Tíminn - 15.01.1964, Page 16
Ekkert skip fékkst fyrir Akraborgu, en viðgerð miSar betur en ætlað var
Byrðinginn burt á bak og stjórn
Seyðisfjörður ísi
iagður 7-8 km út
IH-Se/ðisfirði, 14. janúar.
Seyðisfjörðu." er nú lagður eina
«—8 km. frá kaupstaðnum, eða
allt út að Hánefsstaðaeyrum. Und
anfarið hafa vcrið miklar stillur
Dýjavatnið
notað við
að slökkva
húsbrunann
KJ-Reykjavík, 14. janúar.
UM KLUKKAN níu í
morgxm kom upp eldur á
bænum Álfsnesi á Kjalar-
nesi. Eldsupptök voru í her-
bergi á rishæð hússins, og
mun líklegast hafa kviknað
í út frá rafmagnsinntaki.
Slökkviitðið í Reykjavík
sendi tvo slökkviliðsbíla á
vettvang og átta brunaverði.
Var fyrst dælt vatni af bílun
um, en síðan úr tjörn eða
dýi, sem í er kaldavermsl,
við túnfótinn í Álfsnesi._ —
Brunadæla, sem er á Ála-
fossi, var í viðgerð og kom
því ekki að notum við
slökkvistarfið. Er slökkvilið
ið kom á vettvang, var búið
að bera alla húsmuni úr
kjallaranum og af hæðinni.
Nokkrar sketnmdir urðu í
herbergi því, er eldurinn
kom upp í, en þar bjó Hilm-
ar Helgason, og er hann hér
á myndinni fyrir neðan. —
Skemmdir urðu einnig af
vatni í kjallara og á mið-
hæðinni. í Álfsnesi býr Sig-
urbjörn Eiríksson, veitinga-
maður.
Húsið í Álfsnési er byggt
árið 1922, steinhús með
timburinnréttinngu, kjallari,
hæð og ris. (Ljósm.: Tím-
inn-GE).
á Seyðisfirði og frostið verið 3—5
siig, en í slíku veðri leggur fjörð-
inn oft. ísinn er þó ekki mann-
heldur.
Einn bátur mun róa frá Seyðis-
fiiði í vetur er það Auðbjörg, sem
er um 11 lestir. Hún ætlaði í róð-
ui í gærkvöldi. en komst ekki
vegria íssins en i róðrinum á und-
an hafði hún farið út klædd járn
plótum til þess að verja sig fyrir
isnum.
ísinn nær alla leið út að Há-
refsstaðaeyrum sem eru um 7—8
km. frá Sevðisf.arðarkaupstað. —
Sjórinn er þarna ekki mjög salt-
ur, þar eð fjórai ár renna í fjörð-
inn, Fjarðará, Vestdalsá, Kolls-
sraðaá og Söriastaðaá, og kemur
því oft fyrir að fjörðinn leggur.
Ekki er ísinn nannheldur, en í
dag var enn 4 stiga frost, svo hann
hefur heldur styrkzt.
FIARÐARHEIÐI
FÓLKSBÍLAFÆR!
IH-Seyðisfirð., 14. janúar
Fjarðarheiði er fær öllum bíl-
um, og þykir það merkilegt, því
si'ki og annað eins hefur ekki
ge:-7t í fjölda mörg ár. Venjulega
er heiðin ófær frá því í nóvem-
ber ug fram f júní, en í vetur
hafa jafnvel biiksbílar getað ek-
ið tim heiðina greiðlega. Aðeins
hafa verið farnai 3—4 ferðir um
Fjarðarheiði í snjóbíl á vetur.
Hádesfisklúbburínn
— kemur saman í dag f Tjarnar-
götu 26A á sama stað og tíma og
venjulega.
KJ-Reykjavík, 14. janúar.
VIÐGERÐ á Akraborginni
miðar vel áfram, og er jafnvel
búizt við, að henni verði lokið
um mánaðamótin, eða miklum
mun fyrr en gizkað hafði verið
á.
Fréttamaður blaðsins fór í
dag niður í Slipp, þar sem
Akraborgin stendur uppi. Frið-
rik Þorvaldsson, framkvæmda-
stjóri Skallagríms h.f., var
staddur um borð í skipinu og
fylgdist með viðgerðinni.
— Viðgerðinni miðar vel á-
fram, Friðrik?
— Já, það má segja, að hún
gangi vel og miklu betur en ég
bjóst við. Eins og þú sérð, þá
þurfti að rífa byrðinginn á
löngum kafla, bæði á bakborða
og stjómborða. Síðan var farið
í að að rétta uppistöðurnar, sem
höfðu bognað mikið báðum
megin, auk þess sem þiljurnar
að innan sprungu.
— Þið hafið ekki getað útveg-
að nýtt skip, meðan viðgerð
stendur yfir.
— Nei, það er vont að fá
gott skip á þessum tíma árs. —
Öll skip, sem fanþegum er
bjóðandi upp á, em upptekin,
og ekkert að hafa nema gömul
skip, sem ekki hæfa í þessar
ferðir.
J
Hljóðfæraleik-
arar í verkfall
á laugardag?
KJ-Reykjavík, 14. janúar.
VERKFALL hljóðfæraleikara
skellur á frá og með 18. janúar,
þ. e. á laugardaginn, hafi samning-
ar ekki tekizt fyrir þann tíma.
Sáttafundur var i gær, og annar
fundur er boðaður á morgun. Eitt-
hvað hefur þokast í samkomulags
átt á fundum með deiluaðilum að
undanförnu. Hljóðfæraleikarar
munu leika á föstudagskvöldið eins
Framhald á 15 siðu
SJÓDÖMUR HALDINN
EYJUM í GÆR OG DAG
FB-Reykjavík, 14. jan. i Vesmannaeyjum I máli Ágústu VE
í dag var haldinn sjódómur í 1350, sem sökk á Síðugrunni á
sjötta tímanum í gærmorgun. Réttj
urinn hófst kl. 10 í morgun og
lauk ki. kortér fyrir sjö í kvöld.
Höfðu þá allir skipverjar verið
yfirheyrðir. Á moirgun verður rann
sakað mál Hringvers VE-393, sem
einnig sökk á Síðugrunni á sama
tíma og Ágústa.
Guðjón Ólafsson, skipstjóri á
Ágústu, bar fyrir réttinum, að
hann hefði fyrst kastað um 8-leyt-
ið á sunnudagskvöld, en þá voru
þeir staddir um 24 sjómílur SV af
Ingólfshöfða. Var lokið að háfa
fyrir kl. 1 um nóttina, og voru þá
komnar um 400 tunnur síldar í
lest.
Klukkan 20 mínútur fyrir 3 köst
uðu þeir aftur á ávipuðum slóðum
og gekk allt vel. Fylltu þeir lest, j
og voru þá komnar 600 tunnur í
lest og auk þess um 200 tunnur;
úr nótinni á dekk. Var þessi síld
sett á miðdekk og bar skipstjórinn
fyrir réttinum, að enginn hallii
hefði verið á bátnum og ekki um
I skammdekkshleðslu að ræða. Sagð
ist skipstjórinn áður hafa látið
1100 tunnur í bátinn og það geng-
ið vel.
Þegar hér var komið, kom kokk
urinn til skipstjórans og sagði hon-
um, að sjór væri kominn upp um
lúkarsgólfið. Var þá hætt að háfa,
og skipstjóri leit niður í vélarrúm-
ið og sá, að sjór var kominn upp
undir skrúfuöxul. Báðar dælurnar
voru þegar settar i gang. en þær
höfðu ekki við, og einnig jusu
skipverjar á dekki, en allt árang-
urslaust.
Skipstjórinn setti nú á hálfa
ferð í áttina að EUiða frá Sand-
gerði, sem var þarna skammt frá
Framhaic a lb síðu
Unglklúbbur FUF
Skemmtun fyrir eldri meðlimi
klúbbsins verður í Glaumbæ í
kvöld, miðvikud. 15. þ. m. og hefst
kl. 8,30. Félagar fjölmennið og
takið með ykkur gesti. — Góð
hljómsveit. — Stjórnin.
■I t
i n i r