Tíminn - 01.03.1964, Blaðsíða 9
rauðglóandi traiserkúlum og
sprengikúlum, sem tættust
sundur me'ð kolsvörtum reyk
og miklum þrýstingi. Ein
splundraðist rétt hjá vélinni,
ikastaði henni á hliðina. Við
héldum að þetta væri búið.
En hún flaug. Flugmaðurinn
ætlaði fyrst inn yfir Akureyri,
en þar hefðu þeir skotið okkur
niður, vafalaust. Mörg vopn-
uð skip lágu á höfninni og
stöðvamar allt í kring, allir
höfðu fengið tilkynningu um
„þýzkarann“. Við læddumst
með veggjum, inn fyrir Súlu
tind, og renndum okkur nið-
ur á Melgerði.
Bretinn tók
— Þú varst flugstjóri í fyrsta
millilandaflugi Flugfélagsins?
— Já, 1945. Mér fannst það
ævintýraleg ferð. Við fórum
með farþega á Catalínaflugbátn
um til Skotlands og Danmerk-
ur. í Skotlandi var okkur sagt
að fljúga yfir Kiel. Það var í
sólskini og bjartviðri, og ég
gleymi aldrei þeirri sjón. Borg
in var ein rúst og víða á sund
Catalina — á þannlg farkosti var millilandaflugið hafið.
aði fyrir. Á leiðinni til borgar-
innar tókum við upp Lucky
Strike-sígarettur og gáfum
þeim reyk. Þeir glöddust ákaf-
lega mennirnir höfðu víst ekki
smakkað almennilegar sígarett
ur í áraraðir. Svo gáfum við
þeim sin pakkann hverjum, en
brezki offíserinn gekk á milli,
tíndi af þeim pakkana, fékk
okkur þá aftur og sagði, að við
skyldum ekki vera að þessu.
Svifflugfélagar bera rennifluguna.
unum hálfsokkin skip, möstur
og reykháfar stóðu upp úr
sjónum. Við lentum hjá Luft
marinestationen við Kaup-
tnannahöfn. Þar lá þýzkur flug
bátur við festar, og þýzkir her-
menn á þýzkum bát sóttu okk-
ur um borð í flugvélina. Þeir
voru enn í þýzkum hermanna-
búningum með öll merki nema
hakakrossinn, og með þeim
kom brezkur offíseri, sem skip
Flóðhestarnir göptu
— Annars er mér fátt minnis
stæðara en ferðin með gamia
Gullfaxa, þegar við seldum
hann til Jóhannesarborgar. Við
höfðum tímann fyrir okkur, —
máttum fljúga eins og okkur
sýndist. Við flugum frá Kaup-
mannahöfn til Trípolí, þaðan
beint yfir eyðimörkina til Kanó
í Nígeríu, vorum þar nótt og
flugum svo á ellefu tímum til
Livingstone í Rhodesíu- Á leið-
inni yfir Kongófljótið kallaði
ég flugturninn í Leopoldville
og spurði um Þorstein Jóns-
son, sem var þá starfsmaður
hjá Sabena í Kongó. Mér var
sagt að hann væri staddur *
Belgíu, en rétt í þessu heyrði
ég kallað — Jóhannes, Jóhann-
es! Það fannst mér skrýtið yfir
Kongó fyrst Þorsteinn var
ekki í Leopoldville. — Sá
sem ég heyrði í var Kristján
Gunnlaugsson, nú flugmaður
hjá Birni Pálssyni. Hann var
þá líka hjá Sabena, staddur í
flugvél skammt frá og heyrði
þegar ég spurði um Þorstein.
Það var töluð íslenzka yfir
Kongó þann daginn. — Við
flugum lágt yfir skóginum í
björtu veðri og eltum hjarðir
af dýrum á stórkostlegum
hlaupum. Lengra suðurfrá sá-
um við nashyrninga og flóð-
hesta, sem göptu upp á okkur.
Síðan hálfs mánaðar dvöl í Jó-
hannesarborg, þar sem ég þjálf
aði tvo flugstjóra hjá Afric
Air.
Heljarstökk
— Og hvað segir þú um flug-
vallamálin, Jóhannes?
—Mér þykir flugvallamál-
um landsins heldur illa farið
nú. Hér hefur ekki verið lögð
nógu mikil áherzla á að byggja
nægilega langar flugbrautir í
smærri byggðarlögum, heldur
600 metra brautir, miðað við
litlar flugvélar, en það er að
mínu viti óheppilegt. Flugið
er oft á tíðum erfitt hér og
Þarf góð tæki og vana menn til
að stunda það með öryggi. Hér
þarf tiltölulega stórar og vel ís-
varðar flugvélar, en þær krefj-
ast meir, en 600 metra brauta.
Við erum að taka heljarstökk
aftur í tímann. með því að
taka litlar flugvélar í þjónustu
innanlandsflugsins á löngum
leiðum. Eg hef ekkert á móti
því að bæta samgöngurnar við
dreifbýlið, en það er röng
stefna að nota litlar flugvélar
til þess. Slík þróun stefnir ekki
til meira öryggis, þvert á móti,
hún kastar miklu af örygginu
fyrir borð.
Álftanesið
— Hvað á að gera í flugvall-
armáli Reykjavíkur?
— Erlendir sérfræðingar og
hérlend nefnd hafa staðfest, að
Keflavíkurflugvöllur er ónot-
hæfur sem aðalflugvöllur lands
manna. Ástæðurnar eru marg-
ar. Það er alltof langt frá
Reykjavík til Keflavíkur, veður
skilyrði eru þar önnur, og flug
samkrull við herinn óæskilegt.
Við íslendingar höfum engan
flugvöll byggt hér suðvestan
lands, en við höfum byggt á-
gæta flugvelli á Akureyri, ísa
firði, Egilsstöðum og Sauðár-
króki. Þá væri ekki mikið þótt
við fórnuðum nokkru landrými
og fé til að byggja flugvöll í
þéttbýlasta landshlutanum.
Álftanesið er bezti staðurinn,
raunverulega eini staðurinn.
sem býður upp á alla þá kosti
sem frambúðarvöllur þarf að
hafa. — B.Ó.
Skýfaxl, Cloudmaster DC-6B, lendlr i Kulusuk á Grsnlandi. Jóhannes er oddamaður f Grænlandsfluginu.
Ársþing
bandalags
félagaí
Reykjavík
Bandalag æskulýSsfélaga
Reykjavíkur hélt nýlega árs-
þing sitt í Þjóðleikhúskjallar-
anum. Það telur nú 32 aðild-
arfélög og mættu þar um 40
fulltrúar.
Á þingi þessu ríkti mikill áhugi
um félagsmál. samtök og umbæt-
ur í skemmtanalífi unga fólksins
í borginni, en þau mál hafa verið
mjög í molum.
Þau málefni, sem mest voru
rædd og koma eiga til fram-
kvæmda á þessu ári, voru þessi:
1. Halda skal nú þegar í vor
ráðstefnu um vandamál æskunnar
og leiðir til úrbóta og bjóða þang-
að forráðamönnum fræðslu og fé-
lagsmála
2. Efnt verði til fjölmenns leið-
toganámskeiða þegar á næsta
hausti, þar sem skólafólki sé ætl-
uð sérstök þátttaka.
Framvegis verði efnt til slíkra
námskeiða að sumrinu, á ein-
hverjum fögrum og friðsælum
stað, utar borgarinnar. Tíðkast
slík sumarnámskeið mjög t.d. á
Norðurlöndum og víðar þar sem
félagslíf er blómlegt Hyllist þá
unga fólkið til þess að nota hluta
af sumarleyfum sínum til þeirra,
og gera tvennt í einu: Læra holla
félagsháttu og skemmta sér í fal-
legu umhverfi. En slík námskeið
eru jafnan skipulögð öðrum
þræði sem skemmtun.
3. Gefin skal sem fyrst út hand-
hæg féiagsmálahandbók fyrir ís-
lenzk æskulýðssamtök. Væri þar
sjálfsagt að leita samstarfs við
önnur æskulýðssamtök t.d. Æ.
S.í. og Æskulýðsráð Reykjavíkur.
Skyldi slík bók hafa sem flest-
ar leiðbeiningar um félög og fé-
lagastarfsemi, upplýsingar um
skemmtikrafta og skemmtiatriði,
leiki, dansa og listamenn, gildi
fleira.
4. Halda skal árlega sérstakan
æskulýðsdag, þar sem unga fólkið
sjálft annaðist leiksýningar, list-
sýningar, tónlist, danssýningar og
alls konar starfsemi, sem bezt
sýndi þroska þess og hugðarefni
á hverjum tíma. Enn fremur yrði
þá sérstök íþróttakeppni, sem
kennd yrði við þennan dag, t.d. í
handknattleik og frjálsum íþrótt-
um. Þetta yrðu eins konar Olym-
píuleikar reykvískrai æsku, þar
sem hún sýndi atgervi sitt til lík-
ama og sálar undir kjörorðinu:
„Fögur sál í hraustum líkama.“
Þar yrðu verðlaun veitt fyrir
beztu afrek í myndlist, tónlist,
mælsku, framsögn, íþróttum o.s.
frv.
Helzt kom til orða að velja 1.
des. til þessa fagnaðardags æsk-
unnar og gefa honum þannig auk-
ið gildi sem minningardegi um ís-
lenzkt sjálfstæði og þjóðlega end-
urreisn.
5. Rætt var um, að skólafélög
borgarinnar gengju til samstarfs
um árlega skemmtun í Háskóla-
bíói, þar sem fram kæmi það
bezta, sem sýnt er og gjört á árs-
hátíðum skólanna. Væri slik
skemmtun ólíkt hollari og meira
Framhalo á 15. ilSu.
TfMINN, sunnudaglnn 1. marz 1964
9