Tíminn - 23.02.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.02.1964, Blaðsíða 14
a CLEMENTINE KONA CHURCHILLS „kom í ljós, þegar þeir höfnuðu samvinnu við ríkisstjórnina um ÍMiðíhCnlr ct* áætlanir í því éAysá. «ð rið* bót á atvinnuleys- JíSér \ar tekið undir prð henn- ar með hyllingarhrópum. „tílns vegar stóð ríkisstjórnin eins og varnarveggur þjóðfélags- ins gegn öllum þessum ögrunum. Af mikilli elju og með sanngirni og þjóðarhag að leiðarljósi ásamt varúð og gætni tókst henni að stýra þjóðarskútunni fram hjá skerjum og boðum“. Fagnaðarhróp og mótmæli. Clementine leidiji hjá sér spurn ingu heklandi koriu í áheyrenda- stúkunni, sem hrópaði: „Lifir barnið þitt á skildingi á dag?“ Hún kvaðst ekki trúa því að ó- reyndu, að íbúar Dundee kysu sósíalista eða hr. Pilkington, sem ekert gerði annað en suridra fylk ingum frjálslyndra. Kona skrækti: „Stuðningsmenn ykkar ættu að skammast sín fyr- ir stuðninginn eins og þið hafið farið með verkalýðsstéttirfiar“. „ÞÉR, kona góð, þurfið ekki að styðja mig“, svaraði Clemen- tine. Kommúnistar í salnum tóku að syngja „Rauða fánann“, og óró- inn magnaðist enn. Morguninn eftir birti borgarblaðið Dundee Advertiser forsíðufregn um fund inn með fyrirsögninni: „Frú Churchill aftur í eldinum“, og „Glasgow Herald" sagði: „Þó að frú Churchill hafi engan veginn siglt í lygnm sjó hingað til, hef- ur hún sýnt, að hún er góður baráttumaður fyrir bónda sinn. Á mjðg fjölmennum fundi í Cslrd Hall fékk hún bezt hljóð allra ræðumanna, og stafaði það helzt af aðdáunarverðri ákveðni og lagni í að halda í skefjum óróa- ■ gjörnum ofstopamönnum, sem voru kommúnistar . . . “ Á enn öðrum fundi heyrði Clementine í fyrsta sinn hrópað: „Maðurinn þinn er hermangari!" Þrjózk á svip stóð hún upp til að bera blak af honum: “Hann er enginn hermangari”, hrópaði hún af öllum kröftum. Síðan spurði hún fram í þraut- setinn salinn:. “Viljið þið treysta manninum rriínum enn einu sinni?“ „Aldrei framar!" „Hann er óhæfur!“ hrópaði fólk úr áheyr- endahópnum. „Þetta er í fyrsta sinn á ævi minni“, sagði Clementine, „sem ég hef heyrt manninn minn kall- aðan óhæfan“. Fundinum lauk. Tveimur dögum fyrir kosninga daginn, mætti Winston til að taka þátt í baráttunni. Það þurfti að hjálpa honum út úr lestinni og hann var bókstaflega borinn upp stigana til herbergis síns á hótel- inu. Samt sem áður krafðist hann þess að fá að tala sjálfur á mikil- vægum fundi, sem halda átti. „Ef þú ætlar að tala“, sagði Clementine, „verðurðu að sitja á meðan. Þú getur ekki staðið í fæturna heilan klukkutíma“. Hann lofaði að fara að ráðum hennar. Húsið, sem hann átti y.3 tah> í, var Iðagu fullsetið fyrir augíýst- an fundartíma. Tíu þúsund manns kröfðust inngöngu í húsið, sem tók aðeins 5000, og þurftu þó meirihluti þeirra að standa. Dyrnar opnuð'ust og þröngin og troðningurinn til að komast inn var svo mikill, að lögreglumenn- irnir þurftu að draga upp kylf- urnar til að hemja fólkið. Win- ston kom inn um bakdyrnar, hall aði sér þunglega fram á staf og studdist við handlegg konu sinn- ar. Strax og mannfjöldinn kom auga á þau, var tekið á móti þeim með samblandi af fagnaðarhróp- um, bauli og hvíi og hélt því áfram drykklanga stund. Fundarstjórinn tilkynnti, að frambjóðandinn mundi tala úr sæti sínu, þar sem hann væri enn máttfarinn eftir uppskurðinn. Fjandsamlegur og harðbrjósta mannfjöldinn laust upp öskri og hrópaði: „Stattu upp, Winston!" „Þú færð fæst atkvæði"! hróp- aði einhver fram í. „Fái ég fæst atkvæði" hrópaði Winston, „ættuð þið að geta hleypt mér að til að segja and- látsorðin". „Ég mun ekki ganga feti fram- ar en þið viljið“, sagði hann, og reyndi með erfiðismunum að átta sig á þeim kerskniyrðum og spurningum, sem dundu á hon- um eins og haglél hvaðanæva úr salnum. Það var vonlaust verk. Þolinmæði hans þraut að lokum og hann gleymdi því, að hann var sjúklingur. Hann skók reidd an hnefann og hrópaði reiðilega: „Ef um hundrað ungra karla og kvenna vilja eyðileggja allan fundinn og ef hundrað þessara skriðdýrsunga vilja koma í veg fyrir að lýðræðið, vilji alls miiri hluta fólks fái að ríkja á stórri samkomu, er sökin og forsmán- in ícík— fí rcfriXigTn smm v.rcða úrslit kospinganria". Winston reyndi að Ualcla tunu inum áfram. Síðan reis hann úr sæti sínu, hallaðist þunglega fram á stafinn og leit yfir salinn. Blfeð- ið hljóp frain í kir.nar hans og hann brýndi raustina, svo að hún yfirgnæfði baulið og hvíið: „Herrar mínir og frúr! — Ég þakka kærlega fyrir það góða hljóð, sem þið hafið veitt mér, og mér finnst að þið hafið sýnt ljóslega hverjum augum Sósíal- istaflokkurinn lítur á málfrelsið. Það hefur komið skýrt í ljós, að nokkrir gikkir geta hleypt upp stórum fundi og komið í veg fyr- ir að tíu sinnum fleiri menn en þeir sjálfir eru geti skammlaust unnið að opinberum störfum. En, herrar mínir og frúr, við munum ekki fella okkur við öskurapaharð stjórn heimskingjanna. Við mun um ekki fella okkur við skríl- ræði“. Hann settist aftur og enn dundu fagnaðarhróp og baul. Fáeinum andartökum síðar stóð hann upp, veifaði og hneigði sig nokkrum sinnum fram í salinn til allra hliða og gekk síðan á burt, studdur af Clementine. Fundurinn hafði staðið í þrjátíu og fimm mínútur. Á kjördegi voru Winston og Clementine viðstödd talninguna og gengu þau frá borði til borðs og fylgdust með, hvernig kjör- seðlastaflarnir stækkuðu við að- greininguna. Staflar andstæðing- anna urðu smátt og smátt að fjöll um samanborið við tiltölulega lít inn bunka þeirra seðla, er studdu Churchill, og hækkaði staflinn treglega. Fljótlega var auðséð, hvernig fara mundi. Clementine, sem unnið hafði sleitulaust alla kosningabaráttuna Stóð Við liliö han.< ner.-?rí> i f r.isk sugans, sem ía upp a p&Mna, par sem úrsiitin voru gero heyrin kunn. Þar hlustuðu þau á, þegar tilkynnt var um ósigur hans. Þau gengu ekki upp á pallinn. Samsteypustjórn eftírstríðsás- anna kólfp’l. Winston hafði nú ekKi aowws misst ráðherradóminn, heldur einnig þingmennskuumboð. Undir fagnaðarópum og bauli studdi Clementine hann inn í leigubifreið og þau óku heim á hótelið. Nú var ekki annað pft.ir en að fara heim. Blaðið „Observer" skrifaOl pn, í pistli, þar sem fjallað var um ósigur hans: „Púðurtunna er ekki nógu sterkt orð til að lýsa ástand- inu í Dundee. Kosningamar voru eins og sprengja, sem sprakk með ægilegum gný og keðjusprenging um. Astandið var þannig, að hr. Churchill mun að okkar hyggju hafa hlotið samúð allra lands- manna vegna persónulegra ástæðna hans. í upphafi kosn- ingabaráttunnar veiktist hann hastarlega, og varð of seinn fram á baráttuvöllinn og hafði þá raun ar ekki náð sér fyllilega eftir sjúkdóminn, er hann mætti, en hann varð samt sem áður fórnar- dýr ofstopafullra kommúnista, og var þetta honum til mjög mikils trafala. Hiti og þungi kosninga- baráttunnar lenti á herðum hinn ar traustu og trúu eiginkonu hans 23 ‘ segir. Einhver hefur sent honum skeyti í nafni Livvys. Hún leit undarlegu tómu augnaráði til Livvy. — Livvy SEGIR að það hafi ekki verið hún scm sendi það... — Eg sendi ekkert- slceyti til Rorke! Maggie lokaði augunum. — En þú komst heim, Rorke ... þú fórst yfir hálfan hnöttinn. —Já, svaraði hann rólega. — Eg gerði það, Maggie — En við höfum aðeins orð Rork- es fyrir því að hann fékk þetta skeyti í raun og veru, sagði Simon hugsi, — Eða hefurðu kannski geymt það sem sönnunargagn? — Nei, ég eyðilagði það. Já, það er hverju orði sannara, þið hÍEið aðeins mitt orð fyrir því. Það hvarflaði ekki að mér, að ein- hver hefði lagt gildru fyrir Livvy og mig og ég anaði beint í hana með því að koma heim aftur. Hann sneri sér að Simoni. — Heldurðu að mér finnist voða gaman að vera flæktur inn í þetta? Heldurðu að ég kæri mig um það til lengdar? Ekki til að tala um. Einhver manneskja hér í Ardern er morðingi og ég hyggst gera mitt bezta til að komast að því, hver það er. Ekki fyrr en það er upplýst fer ég aftur til Isfahan eða Elephanta... það skiptir engu máli hvert ég fer... bara ég kom- ist sem lengst frá þessum stað. — Rorke, hrópaði Maggie skelfd, en hann beRti henni að þegja. — Og svo legg ég til að við látum lögregluna um frekari getgátur í þessu máli, bætti hann stuttara- lega við. — Já, það er áreiðanlega ekkert, sem við getum gert, sagði Simon og hrukkaði ennið. — En þetta er svei mér dáfalleg súpa. Það sem ég ekki skil er hvers vegna þú komst aftur heim, þar sem sam- band ykkar Livvyar heyrir fortíð- inni til. og hún giftist bróður mín- um. — Eg þarf ekki að gefa þér neina skýringu á því, svaraði Rorke.— Livvy veit, hver sú ástæða er og skilur hana. — Jæja, svo hún veit það! Adrienne hafði dregið af sér hanzkana, nú fór hún að setja þá aftur á sig. Hún stóð upp og sagði: — Við ættum að koma okkur af stað núna, Simon. — Já, ég er þegar orðinn of seinn, svaraði Simon og gekk til dyra. Um leið og Adrienne gekk fram hjá Maggie sagði hún: — Vertu óhrædd, ég býst ekki við að lögreglan áreiti þig meira. Svo sneri hún sér að Simoni: — Og þetta á við um þig líka. Nú; höfum við sagt Martin lögreglu-i foringja það sem við vitum, svo| að nú er okkur vonandi óhætt að anda rólega. Orðin virtust ekki sannfærandi og hughreystu engan. Þegar þau voru farin, var and- rúmsloftið í herberginu mjög ó- þægilegt. Maggie dustaði ösku af borði og sagði: — Maturinn er tilbúinn eftir fá- einar mínútur, Rorke, ég vil helzt ekki að hann ónýtist. Livvy er eng in vorkunn að ganga ein nokkurj hundruð metra. — Þvi miður, væna, ég ætla að fylgja henni. Eg þori ekki að láta hana ganga eina í myrkrinu. Eg verð ekki nema fáeinar mínútur, ég vona að þér sé sama? Hún hikaði eilítið, svo sagði hún rólega: — Nei, Rorke, mér er ekki sama. Þín végna. Eg er viss um, að Livvy er örugg, aftur á móti er ég jafn viss um, að þú ert það ekki. — Eg! Honum virtist skemmt við tilhugsunina og hann hló við. í SKUGGA ÓTTANS KATHRINE TROY — Eg veit hvað er blaðrað í þorp inu, sagði Maggie alvarleg á svip. j — Hvað er sagt? — Þarf ég að segja þér það? Það, kom þvermóðskusvipur á andlit' hennar. — Nei, nei, þú þarft þess ekki. Það er sagt, að ég hafi komið aft ur vegna þess að Livvy og ég elskum enn þá hvort annað! Er það ekki einkennilegt! Eiginmað- ur frú Berenger deyr og Rorke Hanlan skýtur upp kollinum! Eitt hvað í þessum dúr, er það ekki? Jæja, þér er óhætt að bera þetta til baka fyrir okkur, Maggie. — Ég . . . ? Hvað get ég sagt þeim? — Þú getur sagt þeim, að fyr- ir utan það að mér finnist Livvy sérstaklega aðlaðandi stúlka og Liwy hafi sem betur fer ekkert teljandi á móti því að skiptast á oðrum við mig og þrátt fyrir að við vorum einu sinni trúlofuð — þá er alls ekki neitt milli okkar. Ekkert ástarævintýri! Ég kom ekki heim aftur vegna þess að við hefðum uppgötvað að við gátm ekki lifað án hvors ann- ars . . . og það er ekki sannleiks- korn til í þessum orðasveim. — Ég sagði, að það værir þú, sem ég hugsaði um, sagði Maggie þrjózkulega. — Þú kemur ekkert öllu þessu hræðilega máli við. Um Livvy aftur á móti gegnir öðru máli. Ef hún . . . — Segðu mér, hvað í fjáran- um gengur að þér? greip hann fram í. — Livvy er ekki dauður hlutur, sem hægt er að rökræða eins og hún væri hreint ekki við- stödd! Láttu ekki eins og bjáni, Maggie, bætti hann ögn vingjarn legar við, lagði höndina á arm Livvys og ýtti henni i^tt til dyra. — Kannski er bezt að þú borðir minn skammt af kvöldmatnum, sagði hann yfir öxl sína. — Rorke . . . þú mátt ekki fara svona . . . segðu að þú komir aft- ur . . . ég bauð þér að borða með mér. — Gott og vel, ég skal koma aftur. Livvy leit um öxl í dyrunum til að kasta kveðju á Maggie, en orðin frusu á vörum hennar. Maggie stóð eins og steinrunnin og hatrið brann í augum hennar. 9. KAFLI. Rorke ók þegjandi þennan stutta spotta að húsi Adrienne. Svo stöðvaði hann bílinn og slökkti á vélinni, starði fram fyr- ir sig út í myrkrið og sagði: — Ég varð að gera það, Livvy! Ég var tilneyddur að segja þeim frá skeytinu. Áður en þú komst til Maggie með Adrienne í kvöld neituðu þau að trúa því sem |om fyrir þig í gær. Og þegar þú birt- ist, ákvað ég að gefa þeim áþreif- anlega sönnun fyrir að þú átt einhvern hættulegan óvin, sem rær að því öllum árum að koma sökinni á þig. — En þrátt fyrir það vildi Sí- mon ekki trúa þér. — Vildi ekki . . . eða lét eins og hann vildi ekki! Ég skal segja þér, að ég varð alls ekki undr- andi, þegar ég heyrði hvað hafði komið fyrir í gærkveldi. Ég hef búizt við að eitthvað slíkt mundi ske. Einhver er að brugga þér banaráð. — Vissirðu um það, áður en þú komst til Maggie? spurði hún hissa. Hann kinkaði kolli. — Fréttir eru ekki lengi að berast hér í þorpinu. Einhver hafði sagt einhverjum, sem sagði öðrum . . . maður veit aldrei hvar sagan byrjar. Það skiptir heldur engu máli. Og fyrst við erum ein, þá vildi ég gjarnan heyra þína útgáfu af sögunni. Þau sátu mjög nálægt hvort öðru í myrkrinu, aðeins var lítil skíma frá mælaborðinu. Hann hafði hendur um stýri og horfði beint fram fyrir sig. Hún hefði ekki þurft annað en rétt halla sér eilítið, svo að hún hvíldi við öxl hans. En hún sat eins langt frá honum og unnt var meðan hún sagði sögu sína og í þetta sinn vissi hún, að sér yrði örugg- lega trúað. — Þeir halda að ég sé taugaveikluð og ímyndi mér allt saman. Og ég Lýst ekki við að það stoði mikið þólt þú segðir þeim frá skeytinu Eg er meira meira að segja í vafa on. hvort lögreglan trúði því, sem eg sagði. — Hirtu ekki um viðbrögð lögregl- ennar, þeir halda sér við þurrar siaðreyndir og fylgja þeim sporum, TÍMINN. sunnudaainn 23. febrúar 1964 — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.