Tíminn - 07.03.1964, Blaðsíða 7
Útgefantii: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkræmdastjórl: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndritB
G. Þorsteinsson. Fuiltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón DaviOsson,
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrií
stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., siml 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan.
lands. I lausasölu kr. 4.00 eint — PrentsmiOjan EDDA h.f. —
Valdboðið handahóf
Engri þjóð í NorSur-Evrópu er eins mikil þörf á hraðri
og skipulegri uppbyggingu og íslendingum, vegna þess,
hve skammt hún var á veg komin í þeim efnum um
síðustu aldamót, og hún hefur líka minnst fjármagn
miðað við fjárfestingarþörfina. Af þessum sökum þola
íslendingar handahóf í fjárfestingarmálum verr en nokk-
ur önnur þjóð.
Það blasir nú við öllum, að stefna „viðreisnar“-stjórn-
arinnar hefur leitt af sér ótrúlegt handahóf og ringulreið
í fjárfestingarmálum, eins og raunar hlaut að verða
eftir þeim tökum, sem stjórnin hefur á þeim, og þetta
handahóf er þegar orðið þjóðinni dýrt og verður enn
dýrara, því að sífellt hnígur meira í það horf, að ofboðs-
fjárfesting peningamanna, lítt nauðsynleg frá þjóðhags-
legu sjónarmiði, ryðjist fram fyrir fjárfestingu almenn-
ings og hins opinbera.
Ríkisstjórnin sjálf gerist líka æ stórvirkari í því að
styðja þessa öfugþróun, eins og síðustu ráðstafanir sýna
bezt, en þær voru í því fólgnar að þykjast ætla að lækna
ofþenslu í efnahagslífi með því að draga fé úr hendi al-
mennings með nýjum söluskatti og jafnframt fresta op-
inberum framkvæmdum og láta þær sitja á hakanum og
víkja fyrir öllu öðru.
Þessar aðfarir þola íslendingar verr en nokkur önn-
ur þjóð vegna fjármagnsskortsins, sem krefst þess, að
hver framkvæmdakróna sé notuð af hagsýni óg réttu
vali. Hér má ekki fara sömu slóð og þær þjóðir, sem
hafa fullar hendur framkvæmdafjár og geta jafnvel flutt
það út. Þeim er handahófið ekki fjörráð.
Allir hljóta að sjá í hvern voða þjóðin stefnir nú,
þegar stjórnarathafnir í fjárfestingarmálum beinast
fyrst og fremst að því að láta skipulögðu nauðsynjafram-
kvæmdirnar víkja með valdboði fyrir handahófsfram-
kvæmdunum, sem peningamenn efna til í verðbólguof-
boðinu, sem hefur gripið um sig. Þannig brennur hið
dýrmæta framkvæmdaafl þjóðarinnar upp eins og hálm-
ur í eldi óðadýrtíðarinnar og handahófsins.
Hvað verður eftir?
Alþýðublaðið segir, að vandi húsbyggjenda sé sá, og
helzt sá einn, að meira fé vanti í íbúðalánakerfið til þess
að lána. Annað sé ekki að. Það er rett, að fé vantar, og
ríkisstjórnin hefur brugðizt húsbyggjendum í því efni.
En syndir hennar við þá eru fleiri og meiri. Það hefði
líka verið góð hjálp við húsbyggjendur að halda óðavexti
dýrtíðarinnar svo í skefjum, að hækkunin ein æti ekki
upp allt byggingalánið og meira til. En ríkisstjórnin
brást þar líka. En Alþýðublaðið ætti að biðja Emil bygg-
ingamálaráðherra að reikna annað dæmi, og það er
þetta: Hve mikið verður eftir af byggingaláninu, þegar
húsbyggjandinn er búinn að borga tolla og söluskatta af
byggingaefninu til ríkisins? Satt að segja hefur allt æði
,,viðreisnar“-stjórnarinnar verið meir i ætt við að rífa
niður en byggja upp.
Miðstjórnarfundurinn
Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hófst í
Reykjavík í gær og mun standa fram yfir helgina. Síð
asta flokksþing breytti nokkuð miðstjórnarkjöri flokks
ins í lagabreytingum, sem þá voru gerðar. Er nú megin
hluti miðstjórnar kjörinn í kjördæmissamböndum
flokksins og í henni eru 90 menn. Mjög vel er
mætt til þessa aðalfundar, sem bæði mun ræða málefm
Framsóknarflokksins og landsmálaviðhorfið.
Nkrumah einræðisherra hefur
beitt járnaga í Ghana
Landið hefur blómgazt efnalega, en þjóðin býr við einræði og haröstjórn
ÚTI fyrir þinghúsinu í Accra
stendur líknesM af Kwame
Nkromah. Á fótstalli þess
standa þessi orð, sem höfð
eru eftir honum sjálfum:
„Sækstu fyrst eftir pólitískum
konungdómi og þá mun allt
veitast þér.“
Víst er um það, að Nkrumah
var fljótur að ná pólitískum
völdum árið 1951. Síðan hefir
hann hlífðarlaust og allt að
því af áfergju kappkostað að
fjarlægja andstæðinga sína.
Hann hefir einnig auðmýkt und
irmenn sína og mótað dótn-
stóla, opinbera starfsemi, lög-
reglu og her og gert að verk-
færum síns eigin valds.
Nkrumah var fyrsti leiðtog
inn í brezkum nýlendum, sem
hagnýtti tækni nútíma stjórn
málaflokks við beizlun þeirr.ar
orku, sem fólgin er í ákafri
þjóðerniskennd. Við mótun
ílokks síns leitaði hann fyrir-
mynda jöfnum höndum hjá
Woolton lávarði og kenningum
Lenins. Honum var ljóst, að
miðstéttar-lögfræðingar,
menntamenn og verzlunarmenn
myndu aldrei sigra brezku ný
lendustefnuna, en þeir voru
nppistaða Samfylkingar Gull-
strandarinnar. Hann hóf því
starf sitt við myndun þjóðern-
ishreyfingar, lið fyrir lið, með
kvenfélögum, æskulýðsfélögurn
og verkalýðssamtökum. Bar-
áttan stóð ekki einvörðungu
gegn Bretum, heldur átti hann
einnig í höggi við hina fornu
höfðingja og samtök ættbálk-
anna. Það voru sigurlaun hans
að mynda hina stoltu þjó'5
Ghana úr sundurleitum þjóða
brotum GulJstrandarinnar.
ÞEGAR Ghana hlaut sjálf-
stæði 1957 blasti mjög mikið
öryggisleysi innanlands við
ríkisstjórn Nkrumah. Minni-
hluti af Ewe-ættbálkinum í
Volta og Togolandi hugði á
aðskilnað frá ríkinu, byltingin
kraumaði í Ashanti og norð-
ur-héruðin höfðu aldrei sam-
einazt landinu til fulls.
Ghana hafði tekið sterka
stjórn í arf frá Bretum. Hinir
ýmsu stjórnarandstöðuhópar
beittu samsærum, en ríkis-
stjórnin barðist gegn þeim og
þessi barátta beindi hinni
sterku stjórn inn á braut harð
stjórnarinnar. 1958 komst upp
fyrirætlun um að ráða Nkrum
ah af dögum og þá voru sam-
þykkt lögin um fangelsun til
fyrirbyggingar uppreisnar. Rik
isstjórnin réttlætti þessa lög-
gjöf með skýrslu Granville
Sharp-nefndarinnar, sem var að
vísu ekki sammála um það,
hvort starfandi væru samtök
um að ráða Nkrumah af dög-
um, en hafði þó fengið vit-
eskju um ólöglegt samsæri.
Harðvítugar árásir í blaði
stjórnarandstöðunnar leiddu til
ritskoðunar. 1961 var gert
hvert verkfallið öðru viðtæií
ara til andmæla gegn þungum
álögum á þegnana. Þetta leiddi
til nýrra fangelsana og þá
voru þeir meðal annarra tekn
ir höndum dr. Danquah, Joe
LAppiah og flestir leiðtogar
stjórnarandstöðuftnar.
Ýmsir ráðherrar voru svipt-
ir embætti með vansæmd. Með
al þeirra voru Gbedemah og
Botsio, en þeir voru meðlimir
í „forsetanefndinni“, sem hafði
borið ábyrgð á ríkisstjórninni
þá þrjá mánuði, sem Nkrumah
var á ferðalagi í Rússlandi og
Kína. Botsio var látinn taka
við embætti aftur, en þessi
embættissvipting og fangelsun
tveggja ráðherra, Ako Adjei
og Tawia Adamafio, staðfesti
algera drottnun Nkrumah og
sjúklegt vantraust hans á und
irmönnum sínum. Og nýafstað
in þjóðaratlcvæðagreiðsla hefir
veitf honum fullkomið ein-
veldi.
VANTRAUST Nkrumah á
miðstéttunum, lögfræðingun-
um, kaupsýslumönnunum og
opinberum starfsmönnum —
á sennilega rætur að rekja til
þess skamma tíma, sem hann
var starfsmaður Samfylkingar
Gullstrandarinnar, áður en
hann hvarf þaðan til þeess að
stofna sinn eigin flokk. Þrír
færustu embættismenn ríkis-
ins, Robert Gardiner, Daniel
Chapman og A. L. Adu, gátu
ekki sætt sig við starfsskilyrðin
og hurfu á braut. Þeir eru nú
allir starfsmenn Sameinuðu
þjóðanna. Þrír frægustu dóm-
ararnir í Ghana eru einnig hætt
ir störfum. Sir Sacnuel Quashi
Edun er nú forseti Yfirréttar
Austur-Afríku, Sir Arku Kor
sah, fyrrverandi yfirdómari,
hefir verið viki'ð frá störfum
og Van Lare dómari mun hat'a
sóð fram á brottvikningu og
hefir því sagt af sér. Kaun-
sýslustéttin hýr við gífurlega
þungar skattaálögur og aukin
bjóðnýting setur henni stólinn
fyrir dyrnar. Þannig er búi'ð
að varpa til hliðar þeim öflum
sem gróandi þjó'ðfélagi er hva'ð
mest stoð að.
Nýir vaxtarbroddar skjóta
upp kollinum, en virðast vafa-
samir og vekja grun um
græsku. Kofi Batsa, ritstjóri
flokksblaðsins „Neistinn", sem
sniðið er eftir „Iskra“, blaði
Lenins, er áhrifamikill meðal
menntamanna flokksins. Baf-
foe er ritstjóri stjórnarblaðsins
j,Times Ghana“. Hann stjórn-
aði óeirðunum fyrir utan
Bandaríska sendiráðið nú fyrir
skömmu, og í blaði hans var
bandaríska leyniþjónustan sök-
uð um aö undirbúa morðárás á
Nkrumah.
Nkrumah væri sennilega í
hættu sem byltingarleiðtogi, ef
hann væri álitinn standa til
hægri við þessi öfgaöfl. Þeim
er því leyft að fara sínu fram,
en foringinn ávítar þau mild-
um orðum. Sennilega telur
hann Bandarikjamenn vera
búna að leggja of mikið í fram-
kvæmdir við Voltaána til þess
að hverfa frá því verki að svo
komnu.
EINS-FLOKKS kerfið, dýrk-
un foringjans, tilbúin þjóðarat-
kvæðagreiðsla, áberandi alþýðu
dómstólar, eyðilegging mið-
stéttanna og útrýming allrar
andstöðu, hæði innan flokks og
utan,. minnir miklu meira á
stjórn Stalíns en stjórnarhætti
Vesturlanda. Samt sem áður
hefi ég ekki trú á að Nkrumah
sé horfinn frá hlutleysisstefnu
sinni. Ráðherrar í Ghana halda
því fram, að Bandaríkjamenn-
irnir tveir, sem voru þar á fyr-
irlestraferð fyrir skömmu, en
var vísað úr landi, hafi verið
mjög vinstri-sinnaðir í skoðun-
um. Sósíalismi Nkrumah er
mun líklegri til að fylgja í slóð
Títós en Castrós.
Það er hörmulegast við feril
Nkrumah, hve hann hefir eyði-
lagt mörg af sínum góðu áform-
um. Hann var þjóðhetja 1951,
en óttasl nú daglega um líf sitt.
Hann frelsaði Ghana undan er-
lendri stjórn, en leysti hana af
hólmi með enn meiri harð-
stjórn. Hann sá nauðsynina á
einingu Afríku, en afbrýði hans
hefir ónýtt áformin um banda-
lag Austur-Afríku. Hann full-
yrti, að sjálfstæði Ghana væri
unnið fyrir gíg nema því aðeins
að nýlendustefnu- kynþáttamis-
rétti væri útrýmt af meginlandi
Afríku. Samt hefir stjórn hans
orðið til þess, að hvítir menn
í Norður-Rhodesíu eru enn
harðari en áður í andstöðu
sinni við meirihlutastjóm.
Hann skrýddi skjaldarmerki
Ghana orðunum „frelsi og rétt-
læti“, en þau hafa nú verið
máð út.
STJÓRN Nkrumah hlýtur að
enda með ofbeldi eða dauða, og
afleiðingar þess er ómögulegt
að sjá fyrir. Þegar þjóðfélags-
stofnamr eru eyðilagðar og fjar
lægð þau atriði stjórnarskrár,
sem mest öryggi er að, getur
hvað sem er gérzt.
Samt ver'ður því ekki haldið
fram með réttu, að þessi und-
arlega gerði maður sé sneydd-
ur öllum mikilleik og hugsjón-
um. Einbeitni hans tryggði
frelsi, og það er að verða að
blómlegu nútímaríki vegna
dugnaðar hans. Óbreytandi
Framhald á 15. sISu.
I
T f M I N N, laugardagur 7. marz 1964.