Tíminn - 18.01.1964, Síða 14
ÞRIÐJA RIKIÐ
WILLIAM L. SHIRER
var, hversu áiúprist afstaða Pól-
verja væri.“
Göring las upp í réttinum leyni-
fyrirmæli Lipskis, sem sögðu, að
sendiherrann ætti að halda sig
utan við opinberar samningavið-
ræður „undir hvaða kringumstæð-
um, sem yrðu“, og skyldi halda
fast við það, að hann „hefði ekki
vald til þess að semja“ og hann
væri einungis kominn til þess að
afhenda opinbera orðsendingu
stjómar sinnar. Marskálkurinn
gerði mikið úr þessu í framburði
sínum, þegar hann árangurslaust
reyndi að telja dómurunum í Niirn
berg trú um, að Póll'and hefði
„eyðilagt" síðustu tilraun Hitlers
til þess að viðhalda friðinum, og
eins og hann sagði: hann sjálfur,
þ.e. Göring hefði ekki viljað styrj-
öld og hefði því gert allt sem hann
gat til þess að koma í veg fyrir
hana. En það var ekki mikill litar-
munur á sannsögli Görings og
Ribbentrops og dæmi um hinn fyrr
nefnda er staðhæfing hans í rétt-
inum um, að Hitler hafi ekki á-
kveðið „innrásina næsta dag“ fyrr
en kl. 6:15, 31. ágúst, eftir að
Lipski hafði komið í heimsóknina
til' Wilhelmstrasse.
Sannleikurinn hljómaði allt öðru
vísi. Reyndar voru allar þessar ör-
væntingarfullu aðgerðir hinna
þreyttu og uppgefnu stjórnmála-
manna á elleftu stundu síðasta
dag ágústmánaðar 1939, algjörlega
tilgangslausar og hvað Þjóðverj-
um við kom, voru þær aðeins og
af ásettu ráði blekkingar einar.
Því klukkan hálfeitt um daginn,
áður en Halifax lávarður hafði
hvatt Pólverjana til þess að vera
samvinnuþýðari, og áður en Lipski
hafði farið til fundar við Ribben-
trop og áður en Þjóðverjar höfðu
tilkynnt opinberlega hinar „veg-
lyndu“ uppástungur sínar við Pól-
land og áður en Mussolini hafði
reynt að skerast í leikinn, var
Adolf Hitler búinn að taka loka-
ákvörðun sína og gefa út ákveðna
skipun um, að hnettinum skyldi
varpað út í þá blóðugustu styrj-
öld, sem hann hafði nokkru sinni
gengið í gegnum.
Æðsti yfirmaður herjanna.
Algjört leyndarmál.
y
Berlín, 31. ágúst 1939.
Fyrirmæli nr. I, varðandi fram-
kvæmd styrjaldarinnar. •
1. Nú, þegar allir stjórnmála-
legir möguleikar eru úr sögunni,
sem hefðu getað leyst á friðsam-
l'egan hátt vandamálin á austur-
landamærunum, sem eru óþolandi
fyrir Þýzkaland, hef ég ákveðið að
leysa vandann með valdi.
2. Árásina á Pólland á að fram-
kvæma í samræmi við undirbún-
ing þann, sem gerður var fyrir
áætlunina Hvitt, að því undan-
skildu, að landherinn hefur því
sem næst framkvæmt það, sem|
hann átti að vera búinn að gera,
þegar til átakanna kæmi.
Verkaskipting og takmarkið með
aðgerðunum haldast óbreytt.
j Árásardagur: 1. september 1939.
Árásartími: 4:45 að morgni
, (skrifað inn með rauðum blýanti).
Þessi tímasetning gildir einnig
fyrir aðgerðirnar í Gdynia, Danzig-
' flóa og við Dirschau-brú.
I 3. Mikilvægt er á vesturvígstöðv
j unum, að ábyrgðin fyrir upphafi
átakanna hvíli á Englandi og
Frakklandi. Sem stendur, verður
óverulegum landamæraskærum
' aðeins mætt með þeim liðsstyrk,
|sem fyrir er.
Virða verður hlutleysi Hollands,
Belgíu, Luxemborgar og Sviss, en
við höfum viðurkennt það.
Á landi á ekki að fara yfir vest-
urlandamæri Þýzkalands nema á
undan komi leyfi frá mér.
Á sjó gegnir sama máli um allar
hernaðaraðgerðir eða aðgerðir,
sem litið verður á sem slíkar.
4. Ef Bretland og Frakkland
hefja árásir á Þýzkaland, er það
verkefni Wehrmacht-liðsins í
vestri, að spara krafta sína eins
mikið og hægt er, til þess að
skapa þannig aðstöðu til sigurs í
aðgerðunum gegn Póllandi. Innan
þessara takmarka á að reyna eins
og hægt er, að eyðileggja bæði lið
óvinanna og efnahagsl'egar upp-
sprettur þeirra. Ég áskil mér rétt
til þess að gefa skipunina um árás,
hvernig sem allt fer.
Landherinn á að halda vestur-
veggnum og vinna að undirbún-
ingi þess að koma í veg fyrir að
farið verði þar yfir, ef Vestur-
veldin virða að engu hlutleysisyfir-
lýsingar Belgíu og Hollands og
fara yfir landsvæði þeirra . . .
Sjóherinn á að halda uppi árás-
um á kaupskipafl'otann, og beinist
þær aðallega gegn Englandi. . . .
Flugherinn á, í fyrsta lagi, að koma
í veg fyrir að franski og brezki
flugherinn geri árás á þýzka land-
herinn og þýzkt Lebensraum.
Hefja skal undirbúning að notk-
un Luftwaffe í styrjöldinni gegn
Englandi til þess að eyðileggja
brezka birgðaflutninga á hafi úti,
sömuleiðis hergagnaframleiðsluna,
og koma í veg fyrir liðsflutninga
til Frakklands. Nota skal hentugt
tækifæri til þess að gera árangurs-
ríka árás á brezkar flotadeildir,
sérstaklega herskip og flugvéla-
móðurskip. Ég ákveð sjálfur, hve-
nær gerð verður árás á London.
Undirbúa skal árásir á brezka
meginl'andið, og hafa í huga, að
komast verður hjá hálfum árangri
vegna ónógs liðs.
ADOLF HITLER
flB«aiHaB8gBSS5g^gli
164
Stuttu eftir hádegi 31. ágúst
gaf Hitler formlega og skriflega
út skipun um árásina á Pólland,
sem átti að hefjast í dagrenningu
næsta dag. Eins og fyrstu fyrir-
skipanir hans sýna, var hann enn
ekki fullviss um það, hvað Bret-
land og Frakkland myndu gera.
Hann ætlaði að láta bíða með að
ráðast á þau. Ef þau sýndu áreitni,
var hann reiðubúinn að mæta
þeim.
Ef til vill hafði foringinn tekið
hina örlagaríku ákvörðun sína held
ur fyrr en klukkan 12:30 þennan
síðasta dag ágústmánaðar. Klukk-
an 6:40 eftir hádegi daginn áður,
hripaði Halder niður orðsendingu
í dagbók sína. Hún var frá Curt
Siewert ofursta, aðstoðarmanni
von Brauchitsch hershöfðingja:
„Undirbúið allt, þannig, að árásin
geti hafizt klukkan 4:30 að morgni
1. september. Ef þörf verður á
frestun vegna samningaumleitan-
anna í London þá 2. september. Ef
svo fer, verðum við látnir vita
fyrir klukkan 3 eftir hádegi á
morgun. . . . Foringinn: annað
hvort 1. eða 2. september. Allt
verður komið af stað 2. septem-
ber“. Vegna h.austrigninga, varð
árásin að hefjast þegar í stað, eða
hætta við hana fyrir fullt og allt.
Mjög snemma um morguninn 31.
ágúst, á meðan Hitler hélt því enn
fram, að hann væri að bíða eftir
pólskum sendimanni, fékk þýzki
landherinn skipanir sínar. Klukk-
an 6:30 skrifaði Halder í dagbók
ina: „Orð hafa borizt frá Ríkis
kanslarahöllinni um, að árásar-
skipanirnar hafi verið gefnar. og
hljóði upp á 1. september.“ Klukk-
an 11:30: Stiilpnagel hershöfðingi
hefur skýrt frá því, að tíminn hafi
varið ákveðinn kl. 04:45 um morg-
uninn. Sagt er óhjákvæmilegt ann-
að en Vesturveldin grípi fram í,
en þrátt fyrir það, hefur foringinn
ákveðið, að árásin skul'i gerð.“
Klukkustundu síðar var gefin út
hin formlega skipun nr. 1.
Ég minnist þess, að andrúms-
loftið var þungt í Berlín þenn-
an dag, allir virtust ganga um í
dvala. Klukkan 7:25 um morgvun-
inn, hafði Weizsacker hringt til
Ulrich von Hassell, eins af „sam-
særismönnunum" og beðið hann
að flýta sér strax til fundar við
sig. Ríkisritarinn eygði aðeins eina
von: að Henderson myndi fá Lip-
53
útilokað í þessu hræðilega húsi.
Og eftir því sem hjónaband þeirra
varð innilegra, varð ég æ vonbetri
um sjálfan mig og Min.
Það var farið að kólna í veðri,
þegar húsið var loksins fullbúið,
hlýlegt og notalegt. Stór setustofa
með dásamlegum arni og bókahill-
um frá lofti til gólfs á veggnum á
móti, sólrík borðstofa, frekar lítið
en skemmtilegt og haganlegt eld-
hús, svefnherbergi með útsýni yfir
aUan dalinn og tvö önnur lítil
svefnherbergi. Annað var kallað
gestaherbergið, hitt: „einkaher-
bergið“, en það var lítill vandi að
geta sér til um, til hvers það var
ætiað.
Phil nefndi það við mig einn
daginn, þegar við vorum saman að
starfi á sjúkrahúsinu. Ég vissi
mæta vel, að Phil hafði séð í
gegnum hjálpsemi Min. Ég býst
ekki við, að Min hafi verið eins
opinská við hann eins og Page, en
hann hafði nú samt skilið áform
hennar frá upphafi. Hann var
henni þakklátur, og hafði gaman
af stjórnsemi hennar. Ég hel'd,
að hann hafi verið mjög feginn, að
Min skyldi hafa tekið í taumana,
áður en þau tvö önuðu út í ófær-
una saman. Ilonum geðjaðist mjög
vel að Min og hefði svo auðveld-
lega getað orðið ástfanginn af
henni. En þetta var að öllu leyti
betra svona.
Hjúkrunarkona kom örvilnuð
til okkar og sagði, að það vantaði
sárabindi og hún væri alveg í vand
ræðum.
Phil dró af sér hanzkana og
starði undrandi á hana. — Og
hvers vegna í ósköpunum hring-
irðu ekki á apótekið og pantar
nægar birgðir?
Hún hrökk undan og hljóp fram
til' að hringja. Ég gat ekki annað
en brosað að viðbrögðum henn-
ar. Phil glotti. — Konur, fussaði
hann.'Alltaf konur allt í kringum
mann. Hjúkrunarkonur hér — Min
heima —
Hann gaut augunum vandræða-
lega til mín.
— Þú getur alltaf ýtt Min til
hliðar, ef hún er of nærgöngul,
sagði ég.
— Já, mér datt það líka í hug
í gærkvöldi. Page getur nú gert
sitt af hverju upp á eigin spýtur,
get ég sagt þér.
— Hm!, ég var ekki alveg jafn
viss um þetta atriði.
— Hún er mjög sjálfstæð, sagði
Phil ákafur.
— Auðvitað, sagði ég.
— Þú skilur hana ekki, sagði
Phil ergilegur. En þú átt eftir að
komast að raun um — og Min
einnig — að ef Page Scoles tekur
eitthvað í sig, þá framkvæmir hún
það án ihlutunar annarra.
Ilann sló hönzkunum við lófann
á sér, svo að small í. — Ég býst til
dæmis ekki við, að það verði Min,
sem ákveður, hvenær við eignumst
fyrsta barnið.
— Nei, heyrðu nú, Phil . . .
— Ég veit, að hún vill vel,
Whit. Ég er henni mjög þakklát-
ur fyrir að hafa vakið áhuga Page
á húsmóðurstörfunum og hjálpað
henni yfir fyrstu örðugleikana við
að setjast að hér í Berilo. En það
er sitt af hverju, sem maður kærir
sig ekki um, að aðrir stingi nefinu
niður í. Og Page skilur það, en ég
er ekki eins viss um Min.
Ég gat ekki sagt neitt við því.
Því að ég var ekki svo viss heldur.
' Ég ætla ekki að lýsa næstu mán-
uðum. Þeir liðu við óþreytandi
kennsluæfingar hjá Min og Page,
og við karlmennirnir forðuðumst
að skipta okkur af því. Min var
sem sagt að kenna Page að elda
mat. Min átti ýmislegt ólært sjálf,
svo að þetta varð hálfgerð til-
raunamatseld, en þær höfðu báðar
mikla gleði af starfinu. j
Phil var þolinmæðin sjálf, Það,
ÁSTIR LÆKNISINS
ELIZABETH SEIFERT
sem fram fór í eldhúsinu, var einn
þátturinn í að treysta sambúð
þeirra, og þó að hann yrði að
leggja sér til munns sitt af hverju,
sem hann hafði ekki vanizt, þá
umbar hann það með þögn og þol-
inmæði. Um jólaleytið var Page
orðin svo fær í matargerðarlist-
inni, að hún kvaðst reiðubúin til
að bjóða til þeirrar veizlu, sem
Phil hafði svo lengi dreymt um
að halda. Það skyldi verða fínn
miðdegisverður, ef hann vildi,
sagði hún.
Kalkúninn, baunirnar og salatið
og hinn stórkostlegi eftirréttur,
sem húsmóðirin bar á borð fyrir
gestina, var allt vel heppnað, og
Phil var eins og montinn hani.
Kaffið var dásamlegt.
Við Min hjálpuðum til við að
ganga frá eftir veizluna, eftir að
gestirnir höfðu kvatt. Okkur lang-
aði til að njóta gleði Scoles-hjón-
anna yfir þessu vel heppnaða boði.
Phil var svo ánægður, að hann tók
óbeðinn þátt í uppþvottinum.
— Ég vissi, að fólkinu hérna
mundi geðjast vel að þér, þegar
það kynntist þér, sagði hann við
Page.
— Þeim geðjaðist vel að mér í
kvöld, sagði Page blátt áfram, af
því að ég kann að elda mat. Baun-
irnar mínar voru ágætar.
Phil sneri sér að henni. —
Elskan.
— Það er allt í lagi með mig,
fullyrti Page. Það er mjög mikil-
vægt að vera dugleg húsmóðir.
Og að kunna að framreiða góðan
mat er blátt áfram nauðsynlegt og
óhjákvæmilegt.
Min brosti til mín í laurni.
— Ef ég hefði haldið áfram á
vísindabrautinni, hefði ég getað
komizt hjá þessu, hélt Page áfram.
En úr því ég hef nú einu sinni
tekizt það hlutverk á hendur að j
vera húsmóðir, þá verð ég líka að
vera það.
Phil horfði rannsakandi á hana.
—- Iðrastu þess að hafa skipt um
hlutverk? spurði hann hikandi.
— Ó,nei, sagði Page. Það er
heldur ekki beint um hlutverka-
skipti að ræða. Ég er enn þá vís-
indakona, en nú er ég húsmóðir
að auki.
Hann hallaði sér að henni og
kyssti hana á vangann. — Og dug-
leg húsmóðir í þokkabót, sagði
hann innilega.
Min var stolt af hlutdeild sinni í
þessum mikilsverða árangri. Ég
var ánægður líka. Og næstu mán-
uðir liðu við þessa sömu, friðsælu
hamingju sem umvafði okkur Min
einnig.
Ég minnist sérstaklega kvölds-
ins, þegar konurnar tvær sátu og
skeggræddu um föt og make-up —
og gerðu tilraunir með það síðar-
nefnda, okkur læknunum tveimur
til furðu blandinnar skelfingar.
Þær komust að þeirri gáfulegu |
niðurstöðu, að augu Page væru
aðalatriðið í andliti hennar, og
þess vegna yrði allt make-up að \
byggjast á þeim. Min lýsti því
yfir, að hún hefði augu, eins og í
kamelljóni — ekki grá og hún
stældi lengi um það við Phil. Vissu
lega væru þau það! Litur þeirra
væri undir því kominn, i hvernig
skapi Page væri í það og það skipt-
ið, stundum væru þau blágrá,
stundum græn.
— Ja-á, samsinnti Phil með
tregðu. Ég hef tekið eftir því.
— Og hún verður að taka til-
lit til þess, þegar hún farðar sig.
— En hvað skeður, skaut ég inn
í, ef hún byrjar kvöldið í græn-
eygðu skapi og kemst svo í bláeygt
skap um klukkan tíu?
— Ó, Whit! hrópaði Min æst.
— Ég skil þetta ekki heldur,
sagði Phil mér til stuðnings.
Konurnar tvær létu sem við
værum ekki til. Augu Min voru
ekkert vandamál, þau voru alltaf
jafn brún, og hörundsliturinn,.
augabrúnirnar og hárið í samræmi
við þau. Auk þess var það tnunn-
ur hennar, sem bar allt annað í
andlitinu ofurliði.
— Og stundum ber hann allt
og alla ofurliði, muldraði ég. Þær
létust ekki heyra, en Phil glotti
til mín samsinnandi.
Min lýsti því yfir næst, að Page
hefði löng og falleg augnahár og
augun sjálf væru lítið eitt möndlu-
laga. Ofurlítill blár augnskuggi
mundi hafa góð áhrif. Við karl-
mennirnir tókum út úr okkur píp-
urnar og horfðum gapandi á að-
farir kvennanna. Aðeins lítið eitt,
sagði Min, við sérstök tækifæri.
— Við sérstök tækifæri, já, sam-
sinnti Phil. Ef hún væri svona við
húsverkin, gæti það lekið niður í
súpuna.
— Hvaða vitleysa, sagði Min
hvasst. En sérhver kona þarfnast
dálítilla hjálparmeðala við sérstök
14
TÍMINN, laugardaginn 18. janúar 1964 —