Tíminn - 06.02.1964, Blaðsíða 16
SNJÓFLÓDID TÓK MEÐ SÉR
VÖRUBÍL - NAUM BJÖRGUN
ÞH-Laufási, ÞB-Kópaskeri,
ÞJ-Húsavík, 5. febrúar
Á 11. tímanum í gærkvöldi
lenti snjófióð á vörubíl, sem var
á leið til Kópaskers. Bíllinn var
staddur í Auðbjargarstaðabrekku,
þegar snjóflóðið lenti aftan á bfln
um, iagði hann á hliðina og ýtti
honum út af veginum, en síðan
rann hann eina 80—100 metra nið-
Geislaður matur á hvers
4 '
manns disk eftir örfá ár
FB-Reykjavík, 5. febrúar.
EKKI mun líða á löngu þar
til farið verður að geisla mat-
vörur með atómgeislum, en
við þetta margfaldast geymslu-
l»ol matarins. Sérstaklega er
þetta mikilvægt í sambandi við
fiskinn, en hann hefur reynzt
mjög hæfur til þessarar með-
ferðar. Tapar hann í engu
bragði, en yísindamennirnir
hafa átt í nokkrum erfiðleikum
cinmitt í sambandi við bragðið.
Danir eru langt komnir í til-
raunum á þessu sviði og yfir-
maður tilrauna þeirra í kjarn-
orkuverinu í Risö er íslending-
urinn Ari Brynjólfsson magist-
er.
Tilraunir með geislun mat-
vara hófust fyrir um það bil 40
árum, en fyrst fyrir 10 árum
komst v.erulegur skriður á þessi
mál, og nú eru menn farnir að
neyta geislaðra matvæla, en þó
aðeins í tilraunaskyni. í Dan-
mörku hafa 100 húsmæður tek
ið þátt í tilraununum, og eiga
þær að láta skoðun sína í ljós
á gæðum matarins, sem tilraun
ir standa yfir með.
Atomgeislum er beint að mat
vörunum, og við það eyðileggj-
ast bakteríur og alls kyns gróð
ur, sem í þeim er. en um leið
og geisluninni er lokið, er mat
varan algjörlega óskaðleg,
Vísindamennirnir hafa átt í
nokkrum erfiðleikum með að
láta bragð hverrar einstakrar
tegundar halda sér, enda eru
þær imismunandi næmar fyrir
geisluninni. Svínaflesk og kjúkl
ingar eru sagðir jafnvel betri
eftir geislunina en á undan, en
hins vegar myndi enginn viður-
kenna bragðið, sem kemur af
skinkunni. Tilraunir með nauta
kjöt hafa gengið sérstaklega
vel, og er búizt við að það ætti
að verða komið í búðir geislað
eftir tæp tvö ár.
Fiskur virðist sérstaklega
hentugur til Beislunar, og ættu
þessar nýju aðferðir við
geymslu hans að opna ótöluleg
ar leiðir til framleiðslu og nýt-
ingar hans. Geymsiuþolið verð-
ur fimm sinnum meira en ella
sé þessi nýja aðferð notuð, og
myndi þetta hafa gífurlega
breytingu í för með sér varð-
?ndi fiskútflutning.
Nú skyldu margir ætla, að
geislunaraðferðin yrði nokkuð
dýr, og jafnvel dýrari en nið-
ursuða eða frysting matvara.
Bandaríkjamenn hafa komizt að
annarri niðurstöðu. Segja þeir,
að árið 1965 verði Eeisluð vara
orðin fullkomlega samkeppnis-
fær við aðrar vörur, sem hafa
annað hvort verið soðnar
ur eða frystar.
nið-
ARI BRYNJÓLFSSON
MESTISILDARAFLINN
KJ-Reykjavík, 5. febrúar.
Mesti afli á vetrarsfldveiðunum
fékkst s.l. sólarhring, er 46 bátar
fengu 55,350 tunnur sfldar. Sfldin
er á svipuðum slóðum og undan-
REYKJANES-
KJÖRDÆMI
FUNDUR verður haldinn í kjör-
dæmissambandi Framsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi
þriðjudaginn 11. febrúar n. k. og
hefst kl. 20,30 í félagsheimilinu,
Tjarnargötu 26. Formenn flokks-
félaganna í kjördæminu mæti einu
ig á fundinum.
farið, en þó heldur grynnra í Með-
allandsdýpinu. Gott veður var á
miðunum og öll skilyrði hin ákjós-
anlegustu til veiðanna. Bátarnir
fóru með síldina til Austfjarða-
hafna, Vestmannaeyja og á hafn.
ir hér SV-Iands. Bátarnir sem fóru
til Vestmannaeyja voru á leið aft
ur á miðin um kl. sjö í kvöld, og
er blaðið hafði samband við Jón
Einarsson á Þorsteini þorskabít
taldi hann horfurnar góðar í nótt,
veðrið væri ágætt og stöðugt lóð-
að á góðar torfur.
Frekar fáir bátar eru á miðun-
um núna, því þeir fengu allir síld
í nótt, sem þar voru. Vestmannc-
eyjabátarnir eru nú bezt settir
að stunda veiðarnar, þurfa ekki að
stíma nema 8—9 tíma í stað 20
tíma eins og bátamir sem landa
hér SV-lands.
Afli bátanna var sem hér grein-
ir: Guðmundur Þórðarson 1500,
Sigurður Bjarnason 1600, Ársæll
Sigurðsson 1000, Gulltoppur 800,
KEFLAVÍ KU RVALLARMÁLIГ
jj
3 sitia inni
IGÞ-Reykjavík, 5. febrúar
Siðan síðastliðinn föstudag hafa
þrír menn setið í gæzluvarðhaldi í
Hegningahúsinu við Skólavörðu-
stíg, út af einhverju fjársvikamáli
á Keflavíkurflugvelli.
Eftir fyrri fregnum að dæma mun
hér vera um að ræða mál í sam-
bandi við á'vísanir og launagreiðsl-
ur. Fjársvikamál eru nú að verða
daglegur viðburður og liggur við að
þurfi spjaldskrá til að ruglast' ekki
á þeim. Ekki bætir úr skák, að
rannsóknardómarar, sem um þessi
mál fjalla, skýra lítt frá gangi
mála. í rauninni veit enginn fyrir
hvað þessir þrír eru nú í gæzlu-
varðhaldi. í dag reyndi Tíminn
að ná tali af Ólafi Þorlákssyni, sem
hefur rannsókn þessa „Keflavíkur
vallarmáls" á hendi, og ætlaði að
Framhalo á l& siðu
YFIR 186 ÞÚS.
ÍSLENDINGAR
HF-Reykjavik, 5. febrúar.
HAGSTOFA ÍSLANDS hef-
ur nú tekið saman bráða-
birgðatölur um mannfjöld-
ann á íslandi 1. des., árið
1963. Á öllu landinu eru íbú
ar 186,525 það er 3.482 fleiri
en 1. des. árið 1962. Við lest
ur þessarar skýrslu Hagstof-
unnar kemur fram, að Hafn
arfjörður er ekki lengur 3.
stærsti kaupstaður á land-
inu, heldur Kópavogur. —
íbúar Kópavogs eru 37 fleiri
Framhald á 15 síðu
Sigurpáll 1500, Faxi 1800, Engey
1450, Hafþór 800, Víðir II. 1100,
Hafrún 1700, Oddgeir 1300, Ólafur
Magnússon 1200, Arnfirðingur
1500, Grótta 1800, Helgi Flóvents-
son 1400, Reynir 650, Vonin 1500
Gullborg 900, Haraldur 1600, Ögri
1000, Margrét 1500, Ásbjörn 900,
Bergur 1600, Sigfús Bergmann
800, Lómur 850, Halkion 600. Kóp-
ur 650, Kristbjörg 1100, Hrafn
Sveinbjarnarspn III. 900, Árni
Framhalú á IS siðu
ur brekkuna, þar sem hann stöðv-
aðist á barði, sem stóð upp úr
snjónum. Þrír menn voru í bflnum
og sluppu þeir allir ómeiddir.
Gunnar Gunnarsson bílstjóri var
að koma frá Reykjavík á Henchel
vörubílnum Þ-1009, tveir farþegar
voru í bflnum og 2—3 tonn af vör
um. Þegar bíllinn var kominn að
efri beygjunni í Auðbjargarstaða
brekku kom skyndilega snjóskriða
sem lenti aftan á honum.
Bíllinn fór á hliðina og rann
síðan niður brekkuna langa leið,
en stöðvaðist á barði, sem þar stóð
upp úr snjónum. Mikil mildi þyk
ir, að bíllinn skyldi stöðvast, því
brekkan er öll eitthvað á þriðja
hundrað metra, og er ekki að vita
hvemig mönnunum hefði reitt af
í svo langri ferð. Það var líka mik
ið lán, að bílnum hvolfdi aldrei
heldur rann hún alla leiðina á
hliðinni.
Þ-1009 er nýr bíll, frá því í haust
í eigu Kaupfélagsins á Kópaskeri.
Hefur hann haldið uppi ferðum
Framhald á 15. sfðu.
Skopblaðið
nýja komið
JK-Reykjavík, 5. febrúar.
NÝJA skopblaðið, sem Tíminn
skýrði frá um daginn, kemur út í
fyrramálið og heitir GOSI. Þótt
því sé ætlað svipað hlutverk og
Spegillinn gegndi fyrrum, er það
að ýmsu leyti frábrugðið honum,
og má m. a. nefna að það er off-
set-fjölritað.
Blaðið er mjög myndskreytt, og
eru teiknarar blaðsins tveir, þeir
Kristján Thorlacius og Gunnar Ey
þórsson, báðir háskólastúdentar. —
Ritstjóri blaðsins er Magnús Jóns-
!son, sonur Jóns Magnússonar, —
fréttastjóra Rikisútvarpsins. Um
útlit blaðsins sér Gísl; B. Björnv
son auglýsingateiknari.
Meðal efnis í fyrsta tölublaðinu
er yfirlit um pólitíkina 1963 og
nefnist það: Kringum sannleikann
é 365 dögum. Þá er grein. se n
nefnist: Úr annálum dómsmála 4.
Framhaltí á 15 sí«?»u
2 BATAR
FB-Reykjavík, 5. febrúar
Tveir Vestmannaeyjabátar voru
teknir að ólöglegum veiðum í gær.
Það eru Gullþórir VE 39 og Sindri
VE 203. Mál Gullþóris var tekið
fyrir í Eyjum í dag, og játaði
skipstjórinn brotið. Hitt málið
verður tekið fyrir á morgun.
Varðskipið Ægir tók Gullþóri
að veiðum 8 málur innan fisk
veiðitakmarkanna við Ingólfs-
höfða í gæi), og iátaði skipstjórinn
Bjarni Jónasson brot sitt í dag.
Dómur var kveðinn upp og ber
honum að greiða 20 þús. kr. sekt
og afli og veiðarfæri gerð upptæk.
Sindri var tekinn að meintum ó-
löglegum veiðum út af Vík í Mýr-
dal í gær, og var það flugvél land-
helgisgæzlunnar, sem tók bátinn.
Verð >r mál hans tekið fyrir í
Eyjum á morgun.
SAUENGA KINDINA UR FLUGVÉLINNI
IGÞ-Reykjavík, 5. febr.
f morgun flugu tveir menn norð-
ur yfir Auðkúluheiði og Eyvindar-
staðaheiði í eftirleit. Menn þessir
voru Guðmundur Jósafatsson frá
Austurhlíð og Kári Sigurjónsson
frá Rútsstöðum í Svínadal. Þeir
flugu víða yfir fyrrgreindum af-
réttarlöndum, en sáu \ enga kind.
Sagði Guðmundur Tímanum, þeg-
ar hann kom til baka úr þessari
ferð, að engin kind væiri á því
svæði, sem þeir flugu yfir, því
leitarskilyrði hefðu verið hin á-
kjósanlegustu.
Þeir fóru héðan í eftirleitina kl
11 í morgun með vél frá Birni Páls
syni og voru um þrjá tíma í ferð
inni. Það voru fjallskilastjórar
nyrðra, sem óskuðu þess að þeir
færu í eftirleit þessa, strax og
veður leyfði nú eftir nýárið. Munu
þeir hafa viljað að gengið yrði úr
skugga um það, hvort nokkrar
kindur væru á þessum svæðum,
en eins og menn muna, urðu
göngur erfiðar í haust, og heið-
arnar ekki gengnar nema einu
sinni.
Guðmundur sagði blaðinu að
þeir hefðu flogið áúa sinnum fram
og til baka yfir eftirleitarsvæðið
og auk þess farið austur eftir og
leitað jökultungunr og út fyrir
Hraunlæk. Svo var gott til leitar,
að þeir sáu mikið af rjúpu. en
enga kindina, og hefði fé ekki
farið fram hjá augum þeirra ef
Framhalú á 15. síSu.