Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 15
RÆÐA ÞÓRARINS Framhald al 6. sí5u. skurð alþjóðadómstóls, þegar fyr ir hendi eru ákveðin lög eða samn ingar til að dæma eftir. Deilumál, þar sem ekki eru ákveðin lög eða samningar fyrir hendi heyra hins vegar undir aðrar stofnanir SÞ en alþjóðadómstólinn, og slíkum deilumálum visa smáþjóðir undan- tekningarlaust ekki til alþjóða- dómsins heldur til öryggisráðs eða allsherjarþings SÞ. Nú er þannig háttað, að ekki eru til nein al- þjóðlegir samningar um víðáttu fiskveiðilandhelginnar og því veit enginn, hvað alþjóðadómurinn kann að úrskurða í þeim efnum. Meðan svo háttar, að ekki eru til nein lög eða samningar um víð- áttu fiskveiðilandhelginnar, telur hver þjóð sig hafa einhliða rétt til útfærslu innan þeirra marka sem hún álítur sér nauðsynlegt og framkvæmanlegt. Samkvæmt þess um rétti færðu íslendingar út fisk- veiðilandhelgina 1952 og 1958. — Bretar buðust til þess strax 1958 að vísa útfærslununni á fiskveiði- landhelgi íslands til alþjóðadóm- stólsins en enginn íslenzkur stjórn málaflokkur vildi þá fallast á það. f stað þess lagði Sjálfstæðisflokk- urinn til að málinu yrði vísað til Atlantshafsbandalagsins en Guðm. í. Guðmundsson lagði til, að allsherjarþing SÞ fjallaði um það eins og líka var rétt máls- meðferð. Ástæðan fyrir því að ís- lendingar vildu þá ekki vísa mál- inu til alþjóðadómstólsins var sú að engin alþjóðalög væru til um víðáttu fiskveiðilandhelginnar og meðan svo væri vildu þeir ekki skerða hinn einliliða útfærslurétt sinn. Með hinum furðulega land- helgissamningi 1961 létu íslend- ingar hinn einhliða útfærslurétt sinn af hendi og féllust á málskot til alþjóðadómstólsins, ef Bretar vildu ekki samþykkja útfærsluna. Brezkir ráðherrar hafa lýst þeirri trú siriii að þetta tryggi það, að fslendingar geti ekki fært út fisk- veiðilandhelgi sína næstu 25 ár- in. Hvílíkum rétti íslendingar hafa hér afsalað sér, sést bezt á því að nýlega var sagt frá því í frétt- um að stjórn Argentínu væri að undirbúa útfærslu á fiskveiðiland- helginni langt út fyrir 12 mílur. Þetta byggir stjórn Argentínu á því, að hún hafi einhliða útfærslu- rétt og sé ekki skuldbundin um að leggja útfærsluna undir úrskurð alþjóðadómstólsins er enginn veit hvernig muni falla, þar sem rétt- urinn hefur engin lög til að dæma eftir og kann því að byggja á meira og minna úreltri hefð. Ef íslendingar hefðu ekki bundið sig með samningum 1961, hefðu þeir nú óbundnar hendur líkt og Argen tína og gætu látið fiskveiðiland- helgina ná til alls landgrunnsins, þegar þeim þætti tími til kominn, sést bezt á þessu, hvílíkt réttinda- afsal er fólgið í samninginum frá 1961 og hvílíkur fjötur hann get- ur orðið sjávarútveginum, ef ekki tekst að fá hann afnuminn. Stjórnarflokkarnir bera það stundum fram til réttlætingar samningnum frá 1961, að á alþjóð- legu landhelgisráðstefnunni 1958, hafi íslendingar verið reiðubún- ir til að fallast á 12 mílna fisk- veiðilandhelgi. Þetta er algerlega rangt. íslendingar beittu sér þá fyrir því að strandríki, sem væri mjög háð fiskveiðum, hefði frekari útfærslurétt, ef fiskstofninn væri í hættu og um það skyldi gerðar- dómur fjalla ef þess væri krafizt. Það var vissulega allt annað að fallast á gerðardóm, sem ætti að dæma eftir ákveðnum reglum er auðsjáanlega voru hagstæðar ís- landi, eða að fallast á úrskurð al- þjóðadómstólsins, sem hefur eng- ar ákveðnar reglur til að fara eft- ir og hending ein getur því ráðið, hver niðurstaða hans verður. Landhelgissamningurinn frá 1961 er hörmulegt dæmi þess, hvernig smáþjóð á ekki að halda á málum sínum. Hér eins og á mörgum öðr- um sviðum, hefur ráðið sú skoðun forráðamanna stjórnarflokkanna, að íslendingum sé óhætt að gefa útlendingum sjálfdæmi í íslenzk- um málum. Það séu alltaf góð ráð sem valdamenn vestrænu stórveld hvísla í eyru íslenzkra valdamanna í morgunverðarboðum og hádegis- verðax-boðum, alveg eins og komm únistar/telja það „hina réttu línu“ sem rússneskir ráðamenn hvísla í eyru þeirra. Því skal ekki mót- mælt, að erlendir valdamenn geta verið okkur vinveittir, en það er enginn óhróður þótt því sé jafn- framt haldið fram um þá, að þeir séu meiri vinir þjóðar sinnar en íslendinga. Það er þetta, sem öll- um íslenzkum stjói'nmálamönnum þarff að læi'ast að varðandi rétt og hagsmuni fslands er engum að treysta, nema Íslendingum sjálf- um. Ef íslendingar bregðast sjálf- ir á þeim vei'ði, þá mun íslenzkri sögu Ijúka á þann veg, er enginn okkar mun þó raunverulega óska eftir. FERMINGAR r . n * 4 ; i - ’ ’ 1 ci^n Elín Árnadóttir, Karfavogi 41. Iris Björnæs Þór, Langholts- vegi 116. Perla María Jónsdóttir, Sól- heimum 9. Steinunn Halldóra Theodórs- dóttir, Eikjuvogi 24. Þórunn Sandholt, Sólheimum i 16. Drengir: Erlendur Erlendsson, Snekkju- vogi 31. Gunnlaugur Jónasson, Sólheimum 23(2hc). Hafþór Árnason, Glaðheimum 4. Hannes Erlendsson, Snekkju- vogi 31. Sigurgeir Sigurðsson, Skeiðarvogi 111. Vegna'rúmleysis er því miður ekki hægt að birta lista yfir öll börn, sem eiga að fermast á morgun. Er listanum tvískipt, og birtist síðari hluti lians á moffgun. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát, kveðjuathöfn og jarð- arför Nathanaels Mósessonar kaupmanns frá Þingeyri. Börn, fósturbörn, tenrdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhun vjS andlát og jarðarför ÓLAFS TÚBALS listmálara, Múlakoti Eiginkona börn systur og ættingjar. NÝI MIÐBÆRINN Framhald af I. sfðu. frá Túngötu í gegnum Grjótaþoi'p ið og niður á milli Vörugeymslu SÍS og Hafnarhvols. Tryggvagata verður væntanlega tengd Hverfis götu, enda er Hverfisgata í beinni línu við meginhluta hennar. Fjórar akreinar er áætlað að hafa á Hverfisgötu. Geirsgata er ætluð sem aðalumferðaræð frá höfninni og austur úr. Kemur til mála að opinberar byggingar og íbúðarhús. hafa hana á stöplum og þá jafnvel alla leið frá Ægisgötu og að Fiski félagshúsinu. Með því að hafa brú, sem kosta myndi mikið, gæti at- hafnalíf við höfnina haldið eðlileg um gangi. Ef aftur á móti hin leið in er farin, að leggja götuna í jarðhæð, verður óhjákvæmilega að gera mikið rask við höfnina, og þá að breikka hafnarbakkana, og byggja ný vörugeymskihús. • í þessu skipulagi er gert ráð fyrir Reykjavíkurflugvelli þar sem hann er nú, og því ekki farið út í að skipuleggja það svæði. Þó hef ur verið gert ráð fyrir þeim mögii- leika að leggja Reykjavíkurflug- völl niður, og þá byggt á svæðinu, og opinb. byggingar og íbúðarhús. Á þessu ári verður byrjað á þrem nýjum íbúðahverfum í Reykjavík með samtals um 900 íbúðum. Hverfi þessi eru: Austan við Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, við Elliðavog og á Selási. Heildarskipulag þetta tekur ekki aðeins til Reykjavíkurborgar sjálfr ar heldur og yfir öll nágranna- byggðalögin, Hafnarfjörð, Garða- hrepp, Kópavog og hluta Mosfells sveitar. Er þar einkum um að ræða umferðaræðar er um allt þetta svæði eiga að liggja. Fulltrúar allra íramangreindra sveitarfélaga hafa að undanförnu setið á fundum með skipulagssérfræðingum inn- lendum og erlendum og hefur vsr ið hin ágætasta samstaða um mál þessi. í þessum _ drögum að heildai;- ^kipulagi Stór-Reykjavíkur er gert váð fyrir stóraukinni hlutfallstölu á hvern íbúa hvað varðar skrif- stofu- íbúðar- iðnaðar og skrifstofu húsnæði, en á svæðinu sem um íæðir er gert ráð fyrir að 150 þús manns eigi heima árið 1983. Fólksaukningin er áætluð 37 þús. manns í Reykjavík og þar af 13 þús. á sjálfu nesinu. Sex þúsund rnanna aukningu er gert ráð fyrir í Kópavogi, Garðahreppi og Hafn- arfirði, þrjú þúsund í Seltjarnar neshreppi og afgangurinn á Álfta- nesi og í Mosfellssveit. Nágranna sveitarfélögin búast við að geta tekið við þessari þróun, en þó er gert ráð fyrir að Reykjavíkursvæð ið geti tekið við fimm þúsund fieiri en að framan greinir. Hafnarmálin komu á dagskrá íundarins, en engin lokaákvörðun refur enn verið tekin um fram tíðarhöfn fyrir Reykjavík. Lokið er þó við könnun á hafnarstæði sem nær innan frá Vatnagörðum og fram að Kletti. Vinnuteikning ar og verkfræðiútreikingar hafa verið gerðir að byrjunarfram- kvæmdum við Sundahöfnina og yrði þá að öllu líkindum byrjað inni í Vatnagörðum að reisa hafn armannvirki. Áætlun hefur verið gerð um fjölgun bifreiða fram til ársins 1983 og er gert ráð fyrir að þá verði 371 bíll á hverja þúsund í búa, en þegar umferðarkönnunin var gerð voru þeir 141 á hvert þúsund íbúa. Um framtíðarskipulag miðbæiar ins núverandi er ekkert endanlega ákveðið, frekar en um annað í sam bandi við heildarskipulagið. Hús- in í miðbænum eru mörg gömul, og úr sér gengin, og þvi er margt hægt að gera þar. Talað er um að reisa háhýsi báðum megin við Morgunblaðshúsið, og að graía íramlengingu Suðurgötunnar í jörðu. Þá er talað um að loka hluta Hafnarstrætis, alveg, og enn- fremur að loka fleiri eða færri göt- um í miðbænum fyi'ir bílaumferð. Kirkjustræti og Tryggvagata eru þó*'ætluð sem nokkrar umferðar- götur. Tjarnargatan mun halda sér þrátt fyrir að Suðurg. verði gerð að mikilli umferðaræð til að létta á Lækjargötu. En breikkun Suð- urgötunnar mun ekki ná yfir á grafreiti í kirkjugarðinum. í maí—júní á þessu ári verður svo aftur safnað saman upplýsing um þeim sem þá liggja fyrir hjá hinum einstöku skipulagstjórum en í haust er svo ráðgert að gefa út bókum um heildarskipulagið fram til ársins 1983. Allmiklar breytingar eru fyrir- hugaðar á aðalumferðaræðunum sem liggja að og frá borginni. Þannig er áætlað að byggja nýjar brýr á Elliðaárnar einhvers stað- ar á svæðinu milli núverandi brúa og toppstöðvarinnar. Vega- nrótin á Ártúnsbrekkunni verða flutt upp fyrir Grafarholt, og nú- verandi Suðurlandsvegur lagður niður sem sb'kur í Selásnum. Á Ártúnsbrekkunni fyrir neðan Árbæ og þar um kring er gett ráð fyrir útivistarsvæði, og sömu leiðis upp með Elliðaánum alla leið upp í Heiðmörk. ið á Romanoff-fjölskyldunni. Reikningi þessum var lokað árið 1928 vegna Anastasíu-málsins, og hefur upphæðin staðið á vöxtum síðan. í réttinum í dag vitnaði tann- læknir, sem áður var við hirð zarsins, á móti frú Andersson. Taldi hann, að tennur og kjálkar hennar væru allt öðru vísi, en hjá Anastasíu. ANASTASIA Framhald af 1. síðu. En þessar minnisbækur voru þeg- ar árið 1935, gefnar Konunglega skjalasafninu í Danmörku, og samkvæmt lögum, má ekki af- henda nein skjöl úr því safni, sem eru yngri en frá árinu 1906. Þessi lög halda dönsk yfirvöld fast við, og því fær enginn að vita, á hvaða rökum Zahle byggði niðurstöður sínar. Hertogaynjan Barbara af Meckl- enburg, sem var dæmd einkacrf- xhgi Románoff-rnilljónanna árið 1933, fullyrðir, að frú Andersson sé ekki Anastasía, heldur fátæk stúlka, pólsk að uppruna. Á hún að heita Franziska, en stúlka með því nafni hvarf í Berlín sama ár, og frú Andersson hóf baráttu sína. Sjálfar Romanoff-milljónirnar eru enn þá í Englandsbanka á reikningi þeim, sem Nikulás zar lagði þær inn á nokkru fyrir morð SMÁSÍLD Framhald at 16. siðu. sem þeir eru á sömu svæðum í mis munandi hlutföllum frá ári til árs. Þrátt fyrir þetta virðast stofnanir greinast furðu vel í sundur þegar líður að hrygningartímanum, þann ig að hvorki hrygnir norsk síld hér að jafnaði að neinu ráði né íslenzk síld við Noreg. Því miður reyndist ekki unnt að ákvarða stærð íslenzku síldar- stofnanna með eins miklu öryggi og hins norska stofns, en niður- stöður síldarmerkinga og stofn- rannsókna sýna þó, að magn ís- lenzkrar vorgotssíldar á Norður- og Austurlandsmiðum hefur á und- anförnum árum (1956—1962) ver ið 1,4—3,2 millj. smálesta. Þá hafa endurheimtur síldarmerkja enn fremur sýnt, að síldarmagnið á haust- og vetrarsíldarmiðum sunn- an- og suðvestanlands er miklu minna en fyrir norðan og aust- an á sumrin. Fundurinn fjallari ýtarlega um þau gögn, sem lögð voru fram um hinar miklu smásíldarveiðar Norð manna og áhrif þeirra á stærð stofnsins. Sovézku fulltrúamir töldu, að enda þótt meginorsök þess, hve norska síldarstofninum hrakaði á tímabilinu 1957—1962 muni vera af völdum náttúrunnar, þá séu smásíldarveiðar Norðmanna ein mikilvæg ástæða fyrir hnignun stofnsiris á árunum 1956—1962. Niðurstöður fundarins voru þær að enn liggi ekki fyrir nægi- leg vísindaleg gögn, svo að unnt sé að ákvarða, hve mikið smásíld- arveiðar dragi úr veiði stórsíldai-- innar, einkum vegna þess, að enn er ekki vitað með neinni vissu, hve stór hluti norska síldarstofns ins elst upp utan þeirra svæða, sem Norðmenn stunda veiðarnar á. Var pað einróma álit fundar- manna, að auka beri smásíldar- rannsóknir að miklum mun frá því sem nú er, svo að unnt verði hið fyrsta að fá örugga vitneskju um þetta mikilvæga atriði. Útboð Vegna byggingar Borgarsjúkrahússins í Fossvogi, er óskað eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á eftirfarandi: 1. Innihurðum. 2. Fataskápum í sjúkrastofur. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora, Vonar- stræti 8, gegn 2000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Ráðskona óskast til að taka að sér heimili um óákveðinn tima. 3 börn að hugsa um. Tilboð óskast sent afgr. Tímans merkt: „Þrjú börn“ T í M I N N, laugardagur 11. apríl 1964. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.