Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 3
Hector Newman, sem selur pylsur í bænum Middelton í Mið- Englandi, er líklega eini borgari þeirrar skítugu iðnaðarborgar, sem fann til raunverulegrar gleði, þegar brezka nýlendan Kenya í Afríku fékk sjálfstæði nýlega. Og hann befur líka ástæðu til þess: — Eg hef svarið, að ég skyldi aldrei framar stíga fæti á land í Afríku“, segir hann, — „en nú hef ég breytt um skoðun. Nú ætla ég til baka þangað og hjálpa til við að byggja upp hina nýju Afríku.“ Þar til fyrir fjórum árum, var Newman embættismaður brezku stjórnarinnar í Kenya og átti glæsilega framtíð fyrir sér, auk þess ,sem hann átti all væna bankabók. En í dag á hann rétt til hnífs og skeið- ar. Orsökin er sú, að hann gerði mikla skyssu — að annarra áliti. Hann keypti sér konu fyr- ir 6000 kr. íslenzkar! Það kostaði hann stöðuna, hina glæsilegu framtíð og allar eignir hans. En hann á enn þá konuna, sem hann varð sér úti um fyrir sex árum. . Angelína heitir hún, og saga hennar og Hectors er saga manns og konu, sem berjast fyr ir ást sína gegn fordómum og hefðum. Angelína er nefnilega svört og er af Kipsigi-ættbálkn- um, einum stoltasta ættbálki Kenya. Hector Newman starfaði fyr ir brezku yfirvöldin í Kenya, og fólst starf hans í því, að hjálpa hinum innfæddu við að auka framleiðnina í landbún- aðinum þannig, að arðurinn yrði meiri. Hann var mikils metinn og fékk há laun. Hann hafði svarta þjóna til þess að matreiða, og afrískt þjónustu- fólk tók til í stóra húsinu, sem hann bjó einn í. Svo var það einn dag, þegar hann ók gegnum skóginn í Lem bus-héraðinu, að hann sá Ang- elínu. Hún var svört eins og íbenholt og fögur sem gyðja. Hann stöðvaði bílinn og horfði á hana, meðan hún stakk kabal- as (vatnsílát) niður í fljótið og lyfti því síðan upp á axlir sér. Hún var nakin niður í beltis- stað og hann fylgdi henni með augunum þegar hún gekk eftir gangstígnum. Hann hafði séð þúsundir afr. ískra stúlkna áður, en þær höfðu ekki haft nein sérstök áhrif á hann. En nú fannst hon um hann verða að kynnast þess ari stúlku betur. — Jamge! — hrópaði hann til hennar. Þetta var eitt af þeim fáu orðum í mállýzku héraðsins, sem hann kunni, og það þýddi „komdu sæl“. Stúlkan sneri sér við og brosti til hans, en hélt síðan áfram göngunni. Hector Newman gat ekki hætt að hugsa um hana. Hvað eftir annað kom hann til baka til staðarins, þar sem hann sá hana fyrst, og þar hitti hann hana aftur. Og að lokum varð honum Ijóst, að hann var ást fanginn af henni og vildi kvæn ast henni. En vandamálin hrúguðust upp. Hann vissi, að hjónaband brezks embættismanns og svartrar stúlku, var óhugsandi Hann hafði verið það lengi í Afríku að hann vissi, að hann gæti haft mök við svarta stúlku en aldrei kvænzt henni. En svo tók hann sína ákvörð un. Ef hann gæti ekki kvænzt henni á venjulegan hátt, þá skyldu þau ganga í hjónaband samkvæmí venjum ættbálks hennar Og hjá Kipsigi-ættbálkn- um urðu karlmennirnir að kaupa sér eiginkonur. Venju- lega eru nautgripir látnir í skiptum fyrir stúlkur, en þó má í neyð nota sauðfé. Hector átti hvorki nautgripi né sauðfé. En hann átti pen- inga. Svo hann heimsótti móð ur Angelínu, sem bjó í kofa, gerðum úr leir og pálmablöð- um, og samdi við hana um kaupin. Móðirin tók 6.000 kr. fyrir stúlkuna og Angelína og Hector voru „löglega" gift. Angelína bjó áfram-hjá móð ur sinni í leirkofanum eftir „brúðkaupið", og á hverri nóttu læddist Hector út úr íbúð sinni og þeimsótti eiginkonu sína, en sambandi þeirra var haldið stranglega leyndu. Þegar Hector seinna var flutttur til annars þorps langt í burtu tók hann Angelínu með sér sem þjónustustúlku. Bráðlega fór Angelína að fæða börn og varð þá öllu erf- iðara að halda „hjónabandinu" leyndu, en það tókst þó. En Angelína krafðist þess, að fá að fæða börn sín í kofa móð ur sinnar og þótti mönnum furðulegt, að þjónustustúlku skyldi leyft að fara svo langa leið í þeim tilgangi. Jafnframt var mikið talað um hver væri faðir múlatta-drengjanna tveggja. Ekki er 'gott að vita hversu lengi þau hefðu getað haldið sambandi sínu leyndu, ef ó- væntur atburður hefði ekki gert strik í reikninginn. Móð- ir Hectors í Englandi varð alvarlega veik og bað son sinn um að koma heim. Hector á kvað því að segja yfirmönnum sínum sannleika málsins. Fjórum dögum seinna fékk hann bréf. Þrátt fyrir trygga herþjónustu, fjölda viður kenninga vegna hreystilegrar framgöngu í lögregluliði Kenya og mjög gott starf, sem land- búnaðarsérfræðingur, bað brezka nýlendustjórnin hann um að segja af sér. Hann gat ekkert annað gert. Áður en Hector flaug til Englands, lagði hann fram lausnarbeiðni sína. Og þegar hann kom seinna aft ur til Kenya var hann atvinnu- og húsnæðislaus. Það kostaði hann um 40.000 kr. að fara með fjölskylduna til Englands en hann vildi, heldur reyna gæf una í Afríku. Hann reyndi að fá atvinnu og húsnæði um þvert og endilangt Kenya, en enginn vildi hafa neitt að gera með hvítan mann, sem kvæntur var negrastúlku. Og brátt hurfu síðustu peningarn- ir. Hector varð sér úti um vöru Og þannlg lítur fjölskyldan út I dag. bíl og ók síðan með fjölskyld- unnni gegnum Tanganyika, Ug anda og Kenya sem farandljós myndari og notaði bílinn bæði sem heimili og myrkvunarher- bergi. Varð þeim vei ágengt, því að Afríkumenn í afskekkt- um hérúðum höfðu aldrei séð sjálfa sig á mynd. Seinna fékk hann starf sem ljósmynd- ari í Nairobi, en vegna hjóna- bandsins fékk hann hvergi hús næði og varð að búa í einu versta fátækrahverfi borgar- innnar. Hector og Angelína þorðu aldrei að láta sjá sig saman á götum úti, því að ung- ir „töffgæjar" fengu enga betri skemmtun, en að berja „blönd- .juð. pör!‘,, ef í þau náðist Verst varð það þó, þegar i elzti sonur þeirra fékk löm- unarveikina. Ekkert sjúkra- hús hvítra manna vildi taka við honum, og eftir langa leit tókst foreldrunum að koma barninu á sjúkrahús fyrir Asíu búa og Iá drengurinn þar í sex vikur. En hjálpin barst svo seint, að hann er mátttlaus í öðrum fætinum enn í dag. Það kostaði þau mikið erf iði að safna saman nægilegu fé til þess að geta komizt til Englands, en það tókst að lok- um. Og nú lofaði Hector sinni fögru Angelinu því, að öllu kynþáttamisrétti skyldi lokið. En það fór á aðra leið. Þegar þau fóru að leita sér að íbúð rákust þau á múr for- dómannna. Um leið og hús- eigendurnir sáu Angelínu sögðu þeir, að því miður væri íbúðin þegar leigð. En loks fundu þau hverfi í Cheetham Hill, rétt hjá Manchester, þar sem engum þótti vansæmandi að sjá hvítan mann og svarta konu ganga saman á götunni Nokkru seinna fluttu þau tii Middleton og þar vinnur Hect or fyrir þeim með því að selja pylsur. Angelína talar enn þá ein ungis Swahili og það þykir henni æitt, því að hún fær oft heimboð frá hvítum fjölskyld um. en afsakar sig alltaf vegna kunnáttuleysis sins í ensku Og hún getur heldur aldrei vanizt heimili hvíta manns ins. Hún er t d hrædd við peningakassana í verzlununum og hun hefui ekki neinn skiln ing á verðmæti peninganna Og gasvélar, ryksugur og strau iárn eru i hennar augum eins konar 'galdratæki. En -erst af öllu er kuld inn. — „Á veturna skelf ég af kulda dag og nótt í marga Framhalo á 13 síðu ¥AHTAR 12—13 ára unglingstelpu 1 sumar til snúninga og við afgreiðslu í smáverzlun úti á landi. — Upplýsingar í síma 41171. RYÐVORN Gransásvep 18, sími 19945 RvSverium bílana meS Tectyl ‘ikoSum op stillum bílans fliótt oq vel BILASKOÐUN Skúlagötu 32. Simi 13-100 T rýlofunarhringar K!.;o' atgreiðsia Sen-ium gegn póst- k.röfu GUOM oORSTEINSSON gullsmiSuí Bankastræti 12 Heimkeyrður pússningar- sandur og vikursandur sigtaðureð^ a ósigtaður við liúsdvrriar eða kominn upp á hvaða hæð sem er eftir óskum kaupenda Sandsalan við Elliðavog s.f. Sími 41920. ■ss^me^ k> ilsaaflUa rairgmggEBSgl Hergþönigötii Sfmar 190S2, 20010 Hetui avatn r.n íölu aitai teg índir blfreiða Tökuro bifreiðn i umbbðssðlu Oniagasts hiónustan bílasalQ GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3 Símar 19032, 20010. T í M I N N, laugardagur 11. apríl 1964. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.