Tíminn - 23.02.1964, Page 8

Tíminn - 23.02.1964, Page 8
tlýtl íslenzkt leikrit — ætíð mtitr saaÖur léttara, þegar heyilst om slíkt fyrirbæri. Til hfd.rhi tíffinda í vetur á þessu sviði er að Ríkisútvarpið hóf fyrir nokkrum vikum að flytja framhaldsleikritið „í múrnum“ eftir Gunnar M. Magnús. Er flutningur leikritsins nú rúnv- ieoa tuilfnaður, og er skemmst af að segja, að cftir engu efni útvarpsins er beðið með slíkri eftirvæntingu sem framhaldi leikritsins. Leikritið byggist á sögulegum viðburðum og ger- ist á öndverðri síðustu öld tugthúsi Reykjavíkur, sem síðar varð fbúðarhús æðsta valds- manns landsins og enn síðar að setur ríkisstjómar íslands. Hef- ur höfundur kannað mikið sögu Reykjavíkur frá þessum tfma og þvf hefur fréttamaður Tímans farið á fund Gunnars M. Magnúss til að fræðast af honum um sögu þessa merka húss. — Mig langar til þess að biðja þig að segja lesendum Tímans sögu hins fræga húss, sem leikrit þitt gerist í. — Já, þú spyrð um sögu hússins. Það er löng og mikil saga. Það vill svo til, að húsið á einmitt 200 ára afmæli um þessar mundir, og er því eitt af elztu húsum landsins. Ég hygg, að Tíminn þyrfti að gefa út aukablað, ef hann vildi birta viðhlítandi lýsingu á húsinu og því, sem þar hefur gerzt innan veggja. Því er elnnig til að svara, að leikritið er ekki nema rúmlega hálfnað í flutningi, og ég tel ekki heppilegt að segja frá aðalat- riðum úr sögu Múrsins, sem eiga eftir að koma fram í sein- ustu þáttunum. Hins vegar er hægt að greina frá helztu þáttunum og þó í stórum drátt- um. — Hver var svo aðdragandi að byggingu hússins? — Það var ekki fyrr en laust eftir 1730, að yfirvöld landsins tóku að ræða um að byggja varanlegt fangelsi eða fangageymslu. Hér höfðu að vísu verið einhverjar vistar- verur á heimilum lögmanna og sýslumanna, sem saka- mönnum var stungið í, þar til þeir voru fluttir til þings og dæmdir. Auk þess mun hafa verið tongelsi á Bessastöðum, som lallað var Bramshús. Þangað var mönnum stungið inn eftir geðþótta Bessastaða- manna og þótti tíðum lítt far- i» að lögum, þegar þeir gripu menn og höfðu þar í haldi. Én Þáð virðist hafa komið nokk- urri hreyfingu á málið, að kona nokkur, Katrín Ingjalds- dóttir að nafni, sem dæmd hafði verið til dauða, var náð- uð af konungi, en hlaut dóm um ævilanga hegningarhús- vtnnu. Nú var ekkert hegning- arhús til í landinu, svo að Ocksen stiftbefalingsmaður leggur til, að sett verði á stofn bér á landi hegningarhús fyr- ir glæpamenn, svo að ekki þurfi að flytja þá úr landi. Voru nokkrar bollaleggingar um málið, m. a. um það, hvort slik stofnun ætti ekki einnig að vera fyrir flakkara, betlara Hér blrtlst I fyrsta slnn bessl útlitsmynd af Múrnum sem Ohlson lautlnant teiknaði 22. ágúst 1802. — Glöggt sjást hanga líkt og póstkassar út úr báðum göflum byggingarinnar, náðhúsin, sem um getur f vlðtalinu og upp á fina dönsku voru kölluð „Hemmeligheder". og þá, „er ekki greiddu dæmd- ar sektir fyrir legorðsbrot og þess konar yfirsjónir". Leið svo fram á miðja öld- ina. Þá fer Skúli Magnússon fram á það í bænarskrá til konungs, að meðal annarra umbóta, sem koma þurfi í framkvæmd, sé að koma á fót betrunarhúsi, sem geti tekið við umrenningum og beininga mönnum, sem renni um landið í hópum. Komst málið á þann rekspöl, að nefndir voru ýmsir staðir, sem vel væru fallnir fyrir betrunarhús. Búðir (Budestad) á Snæfellsnesi þóttu vel í sveit settar til slíkr ar byggingar. ■ •■?;•■■■ * r•••'■ Það er þó ekki fyrr en eftir 1758, sem skriður kemst á mál- ið, en þá skrifar Magnús amt- maður Gíslason Rantzau stift- amtmanni bréf, sem kallast má neyðaróp. Amtmaður seg- ir: — „Flakkarar og beininga- menn vaða nú taumlaust uppi í landinu, jafnt í byggð sem á fjöllum og afréttum. Þessi lýður lætur greipar sópa um allt matarkyns á heimilum manna og drepur og étur upp kvikfénaðinn á afréttum. Náð- ugi herra stiptamtmaður! Á von landsmanna um betrunar- hús að engu að verða? Yðar hágöfgi! Styðjið af fremsta megni ísland, sem yður er trúað fyrir, til að losna við það lands og lýða tjón, sem af flökkurum leiðir. En um fram allt sjáið um, að betrunarhús- inu verði komið á fót til að frelsa aimenning frá glötun“. Með vorskipinu 1759 kom svo boðskapur konungs um stofnun betrunarhússins. Tekj ur, sem áttu að renna til bygg ingarinnar, voru sakeyrir og jarðeignaskattur, einnig tekj- ur af Þingeyraklaustri. Árið 1762 voru í sjóði til byggingarinnar 1134 ríkisdal- ir, svo að byrjað var á verk- inu. Magnús amtmaður réðst í það á eigin ábyrgð, að ákveða byggingunni stað á Amarhéli, áður en teikningar væru fyr- ir hendi. Lét hann sakamenn, sem náðaðir höfðu verið frá þrælkun ævilangt, vinna að undirbúningi. Þessir menn áttu að vinna hegningarvinnu í nokkur ár. Amtmaður lét fyrst reisa skýli handa þess- um mönnum, en þeir tóku síð- an að grafa fyrir grunni húss- ins og draga að grjót. Verk- stjóri við þessa vinnu var ráð inn Gissur lögréttumaður Jónsson á Amarhóli. gangur í herbergin úr for- stofu og fyrir henni hurð með lás“. Veggir vom kalkaðir. Eft ir endilöngu húsinu var múr- veggur í miðju þess. í austur- helmingi vom tveir varðhalds- klefar fyrir stórglæpamenn, þar var hægt að geyma 16 siíka fanga, sumir þeirra voru tíðum í járnum. í þessum helmingi hússins voru einnig vinnustofur með tóvinnuáhöld um og rúmstæðum fyrir aH« 2fi í vesturhelminei forstofa með sama inngangi er enn. í suðurenda var eidhú* og tvö herbergi, þar var ráðs- manni ætlaður bústaður. Þar á suðurgafh, sem veit út að Bankastræti, var dálítið út- »hot. Þetta kölluðu Danlr „Hemmehgheder“, þang»ð gengu menn nauðþurfta sinn« síðan var hreinsað frá gaflu,- um eftir hentugleikum. — í norðurenda hússins var einn- ig eldhús og herbergi innar af; ætlað fangaverði. Uppi á lofti vom 4 herbergi, sem gátu rúmað 12 til 16 fanga. Þar voru einnig vinnuáhöld. Á miðlofti voru kvistgluggar móti vestri, þar vom vistar- verur fyrir 12 fanga. Var áætl að, að fullskipað gæti tugt- húsið rúmað allt að því 54 venjulega fanga og 16 stór- glæpamenn. — Hvað var svo húsið lengi notað sem tugthús? — í nálega 50 ár. Það var ekki í venjulegu tali nefnt tugthús. Það hlaut brátt nafn- ið „Múrinn“. Hann er kominn í múrinn, var sagt, — síður: hann er kominn í tugthúsið. Síðan hefur þetta á eðUlegan hátt yfirfærzt á hegningarhús- ið, sem hér var byggt rúmum 100 ámm síðar. Við könnumst við „Steininn“ á Skólavörðu- stíg 9. — — Til hvers var húsið svo notað eftir að það var lagt nið- Hér er grunnmynd af Múrnum, sem Ohlson geröi 1802 og sýnlr her- berglsskipun. A) stofa, B) eldhús, C) Inngangur D) herbergl dyre- varðar, E) eldhús, F) stofa, G) „Svartl hellir, fangageymsla, H) fanga- klefl, I) vlnnusalur múrllma, K og L) almenningur, M) vinnusalur, N) og O) fangaklefar. ^ v mmmm GUNNAR M. MAGNÚSS t’lthöfundur skoöar gamlar Re.ykjavikur- myndlr. (Ljósm.: Kó-TÍMINN). Um þessar mundir var einn ig verið að vinna að byggingu tveggja stórbygginga, Bessa- staðastofu og Nesstofu. Allir hæfir smiðir, sem tiltækir voru hér á landi, unnu við þessar byggingar. Það dróst því nokkuð á langinn að hefja byggingu tugthússins, þó að grjót væri að mestu tiltækt og talsvert af kalki komið á stað- inn. Þurfti þá að fá danska smiði og múrverksmenn til þess að vinna að húsinu. Þok- aðist byggingin það áfram, að árið 1764 mun það hafa verið tekið fyrst í notkun, þó að enn væri unnið að byggingunni allt fram undir 1770. — Þetta hefur verið mikil bygging á þeirra tíðar mæli- kvarða? — Húsið var þá í rauninni eins og það er enn hið ytra, að undanteknu því, að hinir miklu kvistir voru ekki á því, þeir komu síðar. Það var 44 álnir á lengd og 16 álnir á breidd, veggirnir geysiþykkir, og „allir glugjar með jám- stöngum og einungis einn inn- ur sem hegningarhús? — Það hefur borið tvö nöfn síðan: í 50 ár var það kallað Múrinn, í 85 ár bar það nafnið stiftamtmannshús, og frá 1904 hefur það borið heitið Stjórnarráðshús. — — Hvers vegna urðu skipt- in? — Það er ekki tækifæri að segja þá sögu að þessu sinni, sem áhrærir fangelsið og upp lausn þess, en gjaman má vitna til þess, sem Magnús Stephensen segir um þetta: — „Tugthúsið átti að hegna og fækka vömmum óráð- vandra, og umgirða æm, líf, eignir og siðferði manna, en aldrei fyrr né síðar komist það nærri fulltneintu þessu augna- miði, — — en það er minnst í þessu tilliti, að ég tel mér ehgan hag í því, heldur í til- liti til þess fyrsta og eiginlega augnamiðs, að það yrði straff- og betrunarhús fyrir glæpa- menn, illum til varúðardæmis og almenningi til vemdar, sem aldrei ávannst fyrr né síð ar við mitt tugthús“. fi TfMINN, tunpudaglmi 33. fabrúar 1M4 — V48

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.