Tíminn - 12.02.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.02.1964, Blaðsíða 2
Þriðjudagur, 11. febrúair. NTB-Mogadishu. — Vopnahlé er komið á í landamærahéruð- um Somalíu og Eþiópíu, en bar dagar hafa gcysað þar undan- farna daga. NTB-Ankara. — Talið er lík legt, að Makarios, forseti Kýp- ur, muni ekki fallast á hinar nýju tillögur Breta og Ban-da- ríkjamanna um NATO-herlið, sem einungis verði tengt Örygg isráði S. Þ., en ekki undir stjórn þess. NTB-Canberra. — 79 menn af áhöfn ástralska herskipsins Voyager eru taldir af og leit- inni hætt. Meðal hinna látnu eir skiipstjórinn, M. H. Stevens, sem var á brúnni, þegar árekst urinn varð. NTB-Toronto. — Sir Alec Douglas Home, forsætisráð- herra Breta, sagði í kvöld, að hann væri ekki sammála Banda- ríkjamönnum um að Vesturveld in skyldu selja sem minnst af vörum til kommúnistalandanna. NTB-Briissel. — Per Hække- rup, utanríkisráðherra Dana, mun ræða við framkvæmda- stjórn EBE um vandamál danska landbúnaðarins 28. febr. n. k. NTB-New Deihy. — 264 menn hafa látið lífið í óeirðun- um í Calcutta og V-Bengal í síð asta mánuði. Rúmlega 5000 manns hafa flúið til A-Pakistan og um 15.000 voru handteknir. NTB-London. — Brezkir og vestur-þýzkir sérfræðingar hófu í dag viðræður um nýjan samn ing um, hver borga skul'i kostn aðinn við að hafa brezka setu- liðið í Vestur-Þýzkalandi, en núverandi samningur gengur úr gildi í marzlok. NTB-Washington. — Johnson forseti ætlar að skipa nefnd, sem irannsaka skal krabba, hjiartasjúkdóma og hjartaslag. Skal nefndin leggja fram tillög- ur til úrbóta á þessu ári. NTB-Washington. — Öld- ungadeild Bandaríkjaþings mun hefja umræður um borg- araréttindafrumvarpið, sem fulltrúadeildin samþykkti í gær, í lok mánaðarins. NTB-Calcutta. — 15 manns létust úr brennivínseitrun í nótt. Þeir drukku brennivín, sem var ólöglega framleitt. NTB-Bremen. — Einn hefur fundizt lifandi af sjö manna áhöfn þýzka skipsins Dirk, sem sökk í gærmorgun. NTB-Madrid. — 13 af 33 spönskum sósíalistum voru dæmdiir í eins til fimm ára fang elsis, og sektir frá 10.000 til 50.000 pesetas, fyrir að reyna að endurvekja spænska sósía'l- istaflokkinn. NTB-Washington. — Erfið- lega gengur að fá nægilega mörg bandarísk skip til þess að flytja bandaríska kornið til Sovétríkjanna. NTB-Osló. — Gerhard Schröd eir, utanríkisráðherra V-Þýzka lands, kemur í opinbera heim sókn til Noregs dagana 25.—27. maf n. k. ER SÆNSKUM SJÓMÖNNUM MALDIÐ I ÞRÆLDÓMl / NÁMUM LETTLANDS? Áhöf n sænskrar flutningaskútu hvarf 1948, er hún í nauðungarvinnu í Lettlandi? NTB-Stokkhólmi, 11. febrúar Sænska utanríkisráðuneyHð og lögreglan í Gautaborg reyna nú að finna út, hvað varð af áhöfn sænska flutninga- skipsins Kinnekulle, sem hvarf á mjög leyndardómsfullan hátt í febrúar 1948. Sænskur háseti telur sig hafa séð skip- stjórann í Riga fyrir tveim árum síðan, og var hann þá, að eigin sögn, í þrælkunarvinnu í námu í Lettlandi. Eigin- kona skipstjórans hefur sent bréf til Krustjoffs forsætisráð- herra, og beðið hann hjálpar. Sænski hásetinn, sem vill halda nafni sínu leyndu, sagði frá fundi sínum og skipstjórans, eftir að SJ-Patreksfirði, 11. íebrúar Kveðjuathöfn um Ara Kristins- son, sýslumann, sem lézt í sjúkra- húsinu á Patreksfirði hinn 5. þ.m. eftir langvarandi veikindi, fór fram í Patreksfjarðarkirkju í dag að viðstöddu miklu fjölmenni Víðs vegar að úr sýslunni. Kveðju ræðuna flutti sóknarpresturinn, séra Tómas Guðmundsson. Prófast urinn í Barðastrandarprófasts- dæmi, séra Þórarinn Þór á Reyk- hólum, flutti kveðjur og þakkir frá Austur-Barðstrendingum. — hann sá fyrir nokkrum dögum mynd í blaði einu í Gautaborg af manni, sem líktist mjög þeim, sem Kirkjukór Patreksfjarðar söng undir stjórn Jóns Björnssonar kirkjuorganista. Hreppsnefndar- menn Patrekshrepps báru kistuna úr kirkju. Fyrir líkvagninum til skips gengu Lionsfélagar undir sorgarfána. Kistan var borin af félögum úr Lionsklúbb Patreks- fjarðar á skipsfjöl. Varðskip flytur hinn látna til Reykjavíkur, en þar fer útför hans fram. Nokkrir vin- ir hins látna sýslumanns hafa beitt sér fyrir stofnun minningarsjóðs um hann. hann sá í Riga. Hann heimsótti blaðið og sagði þar sögu sína, og kom þá í ljós, að maðurinn á mynd inni var bróðir Bertil Johanssons, skipstjórans á flutningaskútunni Kinnekulle. Skútan fannst í febrú- ar 1948 á reki fyrir austan Sjá- land, brunnin að dálitlu leyti og mannlaus. Ekkert fréttist af áhöfninni, sem var sjö menn, fyrr en sjómaður- inn í Gautaborg sagði sögu sína. Hann sagði, að hann hefði 2. sept. 1961 hitt skinhoraðan mann við höfnina í Riga. Var hann klæddur í rifnar fatadruslur og talaði sænsku. — Getur þú bjargað mér úr þessu helvíti — sagði hann við hásetann, sem bað hann um per- sónuskilríki, þar sem hann ótt- aðist, að þetta væri gildra af ein- hverju tagi. Dró þá maðurinn fram slitið sænskt vegabréf. For- nafnið á vegabréfinu var Bertil og ættarnafnið endaði á „son“, sem getur hafa verið Johansson. Hásetinn sagði, að skip sitt hefði átt að leggja úr höfn um kl. 10 um kvöldið, og bað manninn um að koma aftur þá. Uppskipun- in gekk aftur á móti fljótar en áætlað var og fór skipið til hafs síðdegis þann dag. Hásetinn sagðist oft seinna hafa hugsað um þennan mann, og þeg- ar hann sá myndina í blaðinu fyr- ir nokkrum dögum, bað hann um að fá að hitta manninn, sem reynd ist vera Evald Johansson, bróðii Bertils. Hásetinn fór heim til Evalds og sá mynd þar af Bertil. Hann greip hana og sagði: — Þetta er maðurinn, sem ég hitti í Riga. Þessi mynd var í vega bréfinu hans. Það hefur verið staðfest af Jo- hansson-fjölskyldunni, að sams- konar mynd var í vegabréfi Bert- ils. Kona Bertil Johanssons hefui sent bréf til Nikita Krústjoffs og beðið hann um að ganga úr skugga um, hvað orðið hafi af eiginmanni hennar og liinum 6 sjómönnunum. Framhald á 15. s!8u. Hádegisklúbburínn — kemur saman í Tjarnargötu 26 á venjulegum tíma næstkomand) miðvikudag- AKRANES Framsóknarfélag Akraness heldur fund í Framsóknarhúsinu að Sunnubraut 21 n.k. miðvikudags- kvöld kl. 8,30. Fundarefni: Fjár- hagsáætlun ársins 1964 og önnur bæjarmál. Stuðningsfólk Fram- sóknarflokþsins er velkomið á íundinn. f \ Kveðjuathöfn um Ara Kristinsson sýslumann KV-VOPNAFIRÐI, 11. febrúar. Indælisblíða hefur verlS hér a3 undanförnu, og nú hefur verlð hafizt handa um undirbúning a3 hafnargerSinni. Kafarar og mæl- ingamenn hafa vcriS aS kanna botnlögin allt út á 6—7 metra dýpi, en aS athugunum þeirra ioknum verður haldiS áfram aÖ ganga frá undirstöðum og verk- inu haldið áfram í sumar. GM-Stöðvarfirði, 11. febrúar. Slæmar gæftir hafa verið hér að undanförnu og mjög lítill afli borizt á land það, sem af er þessum mánuði. Um mán- aðamót hafði Heimir, sem er á útilegu fengið 126 lestir af slægðum fiski og Kambaröstin 85 lestir af óslægðum fiski. Síð ustu vikuna hefur Kambaröstin komið með um 10 lestir til við- bótar. IH-SEYÐIRFIRÐI, 11. febrúar. Tveir bátar héSan, AuSbjörg og Vingþór eru farnir til Hornafjarð ar þar sem þeir munu fara á handfæraveiðar. — Tröllafoss kemur hingað í kvöld og lestar 1000—1100 lestir af síldarmjöli, og er það síðasta mjöl sumars- ins, allt lýsi er farlð héðan, og hefur aldrei gengið eins vel að losna við mjöl og lýsl og í vetur. Verkföllin í desember töfðu hins vegar flokkun síldar, en Helga- felllð kemur bráðlega til þess að lesta sild. JJ-Hrútafirði, 11. febrúar Ungmennafélögin tvö, sem starfandi eru hér í héraðinu, eru bæði búin að halda þorra- blót, annað var haldið í Staðar- skála, hitt á Borgum. Þau voru vel sótt og veittu ánægju. Nú er hugmyndin að slá saman um skemmtiatriði og halda skemmt un á Borðeyri, meðan tíð er svona góð og fært um allt. IK-SIGLUFIRÐI, 11. febrúar. — Hér er ágætið tíð og gefur alltaf á sjó, bátarnir róa yfirleltt dag- lega, en aflinn er rýr, yflrleltt ekki yfir 2—3 tonn í róðri. Helta má, að eina atvinnan hér á Siglu- flrði sé við að vinna úr þessum litla afla. Þó er eitthvað unnið við sjúkrahúslð, en það er miklð eft- ir við það að innan. Einnig er eitthvað unnið við bókhlöðuna, sem búin er að vera um 2 ár f smiðum, og er Sformað að flytja í hana í vor. Hér má heita snjó- laust, sést m. a. s. varla snjór i Hólshyrnunni, nema í giljum. SG-Miðfelli, Ilrunamanna- hrcppi, 11. febrúar Félagslíf er hér með miklum blóma og söngkór Hreppanna, sem stofnaður var á síðasta ári, æfir nú af kappi undir stjórn Sigurðar Ágústssonar í Birt- ingaholti. Annars er von á Ein ari Sturlusyni hingað og mun hann æfa kórinn um tíma. í vor verður haldin söngskemmtun og mun Guðmundur Guðjóns- son, einsöngvari, syngja ein- söng með kórnum, eins og hann gerði á síðasta vori. Margrét Hjaltadóttir íþrótta- kennari frá Selfossi var hér ný lega á ferð og kom hún á fót frúarleikfimi, sem Helga Ein- arsdóttir íþróttakennari hér í sveitinni mun halda áfram. Hér er og æfður körfuknattleikur af kappi og fleiri íþróttir. BS-ÓLAFSFIRÐI, 11. febrúar. Hér er alltaf þetta yndælls þorra veður, maður man naumast ann- að elns. Nýlega kom lálítil frost- nótt og gaf okkur góðan skautais á Ólafsfjarðarvatn, og allur skól- inn fékk frf í gær til að nola ísinn. Nú gefur alltaf á sjó, en fiskurinn er alltaf jafn tregur. Fiskimennirnir kenna áttinni um, heita má, að stöðug vestanátt hafl verlð frá áramótum, og það er ekkl veiðiáftin okkar. Guðbjörg veiðlr bezt, hefur komlzt upp í 6—7 lestir i róðri, hinir fá þetta 2—4 lestlr. En þorskurinn, sem veiðist, er góður. VÞ-Húsatóftum, Skeiðum, 1L febrúar Hér er unnið að því að steypa hið væntanlega slátur- hús, sem Sláturfélag Suður- lands er að reisa hér. Húsið mun standa í Laugaráslandi hjá Iðubrú og gert er ráð fyrir, að það verði til fyrir næstu sláturs tíð. Helgi Valdimarsson sér um verkið, en húsið mun eiga að vera næstum því eins stórt og sláturhúsið á Selfossi. Tíð er hér einmuna góð og gras farið að spretta. Byrjað er að moka út ruðningum á ein- staka stað, sem er einstakt á þessum tíma árs og vegir eru blautir og þungir, vegna hlý- inda. í rigningunum í fyrradag flæddi Hvítá örlítið upp á bakka sína, en fór í samt horf þegar að stytti upp. ÞV-HRÍSEY, 11. febrúar. Neta- veiðin er nú að hef jast. 4—5 bát- ar munu stunda netaveiði héðan, og voru þeir fyrstu að leggja i dag. Alltaf er dálítið unnið við húsbyggingar í vetur, en sex íbúð arhús eru nú i smíðum, svo að Hrísey er ekki aldeilis að leggjast f eyði. Um daginn var opnuð hér fyrsta kjörbúðin. Verzlunarhús kaupfélagsins var stækkað tals- vert, og er kjörbúðin í melri hluta þeirrar viðbyggingar. Er mikil bót að þessari ágætu kjör- búð. GÓ-Stóra-Hofi, Gnúpverja- hreppi, 11. febrúar. Hér var fyrir nokkru borað fyrir heitu vatni á Keldinga- holtslandi við Kálfá. Þarna var áður 20 stiga hiti á yfirborð- inu, en kólnaði þegar lengra kom niður. Alls voru grafnir átján metrar, en ekkert vatn fannst. Mjög gott veður er hér og gras farið að spretta. SJ-SVALBARÐSSTRÖND, II. febrúar. — Hér um slóðir er nú aðalumræðuefnið aluminlumverk- smiðjan og hugsa menn yfirleltt gott til að sjá hana risa á Dag- verðareyri. Fjörðurinn virðlst vera alveg fiskilaus núna, og er það slæmt i þessu góða tiðarfari, sem er alveg einstakt, liggur við, að farið sé að grænka. Hér var nýlega kirkjuvika, og töluðu þá prófasturinn, séra Sigurður Guð- mundsson, séra Þórarinn Þórar- insson og Jón Þorbergsson, bóndi á Laxamýri. HH-Raufarhöfn, 11. febr. Hér hefur verið sumarblíða og glansandi færi um allt. Ver- ið er að byrja á byggingu nýrr ar söltunarstöðvar, sem Ólafur Óskarsson á. Verður komið upp nýju plani, en væntanlega not- uð áfram þau hús, sem fyrir eru sem verbúðir. Planið verð ur ekki mjög stórt. Allt síldarlýsi sumarsins er farið og nær allt síldarmjölið, og öll síldin er farin, hefur aldrei gengið eins vel að losna við framleiðslu síldarvertíðar- innar og nú. Lítið hefur verið róið að und anförnu og afli lítill. TÍMINN, miðvikudaginn 12. febrúar 1964 — l 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.