Tíminn - 15.01.1964, Qupperneq 3
/
f SPÉGLITÍMANS
LIÁLF MILLJÓN Ameríkubúa
* * hafa nú keypt bókina, Kynd-
illinn er útbrunninn, án þess
a3 hafa séS hana. Þar er sagt
frá morði Kennedys Bandaríkja
forseta í myndum og texta. —
Prentunin hófst fyrir þremur
dögum og pantanimar voru í
kringum 20.000 á dag. Þessi
fyrirframsala hefur slegið öll
met, en þegar er búið að þýða
bókina á mörg tungumál og
kemur hún út í flestum öðrum
löndum heims. Bókin kemur út
á vegum AP-fréttastofunnar og
er prýdd AP-myndum og skrif-
uð af blaðamönnum frá AP. í
bókinni er hinztu ferð forsetans
sem var til Dallas, nákvæmlega
lýst og einnig förinni til baka,
til Arlington-kirkjugarðsins.
MINN 67 ÁRA gamli Indíána-
* ’ höfðingi One Arrow er for-
seti Sambands amerískra Indí-
ána, og nýlega hélt hann ræðu
í hreyfingunni, þar sem hann
talaði um það, hve mjög tím-
arnir hefðu breytzt. Nú borða
flestir Indíánar þá kalkúna á
þakkardeginum, sem hvíti mað-
urinn hefur stolið frá þeim,
sagði hann, og það sem verra
er, ef ég sé Indíánakvikmynd í
bældstöðvum okkar, þá æpa all
ir Indíánadrengirnir upp yfir
sig af hrifningu, þegar ame-
rísku kúrekunum gengur vel,
en skipta sér ekkert af hinum
hugprúðu Indíánum.
pú RUNU RANA og maður
■ hennar, Pradhyumna Rana
hafa nú fengið skilnað og er
það fyrsti skilnaðurinn, sem
leyfður er í sögu Nepals, en
þar eiga hjónin heima. Lög,
sem heimila skilnað, gengu í
gildi í Nepal í september síð-
astliðnum og rétt á eftir lögðu
þessi hjón inn umsókn sína. —
Áður fyrr skildu hjónin ein-
göngu að borði og sæng og
konan hafði ekki leyfi til að
gifta sig aftur, en maðurinn
gat fengið sér aðra konu, þar
sem fjölkvæni var leyfilegt, áð-
ur en nýju Iögin gengu í gildi.
TJ ÁRA GAMALL Þjóðverji,
Herbert Sohellpfeffer var
fyrir nokkrum dögum dæmdur
í fjögurra ára fangelsi í bæn-
um Draguignan í Suður-Frakk-
landi. Afbrot hans var það, að
hinn 16. september síðastliðinn
brauzt hann inn á heimili kvik-
imyndastjörnunnar Brigitte
Bardot við Rivieruna og þegar
austurríski hljómsveitarstjór-
inn Herbert von Karajan kom
honum að óvörum, gaf Herbert
S honum glóðarauga.
CTJÓRN spítalahverfisins í
^ Fredenberg í Danmörku
fékk fyrir skömmu síðan þá
snjöllu hugmynd, að koma á
fót hárgreiðslustofu á spítalan-
um fyrir kvensjúklingana. í
Ijós kom, að ekkert rúirn var
fyrir stofnunina í þeim húsa-
kynnum, sem fyrir voru og var
því afráðið, að byggja litla sjálf
stæða byggingu við hlið spítal-
ans. Hugmynd þessi hefur vak-
ið svo mikla athygli að hundr-
uð hárgreiðslukvenna og
manna hafa sótt um að
reka hárgreiðslustofu þessa upp
á eigin spýtur. Þetta ætti að
vera athyglisverð hugmynd fyr-
ir spítala alls staðar í heimin-
um.
MIN 35 ÁRA gamla Elsie War-
’' ing, sem fannst með lífs-
marki í kistu sinni, þegar
starfsmaður líkhúss nokkurs,
sem er í London, ætlaði að
fara veita henni nábjargirnar,
er nú látin. Hún var send frá
spítala einum í London í líkhús-
ið, þar sem það hafði verið stað
fest opinberlega, að hún væri
látin. En þegar starfsmaður lík
’hússins ætlaði að taka til
starfa, heyrði hann látnu kon-
una stynja. Það var strax kall-
að á lækni, sem reyndi öndun-
aræfingar og stúlkan var flutt
á spítala, en allt kom fyrir
ekki, því þó að þrír læknar
væru yfir henni allan daginn,
lézt hún um kvöldið.
DARBARA HUTTON rekur
^ garðyrkju sína í miklum
lúxusstfl. Til að hlífa ferskju-
trjám þeim, sem eru á land-
areign hennar í Californiu, við
næturfrostinu, hefur hún látið
þekja þau sobel — og minka-
skinnum. Mikill her leynilög-
reglumanna heldur vörð um
þessi dýrmætu tré, en samt sem
áður hafa sum skinnanna orðið
þjófum að bráð.
MINN NÝI forsætisráðherra
* ’ Kenya, Joseph Murumbi,
hefur nú lagt fram ný lög. —
Framvegis á veiðimönnum í
Kenya, að vera bannað að
leggja dýr að velli með byssu.
Þeir verða að láta sér spjót eða
boga og örvar nægja. Hins veg-
ar hefur Kenya verið eins kon-
ar Paradís veiðimánna, en Mur-
umi heldur því fram, að það
þurfi ekki einu sinni hugrekki
til þess að skjóta villidýr með
byssu, þar að auki geti það
ekki talizt íþrótt. Ef menn vilji
sýna karlmennsku skuli draga
fram boga og örvar eða spjót.
KAÐ leit ekki út fyrir það, að
* konurnar þrjár, sem skyndi
lega urðu ekkjur við hinn
hryllilega atburð í Dallas hinn
22- nóvember, mundu eiga gleði
leg jól í vændum. Jacqueline
Kennedy eyddi jólahátíðinni í
kyrrþey á heimili tengdafor-
eldra sinna, en eitthvað tilstand
var samt haft vegna bamanna.
Marie Tippit, ekkja lögreglu-
þjónsins, sem skotinn var til
bana, er hann var að rekja slóð
morðingja Kennedys, eyddi síð-
ustu helginni fyrir jól í það,
að skreyta jólatréð ásamt böm-
•j,m sínum, Allen, 14 ára,>
Brendu 10 ára, og Curtis 5
ára. En á sjálfum jólunum yfir-
gaf hún Dallas og heimsótti for-
eldra sína og tengdaforeldra. í
þeirri ferð lenti hún í bfl-
slysi og skrámaðist smávegis á
höfði. Á lögreglustöðinni í Dall-
as hrúguðust upp bréf með pen
MARIE TIPPIT
ingagjöfum til Tippit-fjölskyld-
unnar og á jólunum nam upp-
hæðin $405.300. Allar Iíkur
benda til þess, að upphæðin
komist yfir hálfa milljón innan
skamms.
Þessi mynd af Eddie Fisher
er tekin, þegar hann syngur
„On the Street Where You
Live“, í útvarpsstöðinni í Las
Vegas. Hann á nú á hverjum
degi von á því að heyra eitt-
■MMWniHMnM
hvað frá lögfræðingum Elísa-
betar Taylor, en þeir eru að
undirbúa skilnað þeirra hjóna-
Eddie skemmtir setn stendur á
the Desert Inn í Las Vegas og
segist vera mjög ánægður yfir
því að fá skilnað.
MARINA OSWALD
Þótt undarlegt megi virðast,
þá vom þessi jól ein þau dásam
legustu, sem Marina Oswald,
hin 22ja ára gamla ekkja morð-
ingja Kennedys, hafði átt. —
Hjónaband hennar og Harvey
Oswalds hafði alltaf verið erf-
itt. Á jólanóttina gat Marina
farið til messu, en í fylgd með
henni voru menn frá leyniþjón
ustunni. Síðar hafði hún mikla
ánægju af því, að opna 20 gjaf-
ir, sem fjölskyldunni höfðu bor-
izt, en þar á meðal voru 15 doll
arar handa dætrum hennar
tveimur. Marina heimsótti einn
ig mág sinn, Robert Oswald,
og heimsótti gröf manns síns.
Marinu hafa annars verið gefn-
ir 23.000 dollarar af góðviljuðu
fólki, sem vill hjálpa henni til
að byrja nýtt líf.
CKYLDU íslenzkir drengir á-
J líta skólagöngu sína eins
dýrmæta og amerískir jafn-
aldrar þeirra. f bænum Mart-
insville í Indiana eru tveir
drencir. sem krefjast tveggja
milljón króna skaðabóta fyrir
þriá daga sem þeim var mein-
að að koma í skólann. .en það
eru 18 kennslustundir. Ástæð-
an fvrir banninu var sú. að skól
inn hélt bví fram, að beir befðu
brotið þá reglu. sem skólinn
hafði sett um bað. að nemend-
urnir mætt.u ekki koma akandi
á sínum eigin hflum í «kólann.
Strákarnir segjast ekki hafa
brotið hessa reglu. bar sem heir
hafi ekið á bifreiðastæðj, sem
er marga metra frá sknlanum.
en bað hafi ekki •---.mn f
reglumim.
TVÆR frægar amerískar kon-
. ur hafa nú nýlega gift sig.
Önnur er hin 17 ára gamla Sue
Lyon, sú sem lék Lolitu, en
eiginmaðurinn er Hampton
Larnsden Fancher, 25 ára að
aldri. Þetta er í annað skipti,
sem hann giftir sig, en hann
hefur undanfarið verið í f.vlgd
með Sue, hvar sem hún hefur
verið. Hih er milljónaerfinginn
Gloria Vanderbilt. 39 ára göm-
ul, og er hún að gifta si,g kvik-
mynda-handritahöfundinum, —
Wyatt Emory Cooper, sem er
39 ára gamall. Hann hefur með-
al annars skrifað handritið að
kvikmyndinni, The Chapman
Report. Fyrri eiginmenn Gloriu
eru leikarinn Agent Pat di
Cicco, hljómsveitarstjórinn Leo
pold Stokowski og leikstjórinn
Sidney Lucnet. Þetta er í fyrsta
hjónaband Coopers.
„Traustir skulu
hornsteinar"
í áramótagrein, sem Páll
Þorsteinsson, alþm. ritar í
Austra, málgagn Framsóknar-
manna á Austurlandi, segir
m.a.:
„fslendingar hafa bolmagn til
að efla atvinnuvegi sína, m.a.
með innlendum iðnaði, þótt út-
'lendingar séu ekki hafðir með í
verki. — Og áfram verður
haldið. En í þessu sambandi
vakna spurningar: Hvar á land-
inu verður síldariðnaðuirinn
aukinn? Verður það gert í
grennd við gjöfulustu síldar-
miðin eða annars staðar? Verð
ur ullin frá beztu sauðfjárrækt-
arhéruðum landsins flutt suð-
uir í þvott og til iðnaðar þar?
Efling atvinnulífs er undir-
staða íbúafjölgunar í hverjum
landsfjórðungi. Orsakir þeirrar
röskunar á byggðajafnvægi,
sem orðin er, eru miklu fremuir
þjóðfélagslegar aðgerðir, held-
ur en þær, að landsgæðin hafi
færzt til og fólkið flutt á eftir.
Traustir skulu hornsteinar,
ekki sízt undir þjóðfélagi og
landsbyggð. í byggingu mann-
virkis skal ríkja þungajafnvægi.
Stórfelld röskun á landsbyggð
er öllum íbúunum hættuleg,
bæði þeim, sem eiga heima við
Faxaflóa, og hinum, er búa á
Austfjörðum eða Vestfjörðum,
og þó þjóðarheildinni allri
mestur háski. Höfuðborgin hvfl-
ir á hornsteini í höfuðborg og
kaupstað. Undan engum horn-
steini má grafa og alla veirður
að styrkja, jafnt, þegar bygg-
ingin hækkar. Þetta er stað-
reynd, sem enginn getur mælt
í gegn með gildum rökum.
Stéfnumunur
„Viðreisnarstefna“ stjórnar-
flokkanna hefur það að mark-
miði að láta takmarkaða kaup-
getu almennings vera skömmt-
unarstjóra í þjóðfélaginu, diraga
saman fé utan af landsbyggð-
inni og ha'lda uppi háum vöxt-
um. Fjármagnið á að leita
þangað sem ve'ltan er örust og
gróðalindirnar mestar og að-
staða hinna auðugu til fram-
kvæmda og viðskipta skal vera
óheft af ríkisvaldinu. Á sama
tíma eru framkvæmdir í þágu
almennings taldar valda of-
þenslu.
Stefna Framsóknar-
flokksins
Framsóknarflokkurinn telur
óhjákvæmilegt að setja þau
takmörk á sviði efnahagsmála,
að ríkisvaldið komi í veg fyrir
hóflausa sóun gjaldeyris, s. s.
tfl innflutnings bifreiða, sem
hrúgast upp en seljast dræmt.
Hann telur, að flokka verði
framkvæmdir þannig, að það
sitji í fyrirrúmi, sem er nauð-
synlegast almenningi og þjóð-
hagslega mikilvægast. Með
stefnu sinni og starfi vill Fram-
sóknarfl. beita sér fyrir því,
að góðs lífsskilyrði séu hagnýtt
og búseta tryggð íramvegis í
öllum héruðum landsins og að-
staða fólksins um gervallt land
gerð sem jöfnust.
Það á að vera auðveilt fyrir
almenning að meta aðstöðu sína
eftir þessum stefnumun. — Og
rétt mat að þessu leyti hlýtur
að vera hvatning til þess að
veita Framsóknarflokknum vax
andi brautairgengi.“
TÍMINN, miðvlkudaglnn 15. janúar 1964 —