Tíminn - 09.04.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.04.1964, Blaðsíða 4
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Á myndlnni sjáum viS Kjell Sveatad (dökkri peysu), fyrirliSa Fredens- borg og norska landsliSsins í landsleik gegn Frökkum. STÖÐUM HJÁ FREDENSBORG Norska liðið Fredensborg kemur her í boði Víkings eftir viku Alf-Reykjavík, 8. apríl. Norska handknattleiksliðið Frcdensborg er væntanlegt hingað til lands í boði Víkings n. k. miðvikudag, eða eftir rétta viku. Hér er um að ræða eitt stcrkasta félagalið á Norður.-. löndum og verður örugglega mikill fengur að fá það liingað upp.| Fredensborg er Oslóarlið og hefur á undanförnum árum margsinnis orðið norskur meistari og flestir leikmannanna, sem hingað koma, hafa leikið í norska landsliðinu. Ráðgort er að liðið leiki hér sex leiki og verður þar af einn í stóra salnum á KeflavíkurfJugveili. Fredensborg er upphaflega skíðafélag, en árið 1948 tók það handknattleik á stefnuskrá sína. Árið 1955 vann það sig upp í 1. deild og náði á skömmum tíma að verða sterkasta handknattleiks lið Noregs. Liðið hefur alls orðið fimm sinnum Noregsmeistari, síð- ast 1963, en nú í ár tókst Adrild að krækja í meistaratign, en Fred ensborg varð í öðru sæti. Þvi er þó ekki þannig varið, að frægðar- sól liðsins sé hnigandi, því að liðið tapaði í ár fyrst og fremst fyrir það, að fyrirliðinn, Kjell Svested, gat ekki leikið með liðinu um tíma. Kjell Svested er kunnasti handknattleiksmaður Noregs og hefur undanfarin ár verið fyrir- liði norska landsliðsins, m. a. í síðustu heimsmeistarakeppni. Þessi snjalli handknattleiksmaður kemur með liði sínu hingað til lands, en auk hans eru með lið- inu þrír aðrir leikmenn, sem léku með Noregi í heimsmeistarakeppn inni, þar á meðal landsliðsmark- vörðurinn, Klepperáse. Annars hafa flestir leikmannanna leikið með landsliði og hafa þeir sam- tals um 240 landsleiki að baki. Sem fyrr segir, kemur liðið hingað upp n. k. miðvikudag, en fyrsti leikur þass ▼e' e gegn gestgjöfunum, Víking, að Háloga- Iandi föstudagskvöldið 17. apríl. Næsti leikur verður svo gegn SV- landsúrvali sunnudaginn 19. apríl og fer leikurinn fram í íþrótta- húsihu á Keflavíkurflugvelli. Frá vali SV-landsúrvali hefur ekki verið skýrt enn þá, en búast má við, að það verði óbreytt lands- lið íslands frá heimsmeistara- keppninni. Þriðjudaginn 21. apríl leikur Fredensborg gegn Reykja- víkurúrvali og hefur það verið valið. Reykjavíkurúrvalið verður þannig skipað: Þorsteinn Björnsson, Árm., Norræna félagið í Reykjavík efnir til kvöldvöku í Þjóðleikhús- kjallaranum föstudaginn 10. apríl n. k. Samkoman hefst kl. 20,30. I Laurs Djörup, sendikennari við Háskóla íslands, les smásögu, er nefnist „Vi havde en hane . . . “ eftir danska rithöfundinn Sven Holm. Guðmundur Jónsson óperu- söngvarí, syngur nokkur norræn Guðjón Ólafsson, KR, Ingólfur Óskarsson, Fram, Guðjón Jónsson, Fram, Sigurður Einarsson, Fram, Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, (fyrirliði) Hörður Kristinsson, Ármanni, Lúðvík Lúðvíksson, Ármanni, Karl Jóhannsson, KR, Sigurður Óskarsson, KR, Bergur Guðnason, Val. Þá leikur norska liðið gegn íslandsmeisturum Fram fimmtu- daginn 23. apríl og síðasti leikur liðsins verður gegn FH laugardag inn 25. apríl. Fara allir þessir leikir fram að Hálogalandi. lög. Dr. Páll ísólfsson leikur und ir á píanó. Enn fremur verður sýnd skemmtileg dönsk litkvikmynd, er nefnist: „Hest pá sommerferie". Og að lokum verður stiginn dans. Aðgangur er ókeypis fyrir fé- lagsmenn og gesti þeirra. Þetta er önnur kynningarvaka Norræna félagsins í Reykjavík á þessu ári. Frarnh. á 2. síðu Norræn kvöldvaka Liverpool er talið öruggur sigurvegari í 1. deild. Liver- pool á eftir 5 leiki og verður að fá úr þeim fjögur stig t’I að sigra, skiptir þá engu máli. þótt næstu lið vinni alla sinn leiki. — Á botninum berja:,t svo Ipswich, Bolton og Birm ingham og stendur Ipswirh verst að vígi. í 2. deild er Leeds nær öruggt um sigur. en um annað sætið berjast Sunderland og „bikarliðið“ Preston. Hér kemur staðan í 1. og 2. deild eftir leikina um síð ustu hclgi: 1. deild: Liverpool 37 24 4 9 80-37 Everton 39 20 9 10 79-40 Manch. U 38 20 7 11 83-57 Tottenh. 38 20 7 11 93-72 Chelsea 39 18 10 11 70-55 Sheff. W 39 17 10 12 78-65 Arsenal 40 17 10 13 90-77 Blackb. 40 17 9 14 86-64 West B. 39 16 10 13 65-54 Leicestcr 38 15 11 12 56-52 Sheff. U. 38 15 11 12 58-55 Burnley 39 15 10 14 61-58 Nott. F .39 15 9 15 59-60 West. H 39 13 12 14 64-70 Fulham 39 12 12 15 53-58 Aston Villa 39 11 12 16 58-63 34 Wolverh. 38 10 14 14 59-76' 34 Blackp. 39 12 8 19 44-65 32 Stoke 37 11 9 17 67-71 31 Birmingh. 38 9 7 22 48-85 25 Bolto,n 38 8 8 22 44-75 24 ípswich 38 6 7 25 46-112 19 2. deild: . Leeds 39 22 14 3 65-33 53 Sunderl. 38 23 9 6 72-32 55 Preston 39 22 9 8 76-51 53 Charlton 38 18 10 10 71-63 46 Manch. C 39 16 9 14 77-63 41 Newcastlc 38 18 5 15 67-61 41 Rotherh. 37 17 6 14 83-67 40 Portsm. 37 15 9 13 73-62 39 Southampt. 37 15 8 14 80-62 38 North.t. 37 15 8 14 54-54 38 Middlesb. 39 13 10 16 62-50 36 Huddersf. 37 13 10 14 51-56 36 Swindon 39 13 10 16 54-60 36 Derby 39 12 11 16 50-64 35 Norwich 39 11 12 16 62-74 34 Leyton O 37 12 9 16 47-62 33 Cardiff 36 12 9 15 47-68 33 Swansea 37 12 6 19 57-64 30 Plymouth 39 8 13 18 43-65 2° Bury 37 10 8 19 46-64 28 Scunth. 38 9 10 19 47-74 23 Griimsby 38 7 13 18 41-70 27 34 ^ Tveir leikir fóru fram á mánu- 'l ’ dag í 1 deild: 1 Manc. U.—Aston Villa 10 ’ „ Chelsea—Leicester 10 •tf yí* í 2. deild léku saman: 36 Leyton O.—Sunderland 2:5 liston sviptur áskorunarréttí í frélt frá Miami Beacli seg ir, að alþjóðahnefaleikasam bandið (WBA) hafi teki* Liston af listanum yfir væntar Iega áskorendur Cassíusar Clav um heimsmeistaratignina, en eftir að Liston tapaði titlinum liefur hann verið efstur á blaði yfir áskorendur. Þessi frétt kemur raunar ekki á óvart, því að framferði Listons hefur vægast sagt ekki verið tii fyr- irmyndar upp á síðkastið. Tvívegis hefur hann verið hand tekinn fyrir of hraðan akstur og borið þar að auki á sér skot vopn í óleyfi. Þá er vitað, að Liston er í nánum tengslum við glæpahring, sem séð hefur um leiki hans. Eftir þetta má telja víst, að Sonny Liston fái ekki framar að keppa um heimsmeislara tign, þótt ferli hans sem hnefa lcikamanns sé síður en svo lokið. Listinn yfir 10 efstu menn, sem koma til með að skora heimsmeistarann á hólm, lítur nú þannig út: 1) Doug Jones, 2) Eddie Machen, 3) Ernie Terrel, 4) Zora Folley, 5) C. Williams, 6) Fioyd Patterson, 7) Ilenrv Cooper, 8) Karl Mildenberger, 9) George Chu- velo, 10) Wayne Bethea. Sonny Liston — aldrel aftur helmsmeistarl? 4 / T f M I N N, fimmtudaginn 9. aprfl 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.