Tíminn - 23.02.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1964, Blaðsíða 2
*viB-New York. — Margt bendir til þess, að samkomu- lag náist um alþjóSIegt gæzlu- lið, scm senda skal tii Kýpur. Fundi Öryggisráðsins um Kýp- ur, sem halda átti á mánu- dagskvöldið, verður frestað til þriðjudags. NTB-Montreal. — Riddara- liðslögreglan í Kanada náði á sitt vald í dag 61 kílói af her- óíni að verðgildi 52 millj. Kanadadollara. Ambassador Mexíkó í Bolivíu og tveir aðr- ir menn hafa verið handtekn- ir í sambandi við heróínsmygl ið. NTB-Haag. — Brezka flutn- ingaskipið Ambassador sökk í morgun. Hollenzki dráttarbát- urinn Elbe reyndi að draga það að landi, en það mistókst. NTB-Djakarta. — Macapagal forseti Filippseyja kom í dag til Djakarta, höfuðborgar Indónesíu, til að ræða Malay- síudeiluna við Sukarno for- seta. NTB-Ankara. — Maðurinn, sem skaut á Ismet Inönu, for- sætisráðherra Tyrklands, af einungis þriggja metra færi í fyrradag, er enn þá í yfir- heyrslu. Allt er rólegt í Ank- ara, en útgöngubann var í borginni í gær. NTB-London. — Leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, Harold Wilson, skoraði á Sir Alec Douglas-Home, forsætis- ráðherra Breta, að halda kosn ingar til þjóðþingsins svo fljótt sem mögulegt væri. NTB-Dallas. — Valdir hafa verið 2 af 12 mönnum í kvið- dóminn, sem dæma skal Jack Ruby, morðingja Lee H. Os- wvalds. Málið hófst á mánu- daginn var. NTB-Sao Jorge. — Nýr jarð skjálftakippur gekk yfir Azór- I eyjar í dag, og var hann sá snarpasti, sem gengið hefur yfir eyjuna í þessari viku. Orsökin er eldgos á hafsbotni. NTB-París. — 160 stúdentar voru handteknir í gær í sam- bandi við hópgöngumar í Latínuhverfinu í París meðan á heimsókn Antonio Segnis, forseta Ítalíu, stóð. Orsök hóp gangnanna voru þær lélegu aðstæður, sem stúdentar búa við í Svartaskóla. NTB-Manila. — Minnst 25 manns létu lífið í flugslysinu í Lanao Eel Sur-héarðinu í suð urhluta Filippseyja í gær. NTB-Stokkhólmi. — Svenska Dagbladet í Stokkhólmi skýrði frá því í dag, að haldinn verði fundur forsætisráðherra Norð urlanda í Harpsund í Svíþióð 24. október n. lí. Forsætisráð Norðurlai -’twáðs mun einnig sitja NTB-Moskvu. — Ekki er enn ákveðið, hvort Andrei Gromy- ko, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, fer til Geneve í næstu viku. R. Butler, brezki utan- ríkisráðherrann fer þangað á mánudaginn. FIMMTUGUR: Eignlzt og lesií hakvr. sem máli skipta. ir Ásgeir Benediktsson Kröyer er annar í röðinni af starfsmönnum á Pósthúsinu í Reykjavík, er verður fimmtugur á þessu ári, eða á morgun, 24. febrúar. Það hefur gjarnan verið siður innan póstmannastéttarinnar, að ein- staklingar, er verða fimmtugir, halda jafnan stórveizlur í tilefni þess. Þá er einnig venja að staldra nokkuð við á þessu vörðu- broti á lífsgönguheiði viðkomandi einstaklings og líta yfir farinn veg. Og þá er það oftast einhver samferðamanna eða samstarfs- maður, sem gerir slíkt. Það er ekki þar með sagt, að mér tak- ist þetta hlutverk, enda þótt ég hafi verið samstarfsmaður Ás- geirs í 9 ár. En hitt er það, að ég vil, að einn úr stéttinni og ekki sízt einn af þeim, sem kennd ur er við áttunda flokkinn fræga, víki að Ásgeiri nokkrum orðum á þessum tímamótum í lífi hans. Svo á hann það líka af mér skilið, því að hann er í stjórn Póstmanna félags íslands, og ég veit, að hann er sá maður að hafa mót- mælt á fundum, að svokallaðan póstafgreiðslumannsflokk, þar sem flestir vinna sömu störfin, sé hægt að greina í tvo hluta, þar sem millibilið eru fjórir launaflokkar, þar sem fyrir eru í flokknum aldurshækkanir. Og meðal annars vegna þessa er mér ekki síður ljúft að skyggn- ast í hans gengnu slóð. Ásgeir Kröyer er fæddur 24. febrúar 1913, að Stóra-Bakka í Hróarstungu. Foreldrar voru Benedikt Kröyer og Antonía Jónsdóttir. Þarna á austurbakka Jökulsár barðist fjölskyldan fyr ir afkomu sinni, oft og tíðum allhörðum höndum, eins og víða þurfti enn á fyrstu dögum þess- arar aldar. Ásgeir var naumast búinn að lifa einn tug ára, þegar hann varð að þreyta fangbrögð sín við Jökulsána sem ferjumað- ur, enda karlmenni hið mesta, ef á reynir, þótt mörgum þyki hann jafnvel of prúður í dagfari, og leynir hann því nokkuð á sér. Þó að Ásgeir hafi haft lítil fjárráð á unga aldri, fór þó svo, að 18 ára gamall fór hann í Menntaskólann á Akureyri og var þar fjóra vetur. En þá var efnahagsgetan búin og skuldir komnar, eins og títt var hjá ungu fólki á þeim tíma, og var því skólagöngunni lokið. Eftir að Ás- geir hætti í skólanum, gerðist hann farkennari víða á Austur- landi á vetrum, en stundaði marg vísleg sveitastörf þess á milli. Um 1940 kom Ásgeir hingað til Reykjavíkur og var fyrstu ár- in lögregluþjónn hér í bænum, en gekk síðan í þjónustu pósts- ins og hefur verið þar síðan, eða í 20 ár. Og nú á morgun, er Ásgeir tekur sporið af fimmta tugnum yfir á þann sjötta, er það eitt vist, að bæði samstarfs- menn hans og aðrir, sem hann þekkja, munu senda honum hlýj- ar kveðjur og sækja hann heim og konu hans, Helgu Þorgeirs- dóttur, og drenginn þeirra að Álfhólsvegi 65. Og þó að ég sé einn þeirra, sem sækja þau heim á morgun, vil ég senda ^Ásgeiri mínar beztu óskir nú þégar í dag og fjölskyldu hans með hann. Þó vil ég sér í lagi senda móður Ás- geirs, sem er vistkona á Elli- heimilinu Grund, mínar beztu árnaðaróskir með sinn fimmtuga dreng, sem hún eitt sinn ól önn fyrir ásamt manni sínum og horfði á, er hann þreytti sín fang brögð og komst til manns. Gísli T. Guðmundsson. SÖNGSKÓLI Framhald af 15. síðu. Rómar til framhaldsnáms, nýtur nú ókeypis kennslu við frægan söngskóla þar í borg, þar sem snillingar eins og Gigli og Ren- ate Tebaldi hafa fengið þjálfun sína. Fyrst eftir að frú María kom til Reykjavíkur veitti hún kórum tilsögn og hafði söngnám- skeið, en nú helgar hún sig kennslu þeirra tuttugu nemenda, sem fastir eru í skólanum. Miklu fleiri nemendum hefur hún orð- ið að neita en hún hefur getað tekið inn í skólann. Eins og fyrr var drepið á, hittu blaðamenn frú Maríu á heimili eins nemandans og áttu með henni og nemendum hennar ánægjulega stund. Hinar verð- andi söngkonur hlóðu borð góm- sætum kökum, milli þess sem þær sungu fyrir gestina. Þó að áheyrendahópurinn væri ekki stærri, urðu sumar taugaóstyrkar, en frú María hafði uppi spaug AkTTr t Y RI FUNDUR um uppbyggingu atvinnu veganna verSur haldinn á Akureyri í dag, sunnud 23. febr. o^, csivast PUF á Akureyri fyrir funíflnbm. •— Hann verSur haldlnn á Hótel KEA og hefst kl. 2 é. h. Frummælandi um uppbygglngu atvinnuveganna er Steingrfmur Hermannsson, framkv ■ stj. RannsóknaráSs rfklslns. Þess er •f vanta, aS Framsóknarmenn, eldrl •8 yngri, fjölmennl á fundlnn. og huggunarorð. Þegar ljósmynd arinn fór að raða þeim upp, hróp aði hún: „Verð ég ekki alltof stór — alveg eins og Hallgríms- kirkja“ — og hló svo innilega, að allir urðu að taka undir. Undirleikari á tónleikunum verður Ásgeir Beinteinsson. VÉLABILUN Framhald af 15. síðu. án Guðmundsson á land á Eyrar bakka seint í janúar, en hann náð ist út aftur svo til óskemmdur, og var siglt til Vestmannaeyja til þess að fara þar í sjipp. FULLTRÍIARÁO Fundur verður haldinn í full trúaráði Framsóknarfélaganna i Reykjavík mánudaginn 24. þ.m kl. 8,30 í Tjarnargötu 26. Fundar efni er Dagblaðið Tíminn. Fram sögumenn verða Indriði G. Þor steinsson ritstjóri og Jónas Jóns son búfræðikennari. — Vararnenn í íulltrúaráði og hverfisstjórar eru boðaðir á fundinn. —Stjórnin. AKRÁNES FRAMSÓKNARFÉLAG Akraness heldur skemmtisamkomu i félags heimili sínu að Sunnubraut 21 í kvöld, sunnudag kl. 20,30. — lil skemmtunar verður frantsóknar- vlst og kvlkmyndasýning. — Öll- um er heimill aðgangur. fjallar um dýpstu og innilegustu samskipti karls og konu þ. á. m. um ástina, kynlífið, frjóvgun, getnaðarvarnir barna uppcldi, hjónalífið og hamingjuna. Höfundar: Hannes Jónsson, félagsfræðingur; Pétur H. J. Jais obsson, forstöðumaður fæðingardeildar Landspítalans; Sigurjón Björnsson, sálfræðingur; dr. Þc'rður Eyjólfsson, hæstaréttar dómari; dr. Þórir Kr. Þórðarson, próíessor Höfundarnir tryggja gæðin, efnið ánægjuna Þessi bók á erindi til allra kynþroska karla og kvenna FORUSTUMENN FÉLAOA ATHUGIÐ! Nafn: Heimili: eftir Hannes Jónsson félagsfræ'ðing, er úrvals handbók fyrir alla þá, sem taka vilja ábyrgan þátt i féisgssfarfi og ná ár- angri í fundarstörfum og mælsku. Bók þessi er algjörlega hlutlaus og fjallar um fundar- stjórn, fundarsköp, og allar tegundir félags- og fundar- starfa. í henni er líka rökfræðiágrip, fróðlegur kafli um áróður og margar teikningar af fyrirkomulagi í fundarsal Ætla má, að bók þessi geti orðið félagsstjórnum, fasta- nefndum og áhugasömum félagsmönnum að miklu gagni. Ef keypt eru minnst 5 eintök gegn staðgreiðslu fá félög bókina með afslætti. Einstaklingar, sem eignast vilja þessa hagnýtu bók, geta pantað hana beint frá útgef- anda eða fengið hana hjá flestum bóksölum. Munið, að leikni í félagsstörfum og mælsku getur ráðið miklu um þjóðfélagslegan frama einstak- lingsins og framvindu þjóðfélagsmála. FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 40624 PÖNTUNARSEÐILL (Póstsent um land allt). Sendi hér með kr .....til greiðslu eftirtalinni bókapöntun, sem óskast póstlögð strax. (Merkið við það, sem við á). — Fjölskyldan og hjónabandið. Verð kr. 150,00. — Félagsstörf og mælska. Verð kr. 150,00- NÍRÆÐ ið 1946, spm var þungt áfall fyrir hana, eins og raunar alla þá, sem kynntust þeim merka manni. Hún ber aldurinn vel, óvenju glað- lynd, og fylgist vel með, þrátt fyrir nokkurn lasleika hin síðari árin. Á þessum merkisdegi henn- ar munu margir minnast hénnar þakklátum huga. JarSarför sonar míns, Kjartans Olafssonar Guðmundssonar frá Vífilsmýrum, önunaarflrSi fer fram frá Fossvogskirkju þrlSjuduginn 25 febrúar kl. 10,30 f.h. Athöfninni verSur útvarpaS. Fyrir mína hönd, systkina oo *J tursystkina hins látna. Guðjóna Jónsdóttir. MaSurinr' rrirrn Stefár Júnsson frá Hrtsem í FróðárH'—• andaðist hinn 20. febrúar s. I. í Bow«»s' ' j. JarSarförin fer fram frá Fossvogskirkcu rosrwxtammn 7». rp*r« ;|. 10,30. ÚtvarpaS verSur frá athöfninni. Krtstln SlgurSardóttlr börn og tengdabörn. MaSurlnn mlnn og faSlr okkar, Árnl K- Jðnsson sérleyfishafi, HelSargerSI 9, andaSlst 21. þ. m Mbanna Klartansdóttlr og börn. ft WWTiiT MNMMNUfllnn 23, febrúar 19éé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.