Alþýðublaðið - 15.11.1951, Page 8

Alþýðublaðið - 15.11.1951, Page 8
Gerizí áskrifendur að Alþýðublaðinu. ! Alþýðublaðið inn á | hvert heimili.. Hrin'g- ( ið í síma 4900 og 4906. Alþýðublaðið Fimmtudagur 15. nóv. 1951 Börn og unglingaí Komið og seljið J Alþýðublaðið AUir vilja kaupa. ] ALÞÝÐUBLAÐIÐ uneytið fyrirskipar alhugun á bæjarfélaga landsins Framhald af 1. síðu. hinn pilturinn einnig að berja hann; en því næst tóku þeir af honúm peningaveskið, en í því fundu þeir 1900 krónur. Tóku þeir peningana. en telja sig hafa lagt veskið á brjóst manns- ins. Skildu þeir við^manninn áð- ur en hann raknaði úr rotinu, fóru og keyptu sér meira á- fengi, leigðu síðan bifreið, óku í ýmsum bílum um nóttiria og komust meðal annars til Kefla- víkur ásamt tveim öðrum pilt- ism og tveim stúlkum. Þaðan komu þeir morguninn eftir og skildu við samferðafólkið. Keyptu þeir sér því næst meira vín og óku upp í Skíðaskála. Þar létu þeir bílinn fara, en létu annan sækja sig. Þegar í bæinn kom fengu þeir sér mat á matsöluhúsi, h'ittu þar tvær stúlkur og óku þeim heim. Að því búnu keyptu þeir enn eina fæsku af áfengi og fórú með „ hana til stúlku, er þeir þekktu; en um kvöldið ætluðu þeir í bíó. en voru þá svo drukknir, að þeir treystu sér ekki þangað. Sváfu þeir svo af nóttina heima bjá öðrum þeirra, en morgun- inn eftir kl. 7 voru þeir mættir \;ið vínverzlunina og keyptu þar áfengi, þegar opnað var. Kéldu þeir síðan til Hafnar- f jarðar og voru þar fram yfir hádegi. IGukkan 5 í fyrradag íóru þeir svo í Austurbæjarbíó og héldu niður í bæ eftir kvik- myndasýninguna; en þar lentu þeir , flasinu á rannsóknarlög- reglunni, og játaði annar á sig ránið og árásina á manninn strax í fyrrinótt; en hinn jótaði í gærmorgun. Sýndartillaga íhaldsins sam- þykkí í gær ' SÝNDARTILLAGA íhalds- ins í húsnæðismálunum var samþykkt á aiþingi í gær. Til- lagan. frá minnihluta fjárveit- ingarnefndar um að vísa sýnd- artillögunni frá með rökstuddri dagskrá var felld með 23 at- kvæðum gegn 10. Tillagan var síðan samþykkt með orðalags- breytingu frá Páli Zóphónías- sýni með 25 atkvæðum gegn 10. Ekkert samkomulag í Panmunjom DEILUAÐILAR í Kóreu liéldu fund í Panmunjom í gær, en hann bar engan árangur. Á greininsatriðið er enn sem áð- ur það, hvar línar mill her- sveitanna skuli dregin, þegar vopnahléið komi til fram- kvæmda. Tilgangurinn er að draga úr úí- gjöldum svo sem unnt er vegna fjárhagsörðugleika bæjanna FÉLAGSMÁLAtRÁÐUKEYTIÐ hefur með bréfi, dagsettu 3. þ. m., lagt fyrir bæjarstjórnir allra kaup- staða landsins, að láta nú í þessum mánuði framkvæma athugun á rekstri bæjarsjóðanna og bæjarrekinna stofnana með það fyrir augum, að draga úr útgjöldum við re'ksturinn svo sem fært þykir. í ágúst síðastliðnum ákvað félagsmálaráðuneytið að hlut- ast til um að láta slíka athijgun fara fram fyrir næstu áramót, enda hefur komið í 'jós, að kaup staðirnir eiga flestir í veruleg um fjárhagsörðugleikum. Á fundi bæjarstjórr/nna fvrir skcmmu komu fram tillögur og áskoranir á ríkisstjórnina og alþingi um að hlutast til um að greitt yrði fram úr fjárhags vandræðum kaupstaðanna með ýmsu móti. Telur félagsmála- ráðuneytið því fulla nauðsvn á að gagnger athugun á fjárreið um kaupstaðanna fari fram, áð ur en sérstakar ráðstafanir þar að lútandi séu gerðar BRÉF RÁÐUNEYTISINS. Um væntanlega tilhögun þess arar athugunar segir svo í bréfi ráðuneytisins til bæjarstjór- anna: „Ráðuneytið telur að athug- un þessi verði bezt framkvæmd með þeim hætti, að bæjarráð eða fjárhagsnefnd velji þrjá menn, er staðgóða þekkingu hafa á málefnum kaupstaðar- in í nefnd til þess að hafa athug unina á hendi. Nefndinni ber að afla sér nákvæmra upplýs- inga um rekstur bæ/arsjóðs, stofnana hans og ívrirtækja, ræða við forstjóra og stjórnir fyrirtækjanna og gera að því búnu tillögur til stofnanana sjálfra og bæjarráðs og fasta- nefnda bæjarins um sparnað í rekstri, eða breytir.gu og um- bætur, sem nefndin telur rétt að reyndar verði ril sparnaðar. Það, sem stefna ber að, er alhliða sparnaður í starfsmanna h.'ildi, ,skrifstofukostnaði, bif- reiðanotkun, húsnæði fyrir skri.f stofur eða aðra starfsemi, sam færsla á skyldum stoíuunum og störfum og sérhvað annað er hefur í för með sér beinan eða óbeinan sparnað á fé fvrirtækj anna eða bæjarsjóðsins. Þá skal og látin fram fara augmgæfileg athugun á því með hverjum hætti ýmsum stærri verkefnum, er bæjar- stjórnin annast, svo sem gatna gerð og viðhald gatna, götu- hreinsun. sorphreinsun, bygg- ingaframkvæmdir og annað sem mikið fé kostar árlega, verði bezt fyrir komið og kæmi þar á meðal til álita hvort ekki ætti að bjóða slík verk út í á- kvæðisvinnu, a. m. k. að ein- hverju leyti, ef því vefður við komið. Ennfremur að athuga gaumgæfilega frarnfærshikerf- ið og sambandið milli þess ann- ars vegar og Trygg í ngastofnun ar ríkisins og sjúkrasamlagsins hins vegar. Þegar nefndin hefur lokið störfum ber henni að skila bæj arstjórn álitsgerð og tillögum fyrir hverja stofnun sér.stak- lega og fyrir bæjarsjóðinn í heild. Bæjarstjórn skal svo, fyr ir 15. des. n. k. taka afstöðu til tillagnanna og senda ráðuneyt- inu greinargerð sína ásamt upp lýsingum um þann sparnað, sem hún hefur ákvtðíð að fram kvæma, og á grundvelli þeirra tillagna sinna skal bæiarstjórn, fyrir 31 des. 1951, hafa lokið samningu fjárhagsáætlunar fyr ir árið 1952. Þegar bæjarstjórn hefur lok ið samningu fjárhagsáætlunar ber að senda ráðuneytinu á- aetlunina, en það mun hér eftir fylgjast betur með því, en ver ið hefur til þessa, hvernig fjár hagsáætluninni er íyigt Bók eftir Ástu Framhald af 1. síðu. „Síðan „Líf og l:st“ birti sögu hennar, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, í apríl þessa árs, hefur margt og mis- jafnt drifið á daga ungfrúarinn ar. Hún hefur því frá mörgu nýju að segja. Ritið telur sér virðing að því, að mega flytja þau tíðindi, að von sé á bók eftir hana á næst unni, sem hún hefur unnið að í sumar og haust. Enginn efi er á því, að með komu þeirrar bókar veitir Ásta fersku og heitu blóði inn í íslenzkt bók- menntalíf, því að leitun er á skáldsagnahöfundi, sem fer jafnglæsilega af stað eins og hún út á hina torsóttu og vand rötuðu rithöfundarbraut. Ásta er gædd þeirri ólgu, því lífsmagni og þeim náttúru- krafti, sem tilfinnanlega vant- ar í ritverk unghöfundanna hér. Framtíðin brosir við slíkri hæfi ieikakonu á listasviðinu“. Kaupgjaldsvísilalan an hækkarum 5 slig KAUPLAGSNEFND hef- ur rciknað út kaupgreiðslu- vísitölu fyrir nóvember með tilliti til ákvæða 6. gr. laga nr. 22/1950, og rcynd- ist hún 144 stig, o? greiðist á kaup frá 1. desember. Hcfur vísitalan því hækk að um 5 stig, en frá 1. scpt- ember hefur hún verið 139 stig. Kauplagsnefndin liefur cnn fremur rciknað út vísi- tölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. nóvem- her s.l. og reyndist hún 151 stig miðað við grunntöluna 100 hinn 1. marz 1950, og hefur liækkað um tæpt eitt stig, en síðast var hún 150,55. Banaslys á Suð landsbrauí ÞAÐ SVIPLEGA SLYS varfS síðdegis í gær á Suðurlands- braut á móts við Vogahverfú a'ð aldraður maður varð fyrir bifreið og beið hana samstund- is. Maðurinn hét Ingimar Jóns- son, Ferjuvogi 19, 66 ára aS aldri. Ingimar var að koma meS vörubifreið jir vinnu ofan úr sveit. Sat hann í skýli ásamt ; öðrum mönnjun á palli bifrerð- I arinnar. Hann fór út, er bif- I reiðin nam staðar á Suðurlands braut, og ók bifreiðarstjórinii síðan af stað. Varð hann þá rétt í þessu var við, að bifreið var hemluð harkalega skammt frá, og nam staðar aftur. Er að var gáð, lá Ingimar örendur á göt- unni. Hafði fólksbifreiðin R 1763 komið austur götuna og Ingimar orðið fyrir henni, er hann ætlaði yfir götuna. Bif- reiðarstjórinn á fólksbifreið- inni, kveðst ekki hafa séð manninn, fyrr en rétt um leið og hægri framhjólhlíf bifreið- arinnar snerti hann. Miklar umræðurum úfflufning diikakjöfsins á alþingi í gær ------♦—----— Kjötið innanlands á að læl^ka, ef útflutta kjötið er selt hærra verði, segir Gylfi. LANDBÚNAÐARMÁLARÁÐHERRA skýrði frá því k alþingi í gær í svari við fyrirspurn Ilaraldar Guðmundssonar um útflutning á dilkakjöti, að kindakjötsbirgðirnar í landinu væru nú um 2750 tonn. Eru þar með talin 50 tonn fyrir rýnlun og 200 tonn til útflutnings, sem þegar er ákve’ðinn til viðhótar þeim 500 tonnum, scm búið er að flytja út. Raun- verulega eru því ekki nema um 2500 tonn af kindakjöti eftir ,til neyzlu innan lands. Haraldjrr Guðmundsson benti á, að þetta væri stórum minni birgðir til neyzlu innan lands en undanfarin ár. Spurði hann jrm það, hvort til mála hefði komið að,flytja meira út og hvort kjötskömmtun væri fyrirhuguð, þar eð húast mætti við skorti á kjöti. Fyrri spurn ingunni svaraði ráðherrann ekki beinlínis, en faldi ekki þörf á kjötskömmtun, eins og nú liti út. Ráðherra upplýsíi, enn frem- i ur út af fyrirspuj-n Haraldar, J að fobverð útflutta kjötsins ( væri kr. 14,95 og fengju bænd- ur af því kr. 13.00. Verð kiöts á heimamarkaði væri, hins veg ar kr. 11,00 til bænda. Hann sagði, að bæði 1. og 2. flokks kjöts væri flutt út, þótt sagt hafi verið, eins og Haraldur Guðmundsson benti á, að ein- göngu væri flutt út valið kjöt. Gylfi Þ. Gíslason, sem tal- aði í þessum umræðum, spurð- ist fyrir um það, hve mikið væri þá flutt út af 1. og 2. flokki, hvorum um sig; án upp lýsinga um það væri ekki hægt að átta sig fyllilega á verðinu. Einnig spurðist hann fyrir um það, hvaða áhrif þaS hefði á verð kjctsins. imian- lands, ef hærra vcrð fewgist fyrir það, sem út væri fiutt. Ef útflutningsvcrðið værí hærra, ætti kjötvtrðið innan larids að geta lækkaö að ó- breyttum tekjum hænda. Og ef betra kjöti væri flutt útr en það, sem heinia vræri seltr ætti kjötið einnig að lækka innanlands a(f þeim ástæð- um. Þessu sv^iði ráðherr- an ekki. Goðar söíur — i síðustu daga UNDANFARNA DAGA hafa íslenzkir togarar selt vel í Bretlandi. í fyrradag seldí Bjarni riddari 3613 kits fyrir 10809 stérlin/spund, Akurey seldi í gær í Hull 3560 kits fyr ir 10811 pund, og Egill rauði seldi 3840 kits fyrir 9446 pund. f gær seldi Helgafell í Þýzkalandi 213 tonn fyrir 130 þúsund mörk.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.