Tíminn - 25.03.1964, Síða 15

Tíminn - 25.03.1964, Síða 15
Til sölu 3ja herb. íbúð á I. hæð með sér hita og sér inngangi. Út- borgun um 200 þús. Skúrbygging á eignarlóð m/ vatni, frárennsli og raf- magni. Mætti innrétta sem ibúð. 3ja herb. risíbúð í Kópavogi. Útb. 150—200 þús. Verzlunarpláss í Vesturborg- inni. Fokheld hæð í Austurborg- inni, 6 herb., tvöfalt gler og kynditæki. Sanngjarnt verð. Húseign á eignarlóð, I. hæð, 180 ferm., efri hæð 90 ferm. Stór bílskúr. Góð lán áhvíl- andi. Hús í Fossvogi á 2ja ha. erfða- festulandi. Einbýiishús í Silfurtúni á einni hæð, 3 svefnherb. tvær stof- ur, eldhús, bað, geymsla og bílskúr. Girt og ræktuð lóð. 5 hefb. hæð við Rauðalæk, sér inng. 5 herb. efri hæð við Skafta- hlíð. Ný efri hæð með öllu sér í Kópavogi. Hæð og ris, alls 7 herb., ásamt verkstæðishúsi í Kópavogi. Efri hæð og ris, tvær íbúðir, getur verið ein 10 herb. íbúð. 5 herh. íbúð í sambýlishúsi í Vesturbænum, endaíbúð. 3ja herb. íbúð i tvíbýlishúsi við Hvassaleiti. Jarðir í nærsveitum Rvíkur. Rannveig Þorsteinsdóitir, hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 2. Sími 19960 og 13243. Vantar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í smíðum, eða nýjar. Einnig eldri íbúðir í borginni og Kópavogi. Til sölus 2ja herb. íbúð við Langholts- veg, 1. veðr. laus. 2ja herb. ný íbúð við Ásbraut. Glæsilegar innréttingar. 3ja herb. risíbúð við Mávahlíð. 3ja herh. ný standsett liæð við Hverfisgötu. Laus strax. 3ja herb. íbúð við Miðstræti. Sér hitaveita. 3ja herb. risíbúð við Laugav. Sér hitaveita. 3ja herb. góð kjallaraíbúð í Högunum. Sér inngangur. Sér hiti. 3ja herb. hæð við Efstasund. Sér inngangur. Sér hiti. 4ra herb. ný og glæsileg íhúð í háhýsi við Sólheima. Teppa lögð. Tvennar svalir. Hag- kvæm kjör. 4ra lierb. nýleg efri hæð við Garðsenda. Sér inngangur. Stórar svalir. Steinhús við Langholtsveg. 4ra herb. íbúð í risi, 3ja herb. íbúð á hæð með herb. í kjall ara. 800 ferm. lóð. 1. veðr. laus í báðum íbúðunum. Timburhús, járnklætt. Hæð og ris á steyptum kjallara við Öldugolu. Húsið er 1 3ja herb. íbúð og 4 2ja herb. íbúðir. Eignarlóð. Allt laust 14. maí. Byggingarlóðir í Kópavogi. AIMENNA FASTEIGNASAl AM 11NDARGATÍf9 ”SÍMl_2íí50 H3ALMTYR PETURSSON PmBéíéBkikm Píanóleikarinn Alfreð Brendel, lék fyrir áheyrendui Tónlistarfélagsins í Austurbæ.i arbjó þ. 23. marz s. 1. Eftir að hafa hlýtt á leik hans með Sinfóníuhljómsveit- inni fyrir skömmu var ljóst, að hér var á ferðinni afburða píanóleikari, en á þessum sam- felldu píanótónleikutn, með margvislegu efni, sýndi lista- maðurinn, nýja og breytilega hlið, með hverju viðfangsefni. C moll Fantasiu Mozarí s ásamt Duport-tilbrigðunum lék Brendel með svo hárfínum hætti, að nær sannri Mozart túlkun, verður naumast kom- izt, án þess þó að nálgast neitt það er heitið gæti tilbreyting arleysi. Sónata op. 111 eftir Beethov en, reis mjög hátt í meðferð listamannsins. Þessi risavaxna sónata í sínum tveim lönga köflum, er engin barnaleikur í túlkun, enda lifði Brendel sig svo inn í anda verksins, að auðfundið var að forskriftir höfundar eru honum helgidórn ur. Þrjú verk eftir Franz Liszt leiftruðu af óskeikulli tækni, og mjög sterkri rytma-skynjan Wanderer-fantasía Schuberts, hefir alloft orðið fyrir valinu á undanförnum tónleikum, og ber það ekki að lasta, þar se.n hún hefir birzt hlustendum í hinum ágætasta flutningi. Túlkun Brendels stóð þar engu að baki, og flutti hann verkið með öllum þeim þokka og töfrum, sem það býr yfir. Eftir mjög góðar móttökyr léi listamaðurinn Scherzo úr Es- dúr Sónötu Beethovens op. 31 með sinni eigin hraðaákvörðun, svo lifandi og skemmtilega, að segja má að þar væri „Avec húmour“ réttnefni. Alfreð Brendel er um margt mjög óvenjulegur píanóleikari, og í ríkum mæli gæddur þeim hæfileika, að vera svo að segja á valdi þeirra verka er hann flytur, en jafnframt svo heiðar legur í sinni listtúlkun, að hann skilur eftir langvarandi og sér stæð áhrif, þeim er hlýddu. Unnur Arnórsdóttir. J MINNING Sigurpáll Sigurðsson Þó að Sigurpáll á Steindyrum sé fyrir nokkru horfinn til feðra sinna, þá vil ég minnast hans með örfáum orðum, enda þótt fyrr hefði átt að vera. Sigurpáll var fæddur í Sælu í Skíðadal 9. júní 1890. Voru for- eldrar hans Sigurður Björnsson og Kristín Sigurðardóttir, búandi hjón í Sælu. Lítt er mér kunn bernska og uppvöxtur Páls, en Páll var hann öftast nefndur í Svarfaðardal. Um fimm ára aldur fer hann í fóstur til Björns Björns sonar, föðurbróður síns, og Sig- ríðar Jónsdóttur konu hans. Bjuggu þau þá í Göngustaðakoti og raunar lengi síðan. Þar mun Páll hafa dvalið fram undir tví- tugsaldur, en þá liggur leið hans vestur í Skagafjörð. Ræðst hann sennilega til vistar hjá Sigurði Þórðarsyni á Egg í Hegranesi. Víða var Páll í vinnumennsku þar í Skagafirði bæði áður en hann kvæntist og eftir það. Árið 1913 þann 10. október, gekk hann að eiga heitmey sína, Ingibjörgu Jónsdóttui frá Hofdölum. Munu þau hjón hafa dvalið, á nokkrum stöðum i Skagafirði, ýmist í hús- mennsku eða sem vinnuhjú. En árið 1922 flytja þau til Hríseyjar til Sigtryggs bróður Páls. Var ætl- unin, að, Páll stundaði róðra á báti Tryggva. En Páll þoldi illa sjóvolkið og varð afhuga sjósókn. Vorið eftir færa þau sig inn í Svarfaðardal, dvelja i húsmennsku á ýmsum stöðum þar til yorið 1932 að þau ná ábúð á jörðinni Steindyrum. Síðar eignuðust þau jörðina og höfðu greitt hana til fulls, þegar þau hættu búskap. Er þau Páll og Ingibjörg komu SPARIÐ TIMA 0G PENINGA Leitið til okkar BÍIASAUNN VIÐ VITATORG í Steindyr, voru efnin smá, enda áttu þau mörg börn í ómegð og höfðu verið á stöðugum hrakningi á undanförnum árum. En eftir að þau fengu jarðnæði við sitt hæri, tók. hagur þeirra að batna, þó að veraldarauðurinn yrði aldrei mik- ill. Þau tóku líka tryggð við býlið og bjuggu þar nær óslitið yfir tvo áratugi. En fyrir fáum árum fengu þau Reimari syni sínum í hendur jörð og bú, og býr hann þar nú. Þeim Páli og Ingibjörgu fædd- ust tíu börn, þrír drengir og sjö stúlkur. Tvær stúlkurnar dóp í frumbernsku, en hin átta eru öll gift og eiga afkomendur. Munu niðjar þeirra Páls og Ingibjargar, sem á lífi eru, vera á fimmta tug, mannvænlegt fólk og atorkusamt það sem upp er komið. Páll andaðist 4. október síðast liðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu áj Akureyri, eftir skamma en örðugaj legu. Þetta eru ekki nema nokkrar út línur í æviferli Páls. Raunar má segja.að saga hans sé lík og fjölda annarra alþýðumanna, bæði fyrr og síðar Á þeim tíma, sem Páll er að vaxa úr grasi, áttu fátækir unglingar ekki margra kosta völ. Vinnumennskan var þeirra at- hvarf og valt á ýmsu um kjör og aðbúnað. Mörg heimili voru ungu fólki hollur skóli, sem örvaði til þroska og framtaks, en því miður voru það ekki öll. Páll á Steindyrum ólst upp við frekar kröpp kjör. Naut engrar menntunar nema þeirrar, sem krafizt var til fermingar, og gerist vinnumaður þegar hann hefur líkamsþroska til. Hann er þá svo lánsamur að komast á gott og myndarlegt heimili. Og þó að dvöl in yrði ekki löng á Egg í það sinn, þá mun hann alls hafa verið þar 4—5 ár. Þeir Sigurður bóndi og Páll hafa vel kunnað að meta hvor annan. Skapaðist vinátta þeirra á milli, sem helzt ævina alla. Páll á Steindyrum var meðal- maður á hæð, þéttvaxinn og burðagóður. Hnn var vel farinn íj andliti og bauð af sér góðan þokka' Hann var kvikur á fæti og hreyf- ingar allar snöggar og lifandi. Verkmaður var hann góður og sum vinnubrögð hans voru með ágætum. Hann var þrifinn og hirðusamur Hann var slyngur fjárhirðir fóðraði búpening vel, en var svo drjúgur á hey, að aðrir léku það tæpast eftir Páll hafði mikið yndi ai hestum Hann um- gekkst þá eins og góða vini, en kunni jafnframt að stjórna þeim. Eg ætla að Páli hafi jafnan verið það gleðistundir, þegar hann reið á viljugum góðhesti, og mér virt- ist alltaf, þegar ég sá Pál á hest- baki, að yfir honum væri meiri tignarleg reisn en mörgum öðrum. Páll var að eðlisfari félagslynd- ur og glaðsinna. En stundum brynjaði hann sig líkast því, að hann vildi halda öðrum í hæfi- legri fjarlægðv En oftast réð létt- lyndi hans. Og í hópi vina og kunn ingja hafði hann tíðum spaugs- yrði á vör, hló hjartanlega, kvað vísur eða sagði gamansögur. Orð- tök hans voru oft skringileg, en gátu, ef því var að skipta, hitt óþægilega í mark. Skaphöfn Páls var stórbrotin og höfðingleg. Gestrisni var honum í blóð borin og skar hann því ekki við neglur sér það, sem öðrum var veitt. Ekki var Páll ætíð mjúk máll. En ég ætla þó, að nokkuð hafi hann verið viðkvæmur og blíðlyndur. Kom það gerla í l.jós í sambúð hans við barnabörnin. Hann var þeim ástríkur afi. Hann tók þau á kné sér, kvað fyrir þau vísur og kvæði,, sem hann kunni mikið af, og las þeim sögur, enda voru þau afar hænd að honum. Annars hélt Páll þeim foma sið að lesa á hverjum vetri upphátt ýmsar bækur fyrir heimiisfólkið. Páll var enginn umbrotamaður i búskap eða uppbyggingu. En hann greiddi hverjum sitt, brást ekki loforðum sínum, var fús að gera öðrum greiða og ól upp stór- an hóp mannvænlegra barna. Og með uppeldi þeirra hafa Stein- dyrahjónin skilað þjóðfélaginu miklu starfi og gefið því dýrmæt- an fjársjóð. Eg þakka þér Páll, fyrir ánægju lega og góða sambúð. Við bjugg- um hlið við hlið um margra ára skeið, aðeins snertispölur á milli bæja okkar Oft þurfti ég að leita til þín, og þú varst ávallt fús til að rétta mér hjálparhönd. Aldrei varð miskiíð á milli okkar, og þú áttir vel þinn hlut í að svo varð. Lifðu svo heill í landi hamingj- unnar og láttu gæðinginn tölta þar um ódáinsekrur með blessun alveldisins yfir þér. Helgi Símonarson. Fermingargjöfin Fyrir skömmu kom út töluvert sérstæð bók á vegum bókaútgáf- unnar Fróði í Reykjavík. Nefnist hún Fermingargjöfin, og mun frumkvöðull að bókargerðinni vera Bræðralag, kristilegt félag stúdenta, en séra Árelíus Níelsr son mun hafa átt hugmynd að út- gáfunni og hefur einnig mest að unnið við söfnun efnis og heiman- búnað. í formála að bókinni seg- ir, að félag þetta hafi um nokkur ár sent skólabörnum smárit, er nefndist Jólakveðja, en nú væri þetta orðið félaginu ofvaxið fjár- hagslega. í stað þess hafi verið horfið að því ráði að draga sam- an efni í þessa bók í þeirri von, að margir ástvinir fermingar- barna muni vilja gefa þeim hana í fermingargjöf og að fermingar- börnin lesi hana og hugleiði efni hennar. í bókinni eru allmargar litmyndir gerðar af frægum mál- ara dönskum, Carl Bloch. Efni bókarinnar er ýmiss konar, og í tveim meginflokkum. Fyrri flokk- urinn er erindi og eru höfundar þessir: Ásmundur Guðmundsson, fyrrv. biskup, Árelíus Níelsson, prestur, Hannes J. Magnússon, skólastjóri, Ólafur Skúlason, prest ur, Pétur Sigurgeirsson, prestur, Jón Auðuns prestur og Albert Schweitzer. Sögurnar eru eftir Leo Tolstoj, H. C. Andersen, Selmu Lagerlöf Johan Lunde Anatole France, Magnús Helgason Kennaraskóla- stjóra. Aftast i bókinni eru nokk- ur blöð auð til þess ætluð að fermingarbörn geti ritað þar minn- ingar um fermingardag' sinn og geymt í bókinni. Árelíus Nfelsson Bókin er hin þekkilegasta að allri ytri gerð, band vandað og fallegt, prentun og pappír í bezta lagi, og litmynd af fermingarat- höfn á kápu. Um efnið er það að segja, að vel er valið, enda ágætismenn innlendir og snillingar erlendir á höfundaskránni. Hefur margt ver ið verr til fundið í bókaútgáfu síð ustu ára en þessi bók, og sé litið til fermingargjafanna, sem mjög hafa færzt í óhóf á síðari árum, sómir sér vel meðal þeirra, og er vafasamt, að unnt sé að fá ung- lingum betra veganesti í hendur. Þessi bók ætti því að verða eign sem flestra fermingarbarna. Þeim, sem átt hafa hlut að útgáfu bók- arinnar, ber að færa góðar þakk- ir. — AK. ‘iflMINN, mlðvlkudaslnn 25. marz 1964 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.