Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 14
55 og frú Churchill fyrir konu minni. Ég veit að betri helmingum okkar mun koma vel saman . . . Þinn einlægur1-. Elísabet drottning, Clementine og lafði Reading, sem var yfir sjálfboðaliðssveitum kvenna, skipt ust á að hafa forsetafrúna að gesti. Hún dvaldi ásamt einkaritara sínum, Malvínu Thomson í kon- ungshöllinni. Kvöldið, sem hún kom til Englands var henni hald- in velkomandahátíð í höllinni. Boðsgestir voru m. a. Winston og Clementine, Smuts hershöfðingi, og sonur hans Jacobus Smuts kapteinn, sir Piers Leigh, Mount- batten lávarður og frú ambassa- dor Bandaríkjanna, John Winant, Elliot, sonur frú Roosevelt og Spencer greifynja. Strax næsta morgun byrjaði frú RooseVelt, sem ferðaðist undir dulnefninu „Rover“, á könnunarferðum sín- um. Hún vildi sjá allt, sem unnt var að sjá. Clementine, sem var mikið fyrir „útstáelsið" sjálf, gerð ist sjálfskipaður leiðsögumaður hennar. „Ferðin til Bretlands virtist geta veitt mér tækifæri til að koma miklu í framkvæmd, sém að góðu gagni gæti komið. Frú Chur- chill bauðst af vinsemd sinni til að verða einkaleiðsögumaður minn mestallan þann tíma, sem ég dvaldi í Lundúnum“, hélt frú Roosevelt áfram. „í fyrstu ferð okkar heimsóttum við bæði fæð- ingarheimili og herstöðvar kvenna, og þar á meðal heræfinga- stöðvar. Við vorum að skoða her- gagnaverksmiðju, þegar loftvarn- armerki voru gefin. Ég leit á frú Churchill og velti fyrir mér, hvað næst mundi ske. En verksmiðju- stúlkurnar héldu áfram að vinna, eins og ekkert hefði í skorizt og skeyttu ekki hót um þær flug- vélar, er kynnu að vera á sveimi fyrir ofan. Við töluðum við stúlkurnar í ioftvarnarsveitunum. Þær aðstoð- uðu við að hlaða byssurnar. Við töluðum við stúlkurnar, sem voru aðstoðarflugmenn loftflutninga- sveitanna. Þær fluttu nýjar flug- vélar til stöðva flughersins eða laskaðar vélar til viðgerðar, og við komum í verksmiðjur, þan sem konumar voru önnum kafnar við alls kyns vinnu." Ásamt konunginum og drottn- ingunni yar hún, er hún fyrst sá eyðileggingu og rústir af völdum loftárása.' Þau stönzuðu fyrst við dómkirkju heiiags Páls, sumpart vegna þess að konungur vildi með komu sinni gleðja brunavarnar- mftnn þá, er bjargað höfðu kirkj-' unni, og sumpart vegna þess að þau vildu sýna frú Roosevelt ofan af kirkjutröppunum, hvað styrj- aldaraðgerðir megnuðu að gera hjarta einnar borgar. Clementine fylgdi henni til hverfanna í East End, sem illa höfðu orðið úti í árásunum. Þús- undir manna hylltu þær. . „Ég vildi sjá eins mörg svæði, er höfðu odðið fyrir sprengju- árásunum, og kostur var. Ég vildi ganga út á meðal fólksins og frú Churchill var einmitt rétti mað- urinn til að aðstoða mig í því efni,“ sagði frú Roosevelt. „Við töluðum við fólkið, t.d. gömlu hjónin, sem enn sváfu á hverri nóttu í neðanjarðarbyrgi í London, þó að þau hefðu auðveld-l lega getað fengið sig flutt út á land. Þau sögðu okkur, að þau hefðu nú svo lengi búið í þessu byrgi, að þau vildu frekar búa þar áfram en flytja, en á daginn gengu þau til síns gamla heimilis og sátu þar Hins vegar var ekki nógu mikið eftir af því' uppistand- andi, að þau gætu sofið þar. Við heimsóttum Rauðakross-| klúbba, alls konar, og komum •: bæði amerískar og enskar her- stöðvar. Fyrstu helgi mína í Eng- landi kynntist ég betur frú Chur-| chili, en þá dvaldi ég hjá þeim hjónum á Chequers og horfði á hr. Churchill leika sér á gólfinu með barnabarni sínu.“ Frú Roosevelt sagði um Cle-, mentine: „Manni fannst, að hún liti á það sem sérstakt hlutverlc að koma »fram opinberlega, og þetta hlutverk var orðinn viss þáttur í eðli hennar. Ég velti því fyrir mér, hvað undir niðri bjó.“ Clementine sá um, að einkalest' Winstons væri fengin frú Roose- velt til afnota, svo að hún gæti ferðazt um allt landið. „Dag nokkurn hélt ég af stað í einkalest Winstons Churchills og hafði að fylgdarmanni Clemen- tine Churchill," sagði frú Roose- velt. „Við stönzuðum fyrst í Cant- erbury. Biskupinn tók á móti okk- ur og veitti okkur leiðsögn um kirkjuna, sem hafði sloppið við að vera sprengd, þó að öll borgin hefði annars orðið fyrir þungum búsifpum, eins og kunnugt er. j Síðar stönzuðum við við kvenna-| heimili, en þar var þá grísasýning. j Lítill, fjörugur grís hafði hlotið^ nafnið „Franklín“, en kanína, sem þar var einnig til sýnis, hafðij hlotið nafnið „Eleanor'”! Ásamt lafði Reading, heimsóttum við einnig sjúkrahús og fósturheimili fyrir særð og brottflutt börn. Við sáum einnig, hvernig sjálfboða-j sveitir kvenna skipulögðu og fram kvæmdu sitt víðtæka verkefni.J Hvernig þær fóru inn í borgirnar, j sem höfðu rétt nýlega orðið fyrir loftárásúm og fluttu með sér fæðu, föt og allt þar á milli og sáu um verkamenn, sem höfðu misst heimili sín og þurftu á nýju húsnæði að halda. Við byrj- uðum venjulega klukkan átta á morgnana og hættum um mið- nætti, en ég var svo áhugasöm, að ég tók venjulegast ekki eftir því, hvað ég var þreytt, fyrr en heim var komið. Við snæddum með nokkrum þeirra kvenna, sem sáu daglega um fæðuöflun fyrir hafn- arverkamennina og sáum konur með misjafna og ólika fortíð að baki, sitja hiið við hlið við starf sitt, alveg á Sama hátt og menn þeirra börðust hlið við hlið. Við sáum hve viðhorf og almennar skoðanir á manngildinu tóku smám saman breytingum. Kona nokkur sagði við okkur, að henni fyndist verst að þurfa að híma við vinnuna, þegar hún vissi að sprengjurnar féllu ein- hvers staðar nálægt heimili henn- ar. Þá var hún ætíð svo óróieg og áhyggjufull yfir því, hvort heimili hennar og fjölskylda mundi enn uppistandandi, er hún loks kæm- ist heim að lokinni vinnu! Áætlað var, m.a að ég heim- sækti 26 herstöðvar á 19 dögum. Ég hafði verið vöruð við og mér sagt, að bað tækist okkur aldrei, cn samt sem áður tókst það. Ég man sérstaklega eftir því, þegar ég fór með henni til Dover og við heimsóttum jafnframt kvenna- heimili, sem var á leið okkar Hún var alveg dásamleg." Dover. sem lá í fremstu víglínu, hafði orðið fyrir þungum áföllum af stöðugri kúlnahríð Þjóðverj- anna, enda höfðu þeir langdræg- ar fallbyssur við Calais. Þær fóru um allt — það var ekkert hálf- kák, þegar frú Roosevelt átti í hlut. Hún var ákveðin í að láta ekkert fram hjá sér fara. Cle- mentine, sem var sjálf mesta dugnaðarkvendi, átti oft i erfið- leikum með að halda í við há- vaxna og skreflanga forsetafrúna. Hún dróst sífellt aftur úr. Hvirfilvindurinn Eleanor gerði nokkuð, sem engum hafði tekizt til þessa Hún gekk svo fram af Clemeritine, að krafta hennar þraut. Þraut svo bókstaflega, að hún greip til þess bragðs að setj- ast niður á gangstéttarbrúnina til þess að iá notið örstuttrar hvíld- ar eftir hlaupin á eftir gesti sín- um! Frú Koosevelt haíði þá aug- sýnilega ekki veitt því neina at- hygli hve nærri hún gekk gest- gjafa sínum með ótrúlegum göngu hraða sínum. Hún sneri sér nú við og ieit með undrun á Cle- 13 í veggjum hennar mátti enn greina kringlótta gluggana. En af eystri álmunni stóðu aðeins þykkir steinmúrarnir eftir. Úr rökkrinu mátti heyra skvald- ur manna hvaðanæva að og gætti þar alls kyns tungumála. Þegar komið var inn urðu menn hátíðlegir í bragði og lækk- uðu raustina, eins og þeir vildu sýna þessari öldnu kirkju virð- ingu í verki. Aðgöngumiðar voru seldir við innganginn í skini raflampa. í þessu þvingandi andrúmslofti virt ist sem spjald það, er bannaði reykingar á fimm tungumálum, vera óþarft. Um leið og Jaatinen reyndi að rýma í sætisnúmérið á miða sínum, hugsaði hann með sér, að það hlyti að vera fáir eða enginn úr þessum þúsundhöfða hóp, semi ekki fann þyt genginna alda leika um sali og hegðaði sér í samræmi við það. Sýningin átti að hefjast klukk- an nákvæmlega hált átta, og þar sem hana vantaði aðeins fáeinar mínútur, voru bekkirnir þegar þéttsetnir áhorfendum. Hér var ekki að héyra neitt eftirvæntingar- fullt mas og skvaldur, eins og venjulega einkennir leikhússýn- ingar, heldur voru menn svo hljóðlátir, að Jaatinen gekk ósjálfrátt á tánum, um leið og hann léitaði sætis síns ásamt fylgdarfólki sínu. Hann, Lindkvist og kunningjar hans frá Finnlandi héldu nú hópinn. Þau þurftu að þrengja sér á milli bekkjanna og einmitt, þegar Latvala ætlaði að fara að troða sér inn fyrir fyrstur manna, tók hann sig skyndilega á og sagði i hálfum hljóðum við konu sína: — Gerðu svo vel. Latvala hliðraði til fyrir henni og benti henni að ganga inn fyrir. Það kom glampi í augu hennar. DAUDINNIKJÖLFARINU — Far þú bara fyrst, sagði hún — Daman á undan, sagði Lat- vala. Frú Latvala starði forviða á mann sinn, en þar sem henni var ýtt áfram af þeim, sem stóðu að baki henni, þurfti hún að taka skjóta ákvörðun. Hún yppti öxl- um og gekk á undan inn á milli bekkjaraðanna. Latvala þrengdi sér inn á eftir henni og Aulikki Rask fylgdi, eins og af tilviljun, strax í kjölfarið. Eiginlega of áberandi tilviljun að áliti Jaatin- ens. Hann langaði til að skelia upp úr, en beit sig á vör og þagði. Þetta var augljós herkænska af hálfu Latvala. Ef hann hefði geng ið fyrstur, hefði hann lent með konu sína á aðra hlið og einhvern ókunnugan náunga á hina. En með þvi að sýna kurteisi tókst honum nú að fá sæti milli þeirra kvennanna og Jaatinen bauð í grun, að hann mundi láta fleiri orð falla til hægri en vinstri. Jaatinen varð síðan næstur í röð- inni og gat því ekki fylgzt með, hvað gerðist að baki honum. Þeg- ar hann settist, veitti hann því athygli, að næst honum sat ung- frú Hiekka læknir, þá verkfræð- ingurinn Berg, síðan hans ekta- kvinna og lestina rak Lindkvist. Sennilega voru það farþegarnir af Cassiopeja, sem sátu í kringum þau, að minnsta kosti mátti heyra hvísl og skvaldur á finnsku . . . Einhvers staðar heyrðist klukka slá. Stundin var komin og hvíslið dó út. Eftirvæntingarfull þögn hvíldi yfir áheyrendahópnttm. Söngleikurinn hófst. Strok- hljómsveit hóf leikinn — fyrst hreinir og tærir fiðlutónar og brátt tók öll hljómsveitin undir í voldugri hljómkviðu. Á næsta andartaki birtist skuggaleg vera á sviðinu, sem tendraði eitt ljósið á fætur öðru frammi fyrir altar- inu. Ljósið var ekki meira en svo, að með naumindum mátti sjá á eigin hendur. Jaatinen sem í sannleika sagt hrærðist mjög af leiknum fór að leita að vasaklút- num, og varð þá litið niður. Hann sá hendur Kirsti Hiekka. Hún hélt þeim í skauti sér og hvít húðin skar sig greinilega úr myrkrinu. Á sama andartaki sá Jaatinen þriðju höndina, stærri og þreklegri nálgast frá hinni hlið inni. Hún nálgaðist hægt og var- lega og leitaði handa kónunnar. Ilún sat hreyfingarlaus, en hend- ur hennar luktust utan um og þrýstu hönd mannsins. Berg . . . , hugsaði Jaatinem Hvernig þorir hann þetta? Hann hefur áreiðanlega hrifizt með af leiknum og gleymt því, að hin fráneyga kona hans sat honum á hægri hönd. Fiðlutónarnir urðu hærri og sterkari. Jaatinen fannst sjálfum hann hegða sér ósæmilega, en hann gat ekki slitið augun af höndunum þremur. Hann sá hversu hönd Bergs losaði sig úr höndum Hiekka og strauk varfærnislega úlnlið hennar og arm. Jatinen þornaði í kverkun- um. Hann þekkti frú Berg nógu vel til þess að vita, að hún mundi ekki láta neinn söngleik aftra sér ef hún sæi til þeirra skötuhjú- anna, og þá mundi annar söng- leikur og rammari hefjast á á- horfendabekkjunum. Jaatinen rann kalt vatn milli skinns og hörunds við tilhugsunina. Einmitt, þegar Jaatinen gamli var orðinn svo taugaóstyrkur, að kaldur sviti fór að spretta fram á enninu á honum, leystist úr mál inu. Ausýnilega hafði skynsemin orðið yfirsterkari hjá Berg. Gjald- kerinn sá, hvernig hann varlega og með tregðu losaði hönd sína og fór að draga hana hægt til sín, og strauk yfir handlegg stúlkunn- ar eins og að skilnaði. Og hún svaraði honum í sömu mynt. Jaatinen dró andann léttara. Hann reyndi um stund að fylgjast með söngleiknum. Aðalsöguhetj- an, Pétur de Dacia hafði flúið inn í klaustrið til að leita þar skjóls fyrir ofsóknarmönnum sín- um. Herflokkur stormaði inn á sviðið á eftir honum og beindi spjótsoddum að honum. „Ég er ekki sekur“ . . . Pétur Dacia lýsti yfir sakleysi sínu og bað ábótann að reka of- sækjendur sína úr klaustrinu. Jaatinen fylgdist með leiknum annars hugar. Atlot þeirra Bergs og Kirsti Hiekka höfðu opnað augu hans fyrir því, sem hann áður hafði að- eins haft óljósan grun um. Hann hafði veitt því athygli, að Berg og Hiekka leið vel í návist hvort annars — fengju þau á annað borð tækifæri til. Hann hafði enn fremur veitt því athygli, að það var sem Berg skriði út úr skelinni, þegar hann talaði við hana. Verkfræðingurinn, sem yfir- leitt var eins og hvert annað dauð- yfli, lifnaði allur við og það kom nýr glampi í augu hans bak við gleraugun. En um leið og kona hans blandaði sér i samræðurnar hrökk hann eins og snigill aftur í hús sitt og rödd hans varð jafn- litlaus og fyrr, þótt hann hins veg- ar gætti allrar kurteisi. Hiekka var af manngerð, sem Jaatinen kunni vel við. Hún var ekki stórkostlega fögur kona, en hún var tilfinninganæm, blíðlynd og gáfuð. Hann lét hugann reika til frú Berg. Ef Hiekka væri í hennar sporum, væfi margt öðru- vísi. Að minsta kosti þyrfti mað- ur þá ekki að hlusta á þetta sí- íellda nagg og nauð. Jaatinen hrökk upp úr þessum hugleiðingum sínum. Hann var undrandi á sjálfum sér. Hann hafði alltaf talið sjálfan sig stað- fastan mann með einbeittan vilja. Og þess vegna hefði hann átt að vera innilega hneykslaður á fram- ferði þeirra Bergs og ung- frú Hiekka. Hann hefði átt að for- dæma slíkt af öllu hjarta og . . . og . . . Jaatinen kyngdi munnvatni. Tónlistin ómaði ljúflega í yerum hans og fyrir framan hann lá 14 T í M I N N, laugardagur 11. april 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.