Tíminn - 06.02.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.02.1964, Blaðsíða 15
EYJAN LOGAR Framhald af 1. sí3u. það er nú, er að ekkert hraunrennsli er byrjað enn. Ómögulegt er að segja um það, hvort hraunrennsli fylgir í kjörfarið. Hins veg er falla glóandi sletturnar út á gígbarmana og hlaðast þar upp og renna lítillega niður. Þessar slettur munu þegar hafa valdið því, að þarna verður lengi sker við líði, þótt vikureyjan sjálf eigi kannski fyrir sér að eyð ast á skömmum tíma. Komi svo verulegt hraunrennsli, eins og í Öskju, hefur Surts- ey tryggt sér langa lífdaga. Sigurður setur jarðhrær- ingarnar í Eyjum laugardag inn 1. febrúar í sambandi við þessa breytingu á gos- inu. Hann sagði að menn á skipi hefðu þótzt sjá gufu suðvestur í hafi, en um það vildi hann ekkert segja. — Hann kvaðst ekki orðið þora að neita neinu í sambandi við eldgos. Sigurður hefur nú flogið í tvo daga yfir eyjuna, og sýnlr myndin, sem hann tók í gær og birtist í blaðinu í morgun, að þá var hún grá af snjó. Hann sagði að all- ur snjór hefði verið horfinn af henni í dag, en stöðuvatn ið í gamla gígnum hefði ver ið fagurgrænt og tilvalið að synda í því, ef nýju gíg amir hefðu ekki verið að þeyta mekki yfir það öðru hverju. Er þeir sigldu umhverfis eyjuna í dag, fóru þeir yfir hryggji á sjávarbotni, er virðast hafa orðið til eftir að gosið hófst. Þó sagðist Sigurður ekki geta sagt um hvað væri gamalt og hvað nýtt af þeim kennileitum. Þeir fóru all nærri gosstöðv unum á mb. Haraldi, og urðu í eitt skipti að bakka frá í hvelli, þegar nýi gíg- urinn fór að spúa logandi björgum út á hafið til þeirra. Annars gekk ferðin mjög vel og er eftirminni- leg öllum, sem tóku þátt í henni. OLÍUHREINSUNARSTÖÐ Framhald af 1. síðu. og tryggum yfirráðum íslendinga og jafnframt yrði að gæta tryggi- lega hagsmuna neytenda í land- inu, atvinnuveganna og alls al- mennings. Hvorki erlendir aðilar né innlendir einkaaðilar mættu ná hér einokunaraðstöðu í þessu sam bandi. IÐJUVER Framhald af 1. síðu. 250 til 300 manns atvinnu, en reikna má með, að upp myndi jafnhilða rísa aluminiumiðn- aður, er ynni úr framleiðslu alu- miniumbræðslunnar. Talið er hag- kvæmast, að verksmiðja rísi við sunnanverðan Faxaflóa. Þá er a- ætlað, að verksmiðjan myndi stækka og bræða meira en 30 þús. tonn á ári, en tvöfalda má orku- framleiðslu fyrstu Búrfellsvirkjun arinnar með viðbótarvirkjun, sem myndi kosta um 600 milljónir. KFNNSLUBÓK í GRASAFRÆÐI Nýlega er kominn út GRÓÐUR- INN kennslubók í grasafræði 1. og 2. hefti. Höfundur Ingólfur Davíðs son. Setning og prentun ísafoldar- prentsmiðja. Litasíður Lít- brá. Teikningar litmynda Bjarni Jónsson og Dagný Tande Lid. Fyrra heftið er ætlað til unglinga- prófs, en hið síðara einkum til landsprófs. f heftunum eru alls 28 litmyndasíður. Litmyndirnar eru af 83 tegundum íslenzkra villijurta 31 teg. crlendra nytjaplantna og af ættmeið gróðursins. Enn fremur eru í heftunum margar svart-hvít- ar skýringamyndir og allmargar ijósmyndir. Hefur Bjarni Jónsson teiknað flestar svart-hvítu myndirn ar, en Björn Björnsson _ tekið flestallar ljósmyndirnar. — í fyrra heftinu eru aðalkaflarnir: Ytri gerð og hlutverk gróðursins, mikil- vægar nytjaplöntur, grasasöfnun og gróðursetning. 16 litmyndasíð- ur. (Hinar sömu og í grasafræði Geirs Gígju). En í síðari hefti eru kaflar um innri gerð og störf gróð- urs, skyldleika og niðurskipun, ætt meið, gróðurríki og gróðurlendi ís lands o. fl. 12 litmyndasíður, allar nýjar. í báðum heftum eru lit- myndaskrár með stuttum umsögn- um um tegundirnar. Ættu hinar mörgu litmyndir að auðvelda mjög blómaþekkinguna — bæði skóla- nemendum og öðru áhugafólki. — Grænn gróður er undirstaða lífs- ins á jörðinni — og ættu menn að ganga sjáandi um hið undursam lega ríki gróðursins- NONA . Framhald af 2 síðu utan í morgun, Nona; Tal og Glig- oric, Johannessen fer eftir tvo daga, en Wade fer í dag til AkurJ eyrar í boði skákfélagsins þar3itgf-l ir fjölskákir og verður þar nyrðra fram að helgi, heldur heimleiðis á mánudag. YFIR 186 ÞÚS. Framnald at 16. síðu. en Hafnarfjarðar. Reykjavík ,er stærsti kaupstaðurinn mcð 76-057 þús. íbúa. Akur- eyri er sá næststærsti með 9.390 íbúa, Kópavogur með 7.652 íbúa, og Hafnarfjörður með 7.615 íbúa. SÍLDARAFLINN Framhalc? af 16. siðu. Geir 850, Hamravík 1500, Ófeigur II. 700, Halldór Jónsson 1000, Lóm ur 1350, Ingvar Guðjónsson 800, Húni Iþ 1100, Marz 800, Jón á Stapa 750, Meta 650, Rifsnes 1500, Guðbjörg 1200, Hannes Hafstein 1800, Pétur Sigurðsson 700, Vigri 1800, Sigurkarfi 1600, Víðir BU 1000, Snæfell 1400, Árni Magnús- son 2200. SNJÓFLÓÐ TÓK BÍL Framhal:' af 16. síðu. milli Reykjavíkur og Raufarhafn- ar í vetur. Bíllinn mun ekki vera mikið skemmdur, en í dag fór jarðýta á staðinn til þess að hreinsa snjóinn frá henni og á morgun fara þangað væntanlega tveir trukk-bílar til þess að reyna að ná bílnum upp á veginn, eða koma honum niður brekkuna, ef það þykir hentugra. Útför konu minnar, Höllu Gu3mundsdóttur frá Hallskoti, er lézt 31. f. m. verður qer3 frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 1 e. h. Ólafur Jónsson. SAU ENGA KIND Framhald af 16. síðu. eitthvert hefði verið. Talsverður snjór var á heiðun- um, en samt hægt að rekja hvern einasta læk, og varla hægt að segja að aulað hefði í skurð, sagði Guðmundur. Sýnist hafa hríðað í logni. Að lokum sagði Guðmundur, að eftirleit þessi hefði verið farin í öryggisskini. Heimtur voru ekki góðar af þessu svæði í haust, en í vetur hefur engin skepna farizt þar, enda ágæt jörð. Það, sem hefur farizt, hefur farið í gangna- dægrahríðinni í haust. SKOPBLAÐIÐ Framhald af 16. s(3u. D. 1963, og grein eftir prófessor Parkinson, smásögur, kvennaþátt- ur og fleira. Segja útgefendur blaðsins, að Gosa sé ætlað svipað hlutverk og Spegillinn gegndi á sínum tíma; þó treysti Gosi sér ekki til að höfða til samvizku þjóð- arinnar, en verði bæði með og móti mönnum og málefnum, eink- utn méð. Útgefandi blaðsins er Velvak- andi s. 1., en eigendur hans eru skráðir, Sigurjón Þorbergsson, Magnús Jónsson, ritstjóri blaðsins, Jón Laxdal Arnalds lögfræðingur, Kristján Thorlacius, teiknari blaðs ins, og Ingibergur Guðbjartsson. VALLARMÁLIÐ Framhald af 16. s>3u. spyrjast fyrir um, hvers vegna menn þessir væru komnir í gæzlu varðhald og hvers eðlis hið svo- kalla ávísana- og launagreiðslu- mál væri. En hann kærði sig ekki um að svara neinum frumatrið- um um það. éjálfsagt er þagnar- skylda hans mikilsverð. Vonandi gleymist ekkert af þessum mann- skap í gæzluvarðhaldinu vegna þagiiarákvæða. VORKAUPSTEFNAN í FRAKSCFURT verSur haldin 16.—20- febrúar. Helztu vöruflokkar: gjafa- vörur, skrautvörur, skart- gripir, vefnaðar- og fatnað- arvörur í geysilegu úrvali, ritföng og pappírsvörur, snyrtivörur, hljóðfæri og varahlutir til þeirra, list- munir til híbýlaskreytinga, leir-, málm-, kristals- og glervörur, tágavörur, leik- föng, jólaskreytingar o. m. m. fl. Allar nánari upplýsingar og aðgöngukort veitir umboðshafi Ferðaskrifstofa rikisinis Lækjargötu 3, Reykjavík Sími 1-15-40 ATHUGiÐ! Stúlka sem hefur áhuga á sveitabúskap vill kynnast ungum bónda á aldrinum 25—35 ára. Svar sendist blaðinu, merkt Borgarstúlka NYTT SKOPBLAÐ Fullt af myndum G O S i Meðal annarra sem þar koma við sögu eru: Bjarni Benediktsson, Gunnar Eyjólfsson, Jóhann Hafstein, Gylfi Þ. Gíslason, Alistair Maclear, Guðmundur í. Guð- mundsson, Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósepsson, Halldór Ás- grímsson, Ágúst Valfells, og síðast en ekki sízt: Maðurinn sem stjórnar vísitölunni. SÖLUBÖRN! Komið eftir hádegi á Hverfisgötu 50 há sölulaun. SAMKEPPNI Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Bandalags íslenzkra Iista- mínna er hér með efnt til hugmyndasamkeppni um minnis- merki er reist skuli Bjarna Jónssyni frá Vogi til heiðurs og þakklætis fyrir margvíslegt brautryðjandastarf hans í íslenzk- um listmEjJum. Lausn verkefnisins er með öllu óbundin. Tillögurnar skulu við það miðaðar að verkið standi utan húss, ,og skal fylgja hverri tillögu greinargerð um fullnaðar- framkvæmd verksins. Ein verðlaun verða veitt, kr. 25,000,00. Öllum íslenzkum listamönnum er heimil þátttaka í samkeppni þessari. Tillögum skal skilað auðkenndum ásamt nafni höfundar í lokuðu sammerktu umslagi. Skulu þær hafa borizt ritara dóm- nefndar, Jóni Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni, Skólavörðustíg 3 A, Reykjavík, eigi síðar en hinn 20 september 1964. Dóm- nefnd skipa þessir menn: Björn Th. Björnsson listfræðingur, formaður, Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður og Þorvaldur Skúlason listmálari, og veita þeir frekari upplýsingar, ef ósk- að er. Úrslit samkeppninnar verða birt hinn 13. október 1964. DÓMNEFNDIN Mi5$todvarketiIS og brennari Til sölu er lítið notaður 13 ferm. miðstöðvarketill ásamt Gilbarco-brennara. Allar nánari uppiýsingar veitir Björn Stefánsson, Bogahlíð 12, sími 32306. Verkamenn óskast Nokkra verkamenn vantar við byggingarvinnu, handlöngun við murverk og fleira í fjölbýlishús- inu Ljósheimar 2. Löng og vel borguð vinna. Upplýsingar á staðnum hjá byggingarmeistaran- um og símum 10528 og 18851- TÍMINN, fimmtudaginn 6. febrúar 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.