Tíminn - 23.02.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.02.1964, Blaðsíða 3
■&• « t. Þessi dama í skautabúningn- um er Grace prinsessa í Mona- co, en hún er í vetrarfríi í svissneska skíðabænum Gstaad Myndin er tekin, þegar prinsess an kemur af skautum og í fylgd með henni, þar sem hún gekk um götur þorpsins voru Carolina dóttir hennar og tvær vinkonur. Hlutföllin virðast nú eitt- hvað vera að snúast við í kyn- þáttavandamálunum í Banda- ríkjunum. Hvítar þernur í kaffistofum Sameinuðu þjóð- anna í New York hafa kvartað yfir því, að þær fái alltaf minni drykkjupeninga én hin- ar svörtu starfssystur þeirra. Þær segja, að þetta sé skipu- lagt kynþáttamisrétti. Þetta er lfklega einhver ný- tízkulegasti smali á Bretlands- eyjurn og þótt víðar væri leit- að. Hann heitir George Wel ham og býr í Suffolk, og þeg ar hann er orðinn leiður á þvi að hanga úti í kuldanum og gæta fjárins, þá sezt hann nið- ur við sjónvarpið og fylgist Vivian Leigh, hin fræga enska leikkona, hefur nú aft- ur fundið hamingjuna með fyrsta eiginmanni sínum, enska iögfræðingnum Herbert Leigh Holman. Hún skildi við hann árið 1940 til að giftast Laurence Oliver, en hann skildi síðan við hana til að kvænast ungri leikkonu, Joan Plowright, sem hann hefur nú gert fræga. Skilnaðurinn fékk mjög mikið á Vivian og nokkru síðar ofreyndi hún sig á vinnu á Broadway, en nú hefur þetta gerbreytzt. Sjálf segir Vivian, að síðan hún kom aftur til London og hitti Herbert, þá sé líðan hennar betri m1'"' ’ -erjum deginum. Hún s- gjarnan vilja vita þ nafi^komið því af stað, ungt fólk hafi einkaleyfi á ástinni. Ekkert vilja þau Vivian og Herbert samt segja um það, hvort þau ætli að gifta sig í bráð, ■k Það er margt skemmtilegt, sem skeður í fínum veizlum í forsetahöllum hinna nýju afrísku ríkja. í einni mjög við- hafnarmikilli móttöku gekk fínn og svartur þjónn um með smákökur á bakka og einn af hvítu gestunum fékk mikla lyst á fallegri súkkulaði- köku og þreif til hennar. Ekki þetta, herra minn, var þá hvísl að. Þetta er þumalfingurinn á mér. k Sophia Loren er ekki af- brýðisöm að eðlisfari, en samt öfundaði hún Liz Taylor dálítið af því að vera komin í milljónaklassann, það er að fá milljón fyrir hverja mynd, sem hún leikur í. En nú er hún sjálf komin í sama klassa og á að fá milljón doll- ara fyrir aðalhlutverkið í kvik-, myndinni Judith, en sú mynd’ fjallar um Gyðingakonu, sem komst heilu og höldnu úr fangabúðum nazista og leitar nú um allan heim að dóttur sinni. Þegar þeirri mynd er lokið, tekur önnur milljón dollara kvikmynd við og er það nóbelsverðlaunasaga Past- ernaks, dr. Zivago. Þar fer Sophia með aðalkvenhlutverk- ið. Framleiðandi beggja mynd anna er eiginmaður Sophiu, Carlo Ponti. með skepnunum þaðan Það hefur nefnilega verið komið fyrir sjónvarpssendi í haganum og móttökutæki hefur verið sett í stofuna hjá George. Þetta hefði ekki verið amalegt fyrir smaiana í gamla daga, sitja bara í róglegheitum inni í bað stofum. Stórhreingerning hefur undan að bak við hundrað ára gamalt farið staðið yfir á St. Pauls sót og óhreinindi voru tvö tár dómkirkjunni í London og kom í augnakrók eins engilsins. Það þá margt í ljós, sem leynzt hefur nú valdið sérfræðingum hefur undir óhreinindunum miklum heilabrotum, hvernig á Þegar byrjað var að hreinsa því standi, að þessi engill græt- nokkra smáengla, sem eru yfir ur, en enginn af öllum hinum. prestainnganginum, kom í Ijós, Bókaútgefandi nokkur í Dan- mörku hefur sagt eftirfarandi orð um sjónvarpið þar: í fyrstu var óttazt, að sala á bókun mundi minnka mikið við til- komu sjónvarpsins, en það hef- ur komið í ljós, að einmitt í gegnum sjónvarpið fá áhorf- endurnir áhuga á að sökkva sér niður í ýmis málefni, sem krefjast þess, að bækur séu við höndina * Það kannast eflaust a!:ir við litlu dönsku lukkutröllm, eins og þau eru nefnd í heimalandi sínu, en ef einhver veit ekki hvaða fígúrur er um að ræða, þá er mynd af einu þeirra með þessum texta. Það var danski myndhöggvarinn Thomas Dam, sem fyrstur gerði þessar lttm brúðut og nú hefur hann ær- inn starfa af því að haida höf undarrétti sínum við lýði. Brúð ur þessar hafa verið flu*lar út frá Danmörku til fjölda landa og fyrirtækið Uneeda Dill í Bandaríkjunum byrjaði að kópíera þær. Dam flýtti sér yfir til Bandaríkjanna, þegar hann frétti af þessu, og eftir miklar umræður og þras fékk hann fyrirtækið til að borga sér vissan skatt af hverri brúðu En aumingja Thomas var ekki fyrr kominn heim en hann frétti af því að nú væru þeir í Frakklandi farnir að fram- leiða brúðurnar, svo hann varð að þeytast þangað Næstelzta dóttir brezka for- sætisráðherrans, Meriel Dou- glas Home, hefur nú opinberað trúlofun sína með Adrian Dar- by, en hann er kennari í hag- fræði við Keble-skólann við Ox- ford háskólann. Meriel er 24 ára gömul og Adrian 25 og á brúðkaupið að vera á annan í páskum. Þegar Home lagði nið- ur lávarðartign sína, þá fékk Meriel sér vinnu í bókabúð til að sýna fram á það, að fjöl- skyldan væri alþýðleg, ekki bara í orði, heldur og í verki. ☆ Miklar deilur eru nú uppi um það í Englandi, hvort borga eigi fyrir froðuna, sem er ofan á bjórnum, þegar hann er seldur í vínveitingahúsum. Málið er þegar komið fyrir lög og dóm og verður dæmt í því í Bristol eftir nokkra daga. Upphaf þessa máls var á þá leið, að ríkisstarfsmaður nokk- ur frá verðlagseftirlitinu þar í landi kom inn á pub í Bristoi og bað um eitt glas af Guinn ess-bjór. Hann lét glasið standa á afgreiðsluborðinu þangað til að froðan var horf- in, mældi þá innihaldið og til- kynnti afgreiðslumanninum, að það vantaði sjö hundruð- ustu upp á það magn, sem glasið ætti að innihalda og að hann mundi kæra þetta til dómsyfirvaldanna. Guinness- félagið lítur þetta mál svo al varlegum augum, að það hef- ur ráðið einn fremsta lögfræð- ing landsins sér til varnar. Þegar málið kemur fyrir rétt, mun bjór verða hellt í glas fyrir framan dómarann og þar að auki á að sýn'a kvikmynd. öllum aðilum til glöggvunar. BREZKl rithöfundurinn Laurice Irving, hefur sagt ef1 farandi: Málaralistin er nú öll um gleymd. nema þeim, setr teikna utan á niðursuðuvörut skiltamálurum og peningaföls- urum. LÖNGU áður en bandariskir læknar kváðu upp dauða dóminn yfir reykingum, höfðu víðs vegar i Bandaríkjunum verið stofnnð hæli fyrir fólk, sem vildi hætta að reykja, en þegar það kom á hælin komst það að raun um, að líf án reyk inga getur verið mjög erfitt. — \ hælum þessum má hvorki drekka kaffi né áfengi. Heit böð eru fyrirskipuð og öndun aræfingar- Bannað er að borða kryddaðan mat og ekki má uni eangast fólk. sem reykir. Þetta eru aðeins t'áar af þeim reglum sem gilda á hælum þessum. Adolf Hitler átti fjögurra tonna Mercedes-hervagn, þegar hann var upp á sitt bezta, og náði bíllinn 200 km. hraða á klukkustund. Nú hefur þess- um grip verið komið fyrir á safni nokkru í franska bænum Le Mans. Franskar hersveitir undir stjórn hershöfðingjans, Leclerc umkringdu heimili Hitlers í Berchtesstræti árið 1945, og höfðu þá m.a. bíl þenn- an á brott með sér. Árið 1948 keypti franski hóteleigandinn Pau bílinn' og gaf hann síðan H áðurnefndu safni. Sérkenni ffl þessa bíls voru m. a. skotheld- ® ir hjólbarðar. u TÍMINN, sunnudaginn 23. febrúar 1964 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.