Alþýðublaðið - 21.01.1945, Síða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1945, Síða 4
ALWPUBLAPID m Steiagrínuir J. ÞorsKelnsson: m frá Faaraskóoi « pu'j^ðnblaDÍð Crtgef-ijdi: AIJ»f •’> -' ’ ■»1*M rfam j Wníjw.i: ‘ Steíáa ' PétnnnMm | ftitstjérn og afgreiCsla t A1 f ýöuhásinu vi8 Hvei fisgötu Símar ritstjómar: 4°01 og 490? ! tíxaar aferciðslu: 4900 og 4906. j Verð í latisas&lu 40 aura. . í Alþý8xi'ijpemt«r'5ffijnn h f , j í Framiíð Póliands UNDANFARNA DAGA hef ir mikið verið rætt og rit að um sókn Rússa í Póllandi. Þeir hafa tekið höfuðborg lands ins, Yarsjá, og helztu iðnaðar borg þess, Lodz, hina fornfrægu borg Kraká og hrakið herskara Þjóðverja á undan sér til þýzku landamæranna. Það virðist ekki vera nema örstutt timaspursmál, hvenær hqrmenn Hitlers hafa með öllu verið hraktir burt af pólskri grund eftir meira en íimm ára hry^juveldi þar. * En það er svo einkennilegt, að þrátt fyrir þetta, er ekkert talað um frelsi Póllands og allt virðist vera í óvissu um fram tíð þeirrar fræknu, en þyrnum krýndu þjóðar, sem það land byggir. Þegar Bandaríkjamenn og Bretar ráku Þjóðverja öf- uga út úr Frakklandi og Belgíu í sumar og haust, gátu útlaga stjórnir de Gaulles og Pierlots, sem ailtaf höfðu haldið áfram baráttunni fyrir ættlönd sín, snúið þangað aftur ög fagnað íengnu frelsi. En pólska útlaga stjórnin í London, sem lengsta baráttu hefir orðið að heyja þeirra allra og stjórnað bæði stöðugt ólgandi uppreisnar- hreyfingu gegn hinum þýzku kúgurum i heimalandinu og fræknum pólskum hersveitum á flestum vigstöðvum Evrópu, — hún fær ekki að koma heim, þó að Þjóðverjar séu nú brátt hraktir með öllu úr landi henn ar. Því að „frelsararnir," Rússar heimta helming Póllands að launum, og með því, að útlaga stjórnin í London hefir ekki viljað selja land sitt þannig af hendi, hafa Rússar gert sér hægt um hönd og neytt aðstöðu sinn ar til að stofna leppstjórn í landinu, skipaða pólskum komm únistum, sem árum saman hafa verið geymdir austur í Moskva, leppstjórn nákvæm- lega sömu tegundar og stjórn Kuusinens sællar minningar, sem þeir ætluðu fyrir nokkrum árum að þröngva upp á Finn- landyhún á að afsala sér helm ingi lands síns í hendur Rúss- um, og stjórna því, sem eftir verður, eins og þeir viljá; og þess vegna er hún nú látin halda innreið siína í Varsjá í stað pólsku útlagastjórnarinnar í London. Þetta er það frelsi og sjálfstæði, sem hinni fræknu pólsku þjóð virðist nú vera fyr irhuguð eftir meira en fimm ára hugprúða baráttu gegn þýzka nazismanum. •> * Á þá slík að verða útkoman af þessari styrjöld fyrir þá þjóð, sem fyrst reis upp gegn of- beldi nazistmans? Þannig spyrja þeir, sem frelsi og réttlæti unna, um allan heim í dag. Hefir pólska þjóðin og þær þjóðir, sem til vopna gripu með henni, til einskís annars. barizt, en að frelsi hennar'og sjálfstæði verði fótum troðið af Rússum í stað Þjóðverja? FRÁ því er þeir Þorstein® Erlingsson og Einar B^ne- diktsson gáfu út fyrstu ljóða- bækur sínar 1897 og fram til loka heimsstyrjaldarinnar 1918 komu að vísu fram hér á landi allmörg ný góðskáld á sviði Ijóðagerðar, en ekkert þeirra gnæfir svo hátt né flytur þær nýjungar, að valdi tíma- hvöfum. Höfuðskáld þessa tíma eru af hinni gömlu kynslóð, er kvatt hafði sér hljóðs fyx-ir alda- mót, allt frá Matthíasi Joch- umssyni til Einars Benedikts- sonar. Við heimsstyrjaldarlok- in eru. hins vegar mörkuð ný spor. Þá gefa út fyrstu bækur sínar tvö ný ljóðskáld, er skáru sig í upphafi úr hópi hinna yngstu skáldbræðra að listfengi og lyriskri gáfu og vöktu þegar almenningsathygli. Það voru þeir Stefán frá Hvítadal með Söngvum förumannsins 1918 og Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi með Svörtum fjöðrum 1919. Og árið eftir lézt séra Matthías, og kvað þá Einar Benediktsson: „Með þér hneig skáldaöld". Hann stóð að vísu sjálfur uppi sem síðasti niðji og fullko.mnun hinnar stór- brotnu skáldakynslóðar 19. ald- ar. En hér voru þó greinileg þáttaskipti, gamli tíminn var að þoka úr sessi og hinn nýi að taka við, þótt umskiptin yrði ekki svo snögg, að þeim gæfist ekki kostur á að heilsast og kveðjast, því að nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt birti séra Matthías ritdóm um „þessa nýju Davíðs- sálma“ og „bað mexm að taka þeim vel, því að flestir af þeim ætti það skilið". Frá hinni hníg- andi skáldaöld fylgja því Davíð úr hlaði blessun og fyrirbæn- ir. Og ekki þurfti. þess með að biðja kvæðunum góðrar við- töku. Þeim var þegar fegin- samlega tekið, og með hverri nýrri Ijóðabók hafa vinsæld- imar aukizt. Sagan um viðtök- ur þjóðarinnar á kvæðum Davíðs .yrði sleitulítil ástasaga. Það er því hvorki skrykkjótt leið né gönuskeið, sem getur að líta, þegar horft er yfir ald- arfjórðungs skáldferil Davíðs Stefánssonar á fimmtugsaf- mælí hans í dag. Með fyrstu bók sinni kemur hann fram sem fullburða skáld, 24 ára gamaii, hefur þá þegar fundið kvæðum sínum sérstakt yfirbragð, eigin svip, sem er svo sterkur og per- sónulegur, að jafnan er auð- þekktur síðan, þótt hann hafi mótazt og skýrzt, drættimir dýpkað, blærinn mildazt. Nýstárlegast var þegar í upp- hafi ljóðastíllinn og ljóðaform- ið. Hjá Davíð voru með öllu horfnar síðustu leifar hins forna skáldamáls, sem enn átti mikil ítök í mörgum höfuð- skáldum 19. aldar. Heiti og kenningar eru fyrir borð borin, snúinni orðaröð hafnað, íburði og málskrúði flett burt. Stíll og mál verður einfalt, alþýð- legt, ljóst og lipurt. Að vísu á þessi stílbreyting að baki sér langa þróunarsögu. Nægir í því sambandi að minna á nöfn þeirra séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá, Jónasar Hallgrímsson- ar, Páls Ólafssonar, Þorsteins Erlingssonar, Guðmundar Guð- Hér er ekki lengur um neinn smávægilegan landamærakrit Rússa og Pólverja að ræða, heldur um þann heim yfirleitt, sem rísa á upp af rústum styrj aldarinnar. Eiga þjóðirnar í þeim heirni að fá að njóta frels mundssonar og Huldu, þar sem hinn einfaldi, mjúki málþráður liggm- samhliða hinum marg- þætta eða harðsnúna hjá skáld- um eins og Bjarna Thoraren- sen, Bólu-Hjálmari, Grími Thomsen, Matthíasi, Stephani G. Stephanssyni og Einari Bene- diktssyni. En segja má, að hinn nýi, sigrandi kveðskaparstíll verði algjörður með þeim Da- víð og Stefáni frá Hvítadal (þótt annars sé blær þeirra hvors um sig að mörgu ólíkur). Og Davíð tekst að magna stíl- inn krafti og kynngi í öllum einfaldleik hans, gera hann í senn þýðan og þróttmikinn, ó- brotinn og auðugan. En Davíð hefur ekki aðeins losað um viðjar máls og stíls, heldur einriig forms, án þess að brjóta á nokkurn hátt lög- mál íslenzkrar ljóðhefðar. í kveðskaparlagi hans er margt í ætt við þjóðkvæðahætti, dans, vikivaka og þulur. Og með ým- iss konar háttatilbrigðum og viðvikum, mislöngum braglín- um og breytilegri hrynjandi fellir hann formið þeim mun þéttar að efninu sem það er lausara úr 1 sjálfs sín fjötrum. Hver hugblær á sitt hljóðfall, hvert efni sinn hátt. Hugsun og búningur eru samgróin frá fæð- ingu. Kvæðin seytla fram eins og syngjandi berglind, fersk og tær, í senn ófjötruð og hátt- bundin. — Yrkisefni Davíðs eru flest persónulegs eðlis, og öll verða þau persónuleg í meðferð, þótt til sumra þeirra sé seilzt langt í tíma eða rúmi, svo sem er um sögu'ljóðin, — er Davíð tók snemma að yrkja, fyrst erlends og síðar eixmig innlends efnis, — eða myndir þær, sem hann bregður upp frá ferðalögum sínum erlendis, einkum'frá í- talíu og Rússlandi. Einnig hef- ur hann ort ádeilukennd þjóð- félagskvæði. En líklega munu hvorki sögu- né ádeilukvæðin lifa lengst af ljóðum hans, — þótt ýmislegt hafi hann vel gert í báðum þeim efnum, — heldur lyrisku kvæðin, sem sprottin eru af eigin kenndum og geð- brigðum. Og þess eðlis er mikill þorri kvæðanna. Það er aug- Ijóst mál, að gildi og fjöl- breytni svo persónulegra yrkis- efna hlýtur mjög að vera komið undir auðlegð og ölduróti þess sálarlífs, sem þau eru sprottin af. Og kvæði Davíðs bera alla tíð vitni hinu næma og ríka tilfinningalífi, sem hann býr yfir, — allt frá því er átökin milli örvæntingar og ólgandi •lífsþrár hins helsjúka unglings knýja fram fyrstu kvæði haps og þar til við sjáum hann, rosk- inn og rólegan, una sér í bóka- safni sínu og handleika íágæt- ustu kostagripina „með heil- agri lotningu“ og fara um þá mildum höndum. Það er löng leið milli þessara áfanga, en á henni. getur að líta furðulega fjölbreytni, margvislegar mynd- ir mannlegs hugarfars. Þar er að finna hamslausan trylling hins villta náttúrubarns og ang- urværa blíðu, hyldjúpa örvænt- ingu og blossandi ástabríma, sjúklega munuðgirni og hjm- neskan xmað, einlæga trúarauð- | Frh. á 6. síöu is og sjálfsákvörðunarréttar? Eða eiga þær að verða réttlaus peð í refskák stórvelda um völd og landvinninga? Pólland er aðeins fyrsti prófsteinninn á það. VERKAKONAN heitir mynd arlegt blað, sem Verka- kvennafélagið Framsókn x Reykjavík hefir nýlega gefið út í tilefni af 30 ára afmæli sínu, sem var í haust, meðan á prentararverkfallinu stóð. í fyrstu grein þess blaðs, sem nefnizt „Verkakonan krefsí réttlætis“, skrifar Jóhanna Eg- ilsdóttir: „Á fyrsta ,tug iþessarar aldar og áður en V. K. F. Framsókn var stofnað, gengu konur til kola-, salt- og timburvinnu, og var ekki svo sjaldgæft að sjá konur rogast með kola- og saltpoka niður við höfn í uppSkipun úr skipum við hlið karlmannanna. Ekki höfðu þó konurnar sama kaup og karlmenn irnir, þrátt fyrir sömu vinnu, því kaup karla var 25 aurar á tím- ann, en kvennakaupið var 12 aur ar á tímann; enginn matartíminn og því síður kaffitími, rétt aðeins tími til að gleypa í sig matinn ' undir eftirliti verkstjóra, sem átti sennilega að sjá um að maturinn. yrði ekki tugginn of vel. Kaup kvenna var 12 aurar á tímann, hvort sem unnið var í dag- nætur- eða helgidagavinnu, og unnu þær oft 18 tíma í sólarhring víð' kolauppskipun eða þess hátt- ar, og voru þó ekki of haldnar af fjárfúlgunni. Þetta er ekki falleg lýsing á lífskjörum lcvenna hér áður fyrr. Má þó tilnefna enn ljótari lýsingu á lífskjölrum þeirra og réttleysi gagnvart húsbænduhum fyrir ekki meira en 30—40 árum síðán. Sú istétt kvenna, er vinnukonur nefn ast, höfðu þá 5.00 krónur á mán- uði, en svo skammt voru þessar konur frá því kwnnar að geta Srnrsttdagcr 21 |axiúar. 1945.. innnfii ||^ tatizt amibáttir húsbænda sinna, að þæT voru sendax á „eyrina“ til fiskvinnu og annarrar hafnar- vinnu, ekki fyrir þessa 12 aura á tímann, heldur sitt fasta mánað arkaup. Síðan hirtu húsbændunir kaupið, er þær höfðu unnið fyrir við uppskipunina eða þess háttar.“ Þannig voru kjör verka- kvenna í Reykjavík í býrjun þessarar aldar. En mikið hefir síðan áunnizt. Um það segir Jóhanna Egilsdóttir: „Á þessum 30 starfsárum V. K. F. Framsóknar hefir margt unnist Vinnuskilyrðin hafa batnað og settar hafa verið vissar reglur á hverjum vinnustað, kaup verka- kvenna hefir hækkað úr 15 aurum, í 1,64 á tímann í dagvinnu, 50% hækkun í eftirvinnu og 100% í nætur- og helgidagavinnu. Vinnu- tíminn hefir verið styttur í 8 stund ir, auk borgaðs kaffitíma, sam- kvæmt samningum við atvinnu- - rckendur." Það er lærdómsríkt fyrir þá kynslóð', sem nú lifir, að lesa Iþennan samanburð. En hún þarf líka að læra að meta þá ibaráttu, sem þessi mikla breyt ing til batnaðar á kjörum verka kvenna hefir kostað. Um það segir Svava Jónsdóttir í ítar- legri grein í afmælisblaðinu lum sögu vej-kakverinafélagsins: „Verkalýðsbaráttan á sínar hetjur, sem frægar hafa orðið af stórorustum og stórsigrum, og þær, sem eins og Brjánn forðum, féllu en héldu velli, en ufram allt á hún sína óþekktu hermenn, konur og karla, sesm hvergi er getið, eru Framh. á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.