Tíminn - 01.03.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 01.03.1964, Qupperneq 3
 ÍSPEGLITÍMANS Fyrir tveimur dögum var tízkusýning í París, þar sem sýnd var nýjasta tízka kven- nærfata. Ein sýningarstúlkn- anna sést hér á myndinni og er hún í hnésíðum teygjubuxum, nokkurs konar magabelti, og brjóstahaldara í sama stíl. Und- irföt eru nú mikið höfð mis- lit, rósótt eða köflótt. ★ Borgari nokkur í Frankfurt var ákærður fyrir það, að hafa svikizt undan sjónvarpsafgjöld- um sínum. Hann mótmælti á- kærunni og sagðist ekki hafa neitt sjónvarp, hann hefði bara sett upp loftnetið til þess að nágrannarnir kæmust ekki að því, að svo ómissandi stéttar- einkenni vantaði á heimili hans. Svo mikilvægt er sjón- varpið orðið í landi krafta- verkanna, Þýzkalandi. Maður- inn var látinn laus. ★ í Feneyjum voru nýlega seld nokkur nýfundin bréf, sem Jean-Jacques Rousseau hefur skrifað d’Epinay. í einu þeirra er að finna einhverja þá væmnustu setningu, sem nokkurn tíma hefur verið skrif uð í heiminum. Þar segir: — Aldrei hefur brunnið svo bál í hjarta mínu, að eitt tár geti ekki slökkt það. ★ Líklega hefur enginn rithöf- undur nokkurn tíma fengið eins mikla fyrirframútborgun og Theodore Srensen, en hann var ræðuritari Kennedys heit- ins forseta og æðsti ráðgjafi hans. Hann skrifaði bók um hinn sáluga húsbónda sinn og fyrirframborgunin nam 9 milljónum íslenzkra króna. ★ Hjónaband bandaríska skop- l'eikarans Bob Hope er til mik- illar fyrirmyndar og afsannar þá kenningu, að öll leikara- hjónabönd fari út um þúfur. Um þetta leyti heldur Bob upp á 30 ára brúðkaupsafmæli sitt, en konuna sína, Dolores, hitti hann, þegar hann kom fram í eöngleik á Broadway og hún skemmti í næturklúbb þar skammt frá. Dolores segir á þrjátíu ára brúðkaupsafmæl- inu, að í öll þessi ár hafi Bob verið hinn fullkomni eigin- maður. ★ Lögreglan í Frankfurt hefur nú orðið sér úti um vopn, sem Afríkubúar hafa löngum notað við veiðar á villtum dýrum. Þarna er um að ræða byssu, sem skýtur plastskotum fyllt- um af efni, sem deyfir fórnar- dýrið samstundis . Með hjálp þessa vopns halda lögreglu- þjónarnir fram, að þeir séu færir um að gera andstæðing- inn óvirkan á svipstundu, án þess að særast sjálfir. ★ Áhangendur Nkrumah, for- seta í Ghana, halda að hann sé ódauðlegur, en sjál'fur er hann á öðru máli. Á ferð sinni um London, nýlega, fékk hann sér skothelt vesti. Þau eru nokk- uð öðru vísi nú á dögum en hér áður fyrr, en þá voru þau svo þung.að ef riddarinn datt í þeim, varð fylgdarsveinn hans að reisa hann við. Nú á tímum eru skotheld vesti ekki nema sjö kíló að þyngd og stanza hvers konar skot, bæði úr riffl- um og vélbyssum. Verðið er nokkur þúsund króna smá- ræði, en vestið er góð fjárfest- ing fyrir mann, sem orðið hef- ur fyrir þremur árásum á hálfu öðru ári. ★ Systir Smile heitir sú söng- stjarna, sem stendur næst Cliff Richard og the Beatles á vin- sældalistunum í dag. Þetta er engin venjuleg smátelpa, þræl- túberuð og blökk í framan af málningu, heldur heiðvirð belg ísk nunna, sem flæktist út í þetta söngævintýri af hreinni tilviljun. Hún á aðsetur sitt í belgísku klaustri, sem er til- einkað dýrlingnum Diminique, og var vön að syngja smálög fyrir reglusystur sínar og leika undir á gítar. Lögin samdi hún sjálf og voru þau öll trúar- legs eðlis. Lög þessi féllu nunn unum svo vel í geð, að þær ákváðu að syngja þau á plötu, svo að hver nunna gæti eign- azt eina. Það varð svo úr að Philips-fyrirtækið í Belgíu gerði fyrir þær þessa plötu og voru nokkrir forráðamenn þess viðstaddir, þegar platan var spiluð í fyrsta skipti. Þeir gerðu sér strax Ijóst, að hér var eitthvað óvenjulegt á ferð um, og fengu leyfi nunnanna til að gefa plötuna út. Öllum er kunnugt um það, hverjum vin- sældum platan náði, því að varla finnst orðið nokkur mað- ur, sem ekki raular Dominique fyrir munni sér, án þess að hafa hugmynd um það, að um leið er hann að lofsyngja dýrl- inginn Dominique. Myndin hérna birtist í ensku blaði og eru nunnurnar lengst til hægri, að óska þess sín á milli, að systir Smile hefði aldrei orðið svona vinsæl. Allur ágóðinn rennur annars til klaustursins og systir Smile hefur lýst því yfir, að helzt vilji hún hætta þessu öllu saman. Brezki kvikmyndaleikarinn, Peter Sellers, kvæntist um dag inn sænsku kvikmyndaleik- konunni, Britt Eklund. Þessi mynd er tekin af þeim hjónurn í Surrey í Englandi, en þar er Sellers að kynna Britt fyrir ★ Japanskur prófessor í Os- aka hefur nú komizt að þeirr-i , niðurstöðu, að ef titringur sé í öllum líkamanum, þá örvist allur hárvöxtur um leið. Pró- fessor þessi hefur nú opnað „hristingsstofnun“, og af því að sköllóttir Japanar eru alveg jafntrúgjarnir og evrópskir þjáningarbræður þeirra er aðsóknin að stofnun prófessors ins mjög mikil. ★ Borgarstjóri New York borgar, Wagner, lætur sér fátt um reykingarhættuna finnast, og segir að ef hann eigi að hætta að reykja verði hann af sömu ástæðu að halda sig inn- an dyra, það sem eftir er ævinn ar. Samkvæmt upplýsingum vísindamannannna anda ég dag lega að mér jafnmiklu eitri og væri úr tveimur sígarettupökk- um, þegar ferðazt er um borg- ina. ★ Ellefu ára gömul börn í Atl'anta í Georgiufylki í Banda- ríkjunum, hafa nú gefið út lista yfir það, sem foreldrar þeirra eiga ekki að gera og það, sem þau eiga að gera. Nokkur atriðanna er á þessa leið: — Skjótið ekki alltaf skuldinni á elzta barnið. Rífizt ekki, þegar við hlustum á ykk- ur. Farið ekki með okkur eins og ungaböm, og látið okkur heldur ekki verða fullorðin of snemina. Fáið okkur til að vinna, af því bíðum við engan skaða. ★ Það er oft erfiðleikum bund ið að fá nógu mikla líkamlega hreyfingu við vanabundin störf, en verzlunareigendur i Vín hafa fundið ágæta lausn á því. Stúlkan þarna vinnur í verzlun í Vín og þegar hún flytur föt á milli deilda ferð börnum sínum af fyrra hjóna- bandi, Michael, 10 ára gömlum, og Söruh, 6 ára gamalli. Sell- ers á sveitabýli þarna í Surrey og á asninn, Fred, sem þarna er á myndinni, heima þar. ast hún á milli á nokkurs kon- ar bifhjóli. Sérstök hilla er framan á hjólunum fyrir varn- inginn og stúlkurnar í búðinni eru sérstaklega hrifnar af ör- litlum bjöllum, sem eru fram hljómlist, þegar þau eru í notk an á hjólunum og spila létta un. TÍMINN, sunnudaginn 1. marz 1964 — s

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.