloka, og námu þeir nú
45 383 kg, en 20 689 kg á sama
tíma í íyrra.
Alþýðu-
blaðinu!
lesaBsncesa