Tíminn - 12.02.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.02.1964, Blaðsíða 7
útgefsndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu húsinu. simar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 80,00 á mán. innan- lands t lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Uppspretta fjársvikamála Eitt af stjórnarblöðunum hefur tekið sér það verk- efni fyrir hendur að finna orsök fjársvikamála, sem gerast nú mun tíðari en áður og verða þó ekki nema no'kkur þeirra opinber- Helzt virðist mega skilja á blað- inu, að það sé heimilum, skólum og kirkju að kenna eða vanrækslu í uppeldisstarfi þessara aðila, að alvarlegar horfir nú í þessum efnum en nokkru sinni áður. Ef til vill eiga þessir aðilar einhverja sök, en megin- orsakirnar eru allt aðrar. Ef menn hafa til hliðsjónar reynslu annarra þjóða fyrr og síðar, þar sem fjármálaspilling hefur magnazt á vissum tímum, dylst engum sú meginstaðreynd, að ræt- ur fjármálaspillingar liggja ofan frá, en ek’ki neðan frá. Ýmist er það spilling sjálfra valdhafanna eða stjórn- leysi þeirra og ábyrgðarleysi, sem er meginuppsprettan. Stundum er spilling sjálfra valdhafanna orsökin, því að efth’ höfðinu dansa limirnir. Stundum er það röng stefna þeirra, er orsakar öngþveiti, sem síðan skapar jarðveg fyrir hvers konar fjármálaspillingu. Stundum er það ábyrgðarleysi þeirra og stjórnleysi, þeim er nóg að njóta valdanna, þótt þjóðarskútuna reki stjórnlausa fyrir sjó og vindi og hver og einn hugsi um að bjarga sínu áður en hana rekur á sker eða hún sekkur. Það er vissulega rétt, sem Kristinn Björnsson sálfræð- ingur bendir á í Alþýðublaðinu í gær, að fjármálaspill- ing verður seint stöðvuð hér á landi meðan verðbólgan leikur jafn lausum hala og hún hefur gert seinustu árin. Það er hún, sem veldur því, að menn fremur tapa en græða á ráðdeild og sparsemi, en hagnast hins vegar á hvers konar braski. Hinar tíðu gengisfellingar og sölu- skattshækkanir valda því, að menn keppast við að fjár- festa sem mest og safna heldur skuldum, því að allt muni verða dýrara að ári. Verðbreytingarnar gera allt aðhald meira og minna erfitt og auðvelda svik, okur og brask. Fjársvikamálin, sem hefur orðið uppvíst um, eru aðeins lítil sýnishorn þess, sem hefur verið að gerast í þjóðfélag- inu seinustu árin, jafnt með löglegum sem ólöglegum hætti. Þau eru afkvæmi verðbólgunnar og dýrtíðarþró- unarinnar fyrst og fremst. Og hverjir bera meginábyrgð á verðbólgunni? Hverj- ir hafa átt að stjórna landinu? Hverjir hafa átt að hafa forustuna um að snúið yrði af verðbólgubrautinni? Vit- anlega sú ríkisstjórn og þingmeirihluti, er með völdin hefur farið? Þegar forustuleysi og stjórnleysi ríkir á æðstu stöðum og þar finnast ekki önnur úrræði en geng- isfellingar og söluskattshækkanir, er þá von til þess að almenningur láti stjórnast af öðru fremur en verð- bólgukapphlaupinu? Hér verður því ekki haldið fram, að stjórnendur þjóð- arinnar á undanförnum árum hafi verið spilltir menn. En þeir hafa tekið á sig ábyrgð, sem þeir hafa svo brugðizt. Þeir hafa setið með ró og makindum í stjórnar- stólum meðan verðbólgan hefur magnazt og oft kast- að eldfimasta efninu á bál hennar Þeir hafa ekki haft hug né dug til að rísa gegn henni. Þeir hafa ekki fyrir neinn mun viljað hætta völdunum. I augum þeirra hefur ekkert verið fordæmanlegra en það háttalag Hermanns Jónassonar að leggja heldur niður völd en að taka ábyrgð á verðbólguvexti, sem hann áleit þjóðinni hættulegan Ábyrgðartilfinning hefur vikið fyrir völdunum. Þegar æðstu menn þjóðanna meta völdin meira en skylduna, fer jafnan illa. Það reynir íslenzka þjóðin í dag. Steinþór Þórðarson7 HaBa: Háttvirtir alþingismenn! Ég vil byrja þessar línur með því að biðja yður afsök- unar, þó að ég, gamall bóndi úr einni afskekktustu byggð landsins, sem lengi var talin ávarpi yður, en ég vil taka það fram, að það er ekki sjálfs mín vegna, að ég tek mér nú penna í hönd, heldur þess atvinnu- vegar, sem ég hef starfað að frá því ég var vikafær ungling- ur og fram að þessu. Ég er nú að ljúka við fimm- tugasta búskaparárið. Eins og að líkum lætur hef ég við margt föndrað á þessari löngu búskaparleið, bæði þarft og óþarft. Ég hef skyggnzt eftir mörgu, og kannski stundum horft lengra fram en sumir mínir samtíðarmenn. í öllu mínu striti og starfi hef ég þó fundið, að við þurfum að eiga velbúna bændastétt, menntaða, frjálslynda, víðsýna og vel efn um búna. Þjóðfélag, sem á slíka stétt, þarf ekki að kvíða komandi degi, hún mun ótrauð íæyna að vernda menningu vora, það fjöregg, sem landi og þjóð er dýrmætast. En hvernig horfir nú fyrir framtíð bændastéttarinnar í þessu landi? Ekki vel. Skal það nú nánar skýrt. Eins og yður mun ljóst, berast fregnir víðs vegar af landinu að bændur flytji frá jörðum sínum og býl in standa mannlaus eftir. Að þessu kveður sv'o mikið í sum um lpndshlutum, að heilir hreppar leggjast að meira eða piinfia ieyti í auðn Hér er meira alvörumál á ferðum en margur hyggur. Það á reynslan eftir að sýna, þó að það sé kannski skoðun einhverra, að svona eigi það að vera, byggð- in eigi að þynnast í sveitunum svo að um muni, en fólkið að flytja í atvinnuna, atvinnu, sem er nóg um sinn í bæjum og kauptúnum. En ekkert er stöðugt undir þessari sól, ekki einu sinni aflabrögð og atvinna. Máski fá þeir menn sína ósk uppfyllta, sem vilja fólkið úr sveitunum, þó að það sé ekki gleðiefni að þurfa að segja það. að minnsta kosti ekki fyrir þá, er lengra horfa fram fyrir þetta þjóðfélag. En því miður eftir öllum fjárhagslegum sólar- merkjum að dæma hjá mörg- um bændum nú við áramótin, gæti maður óttazt, að þeir sum ir hverjir teldu sér hagkvæmara að leysa upp bú og flytja að atvinnunni, þar sem ekkert stofnfé með óhagstæðum lána- kjörum þarf að leggja fram til þess að hafa nóg að bíta og brenna og eitthvað til lífsþæg- inda. Það má gera sér það fyllilega ljóst, að þegar eitt býli er fallið úr byggð, líður ekki alltaf á löngu að röðin kemur að því næsta, svo'na gengur það, unz heilar eyður koma í byggð ina, ef ekkert er að gert og allt látið fljóta sofandi að feigð rósi. Þetta skeður ekki allt á inu ári. Kannski ekki allt á einum áratug, en það gerist á tímalengd eins og nú virðist víða horfa. Hvað veldur því að bændur flytja af jörðum sínum? spyr maður mann. Að því skal nú stuttlega vik ið, og þá aðeins rifjuð upp ein hlið þess máls, en það er marg þætt. Einyrkjabúskapur hefur lengi viðgengizt hjá bændastétt þessa lands, en þó einkum eftir að Steinþór Þórðarson, Hala vistarbandið var leyst, og at- vinnulíf varð fjölþættara en áður var. En sérstaklega hefur sigið á ógæfuhlið með ein- yrkjabúskap síðan aðrir at- vinnuvegir höfðu meira fjár- hagslegt bolmagn að bjóða og greiða kaup en landbúnaðurinn. Nú eru þeir bændur teljandi, sem reka það arðgæf bú, vegna þess hvað afurðaverðið hefur verið lágt, að þeir geti greitt kaup svo að nokkru nemi. Þó að tekjur búanna séu nokkrar, duga þær vart til að standa undir búrekstrinum, afborgun- um af lánum, sem gengið hafa í ræktunina, byggingar, véla- kauþa og fleira. Einyrkjabúskapur er ein og kannski ekki minnsta undirrót þess að bændur hætta búskap og jarðir falla úr byggð, þó að góðar séu og vel uppbyggðar. Einyrkjabúskapur reynist mörgum þungur í skauti. „Ilann er seigdrepandi", sagði einyrkja bóndi við mig fyrir stuttu, „og ekki sízt þegar maður er far- inn að eldast“. Einyrkjabúskap ur er ófrjáls, einyrkipn verður að gera sig að þræl starfsins, hann hefur litlar stundir af- gangs til andlegra starfa, og fé- lagslegri uppbyggingu í lífi sveitar sinnar og héraðs á hann bágt að sinna eða getur það ekki. Af þessu leiðir andleg deyfð í sveitunum, allt menningar- og félagslíf fjarar smátt og smátt út. Það blasir andleg auðn við. Hér þarf að stemma á að ósi, og ekki taka á því með neinum vettlingatökum. Þess vegna skora ég á yður, háttvirt ir alþingismenn, að leggja það lóð á vogarskálina með nýrri lagasetningu, sem orðið gæti til þess að tryggja framtíð byggðarinnar í sveitum þessa lands. Þetta gerið þið bezt með því að gefa út fullkomnari lög um samvinnu eða félagsbú en þau sem við höfum nú. Grund- völlurinn að þeim lögum ætti að vera mun meiri stuðningur frá því opinbera í óendurkræfu framlagi en nú er á fram- kvæmdir samvinnubúa og hag- stæðari lán. Jarðræktarframlag ætti að þrefalda til samvinnu- búa miðað við gildandi lög á hverjum tíma um ríkisframlag til jarðræktar. Ríkið ætti að leggja fram óendurkræft fram- lag einn þriðja í öll efniskaup á eftirtaldar byggingar samvinnu búa: Fjárhús, fjós, hlöður, hest hús og vélageymslur. Lán til allra framkvæmda samvinnubúa (nema íbúðarhúsa byggingar, sem eflaust er til lengri tíma) ættu að vera minnst til þrjátíu ára með allt að einum þriðja lægri vaxta en gildandi lög ákveða á hverj um tíma, með stofnlán á fram kvæmdir hjá bændum. Þó að ég hafi bent á leiðir og nefnt tölur í sambandi við að lyfta undir samvinnubúskap, þá er ekki svo að skilja, að ég telji allt sagt, sem segja mætti um það efni. En ég treysti yð- ur svo vel, háttvirtir alþingis- menn, skarpskyggni yðar og vilja að leysa málið, og þá á þann hátt, sem til þjóðarheilla mætti horfa. Einhver af yður, góðir al- þingismenn, varpi kannski fram þeirri spurningu, af hverju eiga framkvæmdir samvinnubúa að njóta betri kjara í framlagi frá ríki og lánsstofnunum en framkvæmdir almennt hjá bændum. Það er fyrst og fremst vegna þess að mínum dómi, að það er samvinnu- eða félagsbúskap- ur, sem á að verða framtíðar- form á okkar búskap. Það verð ur framtíð búskaparins í þessu landi. Þó að það dragist kannski um sinn að þetta búskapar- form komi, þá kennir reynslan bæði einstaklingum og þeim, sem lögin semja, að það verður að koma. Samvinna í búskap skapar meira öryggi í búskap en nokkuð annað. Hún gerir búreksturinn hagkvæmari og ódýrari, vélaaflið notast betur. Hún gerir bændastéttina frjáls ari, af því að þar getur mað- ur stutt mann í daglegu starfi. Hvernig hugsar þú þér þessa samvinnu? spyr kannski ein- hver. Ég hugsa mér, að hún þróist fyrst og fremst með fjölskyld- um, þó að aðrir aðilar ættu skki að vera útilokaðir, ef þeir vildu slá saman um búskap. Samvinnubúskapur grundvall ast á eftirtöldu, sem jafnframt yrðu höfuðþræðir í þeirri lög- gjöf, sem gefin yrði út um sam vinnubú og stuðning við þau: Unnið sé saman um allar byggingar, alla heyöflun, koma áburði á tún, alla garðrækt, vélakaup og rekstur þeirra, sam eiginlegt þvottahús og helzt sameiginlegt fjós. í fljótu bragði eru það þessir þættir í búskapnum, sem ég kem auga á, sem samvinnu ætti að mynda um, og sízt ættu að verða árekstrar út af. Annað, sem búskapinn varðar, verða þeir, sem að búunum standa, að taka ákvörðun um, en ákjósanlegt teldi ég, að samvinna gæti tek izt um sem flest sem til búskap ar heyrir. Tveir eða fleiri ættu að hafa rétt til að stofna til samvinnu í búskap. Að síðustu þetta: Ríkið þarf Framhald á 15. sfSu. I TÍMINN, miðvikudaglnn 12. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.