Tíminn - 23.02.1964, Síða 9

Tíminn - 23.02.1964, Síða 9
Telknlng þessi, elns og margar flelri úr Reyk|av(k fyrrl tfma, er gerð af Jóni biskupi Helgasynl. Horft •r af Arnarhóli. T. v. sést I norðurgafl Múrslns og nokkuð lengra Dómkirkjan. MYNDIN sýnir miðbæ- inn eins og hann var 1802. — Já, þarna hefur maður það. — Já, þetta var mikið hús eg er enn mikið hús. Það gef- ur nokkra hugmynd um mikil leik þess yfir aðrar bygging- ar og bústaði að hyggja að híbýlum embættismanna um aldamótin 1800. í ferðabók sinni lýsir Sir George Mac- kenzie, hinn enski, heimsókn sinni til dómkirkjuprestsins í Reykjavík. Hann bjó að Seli. ÆVAR R KVARAN stjórnar flutningl framhaldslelkrltsins „í Múrnusn". Segir hann, að bærinn að Seli hafi verið mjög lélegur. Hon- um var fylgt eftir löngum og dimmum göngum inn í dimmt herbergi, það bezta á bænum, svefnherbergi fjölskyldunnar. (Baðstofuhús). Það var svo lágt, að meðalmaður stóð varla uppréttur þar, og svo lít ið, að það var nærri fullt af einu rúmi, klukku, lítilli kommóðu og skáp með gler- hurð. Nú var það, að árið 1819 kom út hingað Ludvig greifi Moltke, kammerjunkari, og skipaður stiftamtmaður. Hann var þá 29 ára að aldri og ný- kvæntur systur Bartenfleths, sem síðar varð hér stiftamt- maður. Þótti þeim hjónum lé- legur embættismannabústaður- inn, sem þeim var ætlaður, svo að Moltke fékk leyfi til þess að breyta hinu mannlausa tugthúsi í stiftamtmannsíbúð. „Frú hans var kölluð ríki- lát“, segir Espólín, „því ei mátti nefna hana öðruvísi en „náð hennar“ (hendes Naade). Var nú húsinu breytt í hina ríkmannlegustu vistar- veru, svo að fátt þótti á skorta, enda var nú skipt um, hestur hætti að hneggja á stalli, „hemmelighederne“ blöstu nú ekki við hinni verðandi um ferðargötu og í stað dauða- hryglu og formælinga var nú tíðum veizluglaumur, söngur og hljóðfærasláttur. í þessum húsakynnum bjuggu síðan allir stiftamt- mennirnir, sem hér voru til 1874, og síðan landshöfðingj- arnir þrír, Hilmar Finsen, Bergur Thorberg og Magnús Stephensen, til ársins 1904. Þegar stjórn allra innanlands mála fluttist inn í landið 1904, var því breytt I skrifstofur fyrir stjórnarráðið. Auk margs konar breytinga innan húss hafa verið gerðar tvær meiri háttar breytingar hið ytra á byggingunni. Hin fyrri var gerð árið 1866. Þá var settur hinn mikli kvistur á vestur- hliðina. Fimmtíu árum síðar var kvisturinn settur á aust- urhliðina. Það varð frægur kvistur. Var lengi í minnum hafður kostnaðurinn við „Stjórnarráðskvistinn" og er ef til vill enn. — Já, það hef- ur margt skeð þarna innan veggja, þarna mun fyrsta tombóla bæjarins hafa verið haldin, þarna fóru fram leik- sýningar, að ekki sé talað um stórveizlur með rjúkandi rétt- um og andríki. LEIKENDUR ( fyrsta þættl framhaldslelkrltslns „í Múrnum" sjást hér framan vlð hljóðnemann. Þeir •ru taldir frá vinstrl: Valdimar Helgason, Jón ACils Kristbjörg Kjeld, Gisll Alfreðsson, Rúrik Haraldsson og Þorstelnn ö. Stephensen. Fjórði og næstsíðasti flutningur verður n. k. þriðjudag. ■■■■■■■■■■■■■■Mv^wllMHFV^ í TRU Á GUÐí „Mlkll er trú þín“, sagði Kristur við kanversku konuna. Og hann bætti við: „Verði þér sem þú vilt“. En hver er sú trú? Hvað er að trúa á Guð? Það er sann færingin um sigur hins góða og sanna, vissan um gildi hins rétta og fagra. Kjarni guðseðl- isins er kærleikur. Birting eða opinberun hins guðlega er sannleikur í kærleika sagður. Alltaf hafa verið skiptar skoðanir um allt slíkt. „Hvað er sannleikur?" sagði Pílatus sálugi forðum. „Á ég að gæta bróður míns?“ sagði Kain vesalingurinn. Og báðir hafa þeir á ógleymanlegan hátt orðið táknmyndir þeirra, sem ekki skilja gildi guðstrúar, vissunnar um sigur sannleika og góðvildar og allan þann unað og sælu, sem það kynni að veita mannshjörtum og mannlegu samfélagi. En sú sæla nefnist guðsríki, og er í vitund okkar sjálfra. „Guðs- ríki er hið innra í yður“, sagði Kristur. Einn verður enn að minnast á til að fá skýrt fram hið nei- kvæða viðhorf gagnvart trúnni á Guð. En það var lærisveinn- inn, sem sagði um dýru ilm- smyrslin, sem hellt var yfir höfuð og fætur Krists: „Hvers konar sóun er þetta? Hefði ekki verið nær að selja þessi smyrsli og gefa þau fátækum. Það hefði mátt fá fyrir þau að minnsta kosti þrjú hundruð denara. En það var heilt árs- kaup verkamanns þá í því landi. Ættum við að segja um hundrað þúsund krónur hérna á íslandi núna á 20. öldinni, 7. tugi hennar. Það hefði því orðið myndarleg gjöf til Land- spitalans eða Borgarspítalans, þótt ekki hefði það náð langt í byggingu turna og pírum- párs. Enda var Kristur ekki á sama máli og þessi postuli hans. í fyrsta og eina skiptið tók hann upp vörn fyrir sjálf- an sig, ef svo mætti segja per- sónulega og þá aðdáun og fórnarlund, sem honum var sýnt, án þess að reikna út kostnaðinn. Hjartað eitt var látið ráða. Og það var kona, sem átti í hlut eins og í Síd- on eða Týrus, en nú sagði hann ekki: „Mikil er trú þín“, heldur: „Hvar sem mín verð- ur minnzt, mun þess og verða getið sem hún gerði“. „Svo vitlaust sem það er samt að eyða þessu svona“, hlýtur Júdas postuli að hafa bætt við í huganum um leið og hann gekk burt og yppti öxlum, og hugsaði um aðra peninga, en þeir voru nú reyndar ekki nema þrjátiu. Og svona hefur þetta alltaf verið, skiptar skoðanir um það, til hvers eigi að eyða peningum. Og vissulega hefur slík sóun margar hliðar.* Nú er deilt um kirkjubygg- ingar og sjúkrahúsbyggingar og raunar allt annað í fram- kvæmdum okkar íslendinga, allt frá ráðhúsum til náðhúsa. En hollt væri okkur að líta í þennan spegil kirkjulegra fræða klassiskra í þeirri deilu. Og eins væri rétt að minnast þeirrar staðreyndar, að fé til kirkjubygginga er ekki tekið úr sömu sjóðum og hitt, sem til smíða á sjúkrahúsum fer. Ríkissjóður fslands hefur hingað til lítið eða ekkert veltt til kirkjubygginga í íand- iuu og smiiuar nann po aaraj- unni beint eða óbeint milljón- 1 ir eða milljarða, þótt ekki kæmi til annað en formlega útreiknaðar þær eignir og vextir þeirra, sem hann eða ríkið hefur tekið á sitt vald, en kirkjan mun enn með skrif legum skilríkjum geta' sannað eignarrétt sinn yfir. Rétt er það hins vegar, að borgarsjóður hefur lagt til eina milljón árlega öllum kirkjubyggingum í borginni undanfarin ár eða áratug. Það skal að sjálfsögðu þakkað inni lega og þeim, sem þar að vann bezt, en ekki gæti það nú dreg ið mikið fátæka og sjúka, þótt skipt væri milli þeirra eða byggðir fyrir það turnar i Fossvogi eða við Egilsgötu. Kirkjur eru hins vegar byggð- ar enn í dag hér úti á íslandi að mestu fyrir framlög og áhuga þeirra sem heita á Strandarkirkju í trú á sigur hins góða í sjúkdómum. Og fyrir framlög þeirra, sem koma með sinn eyri í guðs- kistuna eins og fátæka ekkjan forðum. Og það er gert í trú á gildi kirkjunnar og menn- ingaráhrifa hennar. Og þar er ekki við neglur skorið af fólki sem er fátækt af peningum en auðugt af guðstrausti, fórnar- lund, sannleikshollustu og kærleika, og hugsar þó meira um fátæka og sjúka en allir Pílatusar, Kainar og Júdasar til samans, hvar sem þeir kunna að vera á ferð. Og satt að segja blessast þessir aurar ekki einungis kirkjum og Guðs kristni í landinu, heldur veita þeir og blessun til baka gefendunum sjálfum oft á hinn furðulegasta hátt. Ekki þannig hugsað, að kirkjur eigi að ganga fyrir öllu, sízt af öllu til að standa tómar. Og skylt skal að hylla þann hugsunarhátt, sem kem- ur fram í kvæði skáldspekings- ins, sem hann nefnir: „Kirkja fyrirfinnst engin“. En nú á tímum líður enginn skort á íslandi, nema sjálf- skapað að meira eða minna leyti. Og því þarf ekki að am- ast við framlögum fólks til mustera sinna eða guðsdýrkun ar. Og því mætti ekki og má ekki þetta fólk vera í friði. „Látið hana í friði“, sagði Kristur um konuna með ilm- baukinn, „hvað eruð þið að mæða hana“. Hvers vegna ekki að lofa því fólki að vera i friði, sem vill byggja kirkj- ur. Það seilist ekki í sjóði al- mennings svo að nokkru nemi. Það er öruggt. Og ekki verða bankarnir í skömm eða gjald- þrota þess vegna. Þeir hafa flestir eða allir neitað hingað til að lána til kirkjubygginga, þótt þeir geti afskrifað sér leynt eða ljóst milljónum til rekstrar og stofnkostnaðar vín veitingahúsa og alls konar skemmtistaða og svindlrekstr- ar. Er þó vandséð, hvort er meiri ómenning jafnvel tóm kirkja eða fullur skemmtistað- ur af fullu og trylltu fólki. Fólkið, sem leggur fram penlnga og safnar til kirkju- bygginga, gerir það í trú á Guð, hina æðstu hugsjón mannkyns og mannssfllar, kraft kærleika og sannleika. Það starfar og fómar í trú á gildl kristilegrar menningar. On þótt kannslce metd MÆia men VTMMmW » m>. wm *l IMINN, sunnuo«0iM« U

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.