Tíminn - 07.03.1964, Blaðsíða 14
KONA CHURCHILLS
29
Tveimur vikum síðar héldu þau
til Bahamaeyja, þar sem þau ætl-
uðu að dvelja um nokkra stund,
áður en fyrirlestraferðinni væri
haldið áfram.
Þegar þau komu aftur frá Nass
au, byrjuðu þau á maraþonferð
um Ameríku. Kvöld eftir kvöld,
viku eftir viku, talaði Winston á
fundum, sem sóttir voru af 3000
til 8000 manns í einu, og Clemen-
tin^ var alltaf við hlið honum á
ræðupallinum. Þetta var þreyt-
andi ferðalag og hann lagði að
henni að verða eftir í New York.
Hún vildi frekar gæta hans, og
þess að ná lestunum í tæka tíð,
útvega bíla, koma á fundina, síð-
an að hlaupa í næstu lest, næsta
bíl og á næsta fund.
Þetta varð sigursæl ferð íyrir
Winston — og ekki síður konu
hans, en kórónan ofan á allt sam-
an kom í lok ferðarinnar, þegar
þau voru heiðursgestir við stór-
kostlegt matarsamkvæmi, sem
nokkrir stærstu fjármálamenn
Ameríku stóðu fyrir í New York.
Winston hélt þar ekki aðeins borð
ræðu, heldur rökræddi hann í
hálfa aðra klukkustund og leyfði
fjármálamönnunum að hella yfir
sig spurningaresni.
Ein spurningin kom öllu í upp-
nám, en hún var þannig: “Mund-
uð þér vilja gerast bandarískur
ríkisborgari, ef við gætum gert
yður að forseta Bandaríkjanna?
Eg veit, að það er ekki í samræmi
við stjórnarskrá okkar, en við
gætum kippt því í lag.”
Winston sneri sér að Clemen-
tine, glotti og svaráði við mikinn
hlátur viðstaddra: “Það eru smá-
vegis örðugleikar við það. En ég
hef hins vegar búið við svo gott
atlæti hér í Bandarikjunum, að
ég skal íhuga málið alvarlega, ef
þið getið kippt stjórnarskránni í
lag.”
8
KVÖLD VIÐ HRINGLAGA
BORÐIÐ
í Chartwell tók Clementine á
móti gestum hvaðanæva úr heim-
inum. Flestir þeirra komu ekki
aðeins til að eiga þar ánægjulega
stund — þeir voru hl'uti af einka
upplýslngaþjónustu Winstons.
Með aðstoð þeirra fékk hann jafn
góðar upplýsingar um það, sem á
seyði var í öðrum löndum og að
minnsta kosti ekki verri en hann
hefði fengið hjá upplýsingaþjón-
ustu sjálfs utanrikisráðuneytis-
ins, og oft raunar betri.
Winston notar kvöldverði og
hádegisverði til að auka almenna
þekkingu sína, og til þess að rök-
ræða það, sem efst er á baugi
hverju sinni. Þannig eykur hann
víðsýni síns og skilning með því
að hlusta á skoðanir hinna.
Að loknum málsverði kýs Win-
ston frekar að sitja um kyrrt við
matborðið, en að færa sig inn í
setustofuna. Þá hallar hann oln-
bogunum fram á borðið og held-
ur þannig áfram umræðunum.
Hann notar gestina sem upp-
i lýsingamiðstöð og frá þeim fær
' hann meiri raunverulegan fróð-
leik, en unnt mundi af háum
stafla af opinberum skjölum.
“Hvað segir fólkið?” var sú
spurning, er oftast kom fram í
spjallinu eftir málsverðinn á
Chartwell.
Þeir sem urðu þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera boðið að
snæða málsverð með Churchill-
hjónunum varð boðið minnisstætt
fyrir margra hluta sakir — og
þá ekki eingöngu vegna frægðar
og frama gestgjafanna. Húsfreyj-
an og áhrif hennar á það, sem
fram fór, var jafn athyglisvert.
Við skulum hlusta á, hvað einn
gestanna hefur að segja um gesta-
boð á Chartwell:
“Það er fátt jafn ánægjulegt og
að vera meðal gesta Clementine
Churchill. Það er ekki vegna þess
að hún er kona Winstons Churc-
hill, heldur vegna hæfileika henn-
ar til að laða hið bezta fram hjá
hverjum og einum.
Þegar komið er til Chartwell,
er farið fiam hjá fallegum garði,
sem lykur á báðar hendur um ak-
brautina, sem liggur í hálfhring,
gengið er inn um stórar dyr og
síðan er manni vísað inn í setu-
stofu. Þar er hátt til lofts, stórir
gluggar og mikilfenglegt málverk
af Winston.
Há, glæsileg, silfurhærð kona
bíður manns og býður mann vel-
kominn með hlýlegu brosi. Klæða-
burður hennar er lýtalaus. Maður
minnist ætíð glæsileika hennar í
klæðaburði, en hins vegar ekki
klæðnaðar hennar í smáatriðum.
— Það er einkenni velklæddrar
konu.
Rödd hennar er mjúkleg og til-
gerðarlaus, og ræða hennar ein-
föld og hittir í mark. Maður þarf
ekki að finna til þakklætis yfir að
“fá að blanda geði við æðstu
cnenn”.
S Clementine býður sjerríglas og
|frá upphafi er líðan manns óþving
aðri en manni hefði nokkurn tíma
getað látið sér detta í hug að ó-
reyndu. Það er varla að maður
veiti því athygli, að málsverður-
inn er of seint fram borinn, vegna
þess að húsbóndinn er ókominn —
maður er of upp með sér af þeirri
einstöku athygli, sem hjúsmóðirin
auðsýnir fánýtu og vandræða-
legu tali manns um daginn og veg
inn.”
Gestir þeirra þekkja orðheppni
hennar, þar sem hún situr gegnt
bónda sínum við borðið, ætíð
reiðubúin að fjörga upp á sam-
j ræðurnar, ef eiginmaðurinn ger-
ist ólundarlegur. Þó að feimni
hennar sé augljós, þá hefur hún í
rauninni alltaf fulla stjórn á pví,
sem gerist og leiðir gjarn-
an samræðurnar við borðið frá
einu efni til annars, frá leyfis-
dögum erlendis til framfara Rússa
í vísindum og tæknilegum fræð-
um, frá metnaði og hugsjónum
Mao Tse-Tung til nýrrar uppskrift
ar, sem hún hefur reynt.
Þokki hennar er þess kyns, sem
fær fólk til að segja. “Hún virðist
verða yndislegri með hverju ár-
inu.” Hún er jafn töfrandi, að
ungt fólk fær ekki orða bundizt:
“Eg vona, að ég verði jafn aðlað-
andi, þegar ég eldist.” Há og
grönn og hreyfingar léttar og ó-
þvingaðar. Stór, grá augun ljóma
undir þykkum brúnum, sem hún
plokkar aldrei eftir því, sem tízk-
an útheimtir. Hún ber klassískan
vangasvip og hefur Sarah dóttir
hennar hlotið hann í arf. Á yngri
árum skipti hún hári sínu í miðju,
en nú hefur hún tekið upp nýrri
siðu og lætur hárið lokka sig fram
á ennið. Jafnvel þótt hún sé á
sjötugsaldri, hefur hún einhvern
veginn varðveitt fegurð og æsku.
Á heimilinu ríkir yndisþokki og
reglusemi sem er grundvöliur
undir þægilegu og friðsömu heim-
ilisiífi mannsins, sem hún giftist.
Hún gerir sér aldrei manna-
mun, og lætur ytra prjál, auð eða
völd aldrei hafa áhrif á sig, en
hefur einstakan hæfileika á að
laða hið bezta fram hjá hverjum
j og einum Hennar vegna er mað-
ur fullkomlega óþvingaður á heim
ili hennar
Að lokum kemur Winston heim,
seint að vanda og loðhundurinn
Rufus á hæla honum. Hann er
ánægðastur við matarborðið, þeg-
ar hann hefur Rufus sér á vinstri
hlið og köttinn Mikka á hægri.
Strax og allir eru setztir að borð
um kemur þénustan inn með
mottu og skál með hundafæðu.
Mottan er lögð á gólfið við sæti
, Winstons og honum rétt skálin.
Þá er Rufus teymdur inn í stof-
una, og Winston gefur honum mat
inn. Síðan sezt hundurinn kyrr-
látur við fætur húsbónda síns.
Clementine hefur mikið dálæti
á að reyna ýmsa gómsæta, evróp-
ska rétti, en á borðum í Chartwell
gefur þó aðallega að líta ósvikna
enska rétti: kjötrétti, veiðibráð
eða alifugla.
í fyrstu leiðir Winston samræð-
urnar, en hann kann fullt eins
vel að þagna skyndilega og sitja
34
Ardren? Maður skyldi ætla að þú
ht^ðir gjarnan viljað losna við
mig...
— Mér fannst þú eiga fyrir því
að vera kyrr og mæta erfiðleik-
unum...
— Kjaftæðinu, orðasveiminum
tortryggninni.
— Já, það má orða það svo.
— Og þú hefur haldið það sama
og aðrir, þegar Rorke skaut upp
kollinum, að nú yrði ég dæmd!
Varst þú glöð þegar hann kom,
Maggie?
Livvy fannst sem Maggie
kenndi til undan orðum hennar,
hún hafði slökkt á bílnum og það
var mjog kyrrt umhverfis þær.
— Glöð, þegar Rorke kom? Því
skyldi ég vera það? Maggie kipr-
aði saman varirnar.
— Og hvers vegna skyldi ég
segja þér hverjar eru mínar til-
finningar?
— Eg vildi óska að þú gætir það.
Mig langar að hjálpa þér með
Keith. Það er þess vegna sem þér
er í nöp við mig, er það ekki? Er
það kannski lika vegna Rorke? Ef
svo er, þá hef ég sagt þér áður að
það er ekkert á milli okkar ... og
verður ekki... Rödd hennar
brast. Hún leit undan til að yfir-
vinna þessa hjálparvana örvænt-
ingu sem gagntók hana, vegna
þess að Maggie bókstaflega hat-
aði hana og játaði það nú feimnis-
laust.
— Mér þykir mjög leiðinlegt, ef
þú ásakar mig fyrir það sem kom
fyrir Keith, sagði hún. — Eg
reyndi að koma í veg fyrir að
hann riði hestinum, Magg-
ie. Eg reyndi það i raun og veru.
Og þú veizt það líka.
Hún leit kuldalegt andlit Magg-
ie svo setti hún bílinn í gang.
— Liwyl Maggie hækkaði rödd-
ina. — Hlustáðu á mig!
Liwy dokaði við.
— Hvað svo sem gerðist þá má
Keith ekki fá minnsta grun um,
að nokkuð sé að.. Við verðum
að halda öllu slíku leyndu fyrir
honum ... Honum er aðeins að
batna og nú er allt undir því kom-
ið að hann fái næði og ró. Viltu
þess vegna ... koma hingað .. •
aftur .. eins og við værum öll vin-
ir?
— Óvelkomni gesturinn? sagði
Livvy biturlega.
— Það er vegna Keiths, til að
hjálpa honum. Þú sagðist vilja
hjálpa honum
— En þú leyfir mér ekki að
koma nálægt honum.
•— Það er allt annað mál. En
ef hann sér þig ekki verður hann
ef til vill órólegur.
— Heldurðu að hann sé það ekki
fyrst hann hefur ekki séð Clive
hér að undanförnu?
«— Clive var aldrei velkominn
hérna. Hún greip aftur um glugga
karminn og það var kynlegur
glampi í augum hennar.
— Eg hataði Clive... nú veiztu
það ... Eg ... óttasvipur kom á
andlit hennar, hún hafði áreiðan-
lega ekki ætlað að koma upp um
þessar tilfinningar i garð hins
látna.
— Já, ég nota þetta orð reyndar
býsna oft, Livvy, sagði hún og
hló gleðilaust. Síðan snerist hún
á hæli og gekk aftur heim að hús-
inu.
Livvy ók af stað. Hún uppgötv-
aði, að hendurnar skulfu á stýrinu
henni leið ólýsanlega illa og hún
var mjög hrædd.
Maggie hafði hatað Clive í raun
og veru? Svo mjög að hún hefði
getað unnið honum mein? Vegna
þess að hún vissi innst inni, að
það var Clives sök, að Keith hafði
riðið hestinum? Eða var einhver
f SKUCfiA ÓTTANS
KATHRINE TROY
enn önnur ástæða?
— Maggie er undarleg kona,
hafði Adrienne sagt, en ekki skýrt
frekar við hvað hún átti.
Livvy ók heim til hennar að
afhenda grænmetið, en á meðan
var hún að hugsa um þegar Magg-
ie hafði beðið hana að búa áfram
í Ardern og núna hafði hún beð-
ið hana að halda áfram að koma
til þeirra, svo að Keith yrði ekki
kvíðafullur.
En var það hin raunverulega
ástæða? Mundi hún kannski ein-
hvern tíma ganga beint í gildr-
una, þegar hún kæmi þangað.
— Vertu stöðugt á verði! hafði
Rorke sagt.
Adrienne var heima, þegar hún
kom.
— Ó, Livvy, þakka þér innilega
fyrir. Hún tók við grænmetiskörf
unni.
— Þú stanzar dálitla stund og
borðar með mér, geturðu það
ekki? |
— Því miður. Simon hringdi og
bað mig að koma til sín og
borða.
Adrienne tók upp salathöfuð og
kreisti það einkennilega fast.
— Nú, jæja, sagði hún rólega.—
En fyrst þú ert komin hingað'
geturðu að minnsta kosti þegið
eitt sérríglas með mér?
— Eg er orðin of sein og ég þarf
að fara heim og fá mér bað áður.
— Geturðu ekki farið í bað
hérna, meðan ég útbý drykk
handa okkur? Þá sparar þú ba»ði
tíma og krafta og getur ekið beint
til verksmiðjunnar í stað þess að
krók inn til Larne Huse.
Þetta var skynsamleg og freist-
andi uppástunga og Livvy lét und-
an.
Hún sótti stórt rautt hand-
klæði, afklæddist í gestaherberg-
inu og gekk inn í litla baðherberg
ið. Meðan hún lá ofan í vatninu
heyrði hún indæla tónlist úr stof-
unni. Adrienne hafði sett á fóninn
eina af sinfónium Beethovens.
Þegar hún hafði klætt sig aftur
gekk hún inn í dagstofuna, þar sat
Adrienne í uppáhaldsstólnum sín-
um og lét fara vel um sig.
— Líður þér betur núna? spurði
hún og leit upp.
— Miklu betur, þakka þér fyrir.
Adrienne var i góðu skapi. Hún
talaði um samkvæmi sem hún
hafði verið í kvöldið áður og þeg-
ar hún heyrði um gjöfina, sem
Livvy ætlaði að færa Barnaheim-
ilinu, sagði hún ánægð: — Stór-
fínt! Þetta munstur teiknaði ég.
Það er ágæt auglýsing.
Liwy lauk við sérríið, síðan
reis hún upp og sagðist þurfa að
fara, ella mundi Simon ekki fá
kvöldverðinn fyrr en morguninn
eftir.
Adrienne skoðaði á sér negl-
urnar.
— Hefurðu tekið eftir því, hvað
Simon hefur breytzt síðan Clive
dó?
— Já.
— Hann er eins og maður, setn
skyndilega hefur vaknað til nýs
lífs. Adrienne brosti við
Livvy hafði ekki áhuga á að
ræða um Simon. Hún gekk til
dyra.
— Þegar hann hafði jafnað sig
eftir áfallið hefur honum sjálf-
sagt skilizt hvílík ábyrgð hvílir
a honum og hann má ekki bregð
ast þeim, sem treystir á hann.
— Þú treystir yfirleitt fólki,
er það ekki, Livvy?
Spurningin kom óvænt, en hún
svaraði hraðmælt.
— Treysti fólki? Meinarðu Sim
on? Auðvitað treysti ég honum.
Adrienne reis úr sæti.
— Veslings Livvy, sagði hún
lágt.
— Þú hefur sagt þetta einu
sinni áður. Hvers vegna?
— Það er hættulegt að treysta
um of á aðra. Maður verður þá
bara fyrir enn sárari vonbrigðum.
— Þá það, sagði Livvy stutt í
spuna. — Þá ”erð ég að sætta
mig við að verða vonsvikin. Hún
gekk út á veröndina.
— Þakka þér fyrir mig, Adri-
enne. Mér líður mun betur eftir.
— Bless, sagði Adrienne hálf
dreymandi röddu.
Livvy settist inn í bifreiðina og
ók af stað. Adrienne hafði sagt
hún treysti um of á fólk. Já,
hún hafði gert það hér áður
íyrr. En margt hafði gerzt síðan
og margt hafði breytzt. Ef hún
var hreinskilin við sjálfa sig vissi
hún, að hún treysti engum — ekki
Simon — heldur ekki Magge —
ekki einu sinni Adrienne.
14
T f M I N N, laugardagur 7. marz 1964. —