Tíminn - 24.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.05.1964, Blaðsíða 15
Sjálfsmynd málarans komin heim eftir 64ra ára útivist SUMARSÝNING verður opnuS í Ásgrímssafni í dag, og hafa myndir verið valdar á hana aðallega með það fyrlr augum að gefa erlendum gest- um yfirllf yfir listferiI Ásgríms Jónssonar, hefst í tímaröð á vatnslitamynd af Heklu og Þjórsá frá 1904, en ein hln síðasta er Flótti undan eldgosl, sem listamaðurinn lauk vlð 1955. Þó verður þarna sýnd eln elzta sjálfsmynd, sem fundizt hefur af Ásgrími, máluð aldamótaárið, en nýlega komin í eigu Ásgrímssafns. Sig- urður Benediktsson listaverkasali kom helm með hana frá Danmörku í vetur og tjáði forstöðukonu safnstns, að nú væri mynd þessi komin heim eftlr 64 ára útivist, og gaf safninu kost á að eignast hana, því að safnlð átti fyrlr aðelns eina smámynd af Ásgrfml ungum manni, sem var máluð um 1904 og fatnnst í kortarusli eftir að málarinn léit. Þessa sjálfsmynd frá 1900 keyptl Sigurður úr dánarbúi dansks martns, Kragegaard að nafnl ,sem var vlnur Ásgrlms og skólabróðlr á Llstaháskólanum í Kaupmannahöfn um aldamótin. Myndln er lójfll sentimetrar á stærð. Telur frú Bjarnveig forsröðukona safninu miklnn feng að hafa eignait þessa mynd. Ásgrímssafn hefur, í sambandi við sumarsýninguna, látið prenta upplýsingarit á ensku, dönsku og þýiku, um Ásgrím málara og safnið. Einnig eru þar til sölu litprentuð kort af landslagsmyndum í éigu safns- Ins og einnlg af nokkrum þjóðsagnateikningum. Ásgrímssafn að Berg- staðastræti 74 er opið sunnudaga, þrlðjudaga og fimmtudaga kl. 1,30 til 4 síðdegis, nema i júll og ágúst daglega, nema laugardaga, á sama tíma. SURTSEY Framhald af 1G. siðu. legum rannsóknum, sem og haf- fræðilegum rannsóknum í sam- bandi við Surtsey, en hins vegar enætti helzt ætla, að framlag er- FÁ ORÐ UM . . . Framhaid ai 9 síðu. gerir, að kritikkin er mjög í mol- um ; aðeins tvö blöð hafa fasta gagnrýnendur. Stundum virðist ekki mega nefna myndlist án þess menn spretti upp og séu reiðir. Hafa margar skelfingar af því hlotizt, hve hörundsárir menn eru í þessum efnum, en það ber líka vott um, að átök eiga sér stað í myndlistinni. Sá gustur er víst listinnj heppilegri en allsherjar jábræðralag í stafa- logni. — BÓ. Framsóknarkonur Félag Framsóknarkvenna held- ur fund fimmtudaginn 28. þ.m. i Tjarnargötu 26 kl. 8:30. Fundar- efnið er lokunartími sölubúða o. fl — Félagskonur fjölmennið. Stjórnin. iendra vísindamanna gæti orðið þýðingarmest á sviði líffræðilegra rannsókna. Að vísu eigum við einnig á að skipa ágætum mönn- um á þeim sviðum, en mörgum sérsviðum frumdýra og frum- plantna er þó ekki aðstaða eða tími til að sinna, meðal annars vegna mikilla anna og skorts á vísindamönnum á þeim sviðum. íslendingarnir lögðu sérstaka áherzlu á, að rannsóknir 1 Surts- ey yrðu að ná til stærra . svæðis til þess að fá sem gleggslan sam- anburð. Voru allir sammála þessu og töldu jurtafræðingamir m.a. nauðsymegt að rannsaka ítarlega hinar ýmsu óæðri jurtir á eyjun- um í kringum Surtsey og á suður- strönd landsins. Lögð var áherzla á, að allar rannsóknir, sem erlendir vísinda- menn hefðu áhuga á að fram- kvæma i Surtsey, yrðu að sam- þykkjast af viðkomandi íslenzkum yfirvöldum og rannsóknastarfsem- in í heiid að samræmast. Ef úr slíku sameiginlegu vísindaátaki yrði ,var rætt um nauðsyn þess að útnefna íslenzkan vísindamann, sem hefði yfirumsjón með starf- inu, sem og erlendan, til þess að samræma þeirra þátttöku. Þessar rannsóknir gætu orðið mjög lang- varandi, jafnvel staðið í áratugi. Að lokum gerði ráðstefnan eft- irfarandi samþykkt: „Surtseyjarrannsóknir í heild hafa alþjóðlegt, sérstætt og mikið vísindalegt gildi.“ Á ráðstefunni reyndist þó ekki unnt að gera ákveðna áætlun um heildarrannsóknir í Surtsey, enda kom fram hjá hinum erlendu vís- indamðnnum, að þeir töldu sig ekki hafa heimild til þess að skuld binda tíma sinn eða fjármuni sinna stofnana, og jafnframt virt- ust einstakir þeirra telja tölu- verðum vandkvæðum bundið að fóma tíma sínum frá öðrum mik- ilvægum rannsóknaverkefnum heima fyrir. Enn er því alls ekki séð hver niðurstaðan verður. Fljót lega er þó gert ráð fyrir tillögum um þátttöku erlendra vísinda- manna í heildarrannsóknum í Surtsey og á svæðinu þar í kring, ef sú verður niðurstaðan. Á með- an halda íslenzkir vísindamenn á- fram rannsóknum sínum, og er nú jafnframt ráðgert að samræma þær eins og frekast er unnt, hvort sem úr hinni erlendu þátttöku verður eða ekki. Að lokum skal það tekið fram, að miklar ferðir manna út í Surts- ey, eru mjög til trafala fyrir ítar- legar, líffræðilegar rannsóknir þar, og má telja víst, að þær verðj að útiloka, ef ráðizt verður í um- ræddar heildarrannsóknir. Maður- inn hefur stórkostleg áhrif á þró- un lífs á stað sem þessum. Þau áhrif er afar erfitt að aðgreina frá hinum eðlilegu landnámsleið- um náttúrunnar.________________ HÆSTIRÉTTUR Framhald af 1. síðu. dóms- og kirkjumálaráðun. Við framhaldsnám í Svíþjóð 1946—1947; lidl. 3. marz 1949; löggiltur til sóknar op- inberra mála í héraði í nóv. 1951. Yfirsakadómari í Rvík frá því í júní 1961. Kona Loga er Oddný Gísladóttir. SKARÐIÐ Framhalc aí 16. síðu. Færð er nú sæmileg yfir Siglu fjarðaískarð og vegurinn ekki far inn að grafast sundur af vatni enn þá, þar eð snjórinn er ekki byrj- aður að bráðna. MORÐ? Framhald aí 1. síðu. ' að barnið var einungis 4,45 kg. þungt, en það er venju- leg þyngd tveggja mánaða barns. Lögreglan hefur því á kært frú Longpré fyrir morð. Þar að auki kom I ljós, að barnið gat hvorki gengið né talað, fætur þess voru vanskapaðir og enginn lækn ir hafði nokkru sinni feng- ið að ranusaka það. Aðeins eirtn nábúanna hafði fengi að sjá bamið. í réttinum í gær neitaði frú Langpré að hafa myrt bamið. Mál þetta hefur vakið mjög mikla athygli í Belgíu, vegna þess, að á síðasta ári var móðir sýkn- uð eftir að hafa drepið viku gamla dóttur sína, sem fæðst hafði án handa og fóta. SVEIT 12 ára drengur óskar að komast í sveit í sumar. Upplýsingar í síma 3-55-71. ÍSLENZK—NORSK — Hver er það, sem gefur bókina út? — Það er Vestmannalaget á Sunnmöre í Bergen. Þeir eru byrjaðir að setja handritið, en bókin kemur ekki út fyrr en eftir nýárið. Hingað kemur hún á sama tíma, og ég vildi benda þeim á, sem hafa áhuga á að eignast bókina, að skrifa mér, og mun ég þá senda þeim eintak. — Hvað verður bókin marg- ar blaðsíður? — Það er ekki ákveðið, en ég gæti gizkað á 400. f bókinni verða 50—60 þúsund íslenzk orð, og enn fleiri norsk, vegna mállýzknanna. Einnig er mikið í íslenzkum orðatiltækjum í bókinni. — Hvernig stóð á því, Þor- steinn, að þú fórst að skrifa ís- lenzk-norska orðabók? — Ég var við nám í Noregi og tók stúdentspróf í nýnorsku og síðan hef ég haft áhuga á að semja íslenzk-norska orða- bók. Ég rak mig á það, að Norðmenn, sem vildu Iesa ís- lenzku, voru í enestu vandræð- um, og einnig hefði það komið sér vel fyrir mig, sem íslenzkan námsmann, að geta blaðað í íslenzk-norskri orðabók. Það er stundum erfitt að koma fyrir sig orði á norsku. — Hvað mun bókin kosta, þegar hún kemur á markaðinn? — Hún verður ekki dýr. Öll vinna við hana hefur verið gefin , og þar að auki er út- gáfan styrkt af Norska Sam- laget. Þess má geta að lokum, að undanfarið ár hefur Norð- maður aðstoðað mig við sámn- ingu bókarinnar, séra Egill Lehmann. SLÁTTUR Framhaid af 1. síðu. raunirnar á Hvanneyri sýnt fram á að uppskeran er % meiri, þar sem túnin eru friðuð. Bóndi með 25 ha tún, gæti því fengið um 350 —450 hestburðum minna af töðu, ef hann beitir túnið álíka mikið og gert var í Hvanneyrartilraun- inni, en sérstaklega er beitin skað leg á haustin í september og októ ber og svo aftur á vorin, þegar tún eru að grænka. Nýræktum er auð vitað hættara við að skemmast af of mikilli beit heldur en gömlum og grónum túnum, sem vaxin eru umluktum gróðri. Sagðist Agnar vilja benda bændum ’ á að nota meira af fóðurkáli til þess að létta á túnunum, og forða þeim frá skemmdum. — Grösin verða að hafa tíma til þess að búa sig undir vetur- inn, og þar af leiðandi auka seinni sláttur og beit hættuna á kali. Bifreið til sölu Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla er til sýnis og sölu 4ra manna Volkswagen-bifreið, árgerð 1960. Upplýsingar á staðnum. Tilboð send- ist Skúla Sveinssyni, varðstjóra, fyrir 29. þ.m. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. maí 1964. FYRIRLESTUR SENDIHERRA ÍSRAELS A ISLANDI hr. Moshe Bitan flytur erindi í 1. kennslustofu Háskólans þriðjudaginn 26. þ.m. kl. 20,30 um efnið: „Forn þjóð — Nýtt ríki.“ — Einnig verður sýnd kvikmynd frá ísrael. GuSfræ'ðideiId Háskóla Islands FélagicS Ísrael-Island IÐJ U amboð Kaupmenn — Kaupféfog Pantið amboðin tímalega fyrir sumarið ^AMBOÐAVERKSTÆÐIÐSN IÐJAl —:AKUREYRI=^ Pósthólf 232 Kaupið Mæðrablómið T f M f N N, tunnudaqlnn 24. nvai 1964 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.