Tíminn - 09.04.1964, Qupperneq 14

Tíminn - 09.04.1964, Qupperneq 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS Ijósin á jólatré Hvíta hússins voru tendruð. Einn stærsti atburðurinn í Isambandi við jólahátíð Banda- xíkjamanna er, þegar forsetinn kveikir á Ijósunum á jólatré Hvíta hússins. Tréð stendur yzt á völlunum, umhverfis húsið. Með því að ýta á hnapp getur forsetinn kveikt á marglitum raf- magnsljósunum. í þetta sinn jók enn á háítðleik stundarinnar sú staðreynd, að Hvíta húsið hafði að gesti mjög merkan og hátt- settan mann. Meira en 40.000,00 manns höfðu komið til að vera viðstaddir athöfnina við tréð og margar milljónir manna beggja vegna Atlanzhafsins sátu við út- varpstæki sín og hlustuðu, en fenginn af meiri gostgæfni en þau Clementine og fjölskyldan. Druna mikil fylgdi skotinu, er skotið vár úr stóru fallbyssunni víð Meynervirkið. Var það gert til heiðurs forsetanum og forsæt- isráðherranum, er þeir gengu út á suðurverönd Hvíta hússins og staðnæmdust þar hlið við hlið. Þá studdi Roosevelt á hnappinn, og um leið kviknaði á öllum ljós- um þessa afarstóra trés. Forsetinn kynnti „bandamann sinn og gamlan vin“ og í stutt^i ræðu kvað hann Churchill og brezku þjóðina hafa „varðað leið- ina með hugrekki og fórnarlund vegna litlu barnanna.“ Síðan tók Winston við og tók að færa á- heyrendum þau boð, er hann hafði ritað í svefnherbergi sínu um morguninn á meðan hugur hugar hans dvaldi hjá eiginkonu, börnum og barnabörnum, sem nú vqru 3000 mílur í burtu. „Þessa jólahátíð dvel ég fjarri fósturjörð minni og fjölskyldu og samt sem áður get ég ekki hald- ið því fram, að mér finnist ég svo fjarri heimili mínu.“, sagði hann. „Hvort sem það eru blóð- böndin við móður mína eða þá sú vinátta, er ég hefi orðið að- jótandi hér á minni löngu og er- ilsömu ævi, eða þá sú samhygð, sem allt yfirgnæfir, sameiginlegur vilji til að ná sameiginlegu mark- miði tveggja stórra þjóða, sem tala sömu tunguna, sem kné- krjúpa guði sínum og hafa að mjög miklu leyti sömu viðhorf. Mér finnst ég ekki vera á fram- andi slóðum hér á æðsta stað Bandaríkjanna. Ég finn hve sterk og traust bönd knýta okkur hvert að öðru, hvernig bróður- leg samstaða fylgir hjartanleg- um móttökum og það sannfærir mig um, að ég hafi öðlazt rétt til að sitja við arineld ykkar og taka þátt í jólagleðinni.“ Hann hélt enn áfram: „Þetta er óvenjulegt jólakvöld. Nær all- ur heimurinn á í dauðans erfið- leikum, og með einhver hræði- legustu vopn, sem mannlegur hugur hefur getað uppfundið, ganga nú þjóðirnar til bardaga hver á móti annarri. Það mundi vera illt til þess að hugsa fyrir okkur nú á þessum jólum, ef við værum ekki viss um, að það var ekki landagræðgi né fégræðgi, né heldur vitfirringslegur ofmetnað- ur eða ásælni í eigum annarra, sem hefur att okkur fram á víg- völlinn. Nú, þegar stríðið stend- ur sem hæst, og æðir yfir sjó og land, og læðist hægt og hægt nær heimilum okkar og högum, nú í miðjum þessum mikla ófögnuði, ríkir andi friðarins í hverju hreysi og í huga hvers góðvilj- aðs manns. Þess vegna ættum við að varpa frá okkur a.m.k. þessa nótt þeim áhyggjum og hættum, sem taka allan huga okkar, og búa börnunum nótt fulla af hamingju í stormasömum heimi. Og nú, að- eins þessa einu nótt, ætti hvert heimili í enskumælandi heimi að vera sem ljómandi eyja hamingju og friðar. Gefum börnum kvöld gleði og ánægju. Látum gjafirnar frá jólasveininum létta þeim lundina. Við hin fullorðnu skulum taka þátt í ærslum þeirra, áður en við snúum okkur aftur að þeim al- varlegu verkefnum og dökku ár- um, er fram undan liggja. Og við skulum aldrei glata trú okkar á, að fórnir okkar og þrautir eru nauðsynlegar til að þessi sömu börn verði ekki rænd réttmæt- um arfi sínum né þeim verði neitað um að lifa í frjálsum og réttsýnum heimi. Og svo bið ég þess, að þið megið öll með guðs hjálp eiga gleðileg jól.“ Þegar hann hafði lokið þessari einföldu og látlausu ræðu sinni, i ,ok sjóliðasveit til að leika jóla- sálma á hljóðfæri sín og lýður- inn tók undir. Eina rödd, sem skar sig greinilega úr, þekkti heimilisfólkið hjá Churchill vel. Um leið og rödd þessi hóf sig glaðlega yfir raddir hinna, er fjær stóðu, litu Clementine og aðrir meðlimir fjölskyldunnar hvert á annað og brostu. „Guð verndi kónginn“ og „Fán- inn stirndi“ voru lokasöngvarnir. Hlið Hvíta hússins voru opnuð og þúsundirnar, sem viðstaddar höfðu verið athöfnina, streymdu út. Hátíðleg hafði verið haldin stofnun einingarsambands milli tveggja greina enskumælandi kyn- stofns, og var stundin vel valin. Fólkið hafði hlýtt á röddu vinar, sem talað hafði fyrir munn ótelj- andi fjölda karla og kvenna og lýsti vonum alls hins lýðfrjálsa heims. Næsta morgun hringdi síminn á Chequers. Þetta var Winston, sem hringdi frá Hvíta húsinu til að óska konu sinni og fjölskyldu gleðilegra jóla. Hann sagði henni, að hann hefði farið til kirkju með forsetanum og fundið frið í lát- lausri guðsþjónustunni og ánægju í að syngja sálmana. Hann hafði hlustað á Roosevelt lesa Jóla- ævintýri Dickens fyrir fjölskyldu sína og síðan snætt með þeim kalkúnann og plómubúðinginn. Allir meðlimir Churchills-fjöl- skyldunnar komu síðan hver á eftir öðrum í símann til að óska föður sínum og afa gleðilegra jóla. Clementine barst símskeyti frá Hvíta húsinu 25. desember. Þar stóð eftirfarandi: „Til frú Chur- chill. Okkar innilegustu jólaóskir. Það er okkur ánægja að hafa Winston hjá okkur. Honum virð- ist líða vel og ég vil að þér vitið 53 hve þakklátur ég er yður fyrir að hafa látið hann koma. Franklin D. Roosevelt." Franklin og Winston voru sí- stríðandi hvor öðrum og skemmtu sér við að skiptast á fimmaura- bröndurum Það var góð tilbr.eyt- ins frá alvarlegri málefnum. For- setinn hafði hreina unun af að smástríða Winston, en hinn sak- lausi, trúgjarni Winston gat hefnt sín á honum dag nokkurn við há- degisverðarborðið, er frú Roose- velt spurði hann hvað Clementine aðhefðist í styrjöldinni. Winston lét sem hann hefði aldrei heyrt um, hve Eleanor Roosevelt var framtakssöm í opm beru lífi, er meðal annars kom fram í stöðugum ferðum hennar frá Washington, heimsóknum hennar til kúgaðra landssvæða, ræðum hennar á opinberum fund- um og starfsemi hennar í þágu undirokaðra hvar sem var. Winston svaraði spurningu hennar um athafnir eiginkonunn- ar í striðinu, með því að lofa Clementine og eiginkonur ráð- herranna upp til skýjanna fyrir það — eins og hann komst að orði — að vera ekki að vasast i oinberri starfsemi eða troða sér fram á fundum. „Þær halda sig bara heima," sagði hann. Ódulin aðdáun á þeim eiginkonum, sem aldrei tóku að sér nein opinber skyldustörf né önnur störf í þágu þjóðarinnar leyndi sér ekki í rómnum, og orð hans komu illa við alla viðstadda, þó að enginn hefði orð á því. Og það, sem meira var, hann gat fengið alla til að trúa því, sem hann sagði og næstu mánuði varð þetta vinsælt um- ræðuefni þeirra, er viðstaddir voru. „Þetta var í fyrsta sinn, sem Churchill kom til Hvíta hússins,** 11 • • kvist fyllti glas sitt freyðandi bjór, og gaf sér varla tíma til að láta froðuna setjast. Bjórinn var kaldur og hann andvarpaði af ánægju. Hann leit í kringum sig yfir mannauðan barinn. — Allir hinir halda sig á þilfarinu. Það eru sennilega ekki margir, sem hafa leiðzt á sömu glapstigu og við svona árla morguns. Gjaldkerinn brosti brosi hins lífsreynda manns. — Það er tvennt ólíkt glas af góðu vín'i í glöðum k'inningjahópi eða ofdrykkja. — Það er rétt, sagði Lindkvist. Honum virtist gamli gjaídkerinn nú föðurlegur og blíður, Kvöldið áður hafði hann virt: af nokkurri •meðaumkun fyrir sér úreltan klæðaburð hans og gamaldags borðsiði. En þegar hann nú virti fyrir sér fíngerða drættina í and- liti gamla mannsins, varð ho.num ljóst að mikil lífsreynsla lá' á bak við stillilega framkonm hans - og Lindkvist var þakklátur fyrir að hafa fengið áð kynnast siíkum manni. Lindkvist leiddi hugann að kunningjum Jaatinen og f'urðu- legri framkomu þeirra. Hann hló eins og til að leggja áherzlu á að hann léti sér það í léttu rúmi liggja. — Þetta var dálítið óvenjulegt kvöld i gærkvöld, sagoi hann síð- an í hálfum hljóðum. — Ef til vill vildi þetta aðeins svona til mín, eða er það vani þessarra ágætu kvenna að haga sér . . . eh . . . svona undarlega? — Eigið þér við frú Berg og frú Latvala? — Að sjálfsögðu. Lindkvist velti því fyrir sér, hvernig hann ætti að halda áfram, án þess að sýna alltof mikla for- vitni eða málæði. Þegar hann leit framan í spyrjandi ásjónu DAUDINN I KJ0LFARINU MAURI SARIOLA brynnisins, gekk hann fram að barborðinu og bað hann um einn konjak. Þegar hann kom aftur að borðinu, reyndi hann að fara í kringum hlutina eins ög köttur í kringum heitan graut. Hann benti á glasið og sagði: — Það hefur sína kosti að vara piparsveinn. Til dæmis getur mað- ur fengið sér svona smádramm, án þess að þurfa að óttast að nokkur fari að skipta sér af því. — Já, sagði Jaatinen stuttlega. Hann gekk ekki í gildruna, bugsaði Lindkvist. Þá er bara að snúa sér beint að efninu. -- Berg verkfræðingur hlýtur að vera veikur fyrir víni, úr því að kona hans kemur svona fram við hann. Jaatinen hristi höfuðið. — Þverl á móti. Berg er mjög reglu- samur maður. Og livað viðkemur ■'fenginu, er hann frekar bind- ind'ismaður en drykkjumaður. — Nú? Lindkvist horfði spyrjandi á gjaldkerann. En þá hm . . Jaatincn gjaldkeri hafði gaman af þessu með sjálfum sér. Honum var fullkunnugt, að hverju Lind- kvist var að yppta. Lindkvist mundi áreiðanlega vilja lýsa yfir þeirra skoðun sinni, að frú Berg væri einkennileg kona, þar sem hún tæki svo ómjúkum höndum á eiginmanni sínum og gerði hann að athlægi frammi fyrir kunnugum sem ókunnugum. Og hvað ætli sýsli segði, ef hann fengi að vita allt, hugsaði Jaatinen. Það var margt, sem rann í gegn um huga Jaatinens nú. Hann þekkti vel til allra hátta grann- fjölskyldunnar. Hann hafði nógu oft orðið vottur að þrætum, og orðahnippingum, sem voru langt- um illvígari en nokkurn tíma gær- kvöldsins. Og hann hafði fengið að heyra hitt, sem hann varð ekki vottur að. Það var alltaf til fólk, sem var með nefið niðri í annars koppi, og sérstaklega var hjúskapur Berghjónanna kærkom ið umræðuefni, enda var hann ekki eins og vanalega gerist með hjónum. Um leið og Jaatinen dreypti á hvítvininu, gerðist hann svo þungt hugsi, að Lindkvist gát ekki annað cn fundist það ókurt- eisi af gamla manninum. Gjaldkerinn lét hugann reika til baka. Fyrri maður frú Berg haf'ði lát- izt fyrir tíu árum og hún hafði skyndilega orðið auðug ekkja. Hún hlaut i arf málmverksmiðju, sem þá þegar var heilmikið fyrir- tæki og hafði stækkað enn meira eftir að hún tók við stjórninni styrkum höndum. Þá var Berg enn ekki orðinn verkfræðingur, aðeins fátækur stúdent, sem skipaði alls ómerka stöðu í skipulagsdeild fyrirtækis- ins. Hann var tvítugur að aldri, þegar verksmiðjan varð eign fer- tugrar ekkjunnar. Sennilega hafði hún veitt gáf- um þessa kyrrláta og hugsandi stúdents athygli og sennilega hafði hann vakið með henni móð- urlegar tilfinningar eða kannske tilfinningar af öðrum toga. Hvað sem öðru leið sá stjórn fyrirtækis- ins — ( les: frú Berg) um, að Berg gæti haldið áfram námi. Ungi maðurinn fékk eins mikið frí frá vinnu og hann vildi og meira en nóg fé handa á milli til að geta tekið lokapróf við tækniháskól- ann. Berg sýndi, að hann var traustsins verður og lauk námi á mettíma, þremur og hálfu ári. Síðan sneri hann aftur til verk- smiðjunnar. Og brátt var hann leiddur fyrir altarið. Jaatinen gjaldkeri gretti sig, þegar hann hugsaði til þess, hvað hefði bærzt innra með Berg, þeg- ar hann varð að standa við sína hlið þessa einkennilega samnings eða verzlunarviðskipta, eða hvað var annars hægt að nefna þetta. En það var eSki hin eina, sanna ást sem hafði gripið hann og fest hann í neti þessarar stórkarla- legu konu. Það var eitt sem víst var. Gjaldkerinn gat ekki komizt til botns í þessu — hann yppti aðeins öxlum og undraðist, en hann hafði sína eigin skoðun á því, hvernig málin æxluðust síðar, og þá skoðun gat hann byggt á staðreyndum, sem honum voru kunnar. Raðhúsið, sem var Sameiginlegt heimili þeirra allra, hafði verið reist fyrir fimm árum. Þau höfðu öll flutt inn í einu, og þar sem lítil íbúð gjaldkerans lá hálfinni- klemmd á mill lúxusíbúða Bergs og Latvala hafði hann orðið margs áskynja, eftir því sem árin liðu. Gegnum opinn gluggann hafði hann numið brot úr sam- tölum, sömuleiðis hafði hann ekki komizt hjá að verða vottur að ýmsu, sem gerðist í garðinum. Og loks var frú Berg ekki feimin við að láta allt fjúka, þótt ókunn- ir væru nærstaddir. Það leið ekki á löngu, unz gjaldkerinn fór að kenna í brjósti um Berg verkfræðing. Hann tók sárt til þessa unga, gáfaða manns. Vorkunhsemi hans jókst aðeins með árunum og í sama hlutfalli jókst andúð hans á framkomu eiginkonu hans. Þar sem honum kom þetta í rauninni ekkert við, hafði hann aðeins leikið hinn hlutlausa áhorfenda og velt því fyrir sér, hve lengi Berg mundi halda þetta út. Jafnvel þótt Berg væri óvenjulega hlédrægur maður og seinþreyttur til vandræðanna, já, næstum sljór í allri'framkomu, gat maður ekki látið vera að hugsa með nokkurri eftir- væntingu til þess dags, þegar verkfræðingurinn fengi nóg. Því að það hlutu að vera takmörk fyrir þolinmæðinni . . . í gærkveldi hafði gjaldkerinn haft yfir brot úr ljóði hins finnska skáldmærings, Eino Leino, og sem raunar rifjuðust æ oftar upp fyrir honum, eftir því sem lengra leið á hjónaband nágranna hans. 14 T í M I N N, fimmtudaqinn 9. apríl 1964.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.