Tíminn - 23.02.1964, Síða 5

Tíminn - 23.02.1964, Síða 5
' 7>3 ikh<is§ð: DVERGARNIR 7 — Þýðandi Stefán Jónsson. — Leikstjóri Klemenz Jónsson Ævintýrið Um MJallhvít og dverg ana sjö hefur verið yndi og eftir- la !i barna á öllum aldri um heim a an í hundrað ár, og trúlega fc:"tta bórn aldrei að lesa söguna e.ns og hún stendur skráð í Grimms-ævintýrum, hvað sem því líður, að hún sé sett í annað form, búin til flutnings í útvarpi, á kvik mynd eða leiksviði, því að enn hefur enginn getað betrumbætt söguna frá því, sem bræðurnir þýzku settu hana á bók á öldinni sem leið. En það er hins vegar sjálfsagt, að þetta sígilda ævintýr, eins og hundruð annarra, verði fyr ir valinu til að „líkamnast" á leik- sviðinu, og nú er það orðið að veruleika í Þjóðleikhúsinu okk- ar. (Eftir leikskránni að dæma eru sem sé höfundar leikritsgerðar ævintýrsins orðnir svo margir, að erfitt er að sjá, hver á hvað, því að þar stendur, að Stefán Jónsson og Klemenz Jónsson hafði búið leikinn til flutnings með hliðsjón af leikriti Margarete Kaiser og kvik- mynd Walt Disneys. En ég held að þessir ágætu menn hefðu heldur átt að velja þann kostinn að byggja á frumgerðinni einni, Grimmsævintýrinu, þannig hefði betur nýtzt bókmenntasmekkur hins ágæta rithöfundar og útsjónar semi og kunnátta leikstjórans). En hvað sem því líður, er svið- setning Mjallhvítar í Þjóðleikhús- inu í flestu tilliti með miklum ágætum, og engir kunna betur að meta það verk en þeir, sem leik- urinn er fyrst og fremst ætlaður, yngstu leikhúsgestirnir. Og hin- um eldri, þeim sem að sýning- unni standa, leikendunum á svið- inu og eldra fólkinu í salnum, hlýnar um hjartarætur vegna þess út af fyrir sig, hversu börnin njóta sýningarinnar innilega. Allt frá því aö tjaldið er dregið frá, er þau hrífast um leið og mjöllin sáldrast til jarðar og góða drotln- ingin birtist, og til leiksloka er Mjallbvít fær prinsinn sinn og allt fer ve . Þá er þungu fargi létt af mörgu litlu hjarta í salnum eftir ýmsar raunir, sem á undan eru gengnar. Ef dæma á eftir því, hvernig Bryndís Schram sýnir okkur Mjall hvít, má hún vei við una frum- raun sína sem leikkona, framkoma hennar öll var með slíkum æsku- þokka, að alveg gleymist það, sem maður hafði imyndað sér áður, að yngri leikkonu hlyti að þurfa í þetta hlutverk. Vitaskuld hjálpar ekki lítið til hreyfingamýkt dans- meyjarinnar og smáfríðleiki and- litsins. Röddin er lagleg til söngs, en lýtti nokkuð, sem er auðvelt að ráða bót á, að hljómsveitin yf- irgnæfði mjög röddina, sem er lít- il. Melra að segja lék hljómsveit in það sterkt, að ekki heyrðist nándar nógu vel söngur annari’a sem rnddmeiri eru. Ekkert ætti að vera auðveldara en að hljómsveit in lægi talsvert öldurnar þar :sém þess gerist’þörf. En að öðru leytl ber hljómsveitarstjóranum Cari Billich lof fyrir tónlistina í leikn- um, sem er að einhverju meira frá honum runnin en stjórn og flutningur eingöngu. Lagvísi hans og smekkur bregðast ekki Drottninguna stjúpu Mjallhvít- ar leikur Helga Valtýsdóttir með framúrskarandi tilþrifum, hún bregður sér úr einu gervi í annað svo furðuleg hamskipti má kalla. Nína Sveinsdóttir í hlutverki Matt hildar hirðjómfrúar bregður skemmtilega á leik eins og henni er lagið. Baldvin Halldórsson og Brynja Benediktsdóttir eru býsna skeinmtileg sem hérinn og íkorn- inn. Þá er komið að dvergunum sjö, sem mesta kátínuna vekja. Allir eru þeir spaugilegir hver á sinn hátt. En af þeim ber þó sá sem vitið hefur fyrir þeim og gæt- ir þess í hvívetna, að allir geri j skyldu sína, sá góði Klókur, og1 það er Árni Tryggvason. Hann hef- ur oft í mörg horn að líta og ekki ætíð leikur að fá kergjuna úr t Treg (Valdimar Helgason) eða I halda Þreytt (Lárus Ingólfsson) vakandi. Þreyttur þarf ekki að hafa fyrir því að segja neitt til að vekja aðdáun, slíkur dvergur er hann í hátt, hvernig sem á hann er litið og sísyfjaður. Sam- æfing dverganna er líklega þaul- unnasta verkið í hinni vönduðr og gerhugsuðu leikstjórn Klemenz Jónssonar. Leikendur eru fleiri en hér verða taldir, en ekki er hægt að ganga frarn hjá Bessa Bjarnasyni, sem rækir siðameist- araembættið af skyldurækni, sem stundum er erfiðleikum bundið, ef enginn er nærri til að berja í bakið á honum’ þegar hann stam- ar sem mest o§ allt stendur fast, en það þarf ekki nema eitt smá- högg til að stíflan hrökkvi út og Ágústin geti gefið sína*- fyrirskip- anir svo allt fari fram eftir rétt- um síðum. Bessi er margslunginn og stundum grátbroslegur sem siðameistari við hirðina Mikið lof á Klemenz skilið fyrir sína útsjónarsömu leikstjórn og síð ast, en ekki sízt ber að nefna Gunn ar Bjarnason, því að tjöldin hans er freistandi að kalla meistara- verk. Gunnar Bergmann Hérarnir og íkorninn (Baldvin Halidórsson, Anna Guðmundsdóttir, Einar Þorbergsson og Brynja Benediktsdóttir). Verkamanna- félagíð Dagsbrún Ársreikningar Dagsbrúnar fyrir 1963 liggja frammi í skrifstofu félagsins á Lindargötu 9 AÐALFUNDUR Dagsbrúnar verður í Iðnó sunnudaginn 1. marz kl. 2 e.h. ilgp MjsHhytt (Bryndis Schram) og drottningin (Helga Valtýsdótttir) Stjórnin Vélstjóra vantar á 70 lesta bát er rær með net frá Hafn- arfirði Upplýsingar í síma 36653 Kaupmenn - Kaupfálög Fyrirliggjandi: Bendlar 12 og 14 mm. Skábönd 20 litir. Hvít teygja á 5 m. spjöldum- Blúndur og milliverk. Þvottapokar &r J»orva>d«soti & Co, Sieií«lvfl»‘T,ir Grettisgötu 6 — Símar 24730 og 24478 J 3 TÍMtMN, tvnnudaginn 23. febrúar 1964

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.