Tíminn - 08.03.1964, Blaðsíða 7
Útgeft nrfi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framicvæmdastjón Tómas Arnason — rtitst.jórar Þorarinn
Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson. Jón Helgason 02 Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta
stjóri: Jónas Kristjánsson Anglýsingastj Sigurjón Uaviðsson
Ritstjómarskrifstofur 1 Eddu húsinu simar 18300- 18305 Skrii
stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl.. sími 10323 Aðrar
skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 80.00 a mán mnan
lands f lausasölu kr 4 00 eint - Prentsmiðian EDDA h.f -
Heilsuspillandi iyf
MEÐ SÍÐUSTU almennum kaupsamningum, sem
gerðir voru að loknum verkföllunum 1 des. s. 1. urðu
verkamannalaun á íslandi 77 þús. kr. á ári fyrir átta
stunda vinnudag. Hagstofan sýnir og sannar, að þessi
verkalaun nægja meðaifjölskyldu hvergi nærri til sæmi-
legs framfæris með þeim opinberu álögum, sem á hvíla
Til verður því að koma mjög mikil yfirvinna heimilis-
föður. Hin ósæmilega vinnuánauð heldur því áfram hér
á landi. Hér verður enn um sinn miklu lengri almennur
vinnudagur en tíðkast í öðrum Evrópulöndum og Banda-
ríkjunura. Ef þannig á að halda áfram mörg ár enn, mun
þjóðin bíða af því tjón, sem erfitt er að meta.
Verra er þó hitt, að eftir fimm ara setu ríkisstjórnar,
sem taldi það meginmarkmið sitt að stöðva dýrtíðina, ná
jafnvægi í efnahagsmálum, létta af bráðabirgðaálögum
og vaxtaáþján, sem hún setti á í upphafi, og bæta lífs-
kjörin, telur hún ekki fært að láta vinnandi fólk njóta
þessa kaups, sem ekki er einu sinni þurftarlaun, óskerts.
Gripið er til þess ráðs að stórhækka söluskatt í því skyni
að skerða þessi laun. Það er ekki talið unnt að greiða
mönnum 77 þús. kr. á ári fyrir átta stund.i vinnu. Það
verður að gera gagnráðstafanir, og forsætisráðherrann
sjálfur lýsir því meira að segja yfir á Alþingi, að efna-
hagskerfið sé nú svo veikburða, að þessar gagnráðstaf-
anir séu alls ekki nægar, eigi raunar aðeins að vera hjálp
1 viðlögum, meðan stjórnin sé að leggja á ráðin um það.
hvað gera eigi í hinum mikla vanda!
Það liggur nú ofur ljóst fyrir, að öll bráðabirgðalyf-
in, öll viðlagahjálpin, sem gripið var til í upphafi „við-
reisnar“-innar og áttu að lækna sjúkdóminn, svo að unnt
yrði að hætta þeirri lyfjanotkun von bráðar, eru notuð
enn. Okurvaxtameðalið tekur þjóðin enn inn í sömu
skömmtum ogáður. Söluskattstöflunum hefur verið fjölg-
að um þriðjung í skammti. Lækningaaðgerð þá, sem kall-
aðist frysting sparifjár, á helzt að auka úr 15% í 25%.
og fjölmörg önnur ,,lyf“ þessarar ríkisstjórnar verður
þjóðin að nota enn í fremur auknum mæli en minnkuð-
um ,enda hefur óðadýrtíðarsótthiti sjúklingsins vaxið
undir þessari læknishendi um 127 stig mælt á sama mæli
og fyrir „viðreisn“.
öll þessi saga er hinn mesti hrakfallabálkur, sem
þjóðin hefur orðið að þola í tíð einnar ríkisstjórnar, síð-
an hún fékk sjálfstæði. öllum er orðið það ljóst fyrir
löngu — nema læknunum í stjórnarráðinu, — að öll
lækningaaðferðin og lyfjagjöfin eru mikil og samfelld
mistök, sem verka þveröfugt og eru heilsuspillandi, en
ekki til lækningar, svo að sóttin heíur stórlega elnað en
ekki batnað. Þegar svo fer, snúa flestir læknar við, hætta
að gefa þau lyf, sem verka öfugt og taka upp ný lyf og
aðra lækningameðferð. Ríkisstjórnin eykur hins vegar
aðeins skammta ólyfjanar sinnar og herðir á heilsu-
spillandi aðgerðum.
Aflinn glæðist
SÍLDVEIÐI var heldur lítil her sunnan og vestan
við land á haustvertíð en mjög hefur úr henni rætzt eftir
áramótin og hefur enzt miklu lengur en dæmi eru um
áður og er nú allmikill fengur kominn á land. Eru nú
síldarlaus tímabil orðin fá og stutt hér á ári hverju.
Hins vegar hefur þorskaflinn a vertíðinni hér verið
rýr, og segja má, að línuvertíðin hafi brugðizt. Nú er
netavertíðin hafin, og síðustu daga hafa borizt góðar afla
fréttir. Er það fagnaðarefni og getur enn borizt á land
mikill fengur fyrir lokadag.
Waifer Uo^mann ritar um a!þ?6Samá!
samheldni og
meiri hófsemi í ályktunum
Qoldwater hefur gs-rt þ$óSinni mikinn greiða.
Undanfarna tíu daga hefi eg
dvalið í sunnanverðri Kali-
forníu. Þar gerði ég lítið ann
að en að njóta góða loftsins.
Þegar ég nú er kominn heim
aftur finnst mér veruleg
breyting á orðin frá því í
fyrra. Og þessi breyting er
til hins betra.
Aukin ieiö ti
BARRY GOLDWATER
Um þetta leyti í fyrra gætti
eftirkasta átakanna um eld-
flaugastöðvarnar á Kúbu. Þá
var andrúmsloftið mettað geig
vænlegum kvíða, nagandi ótta
og ástæðulausri reiði. Þetta
kom fram í háværum heróp-
um í eyru andstæðinga okkar
erlendis og áberandi öfgum
hér heima.
Kvíðinn, sem þá var að gera
þjóðina taugaveiklaða, er nú
mjög í rénun. Eg framkvæmdi
auðvitað engar skoðanakann-
anir þarna suður frá og gerði
s heldur engar tilraunir til að
kynna mér málin til hlítar,
eins og góðum blaðamann þó
ber. En mér skjátlast mjög ef
sú ósáttfýsi, sem gerir venju
lega, póltíska andstöðu að
banvænu eitri, er ekki óðum
að láta undan síga.
Öfgar manna voru svo mikl
ar og skefjalausar, að þeir töl
uðu eins og þeir vildu helzt
segja sig úr lögum við sam-
bandsríkið, af því að þeir höt
uðu Washington, þar sem
Kennedy sat að völdum. Þetta
þykir ekki framar sómasamleg
afstaða. Nú ber miklu minna
en áður á herópsmönnunum,
sem vilja tafarlaust láta land
göngusveitirnar fara á stúf
ana, flotann koma á hafnbanni
eða senda sprengjuflugvélarn
ar út af örkinni, ef eitthvað
ber út af.
" Meðal fólks verður nú vart
nýrrar hneigðar til samheldni
og nýrrar gætni í ályktunum.
Þetta er auðvitað hinn rétti,
bandaríski andi, sem þarna
gægist fram, þegar vonleys-
ið í átökunum við nýjan og
hættulegan heim þokast til
hliðar.
Við munum ávallt hafa með
al okkar róttæka öfgamenn,
bæði til hægri og vinstri. En
þeir eru ekki hættulegir
sterku og traustu þjóðfélagi,
nema þegar þeim tekst að
smita verulegan hluta hinnar
hófsömu fylkingar í miðið.
Vera má að mér skjátlist, en
mér virðist smitun öfganna
hætt að breiðast út og meira
að segja tekið verulega að
draga úr henni.
Eg hefi verið að velta því
fyrir mér, hvernig á þessu
standi. Og mér virðist aðal-
ástæðurnar þessar: Morð
Kennedys forseta. Valdataka
Lyndons Johnsons. Þegar á-
köfustu átökin út af Kúbu
voru hjá liðin og búið var að
undirrita samninginn um
takmarkað bann við tilraun
um með kjarnorkuvopn, varð
mönnum ijóst, að kjarnorku-
styrjöld var ekki alveg yfir
vofandi lengur. Kúba felur
ekki framar í sér hernaðar
lega hættu, enda þótt hún sé
til mikilla óþæginda eins og
málum er háttað. Síðast en
ekki sízt vil ég bæta hér við
yfirlýstu framboði Barry Gold
waters við útnefningu til fram
boðs við væntanlegar forseta
kosningar.
Þjóðinni varð mjög mikið
um morð Kennedys forseta.
Þá varð mönnum ljóst, hvað
gerzt getur, þegar ofbeldið
leikur lausum hala. Jafnframt
var allt í einu á burt forseti,
sem dáður var afar mikið og
hóflaust hataður. Þjóðin kann
mjög vel við fjölskyldu Johns
sons og henni hefir aukizt
mjög öryggiskennd vegna þess,
hve mikla hæfni varaforsetinn
sýndi undir eins og hann tók
við embættinu.
Kjarnorkuhindrunin hefir
haft stillandi áhrif, en vel má
vera, að hún verði síðar álit
in mikilvægasta afrek Kenn-
edys forseta. í kjölfar auk-
innar kyrrðar kemur sú til-
finning tnanna, að Lyndon John
son sé gætinn, gamaldags
Bandaríkjamaður, er hafi enga
hneigð til glæfraspila eða
ævintýraleitar á erlendum
vettvangi.
Og svo er að lokum hið ó-
beina framlag Barrys Gold-
waters.
Meðan hann var ekki lagð
ur af stað í framboð til for-
setakjörs var honum að sjálf
sögðu heimilt að bera • fram
alls konar snaggaralegar full-
yrðingar, sem skemmtu ýmsu
fólki. En á því er reginmun
ur að skemmta með ræðu-
mennsku í fundarsal sveita-
klúbbs eða að vera í framboði
til útnefningar fyrir Republik
anaflokkinn við forsetakosn-
ingar í Bandaríkjum Norður-
Ameríku.
Alvarlega hugsandi fólk er
farið að kynna sér í alvöru hin
ar merkilegu bækur þing-
mannsins og ræður hans. Þær
eru nú athugaðar og ræddar
opinberlega.
Öldungadeildarþingmaður-
inn gerir þjóðinni mikinn
greiða. Sá greiði er svipaðs
eðlis og þegar birt er snjöll
skopmynd í flókinni pólitískri
deilu. Þingmaðurinn er
persónugervingur þess eilífa
ungæðis, sem blundar í hinni
bandarísku sál, og hann blasir
nú þann veg við augum kjós-
endanna.
Þessi strákur, er aldrei verður
fullorðinn, neitar að lifa í
heimi, sem ekki verður við
öllum óskum hans. Hann vill
ekki trúa því, að hann eigi
andstæðinga, sem hann geti
ekki ráðið yfir, eða að hann
eigi vini, sem hann verði að
umgangast, enda þótt þeir séu
honum ekki sammála.
Þessi ósveigjanlegi strákur
er sannfærður um, að hvað-
eina sem er andstætt vilja
hans sjálfs, sé annaðhvort
verk varmennis eða svikara.
Hann efast ekki um, að til sé
ein ákveðin lausn á hverju
vandamáli, það er að segja
hans eigin lausn.
Að áliti Golwaters hljóta
enda annaðhvort með sigri eða
allir árekstrar, allar deilur að
enda annað hvort með sigri eða
ósigri. f hans augum er allt
biksvart, sem ekki er mjall-
hvítt, af því að mannkynssag
an hefir ekkert kennt honum.
Honum hefir ekki getað lærzt
að í mörgum stærstu trúar-
bragða- og hugsjónadeilum
mannkynsins hefir hvorki ver
ið um sigur né ósigur að ræða,
engin lausn fundizt og ekkert
samkomulag orðið. Mennimir
hafa aðeins orðið að sætta sig
við að lifa með allt í óreiðu og
ófrágengið.
Sem þjóð verðum við að
sitja á hinum eilífa strák í
okkur sjálfum, ef okkur á að
Framhald á 13. síðu.
I
TÍMINN, sunnudaglnn 8. marz 1964