Tíminn - 18.01.1964, Qupperneq 3
Sokkaverksmiðjan
tekin til starfa
Styrkir
Vísinda-
sjóðs
VÍSINDASJÓÐUR hefur auglýst
styrM ársins 1964 lausa til umsókn-
ar. Sjóðurinn skiptist í tvær deild-
ir: Raunvísindadeild og Hugvísinda-
deiíd. Formaður stjórnar Raunvís-
indadeildar er dr. SigurSur Þórarins-
son jarðfræðingur, en formaður
stjórnar Hugvísindadeildar dr. Jó-
hannes Nordal bankastjóri. Formað-
ur yfirstjórnar sjóðsins er dr. Snorri
Hallgrímsson prófessor.
Raunvísindadeild annast styrkveit-
ingar á sviði náttúruvísinda, þar með
taldar eðlisfr. og kjarnorkuvísindi,
efnafræði, stærðfræði, læknisfr., líf-
fræði, lífeðlisfræði, jarðfræði, dýra-
fræði, grasafræði, búvísindi, fiskifr.,
verkfr. og tæknifræði.
Hugvísindadeild annast styrkveit-
ingar á sviði sagnfræði, bókmennta
fræði, málvísinda, félagsfræði, lög-
fræði, hagfræði, heimspeki, guð-
fræði, sálfræði og uppeldisfræði.
Hlutverk Visindasjóðs er að efla
ísl'enzkar vísindarannsóknir, og í
þeim tilgangi styrkir hann:
1) einstaklinga og vísindastofnanir
vegna tiltekinna rannsóknarverkefna
2) kandídata til vísindalegs sér-
náms og þjálfunar. Kandídat verður
að vinna að tilteknum sérfræðileg-
um raiinsóknum eða afla sér vísinda-
þjálfunar til þess að koma til
greina við styrkveitingu,
3) rannsóknastofnanir til kaupa á
tækjum, ritum eða til greiðslu á
öðrum kostnaði í sambandi við
starfsemi, en sjóðurinn styrkir.
Umsóknarfrestur er til 10. marz
næstkomandi.
Umsóknareyðublöð, ásamt upplýs-
ingum fást hjá deildariturum, á
skrifstofu Háskóla íslands og hjá
sendiráðum íslands erlendis.
Deildaritarar eru Guðmundur Arn-
laugsson menntaskólakennari fyrir
Raunvísindadeild og Bjarni Vil-
hjálmsson skjalavörður fyrir Hugvís-
indadeild.
FYRRI HLUTA vetrar var flutt
pr í Ríkisútvarpinu erindaflokkur
um Árna Magnússon, ævi hans og
störf. Síðari flokkur sunnudagser-
indanna, sem hófst á sunnudaginn
yar, er um hverasvæði og eld-
fjöll. Verða það 11 erindi og lýk-
ur síðast í marz. Dr. Sigurður Þór-
arinsson hefur skipulagt flokkinn.
Erindin og flytjendur þeirra eru
þessir:
Trausti Einarsson: Geysissvæð-
ið — 12. jan. 1964.
Jón Eyþórsson: Kerlingarfjöll:
19. jan. 1964.
MÖRG undanfarin ár hefur fs-
lenzk-ameríska félagið haft milli-
göngu um að aðstoða unga menn
og konur við að komast til Banda-
ríkjanna til starfsþjálfunar. Er
þessi fyrirgreiðsla á vegum The
American-Scandinavian Foundati-
on í New York. Höfuðtilgangurinn
með þessum ferðum er, að menn
geti aflað sér aukinnar þjálfunar
og kynnt sér nýjungar í starfs-
Fyrir nokkrum dögum hóf
sokkaverksm'Sjan Eva á Akra
rtesi framleiðslu sína, en hún
er fyrsfa verksmiðjan hér á
landi, sem framleiðir nælon-
^okka. Forsfióri verksmiðj-
•jnnar er Ragnar Sigfússon,
en framkvæmdastjóri Ingi
Þorsteinsson
Framleiðsla verksmiðjunnar er
auðvitað ennþá í smáum stíl, en
er bæði seld á erlendum og inn-
lendum markaði. Það var fyrst fyr-
ir tveimur árum, að Ingi Þorsteins
son, framkvæmdastjóri verzlunar-
innar, heimsótti erlendar sokka-
verksmiðjur með það í huga, að
setja slíka verksmiðju á stofn hér
heima.
Akranes varð fyrir valinu, þar
sem lítið er um annan léttan iðn-
að þar og fékk verksmiðjan 10 vél
ar frá Tékkóslóvakíu, en þaðan
þykja þær einna beztar. Rekstur
verksmiðjunnar hófst fyrstu dag-
ana í janúar, en með vélunum kom
tæknifræðingur frá verksmiðjunni
og mun hann dveljast hér í tvo
mánuði.
Þráðurinn í sokkana er fluttur
KI-Eskifirði, 14. janúar.
VERTÍÐ er nú hafin á'Eskifirði,
en þaðan verða í vetur gerðir út
5 bátar, Vattarnes, Seley, Jón
Kjartansson, Guðrún Þorkelsdótt-
ir og Steingrímur trölli. Eru bát-
ar þessir af stærðinni 150 til 280
lestir. Jón Kjartansson, er kom
til landsins á Þorláksmessu, er
þeirra stærstur. Bátarnir lögðu
upp í sína fyrstu veiðiför miðviku
daginn í síðustu viku, en þeir
stunda útilegu og sækja yfirlejtt
suður í Meðallands- og Mýrarbug,
en það er 16 til 18 stunda sigling
Guðmundur Kjartansson: Eld-
stöðvar á Kili — 26- jan. 1964.
Hallgrímur Jónasson: Hveravell-
ir — 2. febr. 1964.
Ólafur Jónsson: Brennisteins-
hverasvæði í Þingeyjarsýslu — 9.
febr. 1964.
Jón Jónsson: Hverasvæði á
Reykjanesi — 16. febrúar 1964.
Kristján Sæmundsson: Hengils-
svæði — 23. febr. 1964.
Sigurður Þórarinsson: Grímsvötn
— 1. marz 1964.
Magnús Jóhannsson: Kverkfjöll
— 8. marz, 1964.
grein sinni. Um margs konar störf
er að ræða, en nú er einkum leit-
að eftir umsóknum um ýmis störf
í landbúnaði og garðyrkju, Myndi
starfstímabilið hefjast á vori kom-
anda og vara 12—18 mánuði.
Nauðsynlegt er, að umsækjandi
hafi talsverða reynslu í starfsgrein
sinni, og hann verður að hafa sæmi
iegt vald á enskri tungu. Að jafn-
inn frá Ítalíu og talinn sá bezti,
sem völ er á í Evrópu, en fyrst
um sinn hefur verið samið við
sokkaverksmiðju í Belgíu um að
taka að sér litun og innpökkun
á sokkunum. Því fylgir sá kostur,
að útlendir sérfræðingar fylgjast
með framleiðslunni fyrstu mánuð-
ina, því fyrr en síðar mun verk-
smiðjan á Akranesi sjálf taka að
sér litun og pökkun, en gæði ís-
lenzku sokkanna ættu að vera jafn
mikil og annarra nælonsokka.
Þess má geta að Ingi Þorsteins
son hefur teiknað umbúðir Evu-
sokkanna og þykja þær mjög fal-
legar. W- du Veylder, forstjóri
belgísku sokkaverksmiðjunnar,
sem mun taka að sér litunina og
innpökkunina hefur dvalizt hér á
iandi í nokkra daga, til að kynna
sér verksmiðjuna, og sagðist hann
ætla, að hún hefði öll skilyrði til
að framleiða fyrsta flokks vöru.
Hann er fulltrúi lands síns í
heimssambandi nælonsokkafram-
leiðanda og einn af fimm stjórnar
mönnum þess. Það er þetta sam-
band m. a., sem ákveður nokkrum
mánuðum fyrirfram, hvernig sokka
tízkan verður þetta og þetta miss-
frá heimahöfn. í dag kom svo
fyrsti báturinn aftur heim. Var
það Vattarnes með 20 lestir. —
Höfðu gæftir verið mjög stopular
síðan bátarnir fóru út. Er hér mið
•að við aðgerðan fisk með haus.
í fyrravetur voru 4 bátar gerðir
út frá Eskifirði, og má segja, að
vertíð hafi þá tekizt allvel. Afla-
hæsti báturinn þá var Vattarnes
með 720 lestir af aðgerðum fiski
með haus. Útlit er fyrir mikla
vinnu á Eskifirði í vetur, en skort
ur er fyrirsjáanlegur á kvenfólki
og flökurum í frystihús.
Jón Jónsson: Hverasvæði í Borg-
arfirði — 15. marz. 1964.
Sigurður Þórarinsson: Eldstöðv-
ar í sjó og Surtur — 22. marz ’64
Þessi sunnudagserindi útvarps-
ins eru orðin mjög vinsæl. — Er
reynt að láta skiptast nokkuð á
verkefni úr hugvísindum og raun-
vísindum og hefur margt nýtt og
skemmtilegt komið fram í þeim
og merk og erfið viðfangsefni sett
fram í lipran og aðgengilegan hátt.
Sum erindin hafa eftir á verið gef-
in út í bókum, s.s. Vísindi nútím-
ans og Náttúra íslands.
aði skulu umsækjendur ekki vera
yngri en 22 ára. Fá starfsmenn
grejdd laun, er eiga að nægja fyr-
ir dvalarkostnaði, en greiða sjálf-
ir ferðakostnað.
Nánari upplýsingar verða veittar
á skrifstofu Íslenzk-ameríska fé-
lagsins, Hafnarstræti 19, 2. hæð,
þriðjudaga kl. 5—6 e. h. (sími:
17266).
erið. Er það ómetanlegt gagn fyrir
verksmiðjuna, að hafa samband
við slíkan mann.
Framleiddar verða allar venju-
legar gerðir nælonsokka, auk
iykkjufallslausra sokka og crepe-
sokka, en verðið hefur ekki verið
ákveðið ennþá, þó að það muni
verða fyllilega samkeppnisfært við
erlenda verðálagningu.
Forseta
gefnar
bækur
Reykjavík, 16. janúar 1964.
Sendiherra Bandaríkjanna
James K Psrtfield heimsótti
forseta íslancis 10. janúar og
afhenti honum að gjöf vfir
hundraS amerískar bækur,
tr bandaríska bóksalafélagið
hefir gefið hingað.
Skýrði sendiherrann frá, að
sams konar bókagjafar væru afhent
ar þjóðhöfðingjum ýmissa annarra
Janda, sem sýnishorn bandarískra
bókmennta og menningar.
Hefur bandaríska bóksalafélagið
á fjögurra ára fresti, síðan 1929,
gefið bækur til Hvíta hússins í
Washington, en ákvað árið 1962,
með vitund þáverandi forseta
Bandaríkjanna, John F. Kennedy,
að þjóðhöfð. ýmissa ríkja skyldu
einnig sendar bókagjafir á svipað-
lan hátt og' gert hefur verið til
Hvíta hússins.
Forsetinn þakkaði þessa veglegu
gjöf og skýrði sendiherranum frá,
að bækurnar myndu varðveittar í
bókhlöðu þeirri, sem nú er verið
að reisa á forsetasetrinu að Bessa-
stöðum.
Bækurnar eru til sýnis á bóka-
sýningu þeirri, sem Upplýsinga-
þjónusta Bandaríkjanna hefur í
Þjóðminjasafninu og verður opnuð
í dag.________________
Skemmtun
í London
HIN ÁRLEGA jólatrésskemmt-
un Félags íslendinga í London var
haldin laugardaginn 28. des. í May
fairia Rooms. Mættu á skemmtun-
inni 45 börn og 40 fullorðnir.
Hófst skemmtunin á því, að
dans var stiginn umhverfis fagur-
lega skreytt jólatré. Voru að vanda
sungnir íslenzkir og enskir jóla-
söngvai við undirleik Jóhanns
Tryggvasonar.
Þá voru fram bornar veitingar
en því næst sýndi töframaður list-
ir sínar við gífurlegan fagnað
hinna ungu áhorfenda. Þó náði eft-
irvæntingin hámarki sínu, þegar
íúðraþytur boðaði komu jólasveins
ins. Var hann kominn um langan
veg, alla ieið frá íslandi, og hafði
meðferðis fuilan poka af hinum
ágætustu gjöfum. Bar hann hin-
um ungu gestum kveðjur og jóla-
óskir frá jafnöldrum þeirra á ís-
landi og lék við hvern sinn fing-
ur.
Að skemmtuninni lokinni fengu
liinir ungu gestir munngæti og
blöðrur í nestið. I
ERINDAFLOKKUR UM
HVERASVÆÐ! 0G ELDFJÖLL
Starfsþjálfun í landbúnaði
Vertíft hafin
á Eskifírði
TÍMINN, laugardaginn 18. ianúar 1964 —
„Herra Einar" og
hans menn
í síðasta tölublaði Dags á Ak-
ureyri segir þetta m.a.:
„Áramótahugleiðingar EinaTs
Olgeirssonar í Þjóðviljanum
fjalla að verulegu leyti um
verkföllin í vetur. Það vekur
strax athygli hve fáorður hann
er um hið illræmda kaupbind-
ingarfrumvarp ríkisstjórnar-
innar. Ilelzt er á honum að
skilja, að einhverjir vondir at-
vinnurekendur hafi komið Ól-
afi Thors og Bjarna Benedikts-
syni til að bera þetta frumvarp
fram á Alþingi. En í sambandi
við uppgjör stjóirnarinnar 9.
nóv. faar Ólafur hið mesta 'lof
hjá þessum fornvini sínum.
Einar Olgeirsson segir, að
þessi „gæfudagurinn", sem
hann svo nefnir, hafi fyrst og
fremst verið tveim mönnum að
þakka:
Síðu-Hallur
„— — Ólafi Thors, hinum
aldna, reynda og slynga for-
ingja íslenzkrar auðmannastétt
ar ,er kaus að láta sáttairverkið
verða sitt síðasta handtak sem
forsætisráðherra — og Eðvarð
Sigurðssyni formanni Dagsbrún
ar, hinum trausta, forsjála og
gifturíka forystumanni íslenzkir
ar verkalýðshreyfingar, hikaði
ekki við að fara að dæmi Halls
á Síðu og semja við foringja
andstæðinganna er þjóðinni
reið allra mest á“ (orðrétt).
Það fór nú raunar svo, að
hvoirki „sáttarverk" hins aldr-
aða, reynda og slynga foringja,
né andi Síðu-Halls gátu komið
í veg fyrir desemberverkfallið.
Bjama-þáttur
Um þetta verkfall verður E.
O. nokkuð tíðrætt, en aðeins
ein ný persóna kemur þar til
sögunnar Hannibal, Lúðvík og
Björn eru þar ekki nefndir á
nafn og munu þó hafa látið
þessi mál nokkuð til sín taka.
En um þetta leyti var arftaki
Ólafs Thors, Bjarni Benedikts-
son, kominn til sögu, sem for-
sætisráðherra, og samúð „herra
Einars*' virðist hafa fýlgt arf-
leifðinni:
„Hvorki skortir Bjarna Bene-
diktsson gáfurnar né sóknar-
hörkuna til að fylgja fram því,
sem hann álítur rétt eða vitur-
legt eða hvort tveggja,“ segir
E. O. „En öfl voru að verki,
sem vildu gera hinum nýja
foringja sem erfiðast að feta í
fótspor fyrirrennara síns á sátta
brautinni.“ Arftekinn sáttuhug-
ur hins nýja foringja og andi
Halls á Síðu fundu þó að lok-
um íausn mála, samkv. frásögn
Einars. „Þótt enn sé eftir að
uppskera ávexti þeirra sátta, er
þá var sáð ti!“ þ. e. 9. nóv.
Einnig þessi ummæli eru tekin
orðrétt úr áramótagrein E. O.
Undir lokin kemst E. O. að
orði á þessa leið:
Valdahlutföll höfuðstéttanna
eru jdík, að landinu verður ekki
stjórnað gegn verkalýðnum
nema með sífelidum hjaðninga-
vígum.sem eyðileggja þjóðarhag
vorn. — Og LANDINU VERÐ-
UR AÐ VÍSU HELDUR EKKI
STJÓRNAÐ G E G N AUÐ-
MANNASTÉTTINNI í HEILD
MEÐ ÞEIM PÓLITÍSKU
V ALD AHLUTFÖLLUM, SEM
NÚ ERU“. □
3