Alþýðublaðið - 20.09.1951, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 20.09.1951, Qupperneq 8
Gerizt áskrifendur að Alþýðublat5inu. I Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- i ið í síma 4900 og 4906 Börn og unglingaij Komið og seljið | ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allir vilja kaupa i Alþýðublaðið Fimmtudagur 20. sept. 1951 Alþýðublaðið Viðreisnarstarf í Suður—Kóreu fréttir hafa í seinni tíð borizt af friðsamlegri uppbyggingu í Kóreu. En þó þekkist einnig það í Suður-Kóreu, þar sem ekki er nú lengur barizt. Hér á myndinni er verið að reisa hús í ná- grenni Taegu. þar sem barizt var af mikilli he’ Vilja að kennsla unglingastigs sé framkvæmd í gagnfræðaskólum Telja samræmingu fræðslulöggjaf- arinnar fil stórmikilla bóta. ♦--------- DAGANA 14. og 15. sept. s. 1. hélt Kennarafé’.ag Vestfjarða aðalfund sinn á ísafirði. Félagssvæði félagsins nær yfir Vest- firði. Mættir voru til fundarins félagar víðs vegar að af félags- svæðinu. Á fundinum flutti Þórleifur Bjarnason námsstjóri er- indi um fræðslulöggjöfina og framkvæmd hennax. Magnús Jónsson, námsstjóri verknámsins í skólum landsins, flutti einn- ig erindi um verknámið og þann þátt, sem því er ætlað að eiga í.skólakerfi þjóðarinnar. Einnig flutti Ragnar H. Ragnar, skóla- stjóri Tónlistarskóla Isafjarðar, erindi um söngkennslu í skólum. Forseíi Isiands ferð- as! norðitr í land FORSETI ÍSLANÐS, berra Sveinn Björnsson, lagði í gær af stað norður í land. Gisti hann .að Hólum í Hjaltadal í nótt, en fer síðan ti' Akur- eyrar, að Krstnesi, á Sval- barðsströnd ög í Svarfaðarda’. Forsetinn mun koma aítur til Reykjavíkur 25. þ. m. ----------«---------- Mesfur úifiuíningur fil Hoiiands í ágúsimánuði í ÁGÚSTMÁNUÐI voru fluttar út íslenzkar afurðir fyr- ir rúmlega 80,4 mTljónir króna. Mestur var útflutningurinn til Hollands í þeim mánuði, 18,7 milljónir. Næst kom Spánn með 13 milljónir, þá Banda- ríkin með 10,4 milljónir fjórða í röðinni var Póland með 9,8 milljónir, fimmta Bretland með 8,8 milljónir og 6. Svíþjóð með 7,7 milljónir. Útflutningur til annarra landa var sem hér segir: Til Danmerkur fyrir kr. 1 945 690, til Færeyja fýrir kr. 15 990, til Noregs fyrir 50 þúsund krónur, til Finnlands fyrir kr. 2 254 250 til Austurríkis fyrir kr. 379 790 til Belgíu fyrir kr. 11 290, til Grikklands fyrir kr. 3 408 770, til írlands fyrir kr. 733 690, til Ítalíu fyrir kr. 60 000, til Sviss fyrir kr. 230 060, til Brazilíu fyrir kr. 151 930, til Kanada fyrir kr. 4 200, til Kuba fyrir kr 618 900, til Kyprus fyrir kr. 9 860 og til annarra landa fyrir kr. 34 690. Gúmmíbjörgunarbáfar, sem íaka 10 manns,. sýndir í Vestmannaeyjum ♦ Nokkur slík tæki pöntuö til Vestmanna- eyja fyrir vélbátaflotann þar. Á fundinum voru rædd ýms mal varðandi skóla- og menn- ingarmál, auk þess sem rædd voru félagsmál vestfirzkra kennara. Eftirfarandi tillögur voru m. a. samþykktar á fundinum: „Fundur í Kennarafélagi Vestfjarða, haldinn á ísafirði dagana 14. og 15. sept. 1951 gerir eftirfarandi samþykkt um fræðslulöggjöfiria frá 1946. Samræming fræðslulöggjaf- arinnar er til stórmikilla bóta frá því sem áður var. En reynzl an hefur leitt í Ijós ýmsa á- galla á löggjöfinni, sem nu þeg ar eru nauðsynlegt að lagfæra. Sérstaklega vill fundurinn benda á eftirtalin atr’ði: 1. Að kennsla unglingastigs- ins (13—15 ára barna) skuli vera slitin úr tengslum við foarnaskólana og fengin gagn- fræðaskólunum. 2. Að skilyrðin t:l fram- kvæmda á lögjöfinni eiu enn þá ekki fyrir hendi þar sem að stæður til verknámsins eru eng ar. Ber að leggja áherzlu á að koma á verknáminu sem fyrst og skipuleggja það sem bezt. Meðan það er ekki gert verður að álíta að mjög varhugavert Framh. á 7. síðu. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins Fleki þessi tekur 10 menn og þenur sig út sjálfur þegar hon- um er varpað í sjóinn. Hann vegur 35 kg. og er mjög fyrir- ferðarlítill þegar hann er ekki uppblásinn. Sjómenn eru mjög fhrifnir af tæki þessu og telja að þarna fáist lausn á því vand ræðaástandi að geta ekki haft björgunarbát á vélbátunum, en flestir vélbátar hérlendir eru það litlir, að ekki eru tök á að hafa venjulegan björgunar- bát. Gúmmíbáturinn mun begar VESTMANNAEYJUM. hafa hlotið viðurkenningu skipaskoðunarmanna. — Vero bátsins er um 5000 krónur og hafa þegar nokkrir verið pant- aðir til Eyja. Þá voru og sýnd nokkur neyðarljós og skot, sem öll hafa þann kost frarn yfir eldri gerðir, að ekki þarf ao tendra með eldspýtu eða Ijósi. Lárus Óskarsson heildsali. flaug sjálf ur með bátinn til Eyja, en hann hefur söluumboð fyrir hann hér á landi. PÁLL. UNDANFARNA TVO DAGA hefur verið margt um mann- inn á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum, en þar hefur far- ið fram sýning á yfirbyggðum gúmmíbát eða fleka.- Hvar seljasf happdrætfismiðar Afþýðuílokksins fyrst upp! ................ ------- Orðsending til flokksfólks um happ- drætti Alþýðuflokksins. NÚ ER SENN LOKIÐ að senda happdrættismiða til flokks- fólks, og er hér með fastlega skorað á a'þýðuflokksfólk, að hefja nú þegar sölu miðanna af fullum krafti. Happdrættismiðar hafa verið sendir um land allt, og fást þeir hjá trúnaðamönnum flokksins í öllum kaupstöðum og kauptúnum um land allt. Þess mun getið í Alþýðublaðinu, hvaða staður á landinu verður fyrstur að selja upp senda miða„ Happdrættismiðar eru seldir í Reykjavík á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins, Alþýðuhúsinu II. hæð, í afgreiðslu Alþýðublaðsins, í Alþýðubrauðgerðinni, Bankastræti. 2. Enn fremur eru seldir miðar við sýningarglugga Málarans í Bankastræti, þar sem nokkrir vinninga eru sýndir þessat dagana. Verð miðanna er aðeins 5 krónur í einhverju glæsilegastat happdrætti, sem efnt hefur verið til hér á landi. Afgreiðsla happdrættisins er í skrifstofu Alþýðuflokksi ns; í|n-,s(r 5020 og 6724. Alþýðuflokksfólk! Leyfið börnum ykkar að selja happ- drættismiða. Há sölulaun. Hreingerning með lögr.eg!uvaldi í fiskbúð og brauðgerðarhúsi hér ------. Ýmis fyrirtæki létu gera hreint, er þai^ höfðu fengið fyrirmæli um það. | HEILBRIGÐISNEFND BÆJARINS hefur orðið að látaj gcra hreingcrningu með lögregluvaldi í einni fiskbúð og einu! brauðgerðarhúsi hér í bæ, þar eð nauðsynleg hreinsun hafðð ekki farið fram fyrir tilsettan tíma. Hreingerningin var gerði á kostnað eigenda stofnananna. Ýmis fyrirtæki önnur, er* fást við matvæli, hafa fengið sams konar fyrirmæli um hreinsun, en látið gera hana, áður en gefinn frestur var út- runninn. í fundargerðum heilbfigðis- nefndar frá 4. og 7. þ. m: segir, að nefndin hafi farið í eftirHts ferð á eftirtalda staði: Slátur- húsið að Klömbrum, Kjöt og Grænmeti, Snorrabraut 56, Kiddabúð, Njálsgöiu, Nýiendu vöruverzlunin Valencia, Njáls götu 48, Brauð- og mjólkurbúð in, Kárastíg 1, Veitingastofan, Þórsgötu 14, og Fiskbúðin, Laugaveg 84. Gerði hún athuga semdir vegna þrifnaðar og að- stæðna á nokkrum af framan- greindum stöðum, en aðrir voru til fyrirmyndar. Þá fór heilbrigðisnefnd í eft irlitsferð í þessar verzlanir: Fiskbúðin á horni Leifsgötu og Barónsstígs, Kjötbúðin Von, Laugavegi 55, Verzlun Þörf, Hverfisgötu 62, og Pöntunar- félagið, Fálkagötu 18. Gerði hún athugasemdir varð andi þrfinað og aðstæður eftir því sem við átti á hverjum stað. _______ Meiri fiufningar rneH vélum Lofiieiða en nokkru sinni (FARÞÉGA- OG VÖRU- FLUTNINGAR hafa verið miklu meiri í innanlandsflugí Loftleiða í s. 1. ágústmánuði en nokkurn tíma fyrr í sögu fé- lagsins. Fluttir voru alls 4122 farþegar, 31 884 kg af farangri. 32 841 kg af flutningi og 1589 kg af pósti. Auk þessa vom farnar allmargar Grænlands- ferðir og flutt milli hafna á Grænlandi 8645 kg ag ýmiss konar varningi. Haldið var uppí áætlunarferðum milli 15 staða innan lands. Sé gerður samanburður á. fluginu í ágústmánuði í fyrra,, þá kemur í ljós, að aukningin á farþegaflutningum nemur 43%. Vöruflutningar hafa þó aukizt enn meira, eða um 60%, miðað við ágústmánuð í fyrra- sumar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.