Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 6
Verðum að móta okkar eigin utan ríkisstef nu án f orsagnar annarra Hér fer á eftir stuttur út- dráttur úr ræðu Ólafs Jóhann- essonar í útvarpsumræðunum í gærkveldi. Olafur Jóhannesson sagði, að grundvallarstefna Framsóknar- flokksins í utanríkismálum hafi æ- tíð verið fastmótuð og skýr og vitnaði hann til samþykktar síð- asta flokksþings Framsóknarflokks ins í utanríkismálum. Framsókn- arflokkurinn hefur verið fylgjandi aðild íslands að varnarsamtökum vestrænna þjóða — ekki af því að Framsóknarmönnum sé geð- felld þátttaka íslands í hernaðar bandalögum, heldur af illri — eða jafnvel óhjákvæmilegri nauð- syn. Þeir hafa talið, að með því yrði öryggi landsins bezt tryggt eins og sakir hafa staðið. Þá rakti Ólafur aðdragandann að; stofnun Nato og reynsluna af starfi þess. ísland gerðist aðili að bandalaginu eftir að athugun hafði leitt í ljós og því verið lýst yfir, að fslendingar þyrftu ekki og ætl uðu ekki að stofna her, að þess yrði ekiki krafizt að erlendar her- stöðvar væru á íslandi á friðar- tímum og það væri algerlega á valdi íslendinga sjálfra að ákveða, hvaða hernaðaraðstöðu bandalags- þjóðirnar hefðu hér á landi, ef til ófriðar drægi. Ötdráttur úr ræðu Ólafs JóSiann essonar í gærkveldi Það leiðir af stefnuskráryfirlýs- ingu Framsóknarflokksins í utan- ríkismálum, að Framsóknarmenn geta ekki greitt þingsályktunartil- lögu Alþýðubandalagsins atkvæði því grundvallaratriði hennar er að ísland lýsi yfir hlutleysi og segi sig úr Nato. Framsóknarmenn telja ekki þær breytingar áorðnar er geri varnarsamtök lýðræðis- þjóða óþörf. Það leiðir hins vegar engan veg- inn af þátttöku íslands í Nato að hér skuli eða þurfi ætíð að vera erlent varnarlið eða herbækistöðv. ar. En ísland gerðist aðili að Nato 1949 var það forsendan fyrir að- ildinni, að hér yrði ekki erlent herlið á friðartímum. í þessu sam bandi vitnaði Ólafur til ummæla Bjarna Benediktssonar þáverandi utanríkisráðherra og Ólafs Thors þáverandi forsætisráðherra. Þá gerði Ólafur grein; fyrir til- efninu að varnarsamningnum við Bandaríkin 1961. Sá samningur átti aðeins að vera til bráðabirgða og var það áréttað í þingsályktun- inni frá 28. marz 1956. Vinstri stjórnin treysti sér hins vegar ekki til að framfylgja þeirri þings ályktun vegna uppreisnarinnar í Ólafur Jóhannesson Ungverjalandi og átakanna við Súez. Afstaða Framsóknarflokksins hefur ætíð verið í samræmi við þá stefnu, sem upphaflega var mörkuð og flokkurinn vill því greina glöggt á milli þátttöku ís- lands í Nato og hersetunnar og vinna að því að varnarliðið hverfi úr landi svo fljótt sem fært þykir öryggis vegna og skuldbindingar- ríkisins leyfa. Þá ræddi Olafur nokkuð um hlut leysisstefnuna og reynslu okkar og annarra Evrópuþjóða af henni. Hlutleysisstal hreinræktaðra kommúnista væri ekki hægt að taka alvarlega og minnti á snar- snúning íslenzkra kommúnista í þeim efnum. Þá ræddi Ólafur þá framþróun, sem orðið hefur í milliríkjasam- vinnu á síðari árum og þátttöku íslands í henni. Einangrun fslands er úr sögunni, en við verð- um að fara að öllu með mikillí gát í þeim efnum og standa vel á verði gegn hugsanlegri ásælni útlend- inga til landsvæða og atvinnutækja hérlendis. Gerði Ólafur grein fyrir stefnu Framsóknarflokksins í þessu sam bandi og minnti á efnahagsbanda lagsmálið, afstöðuna til erlends fjármagns hér á landi o .fl. f niðurlagi ræðu sinnar sagði Ólafur Jóhannesson, að við mótun utanríkisstefnu íslands þyrfti að mörgu að hyggja. Smáþjóð þarf jafnan margs að gæta í skiptum við aðrar þjóðir. Þar megum við íslendingar hvorki láta stjórnast af minnimáttarkennd né skáka í því skjóli, að okkur leyfist sitt- hvað umfram aðrar þjóðir ein- göngu vegna smæðar okkar, Þar verðum við að standa við allar skuldbindingar okkar og megum aldrei fá á okkur óáreiðanleika- orð. Þar megum við ekki láta aðra hugsa fyrir okkur. Við meg- um ekki fylgja neinni þjóð eða þjóðum í hugsunarleysi eða blindni. Aðild íslands að Nato fylg ir auðvitað engin skylda til að fallast á stefnu einstakra banda- lagsþjóða í utanríkismálum enda geta þar ýmsir árekstrar átt sér stað. Og vestræn stórveldi eru vissulega langt frá því að vera ó- skeikul í sinni utanríkisstefnu. í utanríkismálum verðum við þrátt fyrir alla alþjóðasamvinnu að fylgja lífsreglunni: Sjálfur leið þú sjálfan þig. Þar .verðum við að treysta á okk'ur sjálfa en ekki annarra forsjón. Þess vegna verð- um við jafnan sjálfir og án forsagn ar annarra þjóða að móta okkar eigin utanríkisstefnu á hverjum tíma eftir því sem íslenzkir hags- munir krefjast og aðstæður og þjóðarreglur leyfa. Núv. andi A'ístr .BDÍIS ríkisstjórn er ekki treyst í utanríkismálum íslands Hér fara á eftir tveir stutt- ir kaflar úr ræðu Þórarins Þórarinssonar í útvarpsum- ræðunum í gærlcveidi: Það hefur lengi verið ósk Banda ríkjamanna að fá varanlega her- stöð í Hvalfirði. Fljótlega eftir slðari heimsstyrjöldina fóru Banda ríkin þess á leit að fá hér herstöðv ar næstu 99 árin. Alveg sérstak- lega óskuðu þau þá eftir því að fá að halda herstöðinni í Hvalfirði. Allir flokkar voru þá sammála um að hafna beiðni þeirra um herstöð í Hvalfirði, því að Ijóst var, að ef þeir dveldust þar áfram, myndu þeir stefna að varanlegri hersetu hér. Með þessu voru þeir þó ekki af baki dottnir því að bráðlega eftir að varnarsamningurinn var gerður 1951, fóru að koma fram nýjar óskir um herstöð í Hvalfirði, slíkum óskum var hafnað, þegar dr. Kristinn Guðmundsson var ut- anríkismálaráðherra á árunum 1954—’56, og aftur í tíð vinstri stjórnarinnar á árunum 1956—’58. í þessi skipti var það herforingja- ráð Atlantshafsbandalagsins, sem stóð að óskum um herstöð í Hval firði. Þessar neitanir virðast hafa orð ið þess valdandi, að mál þetta hef- ur legið í þagnargildi hjá Atlants- hafsbandalaginu þangað til á s.l. ári. Það virðist þá hafa verið vak- ið til lífs að nýju í sambandi við áætlunina um hinn sameiginlega kjarnorkuvopnaflota Atlantshafs- bandalagsins sem á að byggjast á olíuknúnum ofansjávarskipum. Kaflar úr ræðu Þór Bandaríkin hafa aldrei viljað veita hinum Natoríkjunum aðild að kjarnorkukafbátaflota sínum, en hins vegar talið rétt að ganga til móts við óskir þeirra um að þeir fái nokkur umráð yfir kjarnorku vopnum, einkum vegna óska V- Þjóðverja. Þess vegna gerði Nor- stad, fyrrv. yfirhershöfðingi Nato þá tillögu, að Nato-löndin kæmu sér upp sameiginlegum kjarnorku vopnaflota, sem í væru 25 olíu- knúin ofansjávarskip, hvert um 10 þús. smál. að stærð og hvert búið 8 langdrægum kjarnorku- eldflaugum. Á þessum skipum eiga vera blandaðar áhafnir frá þeim ríkjum, sem vilja gerast að- ilar að þessum flota og verður byrjað að þjálfa fyrstu áhöfnina í næsta mánuði. Aðeins sjö ríki innan Atlantshafsbandalagsins hafa óskað eftir aðild að þessum flota, meðal þeirra, sem hafa lýst yfir því, að þau vilji enga aðild eiga að þessum flota, eru Noreg- ur og Danmörk. Bretland hefur enn ekki tekið endanlega ákvörð- un um aðild, og má telja víst, að ekki verði neitt úr henni, ef verka mannaflokkurinn vinnur þingkosn ingarnar á þessu ári. Ef Bretland verður ekki aðili og hvorki Noreg- ur né Danmörk, mun þennan flota skorta bækistöf á Norður-Atlants hafinu og þarf því ekki að undra, þótt rennt sé vonaraugum til Hval- fjarðar í sambandi við þennan fyr- ins Þórari nssonar Þórarlnn Þórarinsson irhugaða kjarnorkuvopnaflota. Beiðni sú, sem nú er borin fram í sambandi við bækistöð í Hval- firði, lítur stórum meinleysislegar út en fyrri beiðnir um sama efni. Nú er aðeins beðið um aukningu á olíugeymum og legufærum. Öllu meira þarf heldur ekki til að hægt sé að breyta Hvalfirði í bækistöð fyrir olíuknúin ofansjávarskip, búin kjarnorkuvopnum. Það er líka eins víst og tveir og tveir eru fjórir, að þegar einu sinni er búið að fallast á aukinn útbúnað fyrir flotastöð í Hvalfirði, þá verð í gærkveldi ur örðugra að hafna næstu beiðni um aukna aðstöðu þar. Hér er far in sú klóklega leið, að ná fótfestu í áföngum. Strax og þær fréttir bárust á s.l. sumri að Atlantshafsbandalag- ið hefði farið fram á bækistöð í Hvalfirði lýsti Framsóknarflokk- urinn sig því andvígan að það yrði leyft. Það er í samræmi við þá stefnu sem hefur verið fyigt síðan í lok heimsstyrjaldarinnar að leyfa ekki herstöð í Hvalfirði, því að ef erlendur aðili færi að búa um sig þar, mundi reynast mun örðugra að koma honum í burtu, þegar friðarhorfur bötnuðu, en frá flugvellinum í Keflavík. Það er í samræmi við þá stefnu, að íslend- ingar- hafi ekki her né herstöðvar í landi sínu stundu lengur en ýtr- asta þörf krefur að dómi þeirra sjálfra og því verði sá herbúnaður sem hafður er í landinu á hættu- tímum, eins lítill og auðið er. Það er í samræmi við þá stefnu, að þegar friðarhorfur batna í heim- inum eiga íslendingar heldur að hjálpa til að draga úr vígbúriaði en að auka hann. Æðstu menn vesturveldanna, eins og forseti Bandaríkjanna og forsætisráð- herra Bretlands, segja nú hik- laust, að friðarhorfur fari batn- andi og vonir um samkomulag séu nú bétri en um langt skeið. Það væri því hörmulegt öfugstreymi, ef hin friðsama íslenzka þjóð leyfði auknar herstöðvar í landi sínu undir slíkum kringumstæð- um. Af hálfu ýmissa talsmanna stjórn arflokkanna er beitt hinum furðu- legustu blekkingum í sambandi við þetta mál. Svo verður ekki minnzt á utan- ríkismál íslendinga að ekki sé get- ið þess samnings, sem er verstur allra samninga, er íslendingar hafa gert síðan þeir urðu frjáls þjóð og reynzt getur íslenzkum sjávarútvegi hinn versti fjötur, ef ekki tekst að fá hann felldan úr gildi sem fyrst. Hér á ég að sjálf- sögðu við landhelgissamninginn frá 1961. Haustið 1960 var svo kom ið, enda játaði núv. forsætisráð- herra það þá í umræðum í efri deild, að íslendingar voru búnir að vinna fullan sigur í tólfmílna deilunni við Breta þrátt fyrir and- stöðu Sjálfstæðisflokksins gegn út færslunni vorið og sumarið 1958 og þrátt fyrir tilraunir Breta til að hindra hana með ofbeldi um skeið. fslendingar þurftu því enga samninga að gera við Breta um þetta mál. Málið var fullkomlega unnið. Þrátt fyrir það settust núv. stjórnarherrar að samningaborði við Breta og féllust á að íslend- ingar mættu ekki færa fiskveiði- landhelgi sína frekar út, nema annaðhvort með samþykki Breta sjálfra eða~alþjóðadómstólsins í Haag, fyrir smáþjóð eins og ís- lendinga er það vissulega sjálf- sagt að leggja mál sin undir úr- Framhald á 15. síðu. 6 l T f M I N N, laugardagur 11. april 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.