Alþýðublaðið - 14.10.1951, Page 4
4
ALÞÝfHJBLAÐlÐ
Sumfutlágur 14. oldóber 1351,
Útgefandl: AlþÝöuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán PjeturssoB.
Auglýsingastjóri: Emilía Möller
Ritstjórnarsími: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
AfgreiÖslusími: 4900.
Menningarlegt land-
kynningarslarf
ÞAÐ eru góð tíðindi, að í
ráði skuli að gefa út íslenzku
fornritin á enskri tungu. Und-
irbúningur þessarar útgáfu er
þegar hafinn fyrir atbeina ís-
lendinga og Breta, og munu ís-
lenzkir og brezkir fræðimenn
annast útgáfustarfið undir for
ustu Sigurðar Nordals prófess-
ors pg Turville-Petre norrænu
kennara við Oxfordháskóla.
Verða sögurnar gefnar út á ís-
lenzku og ensku og þess gætt,
að málið verði. aðgengilegt al-
menningi í Bretlandi, en eldri
þýðingar fornritanna á ensku
hafa þann galla, að málið á
þeim er fornt og torskilið al-
þýðu raanna,
Naumast mun þurfa að fara
um það mörgum orðum, hvílík
kynning fornbókmenntanna
þessi fyrirhugaða útgáfa verði.
Með henni er verið að opna
undraheim norrænna fræða
með þeim lykli, sem útbreidd-
asta þjóðtunga Vesturlanda er
og verður. Gildi hennar mun i
ekki einskorðast við Bretland. |
Útgáfan mun verða lesin og
notuð af öllum áhugamönnum
um norræn fræði utan íslands,
sem skilja enska tungu. Hún
mun ekki aðeins verða fræði-
mönnum kærkomin, heldur er
hún einnig líkleg til vinsælda
meðal a’þýðu. Nú mun áhugi
á norrænum fræðum meiri á
Bretlandi en í nokkru öðru
landi utan íslands, enda er
Þýzkaland í sárum efti r heims
styrjöldina og ósigurinn, en
þar hafa íslenzk fræði löngum
átt hauk í horni. Á Norður-
löndum virðist ganga helzt til
seint að vekja almennan áhuga
á íslenzku fornritunum, enda
þótt nokkrir snilldarmenn þar
leggi stund á norræn fræði.
'fi
Fornritin eru mesta framlag
íslendinga til heimsmenning-
arinnar og eins og kjörin til að
vekja athygli útlendinga á
landi okkar og þjóð. Þess vegna
skiptir miklu máli, að þau fari
sem víðast og kalli nafn ís-
lands út um heim. Þessi fyrir-
hugaða útgáfa fornritanna á
ensku er því sannkö'luð menn-
ingarleg landkynning. Smáþjóð,
sem vill halda sæmd sinni og
vera frjáls og sjálfstæð, ber
heilög sky’da til að varðveita
menningarerfðir sínar, og í því
efni búum við íslendingar flest
um öðrum betur. Og af áhuga
á fornritunum leiðir að sjálf-
sögðu forvitni á nýrri bók-
menntum þjóðar, sem smíðaði
slíkar andlegar gersemar í ár'j
dögum sínum, landinu sjálfu
og þjóðháttum.
Sannast að segja hafa ís-
Iendingar gert of lítið að því
að reka þetta menningarlega
landkynningarstarf út á við.
Þó hefði sannarlega mörgum
fjármunum verið verr varið
síðan við urðum fjárráða og
bjargálna. Við höfum tO dæm
is ekki gert okkur nægilega
Ijóst, að þekking útlendinga á
fornritunum væri, okkur ómet-
an’egur styrkur í baráttunni
fyrir endurheimt handritanna,
hinna þjóðlegu dýrgripa, sem
hvergi eiga heima nema á ís-
landi. Fáfræði og afskiptaleysi
annarra þjóða er okkur ekki
síður hætta í því sambándi en
andúð eða tregða af hálfu
þeirra, sem nú hafa handritin
undir höndum og eru ófúsir að
skila þeim á ný. Og sennilega
höfum við einnig lagt of litla
stund á að laða erlenda fræði-
menn að landi okkar og þjóð.
Á þessu sviði eigum við áreið-
anlega mikið verk óunnið. Okk
ur ætti ekki að skorta leiðtog-
ana í þeirri menningarsókn, og
vonandi láta ekki óbreyttu
liðsmennirnir lengi á sér
standa, þegar lúðurinn gellur.
Hreyfiafl norrænna fræða á að
vera almennur áhugi íslend-
inga.
,Maður og kona'
og jmyndunar-
veikin komin úl
í leikriiasafni
menningarsjóðs
TVO NY LEIKRIT eru kom-
in út í leikritasafni menningar-
sjóðs. Eru þau ,.Ma‘ður og
kona“, alþýðusjónleikur, búinn
fyrir leiksvið af Emil Thorodd-
sen og Indriða Waage sam-
Því er stundum haldið fram, íkvæmt hi=.ni frægu skáldsögu
að norrænudeild háskólans
ræki ekki hlutverk sitt sem
skyldi. Á það skal engin dóm-
ur lagður hér. Hitt er stað-
reynd, að nú leggja fleiri menn
og konur stund á norræn fræði
en nokkru sinni fyrr meðal
Jóns Thoroddsens, og „Imynd-
unarveikin“, gamanleikur eftir
Mo iére, þýddur af Lárusi Sig^
urbjörnssyni og Tómasi Guð-
múndssyn.
Lárus Sigurbjörnsson ritar
eftirmála að báðum leikritum
okkar íslendinga. Þó er hinn iþessum. Segir þar, að „Maður
almenni áhugi á fornritunum !og kona“ hafi fyrst verið sýnt
naumast slíkur sem vera þyrfti.
Skólarnir eiga tvímælalaust
sök á þessu eins og því, að á-
af Lelkfélagi Reykjavkur 1934,
en leikrit’ð hefur hlotið ein-
stakar vinsældir hér í bæ og
hugi unga fólksins á bókmennt ,víða úti á lanti. Hinn k’assíski
um almennt virðist fara dvín- | gamanleikur. ..ímyndunarveik-
andi ár frá ári, þrátt fyrir ; in“, var sýndur í fyrsta skipti
lengdan skólatíma og síaukið jhér á landi 1886. Er það fyrsta
skólabákn. Hér er. þó um að leikritið, sem hér er gefið út
ræða- það, sem á og þarf að
eftir Moliére, hinn mikla snill-
vera grundvöllur menntar og ing leikritunar í heimsbók-
menningar á Islandi; og bezta
vörn tungunnar, þegar hættur
steðja að henni úr öllum átt-
um, er fagrar bókmenntir og
lifandi bókmenntaáhugi. Og
naumast verður heldur hjá því
komizt að benda á, að hinni'
vísindalegu útgáfu fornritanna
hér heima miðar allt of hægt
áfram. Auðvitað kemur ekki til
má’a, að henni sé hraðað á
kostnað nákvæmninnar. En við
eigum svo mörgum norrænu-
fræðingum á að skipa að ætla
mætti, að aukinn skriður gæti
komizt á þessa útgáfu, sem hlýt
ur að verða ómetanleg í sam-
bandi við aðrar útgáfur forn-
ritanna, þar á meðal þá, sem
nú er í undirbúningi á ensku.
Við megum umfram allt ekki
láta vera hljótt um þessi at-
riði, því að deyfðin og sljó-
leikinn getur leitt til dauða.
menntunum.
Áskrifendur að leikritasafn-
inu, sem gefið er út í samvinnu
við þjóðleikhúsið, fá leikritin
við lægra verði heldur en í
lausasölu.
Ný sýning opnuð
í Listvinasainum
SÝNINGU þeirra Barböru
og Magnúsar Árnasonar í
Listvinasalnum lauk í fyrra-
kvöld og hafði þá staðið í 10
daga og 20 myndir höfðu selzt.
í dag kl. 1 opnar sa’urinn aftur
með myndum eftir íslenzka
listamenn eldri sem yngri, e’ns
Okkar á milli sagt...
BYGGINGARFÉLAG VERKAMANNA hefur nú í smíðum
80 fermetra íbúðir, sem munu ekki kosta meira en 160 000
krónur, og verður leigan í þeim með kjörum fé’agsins 500 krón-
ur á mánuði *** Svipaðar íbúðir eru seldar á 220—250 000 kr.
á frjálsum markaði, og þær eru leigðar fyrir 1500 krónur á
mánuði *** Er það furða, þótt þingmenn Alþýðuflokksins berj-
ist fyrir því að efla byggingu verkamannabústaða?
Sigfús Sigurhjartarson fór í gær með Gullfossi áleiðis
til Moskvu og Krímskaga, og er ætlunin, að hann fái
bæði andlega og líkamlega heilsubót *** Jón Rafnsson
hefur nú dvalizt alllengi austur á Rússland:-
Vigfús „vert“ á Hreðavatni er ekki eini íslendingurinn,
sem fer í hnattferð þessa dagana *** Heimskring’a segir svo
frá: „Arthur Gook, trúboði frá Akureyri, var staddur ásamt
konu sinni. frú Kristínu Steinsdóttur, í Winnipeg yfir síðustu
helgi. Þau hjónin hafa verið á ferðalagi hringum hnöttinn
nærri árlangt og eru nú á leið heim til íslands aftur. Á leið-
inni héðan koma þau við á Bermuda og víðar.“
SKYLDUTRYGGING BIFREIÐA er nú 30 000 kr., en á
iamkvæmt frumvarpi fyrir alþingi að hækka í 300 000 kr. ***
Einn bifreiðarstjóri, sem tryggður var fyrir aðeins 30 000 kr.,
varð að greiða um 300 000 kr. í bætur til manns, sem varð
fyrir bíl hans *** Af hækkun skyldutryggingar áætlar frum-
varpið að iðgjöld hækki a. m. k. um 15%.
BYGGJENDUR SMÁÍBÚÐARHÚSA ættu að athuga,
a'ð ráðinn hefur verið sérstakur maður, Arinbjörn Þor-
kelsson byggingameistari, til þess að fylgjast með bygg-
ingunum og vera ráðunautur þeirra, sem á ráðum þurfa að
halda v?ð byggingarnar.
PÓSTÞJÓNUSTAN þarf að vinna upp 750 000 krónur og
LANDSSÍMINN 3 150 000 krónur á næsta ári, og er sennileg-
ast, að þetta fé verði tekið með hækkandi póst- og síma-
gjöldum.
Á AÐ KOMA myndastytta á Miklatorg? *** Það er nú
verið að ljúka við malbikun torgsins, og vilja sumir sérfræð-
ingar EKKI setja styttu á torgið til þess að trufla ekki athyg’i
bílstjóra *** Hins vegar telja margir leikmenn sjálfsagt og
hættulaust að setja styttu á torgið.
FRAMSÓKNAEMENN eru nú byrjaðir „nýsköpun“ á
Rannveigu, til þess að reyna að gefa henni örlitla von um
að komast að aftur *** Eysteinn ákvéður að veita fé til
bygginga, en lætur það ekki koma fram í fjárlögurium,
heldur leyfir Rönku að bera fram sérstakt frumvarp um
þáð!
ÍHALDSFUNDURINN í Sjálfstæðishúsinu á dögunum var
ekki eins glæsilegur og Morgunblaðið vildi vera láta *** Það
var ekki fundarfært fyrr en klukkutíma of seint, og á eftir
ræðum Bjarna Ben og Gunnars Thor talaði ekki ein'sál, svo
að Ólafur Thors hljóp upp á senuna og sagði meðal annars, að
Gunnar væri svo ágætur maður, að hann ætti skilið þennn hálfa
mánuð suður í löndum!
myndir uppi, m ánefna: Ás-
grím Jónsson, Jón Engilberts,
Jón Þorleifsson, Jóhannes Jó-
hannesson, Kjartan Guðjóns-
og alltaf er á milli sýninga. son, Kristínu Jónsdóttur, Nínu
Meðal þeirra, sem nú eiga Trvggvadóttur, Kristján Dav-
Vörn okursins í „blaði neytenda”
ÞAÐ ER SÖK SÉR, að Vísir og
Morgunblaðið, málgögn heild
salastéttarinnar og hverskon-
ar brasks, reyni að verja
verzlunarokrið, sem þróast
hefur í skjóli hinnar svoköll
uðu „frjálsu verzlunar” síðan
verðlagseftirlitið var illu
heilli afnumið. Við öðru var
varla að búast af þeim blöð-
um. En á hinu höfðu menn
tæpast átt von, að Tíminn,
sem þykist vera blað kaupfé-
lagsskaparins og þar með
neytenda, teldi sér nauðsyn-
legt vegna stjórnarsamstarfs
ins við heildsalaflokkinn, að
gerast verkfæri í höndum
okraranna til þess að bera
blak áf verknaði þeirra. *
EN ÞAÐ ER engu að síður þetta
sem gerzt hefur. Það líður
varla svo öagur, að Tíminn
reyni ekki að verja okrið eða
afsaka á einhvern hátt. Og
að vísu verður því ekki néit-
að, að honum hljóti að renna
blóðið til skyldunnar í því
efni, þrátt fyrir allt glamur
um neytendasamtök, sam-
vinnu og bætta verzlunar-
háttu, því að Framsóknar-
flokkurinn var með hinu í-
haldinu í því að afnema verð-
lagseftir’itið og gefa verzl-
unarokrinu lausan tauminn!
EN HVAÐ ER ÞAÐ ÞÁ, sem
Tíminn hefur helzt að segja
okrinu til varnar. Jú, hann
segir, að hér hafi verið svart-
ur markaður í stjórnartíð
Stefáns Jóhanns og honum
hafi þurft að útrýma: og það
hafi tekizt svo, að „verð
margra vara sé nú lægra en
það var á svarta markað-
inum"! Þannig hefur Tíminn
hvað eftir annað orðað vörn
sína. Það á að sætta fólk við
okrið í skjóli hinnar frjálsu
verzlunar, að verð margra
vara sé þó enn ekki komið upp
fyrir svarta markaðsverðið á
árum mesta gjaldeyrisskorts-
ins og vöruskortsins!
HVÍLfK VÖRN fyrir hið frjálsa
okur! Auðvitað þegir Tíminn
um það, að þrátt fyrir svartan
markað í stjórnartíð Stefáns
Jóhanns, sökum gjaldeyris-
skorts og vöruskcrts, voru
flestar, ef ekki allar nauðsynj
ar, fáanlegar við skaplegu
verði á löglegum markaði.
Svo var skömmtuninni og
verðlagseftirlitinu þó fyrir að
þakka. En hvernig er það nú
undir stjórn íhaldsflokkanna?
Nú fæst engin vara lengur
við skaplegu verði. Hið frjálsa
okur síðan verðlagseftirlitið
var afnumið, hefur hækkað
allt verðlag í landinu upp í
gamla svarta markaðsverðið,
eða svo má það heita, eins og
Tíminn sjálfur verður að við
urkenna; enda má segja að
gamli svarti markaðurinn
hafi beinlínis verið löggiltur
með bátagjaldeyrinum. —
Það er ekki að furða, þótt
Tíminn, sem þykist vera blað
neytenda, sé upp með sér af
slíkiun árangri hinnar svo-
kölluðu „frjálsu verzlunar”!
íðsson, Sig. Sigurðsson, Skarp-
héðinn Haraldsson, Snorra Ar-
inbjarnar, Valtý Pétursson og
Þorvald Skúlason. Er hér um
að ræða málverk, vatnslita-
myndir, svartlist og teikning-
ar, og flest nýjar myndir, sem
ekki hafa sézt hér áður. Að
venju er salurinn opinn dag-
lega frá kl. 1 til 10 og er að-
gangur öllum ókeypis. Allar
myndirnar eru til sölu.-
Um næstu helgi opnar List-
vinasalurinn nýja sýningu,
sem mun án efa verða um-
deild sýning. Eru það nýjar
myndir eftir Ásmund Svéins-
son, bæði í tré og stein.
Meðlimatala Listvinasalar-
ins fer sívaxandi, enda er ár-
gjaldið mjög lágt miðað við
þan nfjölda sýninga og kynn-
ingarkvölda, sem meðlimirnir
fá fyrir árgjaldið. Fer hagur
þessarar ungu stofnunar nú
óðum að komast á traustan
grundvöll.
Rennistál
■
a
Skurðarjárn f
Rafsuðuvír.
■
m
Slippfélagið sími 80123 •