Tíminn - 07.05.1964, Side 8

Tíminn - 07.05.1964, Side 8
ÓGLEYMANLEG NÆTURGISTING laust upp á fjallsbrúnina. Og skyndilega opnast okkur sýn. Fyrir fótum okkar liggur djúp hvilft í fjallið, sem myndar hálfhring. Botn hvilftarinnar er þakinn nýju rjúkandi hrauni og í miðju hennar blasir við gapandi ginið á Surti. Út úr hvítglóandi skoltinum þeytast hvæsandi eldtungur hátt til himins og falla aftur niður með þungum dyn. Þegar bráðnað hraunið fellur niður á barma gígsins, fletjast sletturnar út og líta út eins og risastórar glóandi pönnukökur. Svo breyt ist litur þeirra úr gullnu í dumbrautt og því næst verður hraunið dökkt og úfið eins og áður, þar til Surtur skyrpir næst út úr sér. Gígopið sjálft er nokkrír tugir metrar í þver mál og lítið eitt aflangt. Kring- um það hefur hlaðizt upp keilu %tga hæð, sem stöðugt hækkar ® bætist við. Niðri á botni gígsins sýður og kraumar bráð ið grjótið og með stuttu milli- bíli verða þar miklar spreng- ingar, svo að jörðin nötrar. Þá þeytast bráðnar hraunslettur að efnismagni á við heilar stór byggingar hátt upp í loftið. Þær, sem hæst komast, fara á annað hundrað metra yfir gíg- inn. Stundum dreifist úr efninu í nokkurra tuga metra hæð og fellur þá glóandi eimyrjan á gígbrúnirnar og næsta um- hverfi, en stundum fellur næst- um allt efnið aftur niður í glóandi gígskálina. Við og við hrynja stórar fyllur af gló- andi hrauni innan úr gígbrún- unum niður í gígpottinn og enda þótt stærð þeirra sé á borð við meðal íbúðarhús, gleypir þessi ógnarkjaftur það án þess að nein sjáanleg merki séu um að honum verði bumb- ult af því. Við störum dáleiddir á þetta langa hríð. Svo eru myndavél- arnar teknar fram og Ósvaldur kvikmyndar. Síðan kveðja þeir, sem ætla aftur í land okkur og óska okk- ur góðrar dvalar yfir nóttina og svo stöndum við Ósvaldur einir eftir á fjallinu. Við göng- um um næsta umhverfi og virð um það fyrir okkur. Suðaust- anvert við eldstöðvarnar hef- ur orðið nokkurt misgengi að- eins fyrir fáum dögum. Fjallið hefur klofnað og vestari hlut- inn sigið niður um allt að hálf- um metra. Ekki hefur sprung- an þessi gliðnað neitt í sund- ur og er því lítið áberandi til að sjá. Þegar við höfðum horft nægju okkar á gosið frá fjalls- brúninni, fórum við að fikra okkur niður með fjallshliðinni til hliðar við gíginn að norðan verðu. Að vörmu spori vorum við komnir niður að hrauninu rétt neðan við gíginn. Það var enn heitt og rauk víða úr því og sums staðar glitti í glóð. Við létum það þó ekki aftra okkur frá að ganga út á það, enda var yfirborðið aðeins yl- volgt. Þar fórum við eins ná- lægt Surti og okkur fannst ráð- legt án þess að hætta lífi okk- ar um of, enda vorum við að- eins í nokkurra tuga metra fjarlægð frá gígnum og gló- andi sletturnar féllu niður rétt við fætur okkar. Myndavélarnar fengu nú nóg að starfa um hríð og ^ kvik- myndatökuvélin hjá Ósvaldi malaði í sífellu. Er við höfðum fengið nægju okkar af dvölinni í kjaftvik- inu á Surti, héldum við niður með hraunröndinni að norðan- verðu. Víða streymdu brenni- steinsmengaðar gufur upp úr hrauninu, sérstaklega þar sem hraunið kom saman við fjalls- hlíðina og hafði runnið niður með henni. Þar mátti víða sjá hina fegurstu litadýrð, sem ógerlegt er að lýsa með orðum til neinnar hlítar. Sums staðar var hraunið tilsýndar eins og vaxið alla vega litum gróðri, en þegar betur var að gáð, voru þetta aðeins útfellingar, sem komið höfðu með gufu upp úr iðrum jarðar og tekið á sig þessa mynd, er þær þéttust á yfirborði hraunsins. Von bráðar blasti sjórinn við okkur og lagði smá gufumekki upp 6. nokkrum stöðum þar sem öldurnar sleiktu heita steinana. Enn á hraunstraum- urinn, eftir að renna dálítinn spöl áður en hann hefur kom- izt fyrir norðurhöfða eyjarinn- ar, en þar hefur Ægir konung- ur höggvið nokkurt skarð í fjallshlíðina og myndað næst- um lóðrétt standberg. Gaman er að sjá þar, hvernig móberg-' ið er að myndast fyrir augum manns. Þar sem sandurinn og leirinn hafa legið undir þrýst- ingi, hafa þau runnið saman í nokkkurs konar móhellu, sem að útliti minnir mjög á mó- bergsmyndanir, en er aðeins ekki eins þétt fyrir. Kannski verður þarna kominn móbergs- tindur að nokkrum árum liðn- um? Við héldum nú til farangurs okkar og fengum okkur hress- ingu og síðan var haldið upp á eyjuna á nýjan leik. Þegar rökkva tók um kvöldið, stóð- um við á brúninni og horfðum ofan í glóandi deigluna, þar sem „Logi reiður“ stundar sína steypuvinnu. Þegar dimma tók varð allt baðað eldrauðum ann- arlegum bjarma. Við gengum niður með gígnum sömu leið og fyrr um daginn. Á vinstri hönd þrumaði eldgígurínn og kastaði glóandi hraunslettum hátt í loft upp og við hverja sprengingu titraði jörðin undir fótum okkar. Allt var eitthvað svo óraunverulegt eins og það væri á annarri plánetu. Þannig hafa forfeður okkar víst hugs- að sér að bústaður myrkra- höfðingjans liti út hið ytra. Við hristum af okkur slíkar hugrenningar og höldum niður fyrir gíginn þangað, sem við ; vorum fyrr um daginn. Þangað | er nú ekki árennilegt að líta, I því að stöðugar glóandi hraun- j slettur falla nú til jarðar úr 1 mikilli hæð, þar sem við stóð- j um nokkrum klukkustundum j áður. Við förum samt eins ná- i lægt og við teljum hættulaust ■ að dvelja og horfum um stund á þessa ægifögru sýn. Slík sjón mun engum þeim gleymast, sem séð hefur, svo stórfenglegt er að vera vitni að því, hvernig nýtt land verður til, hvernig ægikraftar náttúrunnar þeyta hundruðum tonna hátt til him- ins, hvemig hafið sleikir gló- andi hraunröndina og hvernig jörðin nötrar við þessi tröll- auknu átök.------- Við lágum í tjaldi Ameríku- mannsins Burt um nóttina í nokkrar klukkustundir. Hann var sá eini útlendinganna, sem eftir var í eynni, hinir fóru með Haraldi til Vestmannaeyja daginn áður. Burt var hinn al- úðlegasti og vildi allt fyrir okk- ur gera og við gáfum hvorir öðrum að smakka af nestis- birgðum okkar áður en gengið var til náða og að síðustu var drukkið lútsterkt kaffi. Fyrir birtingu var enn hald- ið á Surt og dvalið þar til morguns en þá kom Haraldur til þess að sækja okkur aftur. Um klukkan 9 þann 30. apríl var aftur stigið á skipsfjöl og haldið heim á leið eftir vel- heppnaða næturdvöl á Surtsey og með minninguna um ógleym anlegt ferðalag í huganum. Ævar Jóhannesson. VÍÐAVANGUR — áætlauir bornar saman og mis munurinn á niðurstöðum þeirra sýniir 80 milljónir. Þetta er svo kölluð skattalækkun um 80 milljónir. Hins er lítt getið, að annars vegar er áætlun um heildartekjur, sem aldrei liefir verið framkvæmd og ekki er talin framkvæmanleg, en hins vegar er áætlun, sem ákveðið er að framkvæma. Með öðrum orðum, það á að lækka skatt- tekjur ríkissjóðs, sem aldrei hafa fa'llið til, um 80 milljónir, en hækka þær skatttekjur sem ákveðið er að innheimta í ríkis sjóðinn á þessu ári. Góð eftirmæli f málflutningi stjórnarblað- anna til varnar hinum tilbúna töluleik blandast skattstigar og á'lagningarreglur frá árinu 1958 rétt eins og þær myndu óbreyíí ar í dag ef vinstristjórnin væri enn við völd. Virðist þetta þýða hugdettu stjórnarblað- anna um, að litlar eða engar verðbreytingar til hækkunar hefðu átt séir stað s.I. 6 ár ef vinstristjórnin hefði setið að völdum í stað viðreisnarstjórn arinnar. Ekki þarf vinstristjóm in að kvarta yfir slíkum eftir- mæ'lum, en óvænt eru þau úr þessari átt þótt vafalítið sé nokkuð rétt í þcssari óviljandi viðurkenningu stjórnarblað- anna. KAUPFÉLAG N-ÞINGEYINGA hreppum og sýslu væri "'þessi eft irgjöf ekki heimil að stjórnarskrá og landslögum skildist manni. Þetta hefði þó mjög létt undir með mönnum og stöðvað skúldasöfriun ina, svo að þeir hefðu ef t:I vill komizt úr klócn kreppunnar fyr, ef úrræði kaupfélagsins hefði fengið framgang. En svo kom það á daginn, að leiðin, sem við höfðum bent á og viljað fara cn verið bönnuð, varð einmitt úr- ræði þings og stjórnar með lög unum um Kreppulánasjóð 1935. Þá var allt í einu orðið heimilt að gefa eftir, og kaupfélagið tók auðvitað sinn miikla þátt í því, og segja má, að í það hafi þeir sjóðir farið, sem búið var að safna. Á síðari árum, bætir Pétur við, — höfum við svo tekið upp þá nýbreytni eftir að kaupfélaginu óx aftur fiskur um hrygg, að lána bænduim ofurlítið til bústofns- kaupa, hefur bæði verið um að ræða unga bændur, sem eru að hefja búskap og eldrí, sem höfðu of lítil bú og voru að reyna að stækka þau. Þessi lán hafa kom- ið sér vel, verið afborgunarlaus fyrsta árið en síðan átt að greið- ast á fimm árum. — Svo var kaupfélaginu skipt? — Já, þróunin var sú, að það mátti telja eðlilegt. Raufarhöfn efldist og stækkaði, svo að þar varð nægilegt evrkefni sjálfstæðs kaup íélags. Skiptin fóru fram í miklu bróðerni, og ég flutti meira að segja tillöguna. Síðan hafa kaup- íélögin haft með sér ýmsa sam- vinnu sem báðum er íi! hagsbóla — Hvernig er afkoima og rekst- ur síðustu ár? — Félagið er sterkt, en þó fer ekki milli mála, að engu hefur mátt mur.a til þess að undan hall- aði. Þó hefur mönnum tekizt að forðast skuldasöfnun hjá okkur, en framkvæmdirnar hafa minnk- að að mun og búin ekki stækkað eins og þyrfti til þess að halda í horfi. En hart hefur okkur þótt að verða að senda suður í frysti- klefa Seðlabankans miklar fjár- fúlgur úr innlánsdeild okkar, fé, sem við hefðum þurft að nota til rekstrar og eflingar félaginu eða til þess að efla hag félagsmann- anna. — Nú á að halda aðalfundinn í Skúlagarði? — Já okkur fannst það vel við eiga á afmælinu. Þessi sveit er vestast á félagssvæðinu, en þar hefur rikt mikill félagsþroski, eins og fram kemur í því stór- myndarlega átaki að reisa félags- beimilið í Skúlagarði. Það er af- reksverk fámennrar sveitar. Ég vil að lokum leggja á það áherzlu, sagði Pétur, að Kaupfé- lag Norður-Þingeyinga og hérað þess hafa alltaf orðið samferða. Flest átök til framfara hafa með einhverjum hætti verið í snert- ingu við kaupfélagið, annaðhvort með beinni aðild þess eða stuðn- ingi að meira eða minna leyti. Fé- lagið hefur ætíð talið mikilvægt að eiga hlut að því að bæta hag félagsmanna, ekki aðeins í við- skiptunum, og mörgum hefur það hjálpað yfir örðugan hjalla. Fé- lagið hefur verið sterkt, af því að féíagsmennirnir voru traustir, og sá styrkur þeirra, sem þar safn- aðist í sjóð, kom þeim aftur til góða, margfaldaður mættj samtak- anna. Félagið hefur einnig gert sér far um að reyna að fylgjast með, hvar skórinn kreppti að eða þörf var. úrræða, og einnig að laga sig eftir kröfum tímans og þróun mála, svo að það gæti orð- ið við nýjum kröfum á nýjum og breyttum tímum. Ég tel, að það hafi tekizt vonum framar. — Finnst þér unga fólkið nú hafa eins mikinn áhuga á kaupfél- agstnálum og í þínu ungdænii Pétur? — Nei, því miður verð ég að segja, að svo er ekki. Viðhorfið er einhvern veginn allt annað. Skilningurinn á félagsátökunum ekki sá sami, og það viðhorf er nú mjög ráðandi, að allt fé, sem lagt er í sjóði, sé eiginlega glatað Mælikvarðinn er annar, en þó er ekki því að neita, að menn skilja og viðurkenna enn almennt gildi og' starf kaupfélagsins og sjá ekki annað betra til úrræða. Og ég hef þá bjargföstu trú, að kaupfélögin eigi engu síður við nú en fyrir hálfri öla eða 70 árum, og þau eru og verða mesta lyftistöngin til hagsældar í framtíðinni. Félags hættir samvinnunnar eru þeir beztu, sem við eigum völ á. —AK. Sólveig iónsdóttir frá Vindási F. 20.1. 1873. D. 9.3. 1964. KVEÐJA FRÁ TENGDADÓTTUR Þótt horfin sért þú héðan Veiga. mín. Við hugsum til þín ég og börnin mín. Ilin bjarta gleði, er breiddist út frá þér hún býr í hjörtum okkar minning þín. Hvert sólskinsbros er gjöf af góðum hug er græðir mein og vísar sorg á bug, Þú áttir sterka, milda móðurhönd við misjöfn kjör þú sýndir kjark og dug. En alltaf varst þú öllum hlý og góð i ást og trú þú vannst svo mild og hljóð. Þú áttir vissa heimferð himins til, í hjartans þökk ég sendi kveðjuljóð. (Vegna mistaka í blaðinu s. 1. fimmtudag 30. apríl birtist þetta ljóð aftur). Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt augíýsingu viðskiptamálaráðuneytisins í 1 .tölublaði Lögbirtingablaðsins 1964. fer önn- ur úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1964 fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru í I. kafla auglýsingarinnar fram í júni 1964. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyr- ir 1. júní næstkomandi. Landsbanki íslands, (Jtvegsbanki íslands. 13 til 14 ára telpa Óska eftir góðri telpu, 13 til 14 ára til að gæta tveggja barna 5 og 6 ára, þar sem húsmóðirin vinnur úti frá 9 til 5. Gott kaup og húsnæði ef óskað er. Nánari upplýsingar í síma 37831. 8 T f M I N N, fimmtudaginn 7. maí 1964

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.