Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 5
RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON Tvær breytingar eru á enska landsliðinu. Jimmy Greaves og Bobby Smith settir út. Mikil hátíð verður í Glasgow í Skotlandi í dag, er fram fer á hinum stóra Hampden Park leikvangi landsleikur milli Englendinga og Skota. Eins og jafnan vekur leikur þessara aðila mikla athygli — og kannski mest í þetta skipti fyrir það, að tvær meiri háttar breyt- ingar eru gerðar á enska liðinu. Hinn snjalli leikmaður Tottenham, Jimmy Greaves, sem álitinn var bezti leikmaður Englands í leiknum gegn „heimsliðinu“, hefur verið settur út, en í hans stað kemur Hunt frá Liverpool. Mörg ensk blöð telja þessa ráðstöfun glapræði. Hunt hefur að vísu sýnt skínandi leiki að undanförnu með liði sínu, Liverpool, og átt mik- inn þátt í velgengni þess vegna marksækni sinnar. Hins vegar hefur ekki viðrað eins vel hjá Greaves að undanförnu og honum gengið illa að skora. En á það er bent, að Greaves sé leíkmaður, sem unnið getur leik upp á eigin spýtur, ef svo má að orði komast. Og Greaves stendur sig yfirleitt vel í lands- leikjum. Hunt hefur tvo lands- leiki að bakl. Hann lék gegn Austur-Þýzkalandi í fyrra og gegn Austurríkismönnum árið þar á undan. Önnur breyting á enska lands- liðinu í leiknum í dag er sú, að Byrne, West Ham, kemur inn í miðherjastöðu fyrir Bobby Smith, Tottenham. Þessi breyting kemur Skák Tímaritið „Skák“ janúar-marz- blað er nýlega komið út. Blaðið er nær eingöngu lielgað Reykja- víkurmótinu og eru sýndar og skýrðar skákir frá því. Þá er ým- islegt annað fróðlegt í blaðinu, grein um Bobby Fischer, skák mánaðarins og ýmsar innlendar fréttir úr skákheiminum. Að venju er vel frá blaðinu gengið og það prýtt fjölda mynda. Ritstjóri Skák er Jóhann Þ. Jóns- son. raunar ekki á óvart, því að Smith hefur þótt of þungur og seinn leik maður í hina annars léttu ensku framlínu. Enska liðið í dag lítur annars þannig út: — Banks, Leicester, Armfield, Blackpool (fyrirliði), Wilson, Huddersfield, Milne, Liver pool, Norman, Tottenham, Moore, West Ham, Paine, Southampton, Hunt, Liverpool, Byrne, West Ham, Eastham, Arsenal og Charl- ton, Manch. Utd. Engin breyting er á landsliði Skota frá síðasta leik. Lið þeirra lítur þannig út: Campell Forsyth, Kilmarnock, Hamilton, Dundee, Kennedy, Celt- ic, Greig, Rangers, McNeil, Celtic (fyrirliði), Baxter, Rangers, Hend erson, Rangers, > White, Totten- ham, Gilzean, Dundee, Law, Man- chester Utd. og Wilson, Rangers. 1 Leikur Englendinga og Skota í dag er sá 81. í röðinni og hefur Skotum gengið betur í keppninni frá upphafi, en þeir hafa unnið samtals 33 leiki, en Englendingar 28. 19 leikir hafa orðið jafntefli. Yfirleitt hefur Englendingum þó vegnað betur í leikjum eftir síð- ari heimsstyrjöldina og er þess skemmst að minnast, að Skotar fóru halloka á Wembley 1961, þegar þeir töpuðu 3:9. En síðustu tvo leiki hafa Skotar þó unnið, 2:0 og 2:1. Mikill viðbúnaður hefur verið í Glasgow síðustu daga vegna leiksins og búizt er við jafnri bar- áttu. Enska landsliðið æfði sam- an í gær og mættu allir landsliðs- mennirnir nema Bobby Charlton, Manch. Utd., en Manch.-liðið hef- ur átt erfitt prógramm að und- anfömu og gætir þreytu hjá leik- mönnum. — alf. Handbolti um helgina íslandsmótið í handknattleik 2. fl. karla: heldur áfram um helgina Og Fram — Vík. lítur mótskráin þannig út: Þróttur — Valur. | Laugardagur — Hálogaland ÍBK — Haukar. klukkan 20.15. Sunnudagur kl. 20.15. Meistaraflokkur kvenna: 1. deild: Vík — Breiðablik. FH — Víkingur. Fram — FH. ÍR — KR. Markvörður Englands nr, 1 —■ Gordoin Banks ver fyrlr IIS sltt Lelcester I lelk gegn Llverpool nýlega. UU^SUNNUPAGSBLAD fæst allt í Bankastræti 7, nema nr. 1, 2, 4, 7, 12 og 26 úr fyrsta árgangi. Viljum einnig kaupa þessi blöð. Bankastræti 7 — Sími 12323. Vegna síaukinnar eftirspurnar og aösóknar verða 3 sýnlngar í dag í Háskólabíói kl. 5, 7 og 11.15 Heimsfræg skemmtiafriöí frá þekktustu fjölEeikahúsum heimsin* f. d The EP Sullivan Show, N.Y., Girkus Schumann, Tivoli, Cirkus Moreno, Lorry o. fl. Stórkostlegasta og fjölbreyttasta skemmtun ársins! Bílferöir í úthverfin aö lokinni 11,15 sýningu. Forsala aögöngumiöa í Háskólabíói og hjá Lárusi Blöndal, Skólavöríustíg og Vesturveri. Lúðrasveif Reykjavíkur T í M I N N, laugardagur 11. apríl 1964. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.