Tíminn - 08.03.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1964, Blaðsíða 2
Laugardagur, 7. marz. NTB-Dallas. — Sjö fangar sluppu í úr fangelsinu í Dallas, þar sem máli'ð gegn Jack Ruby stendur yfir. Lög- reglan handtók litlu síðar tvo þeirra. NTB-Washington. — Banda- ríkjamenn vona, að Sovétríkin muni samþykkja breytingu á Moskvusamningnum þannig, að þeir geti notað kjarnorku við gröft nýs skipaskurðar í Mið-Ameríku. Mun verkið taka um 7—8 ár. NTB-Moskvu. — Krustjoff forsætisráðherra vill gefa sovézkum bændum meira frjáls ræði í landbúnaðarframleiðslu sinni. NTB-Aþenu. — Páll Grikkja konungur verður jarðsettur n. k. fimmtudag. NTB-Álasundi. — Norðmenn höfðu í gærkveldi veitt 1.620. 000 hektólítra af síld, og er það rúmri milljón hl. meira en á allri síldarvertíðinni í fyrra. NTB-Teheran. — Ríkisstjórn írans, sem tók við völdum 1962, hefur sagt af sér. Fram- kvæmdastjóri flokksins „Nýja íran“, Hassanali Mansour, myndar nýja stjórn bráðlega, en flokkurinn hefur þingmeiri hluta. NTB-Caracas. — Alþýðusam bandið í Venezuela hefur í huga að setja öll skip og flug- vélar þeirra landa, sem reka viðskipti við Kúbu, í verkbann. NTB-Edinborg. — Haakon Djurhus, forsætisráðherra Fær eyja, sagði í gærkveldi, að Færeyingar myndu finna sér nýja markaði, ef Bretar settú löndunarbann á færeyskan fisk. NTB-Anacortes. — 5 sjó- menn hafa líklcga drukknað, þegar olíuskipið Bunker Hill sökk fyrir utan Anacortes á austurströnd USA í gær. NTB-Haag. — Irene Hol- landsprinsessa og Don Carlos de Bourbon Parma munu halda brúðkaup sitt á tímabilinu frá páskum til júlíbyrjunar. NTB-Harstad. — 2 sjómenn drukknuðu á hafinu utan við Selnes í Gratangen, þegar þeir reyndu að hjálpa félögum sín- um í öðrum bát, sem höfðu fest net sín í botninum. NTB-Karlsruhe. — Alois Viellieber, fyrrum SS-maður, var dæmdur í 3 ára og 6 mán. fangelsi fyrir tvö morð í síðari heimsstyrjöldinni. NTB-Varsjá. — Kekkonen Finlandsforseti, sem er í opin- berri heimsókn í Póllandi, heimsótti í dag Oswiecim (áð- ur Auschwitz) og lagði blóm- sveig að „Múri dauðans". NTB-Lisboa. — 4 minni jarð skjálftakippir urðu á Azoreyj- um í gær. Ein höfuðbarátta mannkyns í dag er baráttan gegn hungr- inu. Mikill hluti rnannkyns sveltur þálfu og heilu hung.i þrátt fyrir auðlegð jarðar og frjósemi, þrátt fyrir tæki og tækni atómaldar. Og það kemur æ skýrar : ljós, að ekki er nóg aö rækía lönd og búa til vélar til vinnu, það verður fyrst og frernst að auka andlega menningu til þess að framleiðsla og starf komi sem flestum að notum. Of- framleiðsla er undarlegt orð mitt í skorti, örbirgð og neyð milljónanna, en einmitt það orð bendir til þess, að sú skipu lagning, sem bent er á um dreifingu brauðs og fæðu i sögu guðspjallanna um mettun fólks í auðn, er nauðsynlegri en flesta grunar. Og svo verð- ur dreifing og skipting nægc anna að vera gjörð af hugsun og höndu sem stjórnast af kær leiksríku hjarta og samúðav- ríkri fordcmalausri sál. Ann- ars verður framvindan aðeins á einn veg, þann: Að gjöra hinn ríka ríkari, hinn fátæka fátækari. Örbirgðin vex í skugga auðs og allsnægta. Þetta er lexía og lærdómur sögunnar um mettun fimm þús undanna í eyðimörkinni forð um. En svo gætum við þá einnig litið okkur nær hér í háþróuðu velferðarríkjunum og athugað okkar hungur, okkar kröfur og heimtufrekju meðan milljónirn ar svelta annars staðar í heim- inum. Milljónir sem við gleym úm gjarnan í öllum okkar veizl um, óhófi og heimtufrekju. Mannfólkið hér hungrar — en eftir hverju? Það fer hrollur um kynslóð ina alla, titringur æsings og friðleysis, sambland af von og þrá og græðgi og við leitum og leitum. En hvers leitum við"1 Hvers krefjumst við meðan hin ir svelta? Meira brauð stóð á ein- hverju spjaldi í kröfugöngu hér áður og kannske enn. Betri lífskjör, hærri „standard11, hæf ari íbúðir, hærri laun, þá er- um við ánægð. Nei, það erum við ekki, svo sannarlega. Þegar það er allt fengið, hefjast nýjar kröfur. Ekki ánægð. Og að vissu leyti má segja. Guði sé lof. Til þess er mannsvitund of djúp og eilíf. „Ekki af einu saman brauði“, sagði meistarinn forð- um. En því miður krafan geng ur nú mest út á enn meira fy." ir munn og maga. Krefjizt þess að minnsta kosti um leið, að þessum lífs- gæðum sé skipt á réttlátari hátt, og að enn fleiri og fleiri geti notið góðs af ávöxtum tækni og menningar. En ekki skyldi neinn búast við að mannlegri kröfu yrði fullnægt fyrir því. Við erum ekki að biðja urn brauð og auð og lífsþægindi, lúksus og peninga“, segja aðv ir, ekki sízt „menningarsnobb- arnir“. Við viljum mciri feg- urð, meiri list. Mannkynið hungrar og þyrstir eftir meira samræmi í ollum þeim óskapn aði sem særir okkar viðkvæma listasmekk.“ „Tímarnir, aldarhátturinn “r hræðilegur“, bæta þeir gjarn- an við- “Við höfum fengið steina fyrir brauð, bragga í staðinn fyrir blómareiti og fal- leg einbýlishús, Hallgrímc- kirkju í staðinn fyrir sjúkra- hústurna, vcrksmiðjuskorsteina í stað fallegra hótela, óhugnan legar ævisögur og andatrúar- pésa í stað bókmennta og skáldskapar, kvikmyndir í stað uppbyggilegra kvikmynda sýninga, jassgarg í stað klass- ískrar tónlistar, ómerkilegan diletantisma í stað myndlistar. Okkur hungrar eftir fegurð, sannri list. Það er lífsins bal- sam. Hvað er hægt að fá betra fyrir peningana sína? Ó, gefið oss að gleðjast við stærri sýnir á sviði listar og samræmis, veitið okkur göfgi góðra ljóða, unað innblásinnar listar. Þá mun hungri og þorsta hjartnanna verða fullnægt." Og svo mikill sannleikur, sem í þessum kröfum kann a5 felast, er þó eitt víst. Þær og uppfylling þeirra fullnægja ekki hinni lifandi þrá manns sálar. Til þess er hún of skyld Guði, hinu órannsakanlega, ei- lífa og heilaga. „Brauð og leikir,“ „panera et circem” var krafa fólksins í Róm hér á öldum áður. Veizlur — matur og vín — og skemmtanir svo lengi sem munnur og skynfæri geta á móti tekið. En samt engin fuli næging, engin lífsfylling. Að- eins þreyta, lifsleiði, óánægja, örvinglun, rambað á barmi sjálfsmorðs. Einstaklingar og heilir hópar samfélagsins lif.a slíku lífi í veizluglaumi, gleði og skemmtan, þrátt fyrir hung ur hinna. Þeir eru kannske svo langt í burtu, að óp þeirra hfyr ast ekki gegnum drykKju skvaldrið og rausið á Nausti og Klúbb, Sögu og Röðli allv nægtanna. En undarlegast er, að jafnve! þeir, sem hafa reynt, hvað það er að vanta brauð til dagsins á morgun, vildu heldur þam skort, en alla þá örbirgð og uppgjöf mannlegrar hamingju, allt það hungur sem birtist í augum og svip allsnægtarfólks ins við barinn og á skemmti- stöðunum. Það er hvorki brauð né feg urð lista, sem mannshjartað þráir innst inni og æðst, þótt hvort tveggja sé nauðsynlegt, heldur hið eilífa líf í starfi og fórnum hins gefandi kær- ieika, sem kannske á enga kröfu handa sjálfum sér. Lífsnautnin frjóa alefling andans og athöfn þörf. Það er innsta þráin, hið eina nauðsynlega. Við getum kallað það þrá eftir Guði, hinutn lif- anda Guði, og þá kemur hitt allt af sjálfu sér, brauðið, lífs- þægindin, fegurðin. Við þurf- um að éta til þess að lifa, en megum ekki lifa til að éta. Lífið er ekki matur og drykic ur, þótt við þurfum hvors tveggja til þess að lifa, þurfum þess til að efla og göfga lífið — lífið í frelsi, gróandi líf í þró un allra krafta, glæðing allra gáfna líkama og sálar í samfe lagi við Guð, vilja hans, hrein leika gæzku, þar sem útsýni fæst “yfir hringinn þröngva til hærra lífs til ódauðlegra söngva“, eins og Einar Ben. sagði. Þá fær brauðið og veizlu- maturinn sitt rétta bragð og fegurðin, listin sinn rétta og sanna blæ. Árelíus Níelsson. Húsnæði - Heildverzlun Húsnæði óskast fyrir heildverzlun. Tilboð sendist afgr. Tímans merkt: Heildverzlun. Bændur! Hliðgrind er heimilisprýði Eigum jafnan hliðgrindur af stærðum 2x2 m og 1x4 rh. Einnig gönguhlið og staura. Smíðum einnig eftir máli, ef óskað er. Skrifið, hringið eSa komið FJÖLIÐJAN HF. við Fífuhvammsveg, Kópavogi. Sími 40770 BARÐSTRENDINGAFELAGIÐ 20 ÁRA Árshátíí Barðstrendingafélagsins og 20 ára afmælisfagn- aður verður haldinn í Sigtúni við Austurvöll, laug- ardaginn 14. marz 1964 og hefst með borðhaldi kl. 18,30. Dagskrá: Félagsminni: Guðbjartur Egilsson, form. télagsins. HéraSsminni: Séra Þórarinn Þór, prófastur. Minni kvenna: Ólafur Jónsson. SÖNGUR, AKROBATIC, GAMANÞÁTTUR: Ómar Ragnarsson. Aðgöngumiðar verða seldir í Sigtúni þriðjudaginn 10. marz og miðvikudaginn 11- marz kl. 5—7. — Borðapantanir á sama tíma. STJÓRNIN. s T f M 1 N N, sunnudaglnn S. marz í»64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.