Tíminn - 25.03.1964, Síða 7

Tíminn - 25.03.1964, Síða 7
ætíð stefnt a8 því aS vera elns góður maður og nokkur getur einsett sér. Og mér hefur tex- izt það. Þeir, sem halda, að ég sé svín, þeim skjátlast“. Vörðurinn leiddi hann út. Hafi Rokita gerzt sorgbitinn og barmað sér eftir því sem árin liðu, þá var sú ekki raun- in með hinn fangann, sem ég átti að bera vitni gegn. Hann gekk undir nafninu Schallock. Ég hafði verið tekinn til fanga á ný nokkrum mánuðum eftir að mér tókst að flýja frá Janowska. Þá var ég settur inn í svokallaða Dauðasveit með h. u. b. 40 Gyðingum öðrum. Oks- ur var ætlað að taka lík þeirra, sem myrtir voru í fangabúðuu- um og hrúga þeim á bálköst,, hella yfir þau olíu og brenna þau. Vistarvera ókkar var rétt þar hjá, sem morðin vora framin, og eldar okkar loguðu dag og nótt. Schallock var yfir- maður Dauðasveitarinnar. Hann var þrekvaxinn, herðabreiður, dökkur á hörund og með svart hár, sem hann greiddi eins og Göring. Augun voru dökk og skutu gneistum, og þegar hann brosti, skein í hvftar tennum ar í eirlitu andlitinu. Hann var vanur að koma til okkar, í þann mund sem við vorum að maula hádegissnarlið okkar, á morðflötinni, dökkir í andliti og föt okkar blóðstok'T- in, og dauðaþefur gaus út úr hðrundi okkar. Hann brosti breitt til okkar: „Eruð þið ekki sælir?“ spurði hann vanalega og leit yfir hópinn framan > hvem mann, og allir kinkuðum við kolli. Þá spyr hann enn: „Haflð þið yfír nokkra að kvarta? Er nokkuð, sem þið vilduð breyta? Berið fram bæn ir ykkar við mig, því að ég vil að við séuð hamingjusamir“. Við létum ætið í ljós ánægju okkar, að við vildum engar að breytingar yrðu gerðar á högum okkar. Því við vissum hvaða aðferð hann mundi nota til að gera okkur ánægða, ef við^ hefðum kvartað. Á kvöldin kom Schallok lfka að heimsækja okkur í hina troð fullu bragga og tók þá svo ti! orða: „Ég vil að þið lítið á mig sem föður ykkar. Að þið séuð börnin mín og ég faðir ykkar. Ég geri hvað sem er fyr- ir ykkur. En það er eitt, sem þið verðið að gera fyrir MIG. Þið verðið að vera hreinir á líkama og sál. Viljið þið gera það fyrir mig, vera hreinir t:l orðs og æðis?“ iSíðan var hann vanur að horfa yfir hópinn og okkur þýddi ekki annað en kinka kolli játandi. Að svo búnu sagði hann: „Gott. Verið hreinir til orðs og æðis og þið munuð lifa að eilífu. Þið fáið meira að segja að fara til Ameríku eftír stríðið. Sannið þið til“. Þegar til lengdar lét, voram við komnir á þá skoðun, að Schallok hafi verið farinn dð trúa því, að við í rauninni lit- um á hann sem verndara okkar Samkvæmt kenningu nazista voru Gyðingar á lægra vits- munastigi, cg þar af leiðandi hlytum við að trúa öllu, sem hinir ofurmannlegu nazistiska meistarar segðu okkur. Nú var Schallok leiddur inn í herbergið, þar sem saksóko- arinn, ritari hans og ég biðum. Fyrst í stað bar ég ekki kennsi á hann- Hann var gulur cg hrukkóttur í framan, hinar breiðu herðar hans voru slút- andi, í staðinn fyrir Göring- hár greiðsluna var kominn skalli. En hann bar sig allt öðru vísi en Rokita, það var svo langt í frá, að hann liti á slg sem yf- irbugaðan mann. Hann ein- blíndi á mig og herpti svo var- imar. Tennur hans voru orðnar að brúnum stubbum. „Þekkið þér þennan mann? ‘ spurði saksóknarinn. „Ekki fyrst í stað, en nú geri ég það. Hann hefur breytzt", svaraði ég. Þá hreýtti fanginn út úr sér: „Hverju getið þér búizt við, þegar búið er að draga mann hingað? Og fyrir hvað? Fyrir hreint ekki neitt“. Saksóknarinn horfði alllengi á Sehallok, og hann starði á móti. Síðan hóf lögfræðingur- inn að lesa vitnisburð minn. — Viðbrögð Schalloks undir lestr- inum vora furðuleg fyrst í stað. Eftir hverja setninga greip hann fram í: „Nei. Þetta er hreint og beint ósatt“, greip hann fram í sannfærandi og reiðilegri röddu. Meira að segja bar hann fyrst á móti því að hann héti þessu nafni og hann hafi verið yfírmaður Dauða- sveitarinnar, enda þótt hann vissi, að hvort tveggja væri skráð sem staðreyndir. Þegar lögfræðingurinn kom að því í lestrinum, þar sem ég fullyrti, að Schallok hefði skot- ið sex fanga, öskraði fanginn og lamdi um leið saman hönd unum: „Þetta er beinllnis ósatt. Þetta er helber lygi“. En lög- fræðingurinn hélt áfram að lesa: „Ég sá Schallok líka skjóta veikan dreng, sem hét Jaffe, og annan, dreng, sem hát Marek“ æpti Schallok: „Föls- un og ekkert annað. Það er ekki satt orð í þessu“. En lýs- ing mín á atburðinum var ná- kvæmari en þetta, lýsti t. d. því þegar okkur var raðað upp f fangabúðunum og Schallok valdi Marek algerlega að á- stæðulausu. Þar stóð: „Allt í einu benti Schallok á Mareit. Við hinir fangamir fundum strax á okkur, hvað til stóð. „Ég?“ spurði Marek. „Já, þú“ svaraði Schallok. Við gátum ekki betur séð en drengnum vöknaði um augu. Hann gekk þangað sem Schallok benti og spurði aumkunarlega: „Hvers vegna ég?“ „Hættu þessu bulli! Snúðu þér við!“ hreytti Schall- ok út úr sér og skaut drenginn í hnakkann“. „Tóm lygi“ öskraði Schallok: Þegar lögfræðingurinn hafði lokið að lesa hina eiðfesti skýrslu mína, var Schallok enn hinn kokhraustasti og lét dæl- una ganga: „Ég gerði allt sem ég gat fyrir Gyðinga-verkamenn ina. Ég hef aldrei drepið einn einasta mann. Þetta er allt sam an haugalygi". Nu varð stundarþögn- Mér datt í hug að þetta, að taka þvert fyrir allt, sem sagt var, væri tækni, sem einhver lög- fræðingsnefna hefði sagt Schallok að beita: „Neitaða öllu. Þeir hafa engin veraleg sönnunargögn“. Allt í einu fór Schallok að brosa — skrítnu vandræðalega brosi — og þó kunnuglegu Það var eins og ýkt mynd af þessu makalausa trúnaðar- traustsbrosi, sem hann hafði notað við okkur í Dauðasveit- inni. Hann teygði báða arma í áttina til mín. „Þér, Herr Zeuge“, sagði han með röddu, sem nú var ekki lengur hranaleg. ,Þér vit- ið að é|* var ykkur eins og faðir“. Hann þagnaði og. hélt svo áfram. „Ég skil ekki hvern- ig þér fáið af yður að vitna gegn mér. Þér, sem værað dauður, ef mín hefði ekki not- ið yið“. i'ramhalo a ti síðu' aélt Á pásk^bOrPið HOLDANAUTAKJÖT — Steikur — buff — lundir — filé — ALIKÁLFAKJÖT — Steikur — buff — Iundir — filé — SVÍNAKJÖT Kótilettur — hamborgarhryggir — vafSar steikur — læri — reykt flesk — skinkur — hnakkar — lundir — svínakjötshakk — bógar. DILKAKJÖT hryggir — læri — frampartar — kótflettur. REYKT DILKAKJÖT lambahamborgarhryggir og Iæri, hamborgar-steikur, ' útbeinu'ð, reykt læri — og frampartar — hangikjöt. MATARDEILDIN, HAFNARSTRÆTI5 Sími 11211 KB, VESTURBÆJAR, BRÆÐRABORGARSTÍG 43 — 14879 MATARBÚÐIN, LAUGAVEGI 42 — 13812 KJÖTBÚÐIN, SKÖLAVÖRÐUSTÍG 22 — 14685 KJÖTBÚÐIN, GRETTISGÖTU 64 — 12667 kjötbDsin, BREKKULÆK 1 — 35525 KJÖTBÚÐIN, RÉTTARHOLTSVEGI1 — 33682 KJÖRBÚÐIN, ÁLFHEIMUM 2 — 34020 Wffiá SLATURFÉLAa SUÐHRLANDS T í M r N N, miövikudaginn 25. marz 1964 — 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.