Tíminn - 09.01.1964, Page 7

Tíminn - 09.01.1964, Page 7
Útgefsndt: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framtvæmdastjórl: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorstelnsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur 1 Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., simi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán, innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Aukin framleiðni í röð merkustu mála, sem framhaldsþingið mun fjalla um, má hiklaust nefna frumvarp Helga Bergs og fleirí Framsóknarmanna um stofnun framieiðnilánadeildar við Framkvæmdabanka íslands. Deiid þessari er ætlað að veita framleiðsluatvinnuvegunum lán umfram þau, sem fáanleg eru hjá stofnlánasjóðunum. í því sérstaka augna- miði að þau bæti framleiðni sína með aukinni véltækni og fullkomnari vinnubrögðum. Samkvæmt frumvarpinu skal afla deildinni stofnfjár á eftirfarandi hátt: 1. Ríkið leggur henni til 10 millj kr. á ári næstu 10 árin. 2. Seðlabankinn tryggi sölu skuldabréfa að upphæð 20 millj. kr. á ári næstu 10 árin. 3. Deildinni sé heimilt að taka 100 millj. kr. lán með ábyrgð ríkissjóðs. 4. Framkvæmdabankinn leggi henni til Vs hluta aí tekjuafgangi sínum. í greinargerð frumvarpsins seg r m. a. á þessa leið: „Það er tilgangur flm. með frv. þessu að koma því til leiðar, að stofnuð verði sérstök lánadeild. sem hafi það hlutverk að stuðla að sem mestri aukningu á framleiðm atvinnuveganna. Framleiðni er, eins og kunnagt er skilgreind sem hlutfallið á milli nettóvinnsluvirði« og þeirrar vinnu, sem í viðfangsefnið er lögð. Framleiðm er þannig mælikvarð' á þau verðmæti, sem skapast fyrir hverja vinnueiningu. Það er alkunna, að framleiðsluaukning þjóðarinnar á undanförnum árum á ekki nema að nokkru leyti rót sína að rekja til framleiðniaukningai og fólksfjölgunar. Það kemur einnig til, að fólk nefor lagt á sig aukna vinnu, og er nú svo komið, að vinnutími er hjá mörg- um orðinn svo langur, að ekki getur við svo búið staðið til frambúðar. Vinnutímann verður að stytta, er> til þess að það geti gerzt án tekjumissis, verður að leggja áherzlu á að auka framleiðnina.“ Það er vitanlega ekki nema eivt af úrræðunum tíl þess að auka framleiðnina að tryggja meira lánsfé til framkvæmda í því skyni, eins og gert er með þessu frumvarpi Helga Bergs og fleiri Það er ekki síður mikilsvert að auka þekkingu og kunnáttu í þessum svið- um. Framsóknarmenn munu einnig leggja fram tillögur um það efni á framhaldsþinginu Aukmng framleiðn- innar er nú tvímælalaust eitt af he'iztu stórmálum þjóð- arinnar og ein aðalleiðin í því öngþveiti efnahags- málanna, er „viðreisnin" hefur skapað. Alþýðublaðið er nú farið að heimta viðskiptafrelsi. Hins vegar bólar ekki á því 1 reyna, að ríkisstjórnin sé á sama máli. Hér á landi eru nefnilega meiri og víð tækari verðlagshömlur en í nokkru nágrannalandi okkar. Ríkisstjórnir jafnaðarmannaflokkanna á Norður- löndum hafa talið það til hags fyr:r neytendur þar að afnema sem mest slíkar hömlur, ovi að þegar til lengd ar léti gagnaði frjáls samkeppm rr.illi kaupmanna og kaupfélaga neytendum bezt. Reynslan þykir hafa sann- að, að þessi skoðun jafnaðarmanna ? Norðurlöndum sé ekki röng. Goldwater og Rockefeller deila Hockefeller spáir 9 millj. afvinnuleysingja 1967, a9 obreyttri stefnu UM JÓLALEYTIÐ rann út hið pólitíska vopnahlé, sem aðalflokkar Bandaríkjanna ákváðu að hafa fyrstu vikurnar eftir fráfall Kennedys forseta. Væntanl'eg forsetaefni höfðu sig lítt í frammi á meðan og m. a. felldi Rockefeller ríkis- stjóri niður fundi, sem hann hafði verið búinn að boða með tilliti til prófkjörsins, sem fer fram 10. marz n. k. í New Hampshire, en það er fyrsta prófkjörið, sem fer fram í Bandaríkjunum í sambandi við forsetakjörið næsta haust. Rockefeller varð fyrstur af leið togum republikana til að til- kynna, að hann gæfi kost á sér til framboðs. Það má segja, að strax eftir Iað umræddu vopnahl'éi lauk hafi flokkarnir farið aftur á stúfana og þó einkum forseta- efni republikana, Rockefeller hóf að nýju sókn sína í New Hampshire og skömmu síðar lýsti Goldwater öldungadeildar- maður yfir því, að hann gæfi kost á sér. Fyrst um sinn virð- ist baráttan hjá republikönum ætla að verða milli þessara tveggja manna, því að önnur forsetaefni þeirra hafa sig ekki neitt í frammi og virðast ætla að bíða eftir því að sjá hvemig þeim Rockefeller og Goldwater farnast. Von þeirra mun sú, að deilu Rockefellers og Gold- waters ljúki þannig, að þeir heltist báðir úr leik. ROCKEFELLER hefur enn ekki náð því fylgi, sem hann hafði áður en hann gifti sig. Það þykir ekki ósennilegt, að hann muni telja rétt að ræða ástamál sín opinberlega í sjón- varpi og ganga þannig hreint- til verks Hann hefur undan- farið unnið kappsamlega að því að skipuleggja baráttuna fyrir því að vera útnefndur frambjóðandi republikana og segja kunnugir, að hann ætli að mörgu leyti að fara líkt að og Kennedy gerði 1960. Fjár- ráð skortir hann bersýnilega ekki og hann hefur mörgum slyngum áróðursmönnum á að skipa. Rockefeller hagar málefna- baráttunni ekki ósvipað og Kennedy gerði, þegar hann vann að framboði sínu 1960. Rökin, sem hann notar gegn stjóminni, eru mörg hin sömu og Kennedy notaði þá gegn stjórn Eisenhowers. Hann telur áhrif Bandaríkjanna hafa minnkað út á við og þeim hafi mistekizt að leysa stærsta mál sitt inn á við, atvinnuleysis- málin, og stafi það fyrst og fremst af því, að hagvöxturinn sé alltof lítill. í dag séu fjórar milljónir atvinnuleysingja i Bandaríkjunum og þeir verði orðnir níu milljónir árið 1967, að óbreyttu ástandi og stjórn- arstefnu. Hann lofar marghátt- uðum ráðstöfunum til að bæta úr þessu. Þá deilir Rockefeller alveg óspart á Goldwater. Goldwater lýsti því eitt sinn yfir, að hann væri á móti stighækkandi skött um. Rockefeller spyr: Hvað vill Goldwater í staðinn eða ætlar GOLDWATER hann að draga úr vörnum Bandaríkjanna sem þessu svar- ar? Goldwater hefur áður fyrr lýst sig andvígan Sameinuðu þjóðunum. Hvað vill hann í staðinn? spyr Rockefeller. GOLDWATER víkur sér hjá því að svara þessum og öðrum spurningum Rockefeller beint og hefur einnig neitað því til- boði Rockefellers að þeir leiði saman hesta sína í áheyrn al- HUMPHREY þjóðar í sjónvarpinu. Hann seg- ir hins vegar, að Rockefeller sé meira demokrati en repu- blikani og ræður hans séu al- veg bergmál af ræðum Kenn- edys og þeirra, sem hafi staðið til vinstri við hann. Það, sem sé nauðsynlegt, sé að gefa kjós endum hreint val milli vinstri og hægri, eða milli vaxandi ríkisafskipta og alls konar hafta eða minnkandi ríkisaf- skipta og minni hafta. Hin opinberu afskipti séu orðin alltof mikil og úr þeim beri að draga. Annars orðar Goldwater það ekki lengur eins ljóst og óður, hvaða afskipti ríkisins hann vill fella niður. Vandi hans er nú ekki sízt sá, að hann hefur áður talað of digurbarka- lega um ýmsa hluti, eins og að fella niður skatta, draga úr vígbúnaðarútgjöldunum, gera innrás á Kúbu, fara úr S. Þ. og slíta stjórnmálasambandi við Sovétríkin. Við þetta getur hann illa staðið nú, ef hann vill koma fram sem ábyrgt for- setaefni. EINS OG SAKIR standa nú virðist Goldwater hafa traust- ast fyl'gi af forsetaefnum repu blikana, en þó hvergi nærri nógu mikið til þess að ná út- nefningu. Rockefeller hafði mest fylgi þangað til hann gifti sig, en hefur enn ekki náð sér aftur á strik. 1 seinni tíð hefur fylgi þeirra Scranton ríkisstjóra og Lodge sendi- herra aukizt verulega eða síð- an Eisenhower hvatti þá til að gefa kost á sér. Þá er meira og meira talað um Nixon, sem enn læzt ekki vilja gefa kost á sér. Ýmsir telja, að Eisenhower muni geta ráðið því, þegar þar að kemur, hver verður forseta- efni republikana. Stefna hans nú er hins vegar sú, að hann hvetur sem flesta til að gefa kost á sér. MEÐAL DEMOKRATA er lítið eða ekkert rætt um fram- boðsmálin. Johnson forseti þykir sjálfsagður sem forseta- efni þeirra. Eins og sakir standa þykir líklegt að hann sé enn öruggari um sigur en Kennedy var. Að sjálfsögðu getur þetta átt eftir að breyt- ast. Það, sem nú er helzt rætt um hjá demokrötum, er það hvert varaforsetaefnið eigi að vera. Nýlega er lokið skoðana- könnun meðal formanna í flokkssamtökum demokrata um það hver sé heppilegastur sem varaforsetaefni. Atkvæðin dreifðust mjög, en aðalniður- staðan varð þessi: Humphrey öldungadeildarmaður 185 atkv., Kennedy dómsmálaráðherra 166, Adlai Stevenson 75, Wagn- er borgarstjóri 47, Shriver (mágur Kennedys) 43, Brown ríkisstjóri 37, McCarthy öld- ungadeildarmaður 28, Ribicoff öldungadeildarmaður 24 og Franklin D. Roosevelt yngri 21 Ýmsir aðrir fengu minna. * Líklegast er talið, að John- son forseti muni ráða mestu um, þegar þar að kemur, hvert varaforsetaefnið verður og hann mun miða val sitt við það, hvað hann álíti pólitískt heppilegast. Þ.Þ. T f MIN N, fimmtudaginn 9, janúar 1964 — z !

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.