Tíminn - 24.05.1964, Blaðsíða 6
Páll Melsteð
íslenzka þjóðin átti marga
merkilega brautryðjendur á
öldinni, sem leið. Alltof marg
ir þeirra eru að gleymast þjóð-
inni. Einn þessara brautryðj-
enda var Páll Melsteð. Jónas
Jónsson hefur réttilega komizt
svo að orði, að hann hafi orð-
ið í nýjiim sið fyrsti sögu-
kennari þjóðarinnar. Fyrir
hans tíð hafði enginn íslenzk-
ur sögumaður snúið sér að því
að rita í heild- sögu fjarlægra
þjóða. Páll reit fyrst stutta
mannkynssögu, en síðar lengri
veraldarsögu og sögu Norður-
landa í fleiri bindum. Bók-
menntafélagið gaf þessi rit út
og voru þau um langa hríð vin-
sælustu og mest lesnu sögu-
bækur á íslandi, að fornsög-
unum undanskildum. Á tvenn-
an hátt, hafði þessi sagnritun
Páls hin djúptækustu áhrif. Við
það að kynnast sögu annarra
þjóða, fengu íslendingar betri
skilning á eigin sögu, og jafn-
framt margvíslega hvatningu í
frelsisbaráttunni. Við lesturinn
á ritum Páls, lærðu menn einn-
ig að meta snjalla frásögn og
fagurt ritmál. Páll var frábær
ritsnillingur. Um ritmál hans
hefur réttilega verið sagt, að
hann hafi byggt það á menn-
ingararfi sveitanna, fombók-
menntunum og málfágun Bessa-
staðaskóla. Páll hafði það fyrir
sið að lesa Njálu árlega til að
varðveita tengslin við forn-
bókmenntimar.
Afreksverk
Ástæðan til þess, að Páls
Melsteðs er getið hér að fram-
an, er ekki sízt sú, að nýlega
hefur verið þýtt erlent sögurit
á íslenzku, en þýðing þess
hefur tekizt svo vel, að ekki
er óeðlilegt að gömlum aðdá-
anda Páls Melsteðs komi hann
í hug við lestur þess.
Rit það, sem hér er átt við,
er Rómaveldi eftir hinn heims-
þekkta ameríska sagnritara
Will Durant. Durant hefur um
langt skeið unnið að því að
rita mannkynssögu, og hefur
nú lokið sjö bindum, og fjallar
hið síðasta um tímabil Lúðvíks
fjórtánda. Ætlun Durants mun
að ljúka því, sem eftir er, í
tveimur bindum, ef honum
endist aldur til. Mannkynssaga
Durants þykir ein hin skemmti-
legasta og fróðlegasta, sem rit-
uð hefur verið, bæði sakir þess
hve vel hann segir frá og yfir-
sýn hans er mikil. Orðsnilld
hans er við bmgðið, og því
var mikið í fang færzt, þegar
ákveðið var að þýða Rómverja-
sögu hans á íslenzk, en hún er
þriðja bindið í áðurnefndu rit-
verki hans. Það verk hlaut að
velta mjög á því, að þýðingin
yrði vel leyst af hendi. Það
verk hefur Jónasi Kristjánssjmi
tekizt svo, að hiklaust má
kalla það bókmenntalegt afrek.
í þýðingu hans helzt alveg
hin lifandi frásögn Durants og
málfar allt er svo snurðulaust
og vandað, en þó orðfrjótt og
kjarnmikið, að vel mætti ætla,
Jónas nemanda úr Bessastaða-
skóla, engu síður en Pál Mel-
steð.
Þess ber að vænta, að út-
gáfa Menningarsjóðs á Róma-
veldi, verði upphaf þess, að
það gefi út alla mannkynssögu
Durants. Þá myndi þjóðin eign-
ast mikið og lærdómsríkt önd-
vegisrit á eigin máli, enda
eigi vanzalaust, að meiri háttar
mannkynssaga sé ekki til á
íslenzku.
Saga Rómverja er
saga vor
Stuttur formáli eftir Durant
fylgir Rómverjasögunni. Hann
vitnar þar til þeirra ummæla
Nietzsche, að heimspekin hafi
þokað úr sessi fyrir sög-
unni, og sjálfur lætur Durant
þannig ummælt, að menn „læri
meira um eðli mannanna með
því að athuga háttsemi þeirra
í sextíu aldir heldur en með
því að lesa Platon og Aristo-
teles, Spinoza og Kant“.
Um Rómverjasögu sjálfa seg-
ir Durant:
„Þessi merkilega hliðskjálf-
arsýn hefur dýpri merkingu í
sér fólgna: Hún ber glöggan,
og stundum uggyænlegan svip
af menningu vorra ,daga og
vandamálum þeim, sem vér eig-
um við að stríða. Þennan kost
hefur það með sér, að rann-
saka menningu þjóðar í öll-
um sínum margbreytileik —
þá getum vér, við hvert fót-
mál í ferli hennar, borið hana
saman við áþekk einkenni og
eðlisþáttu í vorri eigin menn-
ingu, og fundið vörnuð eða
hvatningu í hinni fornu eftir-
líkingu nútíðarlífsins. í basli
Rómverja við óþjóðir utan- og
innanlands, er okkar basli lif-
andi lýst. Átök Rómverja við
líkamlega og siðlega úrkynjun
þjóðarinnar, mættu verða leið-
arst’einar við farveg vor nútíð-
arfólks. Stríð Gracchusbræðra
við öldungaráðið, Maríusar við
Súllu, Caesar við Pompeius,
Antoniusar við Octavianus, er
það stríð, sem enn í dag logar
með stundarhléum friðarins.
Og hin örvæntingarþrungna
viðleitni Miðjarðarmanna til að
varðveita vott frelsis undir oki
harðstjórnar, er spásögn um
það ætlunarverk, sem oss er
fyrir hugað. De Nobis fabula
narratur: Saga Rómverja er
saga vor.“
Með því að lesa Rómaveldi
eftir Durant, munu menn
skilja þessi orð betur:
Eftirmæli þingsins
Þingið, sem lauk störfum
fyrir hvítasunnuna, er eftir-
minnilegt af tveimur ástæðum.
Annars vegar bar það þess Ijóst
vitni, að ríkisstjórnin er ým-
ist stefnulaus eða fylgir nei-
kvæðri stefnu í þeim vanda-
malum þjoðarinnar, sem nu eru
mest aðkallandi, t.d. efnahags-
málum og húsnæðismálum.
Hins vegar bar þingið vitni
um jákvæðari stjórnarand-
stöðu en hægt er að finna
dæmi um, þótt langt sé farið
aftur í tímann.
Þau fáu umbótamál, sem
þingið afgreiddi, voru árangur
af baráttu Framsóknarmanna á
fyrri þingum, t.d. aukin fram-
lög til vegamála og meiri styrk-
ur við stækkun litlu búanna.
Stjórnarliðið hafði áður fellt
þessi mál, en taldi það ekki
fært lengur.
Þau mörgu, jákvæðu um-
bótamál, sem Framsóknar-
flokkurinn flutti á þinginu, t.d.
varðandi húsnæðismálin, stuðn-
ing við aukna framleiðni og
eflingu jafnvægis í byggð
landsins, lét stjórnin yfirleitt
daga uppi. En baráttunni fyrir
þeim verður haldið áfram, og
fyrr en síðar verður hin nei-
kvæða mótspyrna stjórnar-
flokkanna sigruð. En í mörgum
tilfellum getur sá dráttur orðið
þjóðinni tilfinnanlegur.
Mikill sigur
Sennilega verður það ekki
nema eitt mál, sem mun halda
nafni hins nýlokna þings á
lofti. Þetta mál er tengt við
einn mesta ósigur, sem ríkis-
stjórn hefur beðið á Alþingi,
og jafnframt einn mesta sigur,
sem stjórnarandstaða hefur
unnið þar. f upphafi þingsins
var það ljóst, að ríkisstjómin
stefndi markvisst að því að
hafna öllum viðræðum við
launþegasamtökin en festa allt
kaupgjald með valdboði, án
þess að bæta mönnum nokk-
uð vaxandi dýrtíð. Lagasetn-
ing um þetta var stöðvuð með
einbeittri mótspyrnu stjórnar-
andstæðinga. f þinglokin hafði
stjórnin verið svo gersigruð að
þessu leyti, að hún hafði fallizt
á samninga við verkalýðssam-
tökin, og gera menn sér nú
góðar vonir um að þeir muni
takast. Þjóðin mun þá búa við
frið í þessum málum næstu
misserin í stað ófriðar, er hefði
fylgt lögþvinguninni. Stjórnar-
andstaðan hefur þá vissulega
unnið hér giftudrjúgan sigur.
Bent á úrræðin
Stjórnarandstaðan hefur gert
meira með hinu jákvæða starfi
sínu en að neyða ríkisstjórnina
til að fallast á hina friðvæn-
legu samningaleið. Af hálfu
Framsóknarflokksins hefur ver-
ið bent á raunhæf úrræði, sem
ættu að geta tryggt samkomu-
lag. Með lækkun hinna miklu
umframálagna, sem ríkisstjón-
in lætur ríkið innheimta nú, á
bæði að vera hægt að lækka
svo rekstrarkostnað atvinnu-
veganna, að þeir geti risið und-
ir hærri kaupgreiðslum, og að
draga svo úr framfærslukostn-
aði, að launafólk fái verulegar
kjarabætur án kauphækkana.
Niðurgreiðslur gætu hér einnig
komið til greina. Vaxtalækkun,
sem væri gerð jafnhliða verð-
tryggingu sparifjár, myndi einn-
ig stuðla að þessu. Síðast, en
ekki sízt, myndi afnám banns-
ins gegn verðtryggingu launa,
greiða mjög fyrir samkomu-
lagi milli atvinnurekenda og
launþega.
. Um öll þessi mál, fluttu
Framsóknarmenn margháttað-
ar tillögur á Alþingi. Þannig
hefur stjórnarandstaðan ekki
aðeins þvingað stjórnina inn á
samningaleiðina, heldur bent
henni á heppileg úrræði, sem
myndu geta tryggt samkomu-
lag. Fá dæmi munu vera um
svo jákvæð vinnubrögð stjórn-
ar andstöðu.
Hvalfjörður
Stjórnarblöðin halda áfram
áróðri fyrir því, að hættulaust
sé að leyfa erlendum hernað-
araðilum að koma upp bæki-
stöð í Hvalfirði. Ætlunin sé að-
eins að koma þar upp olíu-
geymum. Hitt sé fjarstæða, að
þeir eigi aðeins að vera áfangi
að öðru meiru, t.d. bækistöð
fyrir ofansjávarskip, búin
kjarnorkuvopnum.
í þessu sambandi er rétt að
minnast áróðurs stjórnarblað-
anna, þegar verið var að veita
leyfi til stækkunar sjónvarps-
stöðvarinnar í Keflavík. Nýja
stöðin átti ekki að draga neitt
lengra heldur en gamla stöðin.
Hún átti aðeins'að isjást betur
á Keflavíkurflugvelli. Það væri
því fjarstæða, að hér væri
raunverulega verið að veita
I'.andaríkjunum einkaleyfi til
reksturs sjónvarps, er ná
myndi til meirihluta þjóðar-
innar.
Nú vita allir, hvernig þetta
hefur orðið í framkvæmd. Af
þessu geta menn svo dregið
sínar ályktanir, þegar stjórn-
arblöðin eru að gera lítið úr
þeim hernaðarframkvæmdum,
sem Nato hefur ráðgert í Hval-
firði.
Skuldasöfnun
í góðæri
l’áar upplýsingar munu hafa
komið mönnum meira á óvart
en að skuldir þjóðarinnar um-
fram inneignir skuli hafa auk-
izt um 340 millj. kr. síðan í
árslok 1958, þar sem ekki hef-
ur verið ráðizt í neinar stór-
framkvæmdir á þessum tíma,
gjaldeyrisöflun hefur aldrei
verið hagstæðari og ríkisstjóm-
in hefur talið það helzta stefnu-
mál sitt að lækka erlendu
skuldimar, því að þær hafi
verið orðnar alltof miklar.
Hinar auknu inneignir bank-
anna erlendis, sem stjórnar-
blöðin guma mest af, byggjast
þannig ekki á raunverulega
bættri stöðu, heldur rekja að
öllu leyti rætur til skulda-
söfnunarinnar.
Góður búmaður, sem ekki
stendur í neinum sérstökum
stórframkvæmdum, safnar ekki
skuldum í góðæri. Því er erfitt
að hugsa sér öllu meiri áfellis-
dóm um „viðreisnina“, en að
hún skuli hafa aukið þjóðar-
skuldirnar um 340 millj. kr.
umfram inneignir síðan í árs-
lok 1958.
UM MENN OG MÁLEFNi
6
TÍMINN, sunnudaginn 24. mai 1964