Tíminn - 07.01.1964, Síða 4

Tíminn - 07.01.1964, Síða 4
i f ■ ■' , ÍÞRDTTIr? ■ ÍÞRÚTTIF illlliii 1 _ RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON Úrslit í 1 deild á íslands- mótinu í handknattleik um helgina: Fram—FH KR—Ármann 27:20 25:20 Staðan er þá þessi: Fram 2 2 0 0 68:50 4 FH 2 1 0 1 56:52 2 Víkingur 2 1 0 1 35:35 2 KR 2 1 0 1 50:56 2 ÍR 2 1 0 1 50:60 2 Ármann 2 0 0 2 35:41 0 John Pennel, heimsmethaf- inn í stangarstökki, fékk um áramótin Sullivan-styttuna, sem bezti áhugaíþróttamaður Bandaríkjanna árið 1963. Eins og kunnugt er, bætti Pennel heimsmetið hvað eftir annað síðast liðið ár og náði bezt 5.20 metrum í lands- keppni Bretlands og Banda- ríkjanna í White City í Lund- únum í ágúst. John Pennel er fyrsti maðurinn í heiminum, sem stekkur yfir sautján fet í stangarstökki, hæð, sem flesta bandaríska stangarstökkvara hefur dreymt um. Pennel hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslunni, en þetta eru æðstu verðlaun, sem áhugaíþróttamaður getur hlotið í Bandaríkjunum. INGÓLFUR ÓSKARSSON var beztl maSur Fram t leiknum á sunnudaglnn. — Á MYNDINNI hér tll hllS- ar sést hann skora eltt hlnna ellefu marka sinna. Hjaltl kom engum vörn- um viS. // F.H. hlaut „knock out í síðari hálf leiknum Fram vann yfirburðasigur gegn F.H. -27:20 Alf-Reykjavík, 6. janúar. Æsispennandi viðureign risanna Fram og FH' á sunnudagskvöld lauk með stórum sigri Fram, sem skoraði 27 mörk.,gegn 20 FH-inga. Fram atfi sérlega góðan dag og lék sinn bezta leik um langt skeið. Línuspil, hraði og öryggi — þetta þrennt sameinaði Fram af- ar vel á fyrstu mínútunurrt í síðari hálfleik og það verkaði eins og vel útilátið „knock out" á FH. Á þessum afdrifaríku mínútum í byrjun síðari hálfleiks, náði Fram sex marka for- skoti, úr 12:12 í 19:13 og það var nokkuð, sem FH réði ekki við. — Einn öðrum fremur var Ingólfur Óskarsson maðurinn á bak við þennan sigur Fram. Hann var inn á nær allan leikinn og skoraði 11 af mörkum Fram. Að öðrum leikmönnum ólöstuðum, var hann lang- sínlj- En hann stóð vel fyrir sínu og helt leiknuim vel niðn. bezti maður vallarins. Eins og vænta mátti var litli Ágúst og Ingóifur aftur. Staðan 1. f MORGUN héldu hinir fimm íslenzku skíðamenn, sem keppa fyrir íslands hönd á Vetrar-Ol- ympíuleikunum í Austurríki síð ar i mánuðinum, utan. Með þeim í förinni er Valdimar Örn- ólfsson, en hann mun annast þjálfun íslenzku sveitarinnar. Hálogalandssalurinn troðf ullur, þegar leikurinn hófst og ég reikna fyllilega með, að áhorfendur hafi fengið eitthvað fyrir aurana síua. Það hitnaði heldur betur í glóð- unum og dómarinn, Magnús Pét- ursson, sem dæmdi mjög röggsam- lega, vísaði samtals sjö leikmönn um af velli um stundarsakir vegna harkalegs leiks, fjórum leikmönn- um úr FH-liðinu og þremur frá Fram. Vítaköstin voru ekki skorin við nögl, Fram fékk 11 vítaköst og FH 3. Taugaspenna yfirkeyrði leik- menn beggja liða á fyrstu mínút- um leiksins og það liðu þrjár mín- útur áSur en mark var skorað. Það var Ingólfur, sem skoraði fyrsta markið — beint úr aukakasti — en rétt áður hafði honum mistek- izt vítakast, skaut í stöng. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn, en Fram var oftast yfir, eitt tii tvö mörk. í fyrri háifleik jafnaði FH stöðuna sex sinnum, en þegar hálf leiknum lauk, hafði Fram eitt mark yfir, 12:11. Fyrstu 10 mínútur síðari hált’- leiks voru þær þýðingarmestu i öllum leiknum og á þeim voru úr- slitin ráðin. Birgir jafnaði fyrir FH 12:12, en nýliði Fram, Gylfi Jóhannesson skoraði 13. marK Fram. Ágúst Þór bætir 14. mark- inu við, en Ragnar Jónsson skor- ar 13. mark FH. Síðan komu fimm mörk frá Fram í röð, Ingólfur skoraði tvisvar sinnum í röð, þá var 19:13, sex marka munur og úrslitin ráðin. Þessi kafli leiksins var skínandi vel leikinn af hálfu Fram, er lék hratt og örugglega og ógnaði með línuspili, sem gaf nokkur vítaköst. Spennan, sem legið hafði í lofv- inu, dofnaði eftir þetta og þegar yfir lauk hafði Fram sjö mörk yf- ir, 27:20, en hefði óefað getað gert sigurinn stærri með meiri vand- virkni á síðustu mínútunum. Framliðið með sínum taktisku hliðum var greinilega betra liðið í þessum leik. Það var liðinu mik- ill stvrkur, að markvörðurinn, Þor geir Lúðvíksson, var í essinu sínu og varði vel, eins var vörnin í styrkara lagi. Ingólfur Óskarsson var aðalmaður Framliðsins og hefur sjaldan átt betri leik, þóft honum mistækist að skora úr 2 vítaköstum. Guðjón Jónsson og Sig urður Einarsson voru einnig mjög góðir svo og Ágúst og Jón Frið- steinsson. Mörkin fyrir Fram skor- uðu: Ingólfur 11, Guðjón 5, Ágúst 4, Sigurður E., Jón F., og Karl B. 2 hver og Gylfi 1. FH gerði stóra skyssu í þessum leik, sem vel má vera að hafi ver- ið afdrifaríkari en í fljótu bragði virðist, en það var að leika með tvo „sentera" — og á köflum tvö- falda vörn. Ekkert opnar betur fyr- ir línuspil andstæðingsins en ein- mitt þetta. Og skýringuna á 11 vítaköstuin, sem FH fékk næmd á sig, má finna í þessu. Fram notaöi línumennina óspart og þegar þeir voru að búa sig undir að skjót.a, þrifu FH-ingar í þá — og bein af- leiðing voru vítaköst Beztu menn FH í þessum leik voru Ragnar og Hjalti í markiiiu, sem m. a. varði tvö vítaköst- — Mörk FH skoruðu: Ragnar 8, Birg- ir 5, örn 3, Guðlaugur 2, Einar og Páll 1 hvor. Dómarinn, Magnús Péturssion, var ekki öfundsverður af hlutverki Þess má geta, að Fram og FH mætast í síðari umferðinni 9. febr. n. k. samkvæmt því, sem segir í mótsskránni. AUGL ÝSING frá Bæjarsíma Reykjavíkur oq Hafnarfjarðar Verkamenn vantar nú þegar viS jarðsímagröft. Ákvæðisvinna. Enn fremur aðstoðarmenn við línu- tengingar. Upplýsingar gefa verkstjórar bæjarsímans Sölv- hólsgötu 11, símar 22017 og 11000. Starfsfólk Konur og karlmenn óskast fii vinnu í frystihús á Vestfjörðum. Ókeypis husnæði. * 7 . t Upplýsingar í sjávarafurðadeild SlS sími 17080. T I M I N N , þriðjudaginn 7. janúar 1963 r. / r r a i:

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.