Tíminn - 01.03.1964, Blaðsíða 2
Laugardagur, 29. febrúar.
NTB-Nicosia. — Kýpur og
? ovétríkin hafa gert samning
m fast áætlunarflug milli
ioskvu og Nicosíu.
NTB-Bríissel. — Paul H.
Spaak, utanríkisráðherra Belg-
íu, sagði í dag, að Belgía myndi
' iðurkenna Rauða-Kína svo
f jótt, sem mögulegt væri án
' ?ss að það skapaði erfiðleika
innan Atlantshafsbandalagsins.
NTB-Tokío. — Masayoshi
f'hira, utanríkisráðherra Jap-
nns, sagði í dag, að Japan
■”yndi bjóða Rauða-Kína lán til
’-'ngs tíma að upphæð 30 millj.
dollara.
NTB-Hau Hin. — Forsætis-
ráðherra Malaysiu, T. Abdul
Pahman, sagði í dag, að nauð-
^ynlegt gæti orðið fyrir Malays
íu að gera árás á skæruliða-
‘ töðvar Indónesíu í nágrenni
Norður-Borneo.
NTB-Jarís. — Fimm vestræn
’önd hafa ákveðið að stofna al-
hjóðlega krabbameinsstofnun,
-g hafa lagt fram 655 millj.
íranka í því skyni.
NTB-Moskva. — Izvestija,
málgagn sovézka kommúnista-
fiokksins, sagði í dag, að sovézk
;:r borgarar ættu að klæða sig
hetur, og að skapa þyrfti
'sovézka fatasízku.
NTB-New York. — Nýjar til-
'ögur til lausnar Kýpurdeilunni
verða ræddar á fundi Öryggis-
ráðsins á mánudaginn.
NTB-Bahia Blanca. — Argen
tina hefur selt 750.000 tonn af
hveiti til Rauða-Kína. Verið er
að semja um sölu á 300.000
tonnum í viðbót.
NTB-Berlín. — Jafnaðarmað-
urinn Kurt Landsberg, formað-
ur bæjarstjórnarinnar í Vestur
Berlín árið 1957, og prófessor
í sögu við Tónlistarháskólann í
Vestur-Berlín, lézt í gær í Berl
ín 71 árs að aldri.
NTB-Jamou. — Ghulam Mo-
hammed Sadiz tók við forsæt-
isráðherraembættinu í Kasjmir
í dag.
NTB-Álasundi. — Stórsíldar-
vertíðinni í Noregi er nú lokið
Veiddir voru samtals 970,000
hektól. af stórsíld, og er það
bezta vertíðin síðan 1960, oa
hin stytzta síðan heimsstyrjöld
inni lauk.
NTB-Troy. — 11 börn og
einn fullorðinn lét lífið í nótt,
þegar 3ja hæða steinhús í Troy
i New York ríki brann til
ösku.
NTB-Belgrad. — fbúatala
Júgóslavíu var um 19 milljónir
í fyrra, ag er það aukning um
200.000 síðan 1962.
NTB-Tokyo. — Japanir ætla
að láta byggja skip að stærð
samtals 13 milljónir brúttótonn
á næstu þrem árum.
MINNING
Tryggvi Guömundsson
bústjóri
Á morgun fer fram útför
Tryggva Guðmundssonar, fyrr-
um bústjóra við bú ríkisspítal-
anpa að Langholti í Reykjavík.
Tryggvi Guðmundsson var
fæddur 18. sept. 1899 að Gríms-
húsum í Aðaldal, sonur hjón-
anna Guðmundar Guðnasonar
og Jónínu Jónasdóttur, er þar
bjuggu lengi. Tryggvi ólst þar
upp, næstelztur í hópi fjögurra
bræðra, er þar uxu úr grasi,
góðum gáx'um gæddir og vel
íþróttum búnir, er þóttu mörg-
um öðrum mönnum efnilegri
um margvíslegt atgervi .
Tryggvi fór í Hólaskóla og
lauk þar námi 1923.
Vorið 1924 veiktist Tryggvi af
brjósthimnubólgu. Eftir langa
legu á Húsavík fór hann á Vífils-
staði þar sem hann dvaldi um
árabil, og var þar gerð á honum
brjóstaðgerð. Er hann útskrif-
aðist þaðan með aðeins annað
lungað starfhæft, virtist svo að
með fullu væri bundinn endir á
þær fyrirætlanir, er hann hafði
búið yfir og menntað sig til, að
verða bóndi. Réðst hann þá í
þjónustu tollstjóraembættisins,
og var um nokkur ár tollvörður
á strandferðaskipum umhverfis
landið.
Síðan gerðist Tryggvi bú-
stjóri við bú Kleppsspítalans er
síðar, með breyttri skipan, var
nefnt bú ríkisspítalanna. Bjó
hann fyrst allmörg ár að
Kleppi, en flutti síðar að
Syðra-Langholti. Búi þessu
veitti hann forstöðu hartnær
þrjátíu ár, eða þar til það var
niður lagt fyrir tveimur, þrem-
ur árum, sökum þess að þá voru
öll þau lönd, er búskapur þessi
hafði lengst af stuðzt við, á-
kvörðuð undir byggingarlóðir.
Tryggvi kvæntist árið 1933
Valgerði Guðmundsdóttur,
hjúkrunarkonu, mikilhæfri
mannkostakonu. Valgerður átti
einn son í æsku, Jakob að-
nafni, eftir fyrri mann sinn, er
hún missti sama árið og Jakob
fæddist. Gekk Tryggvi honum
í föðurstað og varð hann kjör-
sonur þeirra. Jakob er kaup-
maður hér í borg, kvæntur
Ragnheiði Jónsdóttur, banka-
fulltrúa Grímssonar, og eiga
þau þrjú börn. Tryggvi og Val-
gerður eignuðust tvær dætur,
báðar uppkomnar, eru það
Bjarney, hjúkrunarkona, og
Jónína kennari, báðar búsettar
hér í borg.
Um bústjórn Tryggva í þjón-
ustu ríkisins mætti skrifa langt
mál, svo mjög var hún til fyrir-
myndar. Árvekni hans og áhugi.
trúmennska og alúð öll var
slík, að hún hefði ekki meiri
verið, þó annazt hefði verið
um eigið bú. Tryggvi kom og
nokkuö við félagsmál, þó mér
sé það ei kunnugt sem skyldl.
Hann var lengi í sóknarnefnd
Laugarnessóknar, og átti góðan
þátt af hálfu safnaðarins að
byggingu Laugarneskirkju og
eflingu og samheldni safnaðar-
lífs um langt skeið.
Þegar ég var barn og ungl-
ingur í heimasveit okkar, leit
ég mjög upp til Tryggva frænda
míns í Grímshúsum, (feður okk
ar voru svstkinasynir og jafn-
aldrar). Hann var herðabreiður
og bringuþrekinn og hinn karl-
mannlegasti; ljóshærður var
hann og bláeygur. svinurinn
heiður og bjartur, léttur og
glettinn. Skapríkur var hann
og ákaflyndur en stillti skap
sitt í hóf. Vel og skipulega
kunni hann að haga máli sínu,
og setti það fram á ljósan hátt.
Hann var ættvís og frændræk-
inn og bundinn sterkum bönd-
um héraði og heimasveit. Allir
vissu sem til þekktu, að Tryggvi
ætlaði að verða bóndi og þá að
sjálfsögðu á ættarstöðvum sín-
um ,og þá vissu menn jafnframt
að myndarbragur yrði á búskap,
studdur stórhug, þar sem
Tryggvi setti bú saman-, ef að
líkum léti.
En á hámorgni lífSins var hann !
sviptur heilsunni í einni andrá 1
er kostaði langa sjúkralegu og
síðan hælisvist. Að þeirri raun
afstaðinni gekk hann hálfur
maður út í lífið, og á ættar-
stöðvar sínar kom hann aðeins
sem gestur síðar.
Þetta er gömul saga og ný og
á þann veg hversdagsleg, en
krefst þó mikillar karl-
mennsku og trúfesti við fornar
dyggðir og nýjar til farsællar
lausnar því lífi, sem látið er í
té, sé það langt eða skammt.
Segja má að Tryggva frænda
mínum gæfist langt líf og ham-
ingjuríkt, eftir því sem horfði
um skeið. Má það þakka karl-
mennsku hans og bjartsýnni
lífstrú öðrum þræði, og hins
vegar þeim einstaka lífsföru-
naut, er honum var gefinn og
til fylgdar fenginn. Hann fékk
þrátt fyrir allt afkastað miklu.
dagsverki.
Við þessi hin sýnilegu leiðar- |
lok er hann kvaddur með hlýrri
þökk og djúpri virðingu allra,
er honum kynntust, sem óvenju
lega trúr, heilsteyptur og diæng-
lyndur maður, er engu góðu
máli brást, því er honum var
til trúað. Konu hans og börn-
um flyt ég mína innilegustu
samúð í fullvissu þess, að hin
bjartsýna lífstrú hans muni
verða þeim öruggur styrkur á
! erfiðum stundum ókominna
! daga.
Indriði Indriðason
Árni K. Jónsson
MININGARGREININ að neðan
um Árna Jónsson, átti að birt-
ast í blaðinu í gær, en féll nið-
ur vegna rúmleysis. — Eru við-
komandi beðnir velvirðingar.
Árni Kollín Jónsson, eins og
hann hét fullu nafni, var fæddur
á Lækjarbotnum í Landsveit 13.
okt. 1915, sonur hjónanna Jóns
Árnasonar og Steinunnar Lofts-
dóttur. Jón er enn á lífi, kominn
yfir áttrætt, en Steinunn er lát-
in fyrir nokkrum árum. Árni var
fjórða barnið í hópi níu systkina.
— Hann ólst upp við algenga
vinnu eftir því sem til féll heima
og heiman og með þurfti til að
létta undir með heimilinu, svo
sem þá var títt. Rösklega tvítugur
fékk hann sér vörubíl og tók að
stunda akstur samhliða öðrum
störfum, í vegavinnu og víðar.
Slík tæki voru þá ekki á hverju
strái eins og nú, og ekki lítið
fyrirtæki efnalitlum að afla
þeirra. Á stríðsárunum tók hann
i við sérleyfi á áætlunarleiðinni
milli Reykjavíkur og Landsveitar
og Holtahrepps, en hin síðari ár
hafði hann mest atvinnu af akstri
vörubíls í Reykjavík og hafði áætl
unarferðir til fólksflutninga aust-
ur á sumrin. Hann varð bráðkvadd
ur við vinnu sína 21. þ.m. og hafði
áður kennt sér lítils meins, að
hann taldi. Líkami hans verður
í dag lagður til hinztu hvíldar5 í
Skarði á Landi, en þar — á enda-
stöð áætlunarleiðarinnar — mátti
heita annað heimili hans um all-
langa hríð
Þetta má í stuttu máli kalla
helztu atriðin i ævisögu Árna heit
ins, og kann að vera að hún sé
ekki mikið frábrugðin margra ann
arra á landi hér. En manninum I
sjálfum er að litlu eða engu lýst
með þessu. Hann var verkmaður
góður, samvizkusamur og ósérhlíf
inn í samvinnu, og má vera að
hann hafi ekki alltaf kunnað að
skammta sér störf eftir starfs-
þreki, því að margir leituðu til
hans um ■■iðvik. Kom þar bæði til
að honum var örðugt að synja
mönnum bónar sem hann vissi að
gera þurfti ng hann gat fullnægt,
og einnig "að honum var annara
en mörgum öðrum um að bregð-
ast ekki neinum í neinu. Og í
félagsskap voru vandfundnir við-
felldnari menn en hann, skemmt-
inn og síléttur í lund og æðraðist
ekki, þótt eitthvað bjátaði á.
Árni hafði sérstakt yndi af börn-
um, enda hændust þau fljótt að
honum. Til hans var og gott að
STANISIAV KN0R
LEIKUR Á ÍSLANDI
Tékkneski píanósnillingurinn
Stanislav Knor mun leika fyrir
styrktarfélaga Tónlistarfélagsins,
þiriðjudaginn og miðvikudaginn 3.
og 4. marz næstkomandi í Austur-
bæjarbíói.
Knor hefur á undanförnum ár-
um efnt til hljómleika í helztu
borgum Evrópu, meðal annars á
Norðurlöndum, og hvarvetna hlot-
ið hið mesta lof fyrir leik sinn.
Sumir gagnrýnendur hafa talið
hann með allra fremstu píanó-
leikurum nútímans.
Knor er fæddur í Prag í Tékkó
slóvakíu árið 1929. Hann nam við
Tónlistarháskólann þar í borg, og
var nemandi Frantiseks Maxians
prófessors.
Knor hefur haldið hjómleika
við ágætan orðstír í Belgíu, Frakk
landi, Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu,
Búlgaríu, Póllandi, Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð, og hvárvetna
hafa gagnrýnendur talið hæfileika
hans með fágætum.
Á tónleikunum 3. og 4. marz
mun Stanislav Knor leika þessi
verk: Sónötu í f-moll, op. 2, nr.
1 eftir Beethoven, Fimm prelú-
díur eftir Debussy, Tvo tékkneska
dansa eftir B. Martinu. Myndir á
sýningu eftir M. T. Mússorgskí.
ÓK AFTAN Á BÍL
0G STAKK SV0 AF
KJ-Reykjavík, 29. febr.
í gærmorgun var ekið aftan á
jeppa, sem var kyrrstæður á nýju
hafskipabryggjunni í Hafnarfirði.
Var það stór amerískur fólksbíll,
sem ók á jeppann og stakk síðan
af. Náðist hann eftir hádegið í
dag í Reykjavík. Einn maður var
í jeppanum og studdi sig fram á
stýri hans, og kastaðist þess vegna
ekki fram við höggið. Jeppinn
kastaðist tvær bíllengdir fram á
við, og báðir skemmdust bílarnir
mikið.
Um hjúskaparslit
og hjónaskilnaði
Erindaflokkur Félagsmálastofn-
unarinnar og kvikmyndasýningar
um fjölskyldu- og hjúskaparmál-
efni, heldur áfram í dag, og hefst
kl. 4 e.h. í kvikmyndasal Austur-
bæjarskóla. Hannes Jónsson, fé-
lagsfræðingur, flytur erindið HJÚ
SKAPARSLIT OG HJÓNASKILN
AÐUR, og sýni verður litkvik-
myndin: FRÁ KYNSLÓÐ TIL
KYNSLÓÐAR, sem gerð er af
nefnd lækna, rithöfunda og kvik-
myndatökumanna, en í mynd
þessari er m.a. sýnd fósturþró-
un og barneign.
leita þeim sem fáa áttu að. Þetta
hvort tveggja held ég megi telja
góðan vitnisburð hverjum einum.
Kona hans var Jóhanna Kjart-
ansdóttir frá Flagbjarnarholti í
Landsveit, og komu þau upp mynd
arlegu heimili í Heiðargerði 9 hér
í bæ. Þar mun nafna mínum hafa
verið kærastur arineldur heimilis
hjá konu sinni og börnum, en börn
þeirra hjóna eru fjögur: Frímann,
Grétar, Steinunn , Erla og Hulda.
Hið elzta er nú á fimmtánda ári
og hið yngsta á sjötta, varla nógu
gamals til að skynja missi sinn til
fulls, en þó nógu stálpað til að
geta síðar munað pabba sinn í
blámóðu bernskunnar.
Ekkjunni, börnunum, öldruðum
föður, tengdaföður og öðrum ást-
vinum berast nú þögular samúðar
kveðjur. Ljúfar minningar um góð
an dreng geymast hjá þeim sem
þekktu hann.
Árni Böðvarsson
2
T f M I N N , sunnudaginn 1. marz 1964