Tíminn - 12.02.1964, Blaðsíða 15
VALLARMÁLIÐ
Framhalri af 1. sí3u.
ir að láni gegn veði í húseignum
ísfélags Keflavíkur.
Við enn nánari athugun varð
Verzlunarbankanum Ijóst, að hús-
eignir ísfélagsins mundu þykja
harla l'élegt veð, ef til erfiðleika
kæmi um innheimtu, sem allar lík
ur bentu til, þrátt fyrir mikla at-
hafnasemi þess er sat í gæzluvarð
haldi. Lá þá næst fyrir að reyna
að auka gildi veðsins með því að
fá veð til viðbótar í lóðum ísfé-
lagsins, því að ekki hafði Verzlun
arbankinn tekið annað í veð fyrir
lánum sínum en húskumbaldana
eina. Þegar að var gáð, hafði l'óðin
verið veðsett Landsbankanum fyrir
1,3 milljónir. Hins vegar mun kaup
verð lóðarinnar hafa numið 2,6
milljónum á sínum tíma.
Bankastjóri Verzlunarbankans
er sem stendur í Bandaríkjunum,
en svo mikið lá við að bjarga því,
sem bjargað varð, að Verzlunar-
bankinn keypti veðið af Landsbank
anum á nafnverði, 1,3 milljónum,
að bankastjóranum fjarverandi, til
að eiga þó hald í lóðinni ef til upp
gjörs kæmi. Mun Verzlunarbank-
inn varla hafa farið að leggja út
í slík kaup, ef aðeins einhver smá
upphæð hefði hvílt á húsum ísfé-
lgsins.
Hinn athafnasami forustumaður
Sjálfstæðismanna á Suðurnesjum
telur sextán fyrirtæki á nafn-
spjaldi sínV- Fyrir utan ísfélagið
veit Tíminn aðeins um eitt annað,
sem a. m. k. er á döfinni. Var
stofnun þess boðuð í blaðaviðtali
í vetur. Þetta er gosdrykkjaverk-
smiðja, sem hann hefur haft í
hyggju að reisa í Kópavógi. Gott
ef framkvæmdastjóri hefur ekki
verið ráðinn, maður, sem er að
hætta störfum sem póstmeistari á
Keflavíkurflugvelli.
lega ekki við þær framkvæmd-
ir, sem þeir þurfa að leggja í,
og sízt af öllu frumbýlingar. Þá
er vart að tala um að ungt fólk
stofni til búskapar eins og allt
horfir nú við. Væri ekki hyggi
Jegra að veita þessum aðilum
í tæka tíð þann stuðning, sem
að gagni mætti koma og þeim
er nauðsynlegur, áður en allt
sígur á ógæfuhlið?
Vinsamleg kveðja,
Steinþór Þórðarson.
Á VÍÐAVANGI
Framhalc ai bls 3
Vísir, líftu þér nær
Vísir kvartar undan því í
gær, að blað hefuir birt nöfn
þriggja sakborninga, sem yfir-
heyrðir hafa verið í fjársvika-
ináli og telur það lítið siðgæði,
meðan mennirnir liafi ekki ver-
ið sakfelldir og dæmdir. Þetta
er ef til vill réttmæt umícvört-
un, en Vísiir ætti að líta sér
nær. Það eru aðeins örfáar vik-
ur síðan ri.tstjóri lians skrifaði
lciðara eftir leiðara, þar sem
því var haldið fram, að öll sam-
vinnulireyfingin og allur Fram-
sóknairflokkurinn væru sek um
það, sem einstakir menn höfðu
verið dæmdir fyrir. Nú skilur
Vísir betur, hvað kallast sið-
gæði í slíkum málum, og ástæð
an cr einfaidlega sú, að sakborn
ingar eru koppar í búri Sjálf-
sæðisflokksins. Segi menn svo,
að Vísir hafi ekkert siðgæðis-
mat!!
SÆNSKIR SJÓMENN
-.IH-lfi a| •/ ylftlj
Hún sagði, að sænska þjóðin
myndi fágna honum vel, þegar
hann kemur í heimsókn til Sví-
þjóðar í sumar, ef hann gæti gef-
ið þeim upplýsingar um málið.
Sænska blaðið Expressen sagði
í dag, að sænska þjóðin myndi
ekki bjóða Krustjoff velkominn
til Svíþjóðar þegar hann kemur
í opinbera heimsókn í sumar. —
Sænska þjóðin býður hann ekki
velkominn eftir að upp hefur kom
izt um stórnjósnir Sovétríkjanna
hér, og hversu grimmdarlega þeir
sökktu sænskum skipum, sem voru
innan sænskrar landhelgi, í síð-
asta stríði — segir blaðið.
RIGOLETTO
Framhald af 16. sr3u.
hlutverk eru ólík. Sparafucile
kemur stutt, en skemmtilega,
við sögu í öðrum þætti, og hlut
verkið lá vel við rödd Jóns.
í fyrra sinnið mátti sakna sort
ans í túlkuninni, en í þetta
sinn var ekki undah því að
kvarta: Það var ekta dimmur
djöfuldómur í röddinni. Og
gervi hans og útlit var mjög
sannfærandi, það er að segja,
laust við óviðkomandi atriði.
VETRARSÍLDIN
Framhald at 16. síðu.
Hrafn Sveinbjarnarson III. Grinda
vík með 30.051 t. þá kemur Sig-
urpáll með 26.109 t. og Engey með
20.321 t. en þessir tveir bátar
eru þeir einu sem komnir eru með
20 þús. t. eða meira auk Hrafns.
64 skip stunda veiðarnar núna og
hafa 55 af þeim aflað 3000 tunnur
eða meira.
VEÐURBLÍÐA
Framhaid at ■ 1. síðu.
gætu tré blómgast á skemmri
tkna en viku og svo öfugt, eins
er rakinn í loftinu þýðingar-
mikið atriði í þessu sambandi.
Að lokum vildi Ingólfur taka
það fram, að á þessum tíma
árs væru hlýindi alltaf hættu-
leg.
Veðurstofan gefur þær upp-
lýsingar, að ekki sé útlit fyrir
neinar veðurbreytingar alveg á
næstunni, svo að öllum líkind-
um geta bændur haldið vorstörf
um sínum áfram um hríð, en
fyrir austan fjall eru þeir jafn
vel famir að ryðja jarðveg. —
Austfirðingar ferðast um alla
Austfirði á keðjulausum bílum,
Það sést ekM snjór á Siglufirði,
og sumarblíða og góð færð í
Þingeyjarsýslum og Húnavatns-
sýslum.
OPIÐ BRÉF
Framhald af 7. síðu.
ekki að sjá eftir því fé, sem
það legði til samvinnubúa eða
bankarnir eftir þeirri vaxta-
lækkun, sem þeir veittu þeim.
Reynslan sýnir, að bændur
margir hverjir ráða fjárhags-
TRULOFUN
hrósaSi ýmsum aSstæSum á
Spáni, án þess að nefna einu
orSi hið trúarlega og stjórn-
málalega einræði i landinu.
Einn þingmannanna kvað
ekki koma tii mála, að gift-
ingarathöfnin færi fram í
Hollandi, en Marijnen forsæt-
isráðherra sagði, að bæði hin
borgaralega og kirkjulega
vígsla mynd! fara fram i lanri-
inu, oþ kvað ríkisstjórnina
verða að taka mannlega
stefnu í einkamálum konungs
f jölskyldunnar.
VARMA
PLAST
EINANGRUN
LYKKJUR
OG
MÚRHÚÐUNARNET
P Orsrgrlmsson & Co.
Suðurlandsbraut 6 Símj 22235
Maðurinn minn,
Björgvin Magnússon
frá Klausturhólum,
andaðist þriðjudaginn 11. þ. m. — Jarðarförin auglýst síðar.
Guðný Friðbjarnardóttir.
FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT
Framliald ai 4 síðu
inu, og á hann eftir að komast langt
sérstaklega ef han bætir stílinn.
Seinasta keppnisgrein mótsins var
tveggja mílna hlaup, og þó að keppn
ir; hefði staðið yfir í 3 tíma, þegar
sú grein hófst, voru allir hinir 12.117
áhorfendur í sætum sínum. — í
hlaupinu keppti Kanadamaðurinn
Bruce Kidd á móti skólafélögum mín
um Danny Murphy og Ben Tucker.
Átti nú aldeilis að taka strákinn frá
Kanada í gegn. Fylgdust hlaupararn
ir að lengi vel, en þó fór svo að lox
um að Bruce Kidd sigraði auðveld-
lega á hinum skikkanlega tíma 8,54.
Murphy fékk tímann 8:59,9, sem mí
leijast sæmllegt fyrir hann. Hefur
banri þó fengið að heyra það óspart
frá félögum sínum að ef 17 ára
smádrengurinn Gery Lindgren hefði
hlaupið á móti honum myndi hann
rétt hafa marið hann.
Meðan á mótinu stóð voru þrír i-
þróttamenn heiðraðir fyrir góða
frammistöðu bæði í dag og á liðnum
árum. C. K. Yang, sem hefur hlotið
Dúnsængur
Æðardúnssængur
hólfaðar
Unglingasængur
Vöggusængur
Æ($adúnn
Hálfdúnn — Fiður
Dralonsængur
fullorðins kr. 1080,-
Dralon vöggusængur
kr. 435,—
Dúnhelt léreft
Fiðurhelt léreft
Patons ullargarnið
nýkomið
4 grófleikar, 60 litir
Drengjajakkar
Vatt-úlpur
Drengjabuxur
Buxnaefni
Póstsendum
þann heiður að vera útnefndur —
,bezti íþróttamaður í heimi 1963”,
Italph Boston og Hayes Jones hl'utu
rllir sérstök verðlaun. Það var haft
cftir Ralph Boston er hann og C.K.
Yang stóðu saman á verðiaunapatl-
inum „Þú mátt passa þig vinur —
það getur verið að ég keppi í tug-
þraut í Tokíó” Yang segist eiga í
smávnadræðum með stöngina því að
hann hefur bætt við sig 5 kg. við að
æfa lyftingar og er það að venjast
nýrri stöng, en að öðru Ieyti er hann
tilbúinn að mæta hverjum sem er.
í heild fór keppnin mjög vel frain
og miðað við hávaða og stemningu
lijá áhorfendum er ekki annað að
sjá en að innanhúss frjálsíþrótta-
mót séu að verða einhver vinsælustu
mót meðal áhorfenda í Kaliforníu. —
Hlakka ég mikið til næsta móts, sem
haldið verður í Los Angeles á næst-
unni.
Mun ég láta þetta nægja að sinni,
og vonast ég til, að ég geti látið
heyra frá mér áður en langt um
líður.
Jóhannes Sæmundsson.
SELFOSS
Einbýlishús til sölu á Selfossi, 90 ferm. hæð og
óinnréttað ris, 3 herb. og eldhús á hæðinni. —
Leigulóð 975 ferm. Hitaveita. Skipti á íbúð í
Reykjavík eða Kópavogi æskileg.
SNORRI ÁRNASON
lögfræðingur, Selfossi
fsi©,i5y&ias))
R0TAVAT0R.
JARÐTÆTARAR
HOWARD jarðtætarinn er eini tætarinn með still-
anlegum hraða. Ekki tekur nema andartak að velja
þann hraða sem hentar í hverju tilfelli. Fæst í
þrem stærðum, 50 60 og 70 tommu. Varahluta-
birgðir alltaf fyrirliggjandi.
Nauðsynlegt að bændur og ræktunarsambönd
sendi pantanir sínar sem fyrst.
ARNI GESTSSON
Vatnsstíg 3 — Sími 11555-
Duglegur
PLÖTUSMIÐUR
óskast.
Vélasjóður, sími 41487
ÞVOITAHUS
Vesturbæjar
Ægisgötu 10 • Sími 15122
Tf M i N N, miðvikudaginn 12. febrúar 1964 —-
15